Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ NÝSTÁRLEGRI þjónustu í reyk- vískum skemmtanaiðnaði hefur verið hleypt af stokkunum með fyrirtæki Jóns Kára Hilmarssonar „Nightlife friend“. Um er að ræða leiðsögn um reykvíkst skemmtanalíf og hefur Jón Kári ráðið til sín fjóra starfsmenn og sinnir hann leiðsögustarfinu ásamt þeim. Verið er að stofna sérstakt fyr- irtæki um starfsemina og leggur Jón Kári áherslu á að ekki sé um að ræða fylgdarþjónustu eða „Escort service“ að neinu leyti. Engar konur verða ráðnar í leiðsögumannshlutverkið, þótt konur séu að sjálfsögðu velkomn- ar í viðskiptamannahópinn til jafns á við karla. Kvöldið kostar alltaf 25 þúsund krónur og geta fjórir viðskiptavinir skipt þeim kostnaði með sér. Innifalið er leiðsögn og for- gangur fram fyrir biðraðir á vinsæl- ustu skemmtistaði borgarinnar. „Leiðsögumað- ur hittir viðskipta- vinina og leiðir þá í gegnum helstu skemmtistaðina eða þar sem fjörið er hverju sinni, allt eftir óskum þeirra,“ segir Jón Kári. Hann vann lengi hjá Flugleiðum og hefur tekið á móti fjölda útlendinga og farið með þeim og tekið þátt í skemmtanalífi borgarinnar. „Það var oft kallað í mig þegar erlenda fjöl- miðlamenn eða aðra bar að garði og ég beðinn um að sýna þeim hvað væri á seyði í næturlífi Reykjavíkur.“ Þeir leiðsögumenn sem munu vinna hjá Jóni Kára þekkja vel til í skemmtana- lífinu og alla sem skipta máli á þeim vettvangi. Innifalið í verði er að kynna útlendingana fyrir þessu fólki hvar sem til þess sést. „Sjálfur hef ég ferðast til margra borga þar sem ég þekki engan og veit ekkert hvert ég á að fara til að skemmta mér. Ári seinna hef ég síðan lagt leið mína að nýju til sömu borgar en þá hitt vini sem sýna mér allt hið áhugaverða og með því hef ég upp- lifað borgina algjörlega upp á nýtt. Þetta er nákvæmlega það sem ég býð mínum viðskiptavinum upp á. Það verður fylgst mjög vel með því að halda sig víðsfjarri öllu því sem ólög- legt getur talist.“ Nýtt fyrirtæki veitir leiðsögn um næturlífið Jón Kári Hilmarsson HNEFALEIKANEFND ÍSÍ ákvað á fundi í gær að herða regl- ur í ólympískum hnefaleikum vegna slyssins í Eyjum fyrir viku. Á fundinum var einnig rætt um kókaínsmyglið á þriðjudag og fjöl- miðlaumræðu. Í yfirlýsingunni nefndarinnar segir: „Staðfest er að farið var eftir öllum öryggisreglum og brugðist var rétt við þegar í ljós kom að íþróttamaðurinn fann til höfuð- verks. Nefndin vonar að hann sé á batavegi og sendir honum baráttu- og batakveðjur. Við athugun og skoðun á myndbandi af bardag- anum kemur í ljós að íþróttamað- urinn fékk hnakkahögg, sem ekki eru lögleg og kunna að vera orsök meiðslanna. Ákveðið var að bíða frekari rannsókna á meiðslum íþróttamannsins og hafa fullt sam- ráð við landlækni og lækna heila- og taugadeildar Landspítala - há- skólasjúkrahúss hvernig bregðast skuli við, að niðurstöðum fengnum. Nefndin ákvað að herða reglur um eftirfarandi: a) Hnakkahögg verða ekki liðin og varða brottvísun þess sem upp- vís verður að slíku höggi. Við ítrekuð brot verður viðkomandi settur í keppnisbann. b) Til að keppandi fái keppn- isleyfi verður viðkomandi að hafa stundað íþróttina hjá viðurkenndu félagi í íþróttahreyfingunni í a.m.k. 6 mánuði. c) Viðureignir verða styttar þannig að keppandi sem ekki hef- ur náð 10 viðureignum mun keppa í þrjár lotur, 1,5 mín. að lengd hver, í stað fjögurra lota í 2 mín. hver. Þá ákvað nefndin að leyfa ekk- ert keppnishald fyrr en ofan- greindar breytingar á keppnis- reglum hafa fengið staðfestingu framkvæmdastjórnar ÍSÍ. Smyglmálið Samkvæmt fréttum frá sýslu- mannsembættinu á Keflavíkurflug- velli voru tveir menn á dögunum teknir fyrir að smygla miklu magni af eiturlyfjum, klæddir í „landsliðsbúning hnefaleika- manna“. Nefndin fordæmir það framferði, að verið sé að villa á sér heimildir með því að klæðast merktum íþróttabúningum og vís- ar frá sér allri ábyrgð á meintum hegningarlagabrotum þessara tveggja manna. Rétt er að taka fram að enginn landsliðsbúningur hefur verið í notkun í hnefaleikum. Nefndin vekur athygli á því að umræddir einstaklingar hafa látið af störfum fyrir hnefaleikahreyfinguna vegna brota á samningum og samstarfi við Hnefaleikafélag Reykjavíkur og ÍSÍ, fyrr á þessu ári. Nefndin vísar frekari aðgerðum í þessu máli til framkvæmdastjórnar ÍSÍ, sbr. 35 gr. laga ÍSÍ. Rangar fullyrðingar Fullyrt hefur verið í fjölmiðlum að sex alvarleg slys hefðu hlotist af völdum högga í ólympískum hnefaleikum í Bretlandi á síðustu árum, þar sem þrír hafi látist og þrír hafi hlotið