Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 68
68 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ orgel en stjórnandi tónleikanna er Hörður Áskelsson. Miðasala á tón- leika Mótettukórs er í Hallgríms- kirkju. Kvennakirkjan í Dómkirkjunni KVENNAKIRKJAN heldur að- ventumessu í Dómkirkjunni sunnu- daginn 7. desember kl. 20.30. Yf- irskrift messunnar er: Ljós aðventunnar og lífsins. Séra Yrsa Þórðardóttir prédikar og messan verður ofin inn í aðventu- og jólasálma við kertaljós. Að- alheiður Þorsteinsdóttir stjórnar tónlistinni með Kór Kvennakirkj- unnar. Á eftir verður kaffi á kirkju- loftinu. Gísli Marteinn í Frí- kirkjunni í Reykjavík ÁRLEGT aðventukvöld Fríkirkj- unnar verður haldið næstkomandi sunnudagskvöld, 7. desember, klukkan 20.30. Sunnudagurinn 7. desember er annar sunnudagur í aðventu en að- ventan er helgur undirbúningstími jólanna. Á aðventu reyna fjöl- skyldur að eiga sem flestar sam- verustundir og undirbúa komu há- tíðarinnar í anda og verki. Það er góður siður að fjölskyldan öll yngri sem eldri komi saman á að- ventukvöld kirkjunnar og er jafnan þétt setinn bekkurinn. Að þessu sinni munu þau Ragnar Bjarnason, Anna Sigríður Helgadóttir, Frí- kirkjukórinn ásamt Carli Möller og félögum. Að sjálfsögðu verða sungnir léttir jólasöngvar í bland við hefðbundna sálma. Sérstakur ræðumaður kvöldsins er Gísli Marteinn Baldursson sjón- varpsmaður. Allir hjartanlega velkomnir á fal- lega og hugljúfa kvöldstund í kirkj- una í hjarta borgarinnar. Aðventan er dýrmætur tími, tími undirbúnings. Gefum okkur tíma til að setjast niður og njóta samvista með hvert öðru. Látum ekki stressið ná tökum á okkur til að jólahátíðin verði okkur hverju og einu hátíð ljóss og friðar. Að morgni sama dags verður barna- og fjölskyldusamvera er í Fríkirkjunni klukkan 11:00. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf Fríkirkjunnar í Reykjavík, Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson, Hreiðar Örn Zoëga Stefánsson. Aðventusamkoma í Njarðvíkurkirkju (Innri-Njarðvík) AÐVENTUSAMKOMA verður hald- in í Njarðvíkurkirkju í Innri- Njarðvík 7. desember kl.17. og verð- ur dagskráin mjög fjölbreytt. Guðrún Helgadóttir rithöfundur og fyrrverandi alþingismaður les fyrir börnin úr hennar verkum. Helgileikur í umsjá eldri barna af Leikskólanum Holti. Kór Njarðvík- urkirkju syngur undir stjórn Gísla Magnasonar organista og einsöngv- ari er Dagný Jónsdóttir. Börn frá Tónlistarskóla Reykjanesbæjar koma fram. Sóknarnefnd býður síðan gestum til kaffisamsætis í safnaðarheim- ilinu að þessu loknu. Allir hjart- anlega velkomnir. Sóknarnefnd og sóknarprestur. Dómkirkjan – ljóðakvöld í Safn- aðarheimilinu EFNT er til ljóðakvölds í Safn- aðarheimili Dómkirkjunnar sunnu- dagskvöldið 7. desember kl. 20. Ljóðskáldin Ágústína Jónsdóttir og Ísak H. Harðarson flytja ljóð, gömul og ný. Marteinn H. Friðriksson ásamt Ragnheiði Haraldsdóttur og Sigurði Halldórssyni leika barokktónlist milli atriða. Kynnir er sr. Hjálmar Jónsson. Verið velkomin. Dómkirkjan. Jólasöngvar við kertaljós í Fella- og Hólakirkju SUNNUDAGINN 7. desember, 2. sunnudag í aðventu, verða jóla- söngvar við kertaljós í Fella- og Hólakirkju kl. 11. Þar verða sungnir þekktir og algengir jólasöngvar og kertaljós munu lýsa upp kirkjuna. Milli söngvanna verða lesnir ritn- ingarlestrar er tengjast aðdrag- anda fæðingar Jesú eins og þeir birtast í ýmsum ritum Biblíunnar. Jólasöngvarnir verða sungnir af kirkjugestum en kór kirkjunnar mun leiða sönginn og Lenka Má- téová leikur á orgelið. