Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 86

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 86
ÍÞRÓTTIR 86 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÚRSLIT HANDKNATTLEIKUR Laugardagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norð- urriðill: Framhús: Fram - Valur .............................18 Suðurriðill: Kaplakriki: FH - ÍBV............................16.30 Íslandsmót kvenna, RE/MAX-deild: KA-heimili: KA/Þór - Fylkir/ÍR ...............16 Seltjarnarnes: Grótta/KR - Stjarnan .......16 Hlíðarendi: Valur - Haukar ..................16.30 Sunnudagur: Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, norð- urriðill: Smárinn: Breiðablik - HK ....................19.15 KÖRFUKNATTLEIKUR Laugardagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Smárinn: Breiðablik - KFÍ ...................17.15 1. deild kvenna: Grindavík: UMFG - ÍR .........................17.15 Njarðvík: UMFN - KR ..............................14 1. deild karla: Laugardalsh.: Árm./Þróttur - Höttur ......14 Grafarvogur: Fjölnir - Selfoss...................17 Ásgarður: Stjarnan - Þór A. ......................16 Sunnudagur: Úrvalsdeild karla, Intersportdeild: Þorlákshöfn: Þór Þ. - Keflavík .............19.15 1. deild karla: Grindavík: ÍG - Höttur...............................12 Hlíðarendi: Valur - Þór Ak. .......................16 Mánudagur: 1. deild kvenna: Kennaraháskóli: ÍS - Keflavík..............19.13 BLAK Laugardagur: 1. deild kvenna: Neskaupstaður: Þróttur N. - HK ........13.30 1. deild karla: Hagaskóli: ÍS - HK................................15.30 HANDKNATTLEIKUR ÍR – Stjarnan 28:26 Austurberg, Reykjavík, Íslandsmót karla, RE/MAX-deildin, suðurriðill, föstudaginn 5. desember 2003. Gangur leiksins: 2:0, 3:1, 3:3, 5:7, 7:7, 8:11, 11:13, 11:16, 13:17, 13:19, 15:20, 17:20, 20:22, 22:25, 25:25, 25:26, 28:26. Mörk ÍR: Einar Hólmgeirsson 5, Bjarni Fritzson 5, Hannes Jón Jónsson 5, Ingi- mundur Ingimundarsson 5, Tryggvi Har- aldsson 4/2, Fannar Þorbjörnsson 2, Sturla Ásgeirsson 2/1. Varin skot: Ólafur H. Gíslason 12/1 (þar af fóru 4 aftur til mótherja), Stefán Pet- ersen 1/1 Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Stjörnunnar: David Kekelia 8, Vil- hjálmur Halldórsson 5, Þórólfur Nielsen 5/4, Gústaf Bjarnason 3, Björn Friðriks- son 2, Gunnar Ingi Jóhannsson 2, Arnar Theódórsson 1. Varin skot: Jacek Kowal 19/1 (þar af fóru 10 aftur til mótherja). Utan vallar: 18 mínútur. Þar af fékk Jó- hannes Jóhannesson rautt spjald fyrir þrjár brottvísanir og Sigurður Bjarnason rautt spjald fyrir mótmæli. Dómarar: Valgeir Ómarsson og Bjarni Viggósson. Áhorfendur: Um 190. Selfoss – Haukar 29:42 Íþróttahúsið Hellu: Mörk Selfoss: Ramunas Mikalonis 5, Ramunas Kalindauskas 5, Arnar Gunn- arsson 4, Haraldur Þórðarson 4, Guð- mundur Eggertsson 2, Hjörtur Levý Pét- ursson 2, Guðmundur Ingi Guðmundsson 2, Andri Már Kristjánsson 2, Atli Freyr Rúnarsson 1, Ívar Grétarsson 1, Helgi Héðinsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Mörk Hauka: Þorkell Magnússon 8, Þórir Ólafsson 9, Ásgeir Örn Hallgrímsson 3, Pétur Magnússon 3, Andri Stefan 8, Jón Karl Björnsson 5, Róbert Pauzuolis 4, Gísli Jón Þórisson 1, Matthías Á. Ingi- marsson 1. Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Vilbergur Sverrisson og Brynj- ar Einarsson. Staðan í suðurriðli: ÍR 14 11 2 1 417:348 24 Haukar 13 9 1 3 401:342 19 HK 12 8 1 3 342:309 17 Stjarnan 13 7 1 5 346:348 15 FH 11 6 0 5 315:289 12 ÍBV 12 3 1 8 355:362 7 Breiðablik 12 2 0 10 300:400 4 Selfoss 13 1 0 12 341:419 2 Grótta/KR – Afturelding 24:23 Seltjarnarnes, norðurriðill: Mörk Gróttu/KR: Gintaras Savukynas 12/3, Magnús Agnar Magnússon 3, Sverrir Pálmason 3, Páll Þórólfsson 2, Þorleifur Björnsson 1, Hörður Gylfason 1, Brynjar Hreinsson 1, Kristján Þorsteinsson 1. Varin skot: Hlynur Morthens 19, (þar af sex aftur til mótherja). Gísli Guðmundsson 1/1, (þar af eitt aftur til mótherja). Utan vallar: 12 mínútur. Mörk Aftureldingar: Hilmar Stefánsson 10/9, Davíð B. Grétarsson 3, Ernir H. Arnarson 3, Ásgeir Jónsson 3, Vlad Trúf- an 2, Hrafn Ingvarsson 1, Einar I. Hrafnsson 1. Varin skot: Stefán Hannesson 7, (þar af þrjú aftur til mótherja). Davíð Svansson 6/1, (þar af fjögur aftur til mótherja). Utan vallar: 6 mínútur. Dómarar: Arnar Kristinsson og Þorlákur Kjartansson. Ófáir dómar þeirra vöktu furðu. Áhorfendur: Rúmlega 100. Víkingur – KA 31:29 Gangur leiksins: 0:1, 2:2, 5:3, 9:6, 13:8, 16:10, 16:13, 19:13, 20:15, 24:15, 25:19, 25:22, 27:25, 31:28, 31:29. Mörk Víkings: Tomas Kavolius 9, Bjarki Sigurðsson 6, Ásbjörn Stefánsson 6, Bene- dikt Örn Jónsson 4, Andri Berg Haralds- son 4/2, Karl Grönvold 2. Varin skot: Reynir Þór Reynisson 24/2 (þar af 3 til mótherja). Utan vallar: 14 mínútur (Brjánn Bjarna- son rautt spjald vegna þriggja brottvís- anna þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Mörk KA: Arnór Atlason 12/3, Andrius Stelmokas 7, Jónatan Magnússon 3, Ing- ólfur Axelsson 2, Sævar Árnason 2, Einar Logi Friðjónsson 1, Árni Björn Þórarins- son 1, Bjartur Máni Sigurðsson 1. Varin skot: Hafþór Einarsson 1, Hans Hreinsson 4 (þar af 1 til mótherja), Stefán Guðnason 6 (þar af 1 til mótherja). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Ingvar Guðjónsson og Jónas Elíasson, fljótfærir og nokkuð mistækir. Áhorfendur: Um 250. Staðan í norðurriðli: KA 11 6 2 3 330:297 14 Valur 10 6 2 2 269:237 14 Fram 10 6 2 2 272:252 14 Grótta/KR 11 6 2 3 290:275 14 Víkingur 12 6 2 4 314:305 14 Afturelding 11 2 1 8 269:309 5 Þór 11 0 1 10 268:337 1 1. deild kvenna Fram – Víkingur................................. 