Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 55
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 55 FRÁ því upp úr 1990 fór fram mikil umræða um leiðir til að auka skilvirkni sjúkrahúsa á höfuðborg- arsvæðinu. Hingað komu ýmsir ráð- gjafar sem töldu sameiningu stóru spítalanna líklega til að skila árangri. Engir þeirra lögðu fram tillögur um hvernig staðið skyldi að samein- ingu og hvernig hún yrði útfærð. Ferlið hófst síðan með því að lögð var fram tillaga að sameiningu Landakotsspítala og Borgarspítala að frumkvæði stjórnenda þessara stofnana. Mikil vinna var lögð í undirbúning af hálfu heilbrigð- isráðuneytis. Tillögunni fylgdu ná- kvæmar áætlanir um útfærslu, tímasetningar og kostnað við sam- eininguna. Gert var ráð fyrir tölu- verðum sparnaði í rekstri sem byggðist fyrst og fremst á því að þjónustudeildir spítalanna, mynd- greining, rannsóknastofur, skurð- stofur og gjörgæsla voru samein- aðar í Fossvogi. Þetta var byggt á þeirri reynslu sem aðrir höfðu afl- að sér en þeir töldu að ef ekki væri unnt að flytja meginstarfsemi spít- alanna á einn stað myndi ekki nein hagræðing í rekstri nást. Þannig varð Sjúkrahús Reykjavíkur til og allar áætlanir stóðust nema ríkið lagði aldrei fram það fjármagn sem talið var nauðsynlegt til að ná þeirri aðstöðu sem þurfti. Miklir erfiðleikar í rekstri fylgdu því í kjölfarið. Sameining Sjúkrahúss Reykjavíkur og Landspítala Þessu var öfugt farið með þá sameiningu sem Ríkisendurskoðun fjallar um í skýrslu sinni en þar segir: „Rætt var um sameiningu sjúkrahúsanna í um áratug og var þá velt upp ýmsum möguleikum á því hvað ætti að sameina og hvern- ig og færð rök fyrir kostum sam- einingar. Að mati Ríkisendurskoð- unar var sameiningin þó ekki nógu markvisst undirbúin. Hvorki var gerð tímasett framkvæmda- né kostnaðaráætlun eða sett markmið um það hverju ætti að ná fram með sameiningunni. Því var erfitt að leggja mat á það hvernig miðaði meðan á breytingunni stóð og hvort sameiningin skilaði ásætt- anlegum árangri.“ Þetta er hörð ádeila á þá sem tóku ákvarðanir um sameiningu í raun án þess að hafa skoðað málið vel. Undirritaður sat á þessum tíma í framkvæmdastjórn Sjúkra- húss Reykjavíkur og getur fullyrt að ekki var eytt fimm mínútum í viðræður milli stjórnenda spít- alanna um leiðir. Ríkisendurskoðun segir: „Sameining sjúkrahúsanna er umfangsmikið breytingaverkefni og líklega hið stærsta sem tekist hefur verið á við innan íslenskrar stjórnsýslu.“ Ríkisendurskoðun segir í skýrsl- unni um hagkvæmni sameiningar: „Þess var vænst að sameiningin leiddi til sparnaðar. Þetta hefur hins vegar ekki tekist og kostnaður í raun hækkað umtalsvert eða um 33% meðan almennt verðlag hefur hækkað um 17% og laun sam- kvæmt launavísitölu um 24%.“ Ríkisendurskoðun telur að beinn kostnaður við breytingar hafi verið um 900 millj. kr. Þess er hvergi getið að ríkið borgaði Reykjavík- urborg 17–1800 millj. kr. fyrir ýms- ar húseignir sem hún hafði kostað. Erlendur samanburður Í skýrslunni er síðan gerður samanburður við nokkur bresk sjúkrahús sem rekin eru innan NHS (National Health Service). Það hlýtur samt að orka tvímælis að gera samanburð við breska spít- ala því að vitað er að breska heil- brigðiskerfið á við mikil vandamál að stríða og margar stofnanir illa mannaðar og augljóst er af tölum sem nefndar eru í skýrslunni að Bretar skrá ýmislegt öðru vísi en flestir aðrir. Heilbrigðisráðherra hefur á þessum forsendum talið að ým- islegt hafi gengið vel í sambandi við sameininguna. Það er mjög sér- kennilegt því að auðvitað hefði þurft að bera saman starfsemi þessara sömu spítala fyrir og eftir sameiningu til að hægt væri að draga slíka ályktun. Stefnumótun Enn segir Ríkisendurskoðun í skýrslu sinni: „Enn er ekki nægi- lega ljóst hvernig sjúkrahús LSH er ætlað að vera í framtíðinni. Slíkt dregur úr möguleikum