Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 57
SKOÐUN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 57 FORVARNIR beinast að því að koma í veg fyrir sjúkdóma og þján- ingar. Þær eru því göfugt og óumdeil- anlegt markmið. Við höfum náð langt á ýmsum sviðum, svo sem með bólusetn- ingum gegn ýmsum smitsjúkdómum og í baráttunni gegn reykingum. Á öðrum sviðum erum við skemmra á veg komin. Flestar áætlanir um forvarnir eru þess eðlis að þær krefjast bæði faglegrar og almennrar umræðu um gagnreynd rök, siðfræðileg gildi og forgangsröðun með tilliti til fjár- mögnunar. Áætlanir um kerf- isbundna leit að krabbameini í ristli og endaþarmi (hér eftir nefnt einu nafni: ristilkrabbamein) eru þar á meðal og þarfnast frekari yfirveg- unar áður en ákvarðanir eru teknar. Forgangsröðun Kerfisbundin kembileit að rist- ilkrabbameini hefur nú verið til at- hugunar hjá faghópum víða um heim. Því fer fjarri að þar ríki einhugur um málið varðandi þá einstaklinga sem eru ekki með þekkta áhættusögu og án allra einkenna. Sænsk heilbrigð- isyfirvöld hafa nýlega tekið þá af- stöðu að bíða og sjá til með slíka kembileit á landsvísu og að hún verði eingöngu í vísindaskyni fyrst um sinn. Hinar Norðurlandaþjóðirnar eru að skoða málin. Í Cochrane-gagnabankanum, sem er meðal virtustu vísindagagna- grunna í heiminum, er m.a. rætt um áhættuna af þessari heilsufarsaðgerð svo sem fylgikvilla ristilspeglunar, truflun á lífsmáta, streitu og óþæg- indi í tengslum við prófin og frekari greiningarannsóknir, sem og kvíða sem orsakast af fölskum jákvæðum prófniðurstöðum. Cochrane-hópurinn telur að enda þótt margt bendi til þess að ávinningurinn sé meiri en skaðinn skorti enn upplýsingar áður en hægt er að mæla með almennri kembileit. Kembileitinni fylgir því fjöldi sið- fræðilegra vandamála sem ekki sér fyrir endann á. Enn fremur er líklegt að umfangsmikill stofn- og rekstr- arkostnaður skapi ójafnvægi í heil- brigðiskerfinu. Umfangsmikið for- varnarverkefni sem þetta krefst fjölda nýrra stöðugilda og getur dregið til sín heilbrigðisstarfsfólk úr öðrum greinum með ófyrirsjáan- legum afleiðingum. Félag íslenskra heimilislækna benti einnig fyrir ári á að ekki lægi fyrir faglegt mat á forgangsröðun á þessu verkefni borið saman við mörg önnur sem tíunduð hafa verið í ramma heilbrigðisáætlunar til ársins 2010. Þjóðarsálin Kembileit hjá einkennalausum ein- staklingum fer fram með þeim hætti að fólk setur hægðaprufu á þar til gert spjald sem síðan er komið í rann- sókn með tilliti til blóðs í hægðunum. Rannsóknaraðferðin er léleg þar eð aðeins um 5% þeirra sem mælast já- kvæðir, það er með blóð í hægðum samkvæmt þessari aðferð, eru í raun með ristilkrabbamein. Ef blóð grein- ist í hægðaprufunni þarf oftast rist- ilspeglun til frekari greiningar. Það er yfirleitt litlum vandkvæðum bundið að fá fólk í rannsókn ef það er veikt, hefur einhver einkenni, eða með ættarsögu um sjúkdóminn. Öðru máli gegnir um einkennalausa. Læknar hafa í mörg ár vitað um kosti og takmörk kembileitar fyrir rist- ilkrabba hjá einkennalausum ein- staklingum. Ef þeir hafa sannfærst um ágæti hennar hafa þeir vænt- anlega sýnt fordæmi í þessu máli og skilað sjálfir inn hægðaprufum reglu- lega. Mér er spurn hversu margir læknar eldri en 50 ára og án allra ein- kenna hafi gert slíkt. Ráðamenn hafa oft látið mynda sig við ýmis tækifæri þegar nýtt