alvarlega heila- skaða. Þessum fullyrðingum er mótmælt. Samkvæmt upplýsingum frá dr. Tony Attwood, formanni læknanefndar Amateur Boxing Association í Englandi, eru þessar staðhæfingar úr lausu lofti gripnar og alrangar. Nefndinni þykir miður sú nei- kvæða umfjöllun, sem fram hefur farið að undanförnu um hnefaleik- ana. Hér er um alþjóðlega við- urkennda íþróttagrein að ræða, sem hefur verið bönnuð í nær hálfa öld á Íslandi, skemmtilega og vinsæla íþrótt, sem margir vilja stunda. Hún er að fóta sig á nýjan leik innan þess ramma laga, réttar og skyldna sem íþróttahreyfingin setur, undir forystu ÍSÍ, og það er von okkar og trú að áhugamenn um hnefaleika og keppendur á þeim vettvangi fái tækifæri til að sanna tilverurétt sinn í anda drengskapar og leikreglna. Nefnd- in mun kappkosta að fylgja og fara eftir þeim reglum og öryggisatrið- um, sem standast ítrustu kröfur.“ Undir yfirlýsinguna rita Engil- bert Olgeirsson, formaður, Guðjón V. Sigurðsson, Konstantín M. Mikaelsson og Bubbi Morthens. Morgunblaðið/Eggert Hnefaleikanefnd ÍSÍ auk forseta ÍSÍ. Frá vinstri: Kristinn J. Reimarsson starfsmaður, Bubbi Morthens og Eng- ilbert Olgeirsson, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og loks Guðjón V. Sigurðsson og Konstantín Mikaelsson. Reglur í boxinu verða hertar Í LEIÐARA blaðsins sl. mið- vikudag var vitnað til greinar Ólafs Hergils Oddssonar hér- aðslæknis, þar sem tilgreind voru dauðsföll í áhuga- mannahnefaleikum. Að gefnu tilefni skal áréttað að skýrsla sú, sem Ólafur Hergill vísaði til í grein sinni, var gerð á vegum Brezku læknasamtak- anna (BMA) árið 1993 en náði til fleiri landa en Bretlands. Þannig voru þeir þrír áhuga- mannahnefaleikarar, sem þar er sagt frá að hafi látizt, Breti (árið 1987), Perúmaður (1991) og Bandaríkjamaður (1992). Árétting „MÉR finnst eðlilegt að NATO komi að uppbyggingu í Írak með sama hætti og í Afganistan,“ segir Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra en Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti Atlantshafs- bandalagið til að taka að sér stærra hlutverk í Írak á utanríkisráðherra- fundi í Brussel sl. fimmtudag. Aðspurður hvort Íslendingar kæmu með beinum hætti að upp- byggingunni segir Hallór að ákveðið hafi verið að Íslendingar tækju þátt í mannúðaraðstoð í Írak. „Það hefur einnig verið í undirbúningi að við ættum einhverja samvinnu við Dani en þeir eru með fólk á svæðinu,“ seg- ir hann. Halldór sat ráðherrafundinn í Brussel fyrir Íslands hönd og segir að andrúmsloftið á fundinum hafi verið með þeim hætti að menn vildu gjarnan ná saman um uppbygg- inguna í Írak. „Það tóku margir und- ir með Colin Powell þótt aðrir segðu minna. En það andmælti enginn þessum hugmyndum. Það er greinilega mikill vilji að ná samstöðu á nýjan leik innan banda- lagsins og á ég von á að Atlantshafs- bandalagið taki að sér meira hlut- verk í Írak. Samkvæmt ályktun Sameinuðu þjóðanna er það vilji ör- yggisráðsins að alþjóðasamfélagið komi með stekrari hætti að málinu og er greinilegt að Bandaríkjamenn eru að snúast meira í þá átt. Má segja að Colin Powell hafi staðfest það á fundinum í Brussel,“ segir Halldór. Halldór Ásgrímsson tekur undir hugmyndir Colins Powell Eðlilegt að NATO komi að upp- byggingu í Írak LÖGREGLAN í Reykjavík handtók tvo unga menn í gærmorgun vegna tilraunar til bankaráns í Landsbank- anum við Gullinbrú í Reykjavík. Lögreglunni var tilkynnt klukkan 9.50 um að maður vopnaður sveðju hefði rænt bankaútibúið og brást við með því að loka hverfinu meðan á lögregluleit stóð yfir. Vísbend- ingar lögreglu leiddu hana síðan á spor tveggja manna sem voru hand- teknir, hvor á sínum staðnum. Höfðu báðir náðst hálfri klukku- stund eftir að tilkynning um ránið barst eða kl. 10.22. Rannsókn máls- ins er á frumstigi, að sögn lögreglu. Um fyrsta bankaránið mun að ræða sem mistekst á árinu en rammt hefur kveðið að bankaránum allt frá því fyrsta rán ársins var framið í Hafnarfirði 1. apríl sl. Samkvæmt upplýsingum bankans var unnið eftir fyrirfram gerðri áætlun um aðgerðir til að aðstoða lögregluyfirvöld, veita starfsfólki aðstoð og vinna að frekari for- vörnum. Fulltrúar yfirstjórnar og sérfræðingar voru á staðnum til að veita aðstoð og áfallahjálp. Vill Landsbankinn þakka lögregl- unni í Reykjavík fyrir skjót og örugg viðbrögð. Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan var fljót á vettvang og handtók hina grunuðu á skömmum tíma. Tveir handteknir vegna ránstilraunar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.