til mark- vissrar stjórnunar og uppbygg- ingar. Ljóst er að ráðuneyti heil- brigðismála, fjármálaráðuneytið og faghópar innan sjúkrahússins hafa mismunandi skoðanir á stefnumót- un sjúkrahússins. Þessir aðilar þurfa að ná samstöðu um það hvaða áherslu skuli leggja á sparn- að í rekstri, skilvirkni og magn þeirrar þjónustu sem veita á og þátt rannsókna og kennslu í starf- seminni. Þessi atriði geta stangast á en þau mega ekki verða til þess að ekki sé tekin skýr afstaða með stefnumótun. Þetta hefði í raun átt að gerast áður en sameiningin varð. Enn hefur ekki verið tekin afstaða til þessara hluta og stendur það í vegi fyrir skýrri stefnumótun og mótun framtíðarsýnar fyrir sjúkrahúsið.“ Þetta er ótrúlega hörð gagnrýni á þá sem ráðið hafa ferð varðandi sameiningu þar sem til hefur orðið stærsta fyrirtæki landsins með 5000 starfsmenn og veltu upp á 25– 30 milljarða króna á ári. Til þess að ná fram þeirri hagræðingu sem stefnt var að hlýtur að þurfa að koma meginþjónustunni á einn stað. Samkvæmt heilbrigð- isráðherra kosta þær hugmyndir sem verið er að vinna með frá 30– 70 milljörðum króna. Hvaða líkur eru á því að slíkt fjármagn fáist á næstu fáum árum þegar Sjúkrahús Reykjavíkur fékk ekki einn millj- arð sem þurfti til þeirra fram- kvæmda sem nauðsynlegar voru taldar? Sjálfsagt var að skoða vandlega hvort og hvernig ætti að sameina umrædda spítala. Fresta hefði þurft byggingu barnadeildarhúss á þeim tíma sem það var gert. Skoða hefði þurft tillögur ráðgjafa E- mentor um notkun núverandi húsa og flutning líkamlegrar bráðaþjón- ustu í Fossvog. Ljóst er að lélegur undirbúningur og þar af leiðir dýr framkvæmd munu kosta mikið ef viðunandi árangur á að nást í svo mikilvægum málum. Skýrsla ríkisendurskoðunar um sameiningu spítala Eftir Ólaf Örn Arnarson Höfundur er læknir. og prenta út kort. Auk þessa má leita að hnitum í mörgum hnita- kerfum, bæta inn eigin texta og tengja við GPS-staðsetningartæki. Eitt með því þægilegra er, að með músinni er hægt að hagræða kort- inu að eigin vild. Það er því vart hægt að hugsa sér betra hjálp- artæki þegar undirbúa skal hesta- ferð. Þessi kort auðvelda hesta- fólki að rata gömlu reiðleiðirnar, en þær voru ekki valdar af handa- hófi, heldur farnar vegna þess að um þær lágu bestu hestagöturnar. Það er óhætt að fullyrða að þær séu tuttugu í dúsíninu nýjung- arnar hjá Landmælingum Íslands þessa dagana. Ég var ekki fyrr búinn að undrast yfir ágæti heima- síðu þeirra, en að ég eignaðist nýj- an og endurbættan flugdisk frá þeim. Svo koma þessi gersemi. Þessi stefna Landmælinga Ís- lands að gera gögn sín sem að- gengilegust fyrir almenning bæði á vefnum og með útgáfu geisla- diska er mjög lofsverð. Ekki spillir að verðið á þessum diski er viðráð- anlegt, en hann kostar kr. 3.980.- Höfundur fæst við ritstörf og er áhugamaður um gamlar reiðleiðir. Jólavörur frá Svíþjóð Klapparstíg 44, sími 562 3614 Jóladúkkur Verð frá kr. 3.500. . Úrslitin í enska boltanum beint í símann þinn *fiú borgar u.fl.b. 4 kr. fyrir skráninguna. Hringdu í vini og ættingja innanlands í desember N O N N I O G M A N N I I Y D D A / S Í A / N M 1 0 8 0 5 Hringdu í vini og ættingja erlendis í desember fiú fær› 50% afslátt af innanlandssímtölum úr heimilissíma í heimilissíma alla laugardaga í desember. Skrá›u flig núna í síma 750 5002 ef flú vilt hringja milli kl. 10-12 og í 750 5003 ef flú vilt hringja milli kl. 18-20.* fiú fær› 50% afslátt af mínútuver›i í 2 klst. alla laugardaga í desember af símtölum úr heimilissímanum til útlanda.** Hringdu í síma 750 5001 og skrá›u flig núna.* 50% AFSLÁTTUR AF SÍMTÖLU M TIL ÚTLANDA 50% AFSLÁTTUR AF INNANLA NDS- SÍMTÖLUM innan kerfis Símans Kynntu flér nánar tilbo› á heimilissímum í verslunum Símans. **Gildir ekki fyrir símtöl til útlanda gegnum 1100.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.