átak fer af stað. Ég sé fyrir mér mynd af helstu forystumönnum þjóðarinnar vera að skila hægðaprufum. Ég er ekki að nefna þetta til að gera lítið úr málinu, heldur aðeins til að fá fólk til að líta í eigin barm og meta hversu mikinn sannfæringarkraft þurfi til til þess að átakið heppnist. Á árunum 1986–87 var gerð for- könnun þar sem 6.000 Íslendingum var boðin þátttaka í kembileit af þessu tagi. Aðeins 40% skiluðu hæg- ðaprufum. Þetta bendir til þess að margir muni sýna málinu áhuga og skilning í upphafi en að veruleg tregða verði á hægðaskilum (hægða- tregða) meðal þjóðarinnar þegar á reynir. Hagsmunaárekstrar Kerfisbundin kembileit að rist- ilkrabbameini leiðir til a.m.k. tvöföld- unar á ristilspeglunum miðað við nú- verandi fjölda. Fjölgun ristilspeglana er að sjálfsögðu hagsmunamál fyrir þá lækna sem sinna slíkum spegl- unum á stofu úti í bæ. Það gefur því augaleið að þeir sem hafa fjárhags- legan ávinning af því að koma á nýj- um verkefnum í forvarnaskyni eru vanhæfir sem aðalráðgjafar fyrir rík- isstjórn. Kerfisbundin kembileit að rist- ilkrabbameini krefst fjölgunar á stöðugildum lækna. Nú þegar er fjöldi meltingarsérfræðinga á hvern íbúa margfalt hærri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Það að fjölga þeim hlutfallslega enn frekar samræmist varla heildrænni heil- brigðisstefnu og hlýtur þess vegna að vera umhugsunarefni. Hlutlaus fræðsla Flestir hljóta að vera sammála um að fræðsla og þekking um allar mögu- legar hliðar málsins ættu að vera til góðs. Þá skiptir máli hvernig tölur eru fram settar og túlkaðar. Þeir sem hafa hagsmuna að gæta kynna nið- urstöður gjarnan í formi hlufallslegs ávinnings (relative risk reduction), en segja sjaldnar frá raunverulegum ávinningi (absolute risk reduction). Ástæðan er meðal annars sú að kynn- ing á heildarmyndinni breytir áhrifa- mætti talna. Í Morgunblaðinu, laug- ardaginn 22. nóvember sl., ritar Ásgeir Theodórs grein um árangur kerfisbundinnar leitar að rist- ilkrabbameini og hvetur til þess að slík leit verði tekin upp hér á landi. Hann hefur gefið í skyn að ég hafi áð- ur aðeins fjallað um neikvæðar hliðar kembileitar og jafnvel farið rangt með staðreyndir. Sé spjótum Ásgeirs beint að mér vil ég ítreka að allar þær tölur sem ég hef verið að kynna um þessi mál eru margsinnis yfirfarnar af faghópum innanlands sem utan. Ég hef lagt áherslu á að menn sjái allar hliðar málsins (bæði jákvæðar og neikvæð- ar), einkum með kynningu á rauntöl- um. Tökum sem dæmi rannsókn Kronborg og félaga frá Funen í Dan- mörku (Lancet 1996), en sú rannsókn gegnir lykilhlutverki í túlkun á ár- angri kerfisbundinnar kembileitar að ristilkrabbameini. Þátttakendur voru á aldrinum 45 til 75 ára. Í kembileit- arhópnum voru 30.967 manns og 30.966 í viðmiðunarhópi. Allir í kembileitarhóp áttu að skila hægðap- rufum annað hvert ár óháð einkenn- um en hinn hópurinn fékk venjulega heilbrigðisþjónustu. Hópunum var fylgt eftir í 10 ár. Að þeim tíma liðn- um höfðu 205 dáið af umræddu krabbameini eða fylgikvillum í kembileitarhópnum, en 249 í viðmið- inu. Hlutfallslegur ávinningur af kembileit var því 18% lækkun á dán- artíðni í hópnum sem tók þátt í reglu- bundinni kembileit (mynd 1). Það má einnig sýna þennan árang- ur í raunverulegum ávinningi sbr. mynd 2 og enn fremur sem hlutfall af heildardánartíðni á þessum tíu árum í báðum hópunum, mynd 