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Lesarar koma m.a. frá íþróttafélaginu Leikni en einn félaganna mun í upphafi tendra annað kertið á aðventukr- ansinum og einnig taka þátt í lestr- unum. Þannig verður stundin að hluta tengd íþróttafélaginu Leikni og er það mikið fagnaðarefni að fá þau til liðveislu. Jólasöngvar við kertaljós með þessum hætti tíðkast víða í kirkjum á aðventu. Stundin er ætluð allri fjölskyldunni, börnum, foreldrum og fjölskyldum þeirra. Það er góður undirbúningur fyrir jólin að koma saman í kirkjunni, hlýða á spádóma og frásagnir er tengjast fæðingu Jesú og syngja síðan saman þá fögru jólasálma og jólalög sem tengjast hátíðinni. Á eftir verður boðið upp á kaffi og ávxtasafa í safnaðarheimilinu. Verið öll hjart- anlega velkomin. KIRKJUSTARF STÓRMEISTARINN Hannes Hlífar Stefánsson (2.567) er í 7.–12. sætir fyrir lokaumferð Santo Dom- ingo-skákmótsins, sem fram fer í Dóminíska lýðveldinu. Hann hefur hlotið 6½ vinning og er í 7.–12. sæti, hálfum vinningi á eftir efstu mönnum. Hannes gerði jafntefli við kólumbíska stórmeistarann Alonso Zapata (2.472) í níundu um- ferð. Í tíundu og síðustu umferð hefur hann svart gegn Kúbumann- inum og stórmeistaranum Neuris Delgado (2.530). Haraldur Bald- ursson (2.054) sigraði heimamann- inn Jose Nicolas Jimenez og hefur 4½ vinning. Í sjöundu umferð mætti Hannes finnska stórmeistaranum Heikki Kallio (2.493). Skákin var stutt og snaggaraleg og Finninn entist ekki lengi eftir að skákin fór út af troðn- um slóðum. Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson Svart: Heikki Kallio Spænski leikurinn 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0–0 Be7 6. He1 b5 7. Bb3 d6 8. c3 0–0 9. h3 h6 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. a4 Bd7 13. d5 Re7 14. Rf1 Rg6 15. R3h2 c6 Þekkt áætlun, þar sem baráttan stendur sérstaklega um d5-reitinn og einnig f5. Í skákinni tapar svart- ur þessari baráttu og ógnandi staða hvíta biskupsins á b3 ræður úrslitum. Önnur leið fyrir svart er 15 … Rh7 16. Rg4 Be7 17. axb5 axb5 18. Hxa8 Dxa8 19. Rg3 Dc8 20. Rh5 Bg5 21. Df3 Bxc1 22. Hxc1 Rg5 23. De2 Rf4 24. Rxf4 exf4 25. f3 f5, og svartur vann (Kotronias-Nikolaid- is, Ikaria 1997). 16. dxc6 Bxc6 17. Rg4 Rd7 Nýr leikur. Þekkt er t.d. 17 … Be7 18. Rg3 Rf4 19. Rxf6+ Bxf6 20. Rf5 d5 21. Bxf4 exf4 22. Bxd5 Bxd5 23. Dxd5 Dxd5 24. exd5 Hxe1+ 25. Hxe1 bxa4 26. d6 Hb8 27. Re7+ Kh7 28. He2 a3 29. bxa3 Hb1+ 30. Kh2 Hd1 31. c4 Hxd6, með jafntefli 10 leikjum síðar (Zar- nicki-Slipak, Buenos Aires 1999). 18. Df3! He7 Betra er 18 … De7 19. Rfe3 Rc5 20. Bd5 Dd7 21. axb5 axb5 22. Hxa8 Hxa8 23. Hd1, þótt hvítur hafi mun betri stöðu í því tilviki. 19. Df5 Rh8 Ekki gengur 19 … Rc5? 20. Dxg6! Rxb3? (20 … Kh8 21. Bxf7) 21. Rf6+ Kh8 22. Dh7+ mát. 20. Rxh6+ gxh6 21. He3 d5 Eftir 21 … Bg7 22. Hg3 Rf8 23. Bxh6 Rhg6 24. Hxg6 Rxg6 25. Dxg6 Df8 26. axb5 axb5 27. Hxa8 Bxa8 28. Rg3 d5 (28 … Kh8 29. Dxg7+ Dxg7 30. Bxg7+ Kxg7 31. Rf5+ Kf6 32. Rxe7 Kxe7 33. Bd5 Bxd5 34. exd5, hvítur vinnur) 29. Dxg7+ Dxg7 30. Bxg7 dxe4 31. Rf5 Hd7 32. Bxe5 Hd2 33. c4 á hvítur vinningsstöðu. 22. exd5 og svartur gafst upp. Hann á gjörtapað tafl, eftir 22. – Bb7 (22. – Rc5 23. Bc2 Rg6 24. dxc6) 23. Hg3+ Rg6 (23. – Bg7 24. Bxh6 Rg6 25. d6) 24. d6 Kh8 25. dxe7 o.s.frv. Alls taka um 150 skákmenn þátt í mótinu sem er opið og meðal þátt- takenda eru u.þ.b. 50 stórmeistarar. Umhugsunartíminn í skákunum er 90 mínútur, auk þess sem 30 sek- úndur bætast við eftir hvern leik (FIDE-tímamörk). Yfirburðasigur Róberts á atskákmóti öðlinga Róbert Harðarson sigraði með yfirburðum á atskákmóti öðlinga sem lauk nú í vikunni, hlaut 9 vinn- inga af 9 mögulegum. Í öðru sæti varð Björn Þorsteinsson með 6½ vinning og þriðja sætið kom í hlut Magnúsar Gunnarssonar sem einn- ig hlaut 6½ vinning en var lægri á stigum. Röð efstu manna varð sem hér segir: 1. Róbert Harðarson 9 v. 2. Björn Þorsteinsson 6½ v. 3. Magnús Gunnarsson 6½ v. 4. Sverrir Norðfjörð 6 v. 5. Jóhann Ö. Sigurjónss. 