3. Þessar myndir sýna öðruvísi raunveruleika, en allar þessar tölur eru þó bara mis- munandi aðferðir til þess að sýna sömu niðurstöðurnar. Þær sýna okk- ur vissulega að það er mjög lítill ávinningur að kembileitinni, eða auknar lífslíkur sem nema 0,14% á 10 ára tímabili, og kembileit skilar ekki tölfræðilegum árangri í fækkun um eitt dauðsfall fyrr en við höfum skoð- að um 704 manns á ári í 10 ár (95% ör- yggismörk 362 – 13.086), eða 7.040 manns til að bjarga einum á ári. Myndirnar sýna einnig að dánartíðni af völdum krabbameins í ristli var að- eins örlítið brot af heildardánartíðn- inni í Funen-rannsókninni. Einnig er athyglisvert að þeir deyja líka af rist- ilkrabba sem taka reglulega þátt í kembileit. Þátttakan sem slík er því ekki nein líftrygging. Ásgeir Theodórs vitnar í fyrr- nefndri grein í þrjár helstu rannsókn- irnar sem gerðar hafa verið á þessu sviði, þar á meðal ofannefnda Funen- rannsókn. Hann segir að þær hafi sýnt að það þurfti að leita hjá 360, 470 eða 747 einstaklingum til að koma í veg fyrir eitt dauðsfall af völdum rist- ilkrabbameins. Þessar tölur Ásgeirs eru meiningarlausar án heildarsýnar. Það þarf að taka fram hve lengi hver rannsókn stóð yfir. Til þess að geta borið þær saman verður t.d. að skoða þær fyrir eitt ár eins og ég hef gert. Menn deila að vísu um það hvort kembileit í Funen-rannsókninni telji tíu ár eða fimm, þar eð eftirlitið var gert annað hvert ár. Af hverju eru menn hræddir við að sýna allar hliðar málsins? Fólk á rétt á heildarsýn. Það hlýtur að vera fær- ara um að taka ákvarðanir um eigin þátttöku í forvörnum ef öll spil eru lögð á borðið! Ristilkrabbamein – forvarnir og heildarsýn Eftir Jóhann Ág. Sigurðsson Höfundur er prófessor í heimilislæknisfræði við Háskóla Íslands.                    ! "#   $ %    &         '( )       '     * +&      ,   -     -   '    '(' )    +&  . ,   &   0')  '    0')'       1  , -   23    / -  *'450(  6  *'4557 8 &      9  !  ! 9 +  6  '($ ('' 44($' 0''' 5''' :''' )''' *''' $''' ''' ' 44(*) UMRÆÐAN Í TILEFNI af skrifum Bjarna Guðmundssonar framkvæmda- stjóra RÚV, Sjónvarps, í Mbl. 3. desember um text- un, þar sem hann gerði athugasemdir við þann fjölda þátta á viku sem ég tilgreindi sem textaðan. Þessir tveir um- ræddu þættir sem vísað er til í greinargerð eru teknir út úr aust- urrískri könnun sem Lands- samtök heyrnarlausra í Austuríki gerðu til að sjá hvernig text- unarmálum væri komið í 16 lönd- um Evrópu. Könnunin var útgefin 19. maí 2003, og var gerð fyrstu vikuna í apríl 2003. Ég verð að leyfa mér svolítið að efast um uppgefinn mínútufjölda sem Bjarni nefnir í greininni. Það sem skiptir meginmáli er að í grein- argerðinni er átt við innlent sjón- varpsefni, þ.e. sjónvarpsefni þar sem íslenska er töluð, því það efni á að texta. Í svari Bjarna segir hann að kapp sé lagt á að texta innlent sjónvarpsefni sem fyrirfram er unnið og er það vel. Ég fagna hverju skrefi sem RÚV tekur í textun, mér er hinsvegar spurn af hverju eftirfarandi þættir sem gerðir eru með fyrirvara séu ekki textaðir og vil ég í því tilefni nefna þætti eins og: Laugardags- kvöld með Gísla Marteini, Vísindi fyrir alla, Í brennidepli, end- ursýnt Kastljós og Kastljós sem tekin eru upp með fyrirvara, Mósaík, Morgunstundin okkar, Stundin okkar, Pressukvöld (ef endursýnt), Nýjasta tækni og vís- indi, Handboltakvöld og Helg- arsportið, Heima er best og Mink- ur í íslenskri náttúru sem verður sýndur núna 4. desember. Mér er líka spurn af hverju fréttirnar sjálfar séu ekki sendar textaðar út þar sem lesefni þeirra er í flest- öllum tilfellum unnið fyrirfram. Ennfremur vil ég taka það fram að ég fagna því að tækjakostur textunar verður endurnýjaður eft- ir áramót. Ég fagna því jafnvel þótt mér sé spurn hvar fé fékkst til þeirra framkvæmda því menntamálaráðherra sjálfur hefur í svari sínu til mín um textun sagt að ekki sé gert ráð fyrir neinu fé til textunar árið 2004 í fjárlögum. En ef þetta mál er hins vegar orð- ið svo mjög sjálfsagt í rekstri RÚV er það vel. Framkvæmdarstjóri RÚV ætti að fagna frumvarpi um textun, fremur en að hallmæla því. Frum- varpið er gert með það í huga að styrkja fjárhagsstoðir sjónvarps- stöðva til kaupa á tækjabúnaði sem gerir stöðvunum kleift að senda efni út textað, sem og texta- setja innlent sjónvarpsefni og þar með gera innlenda sjónvarps- þáttagerð, sem og auglýsingar, fræðslumyndir hvers konar og ís- lenskar kvikmyndir aðgengilegar öllum landsmönnum. Svar við athugasemd fram- kvæmdastjóra Sjónvarps Eftir Sigurlín Margréti Sigurðardóttur Höfundur er varaþingmaður Frjálslynda flokksins. Í UPPHAFI næsta árs verður Hringurinn, kvenfélag, 100 ára. Hring- skonur hafa af óbilandi dugnaði og bjartsýni unnið að góðgerðarmálum á Íslandi. Í upphafi starfseminnar styrktu Hringskonur fátækar sæng- urkonur með fatnaði og mjólk. Hringurinn reisti og rak Kópavogshælið til endurhæfingar fyrir berklasjúka. Kostnaðurinn var greiddur með rekstri kúabús. Seinna gáfu Hringskonur ríkinu Kópavogshælið. Sögu þessa má lesa í nýút- kominni bók um Hringinn, kvenfélag. Undanfarna áratugi hafa Hringskonur stutt Barnaspítala Hringsins af miklum metnaði. Á árinu sem er að líða náðist sá langþráði draumur að taka í notkun nýjan, vel útbúinn spítala fyrir veik börn á Íslandi. Stuðningur Hringskvenna við bygginguna er ómetanlegur. Barnaspítalinn og Hringskonur Nýr Barnaspítali Hringsins er nú loksins tekinn til starfa. Sem fyrr ber hann nafn Hringskvenna í þakklætis- og virðingarskyni við starf þeirra. Fjölmargir aðilar, félagasamtök, fyrirtæki og einstaklingar hafa stutt Barnaspítala Hringsins með ráðum og dáð. Í forystu þessa hóps hefur Hringurinn, kvenfélag farið um áratuga skeið. Hringskonur hafa veitt verulegar fjárhæðir til byggingarframkvæmda spítalans á undanförnum árum. Auk þessa hafa stórkostlegar tækjagjafir Hrings- kvenna gert okkur kleift að búa spítalann vel að tækjum og öðrum bún- aði. Hringskonur hafa lyft Grettistaki í málefnum veikra barna á Ís- landi. Kaffisala Hringsins Sunnudaginn 7. desember er Jólakaffi Hringsins. Hefst kaffisalan kl. 13.30 á Broadway-Hótel Íslandi. Landsmönnum gefst þar tækifæri til að styðja Kvenfélagið Hringinn til góðra verka, njóta um leið frábærra veitinga, taka þátt í happdrætti, kaupa jólakort og fleira. Hringurinn, kvenfélag, hefur af framsýni og bjartsýni stuðlað að bættum hag veikra barna á Íslandi. Þær eiga heiður skilinn og þökk fyrir mikið starf. Það er von mín, að landsmenn flykkist í Hringskaffið og sýni Hringskonum stuðning í verki og njóti veitinganna! Jólakaffi Hringsins Eftir Ásgeir Haraldsson Höfundur er prófessor, dr. med., sviðsstjóri lækninga barnasviðs, Barnaspítala Hringsins. Morgunblaðið/Kristinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.