5½ v. 6.–8. Uros Ivanovic, Halldór Gíslason, Sigurður H. Jónsson 5 v. 9.–11. Hörður Garðarsson, Kristján Ö. Elíasson, Halldór Garðarsson 4½ v. o.s.frv. Keppendur voru 16 talsins. At- skákmót öðlinga er haldið árlega og er opið öllum skákmönnum 40 ára og eldri. Það er Ólafur Ásgrímsson sem er hugmyndasmiðurinn á bak við þessi mót og sér jafnframt um skákstjórn. Róbert sigraði á atkvöldi Hellis Þetta var vika Róberts Harðar- sonar, því auk sigursins á atskák- móti öðlinga sigraði hann einnig á atkvöldi Hellis sem fram fór á full- veldisdaginn 1. desember. Róbert hlaut sex vinninga af sjö mögu- legum. Róbert sigraði Sæbjörn Guðfinnsson í hreinni úrslitaskák í síðustu umferð og var vel að sigr- inum kominn. Þeir Sæbjörn og Kristján Örn Elíasson deildu öðru sætinu með fimm vinninga. Nýr „skákliður“ á fjárlögum Einu liðirnir á fjárlögum sem tengjast skákinni hafa hingað til verið fjárveiting- ar til Skáksam- bands Íslands, Skákskóla Ís- lands og launa- sjóðs stórmeist- ara, sem því miður sífellt færri stórmeistarar nýta sér þar sem þeir hafa snúið sér að almennum störfum í þjóð- félaginu. Þau ánægju- legu tíðindi hafa nú gerst að á ný- samþykktum fjár- lögum bætist við fimm milljóna króna fjárveiting til Ungmenna- félags Íslands í þeim tilgangi „að gera átak í út- breiðslu á skák um allt landið í samvinnu við Hrókinn“ eins og segir í nefndar- áliti frá meiri- hluta fjárlaga- nefndar. Það er athyglisvert, að hér er fjárveit- ingu beint til eins ákveðins tafl- félags innan Skáksambands Íslands, en Skák- sambandið er þó ekki aðili að mál- inu. Þetta ætti að verða öðrum tafl- félögum hvatning til frekari sóknar, því víða er gott starf unnið og ljóst er að með samstarfi við önnur félagasamtök gætu opnast fjölmargir aðrir möguleikar af þessu tagi. Það er óhætt að óska Hróknum og UMFÍ til hamingju með þennan árangur og ekki er að efa að þetta á eftir að verða skákstarfinu um allt land mikil vítamínsprauta á næsta ári. Skákmaðurinn Supachai Hvaða bækur mundir þú vilja hafa hjá þér ef þú værir stranda- glópur á eyðieyju? Margir hafa sett sig í þessi spor þegar þeir gera lista yfir uppáhaldsbækurnar sínar. Supachai Panitchpakdi, aðalfram- kvæmdastjóri Heimsviðskipta- stofnunarinnar (WTO), var nýlega spurður þessarar spurningar hjá USA Today. Hann tók við embætti sínu í september 2002, en stofnunin er samtök 146 landa og hefur mikið verið í fréttum að undanförnu. Fyrir skákáhugamenn er at- hyglisvert, að fyrsta bókin sem Supachai nefndi var skákbókin Bestu skákir Petrosian 1946–1963 eftir Peter H. Clarke. Armeninn Tigran Petrosian varð heimsmeist- ari 1963. Supachai segir að Petros- ian sé ekki jafnhátt skrifaður og ýmsir aðrir heimsmeistarar hjá flestum skákmönnum. Hins vegar dáist Supachai að honum og reynir að haga taflmennsku sinni í hans anda. Sumir skákmenn sjá samlíkingu milli skákarinnar og lífsins al- mennt og hafa nýtt sér það við ýmsar aðstæður. Supachai er í þeim hópi. Hann segir að margt sé líkt með skákinni og samninga- tækni, þar sem hugsa þurfi marga leiki fram í tímann, fórna hrók fyrir peð, og gæta þess að allt sé reiknað út á yfirvegaðan hátt. Í viðskipta- samningum eru dagar yfirgangs og ofríkis liðnir. Athyglisverð orð frá þessum valdamikla manni. Hannes Hlífar hálfum vinningi á eftir efstu mönnum Daði Örn Jónsson Bragi Kristjánsson dadi@vks. is SKÁK Dóminíska lýðveldið SANTO DOMINGO-MÓTIÐ 27. nóv. til 5. des. Hannes Hlífar Stefánsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.