19:25 Mörk Fram: Ásta Gunnarsdóttir 3, Kristín Gústafsdóttir 3, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 3, Marthe Sördal 3, Eva Harðardóttir 2, Elísa Viðarsdóttir 2, Hildur Knútsdóttir 2, Anna María Sighvatsdóttir 1. Mörk Víkings: Natasa Damiljanovic 5, Gyða M. Ingólfsdóttir 4, Helga Guð- mundsdóttir 4, Margrét Egilsdóttir 4, Sig- rún Brynjólfsdóttir 4, Linda Björk Hilm- arsdóttir 3, Anna Kristín Árnadóttir 1. Staðan: ÍBV 12 11 0 1 361:273 22 Valur 11 9 1 1 290:234 19 Haukar 12 9 1 2 328:295 19 FH 13 7 0 6 338:325 14 Stjarnan 11 7 0 4 245:233 14 Víkingur 12 4 1 7 267:274 9 Grótta/KR 11 3 2 6 255:267 8 KA/Þór 12 3 1 8 301:339 7 Fylkir/ÍR 11 1 0 10 266:317 2 Fram 11 1 0 10 222:316 2 KÖRFUKNATTLEIKUR Keflavík – KR 103:80 Keflavík, úrvalsdeild karla, Intersport- deildin, föstudaginn 5. desember 2003. Gangur leiksins: 9:6, 24:16, 26:20, 39:23, 43:28, 54:35, 61:45, 75:53, 76:53, 76:61, 90:72, 97:76, 103:80. Stig Keflavík: Derrick Allen 30, Nick Bradford 20, Falur Harðarson 14, Sverrir Þ. Sverrisson 8, Arnar F. Jónsson 8, Magnús Gunnarsson 7, Gunnar Einarsson 7, Gunnar H. Stefánsson 5, Jón N. Haf- steinsson 2, Halldór Halldórsson 2. Fráköst: 38 í vörn – 18 í sókn. Stig KR: Chris Woods 19, Skarphéðinn Ingason 13, Jesper Sörensen 13, Magni Hafsteinsson 9, Magnús Helgason 8, Ólaf- ur Ægisson 8, Steinar Kaldal 6, Jóel I Sæ- mundsson 4. Fráköst: 20 í vörn – 11 í sókn. Villur: Keflavík 17 – KR 20. Dómarar: Sigmundur Herbertsson og Rögnvaldur Hreiðarsson. Áhorfendur: Um 100.  Leik Breiðabliks og KFÍ var frestað vegna veðurs og hefur hann verið settur á í Smáranum kl. 17.15 í dag. NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Philadelphia – Chicago ....................... 83:82 Dallas – LA Lakers......................... 103:114 KNATTSPYRNA HM U20 í Sameinuðu fursta- dæmunum D-riðill: Kólumbía – England ............................... 0:0 Egyptaland – Japan ................................ 0:1  Egyptaland 7, Kólumbía 5, Japan 3, England 1. E-riðill: Sádi-Arabía – Fílabeinsströndin ........... 0:0 Írland – Mexíkó ....................................... 2:0  Írland 7, Fílabeinsströndin 5, Sádi-Ar- abía 2, Mexíkó 1. F-riðill: Paraguay – Þýskaland ............................ 2:0 Bandaríkin – Suður-Kórea ..................... 2:0  Bandaríkin 6, Paraguay 6, Suður-Kórea 3, Þýskaland 3. England Bikarkeppnin, 2. umferð: Wycombe – Mansfield..............................1:1 UM HELGINA ÍSENSKA kvennalandsliðið í handknattleik verður í öðrum styrkleikaflokki þegar dregið verður í und- ankeppni fyrir Evrópukeppnina í Ungverjalandi 9.-19. desember 2004. Fimm þjóðir hafa þegar tryggt sér rétt til að leika á EM – Evrópumeistarar Danmerkur, Noregur, Frakkland, Rússland og gestgjafarnir, Ung- verjaland. Í undankeppninni tryggja ellefu þjóðir sér farseð- ilinn í umspili – leikið verður heima og heiman 29./30. maí og 5./6. júní. Íslenska landsliðið mætir þjóð úr fyrsta styrk- leikaflokki – Austurríki, Króatíu, Tékklandi, Spáni, Þýskalandi, Rúmeníu, Slóvakíu, Slóveníu og Úkraínu. Þá verða tvær af þessum þremur þjóðum í fyrsta styrkleikaflokknum; Holland, Svíþjóð eða Hvíta- Rússland. Um það verður dregið áður en sjálfur drátturinn í umspilinu fer fram 14. desember í Zagreb í Króatíu, þar sem heimsmeistarakeppnin stendur nú yfir. Ísland í öðrum styrkleikaflokki SELFYSSINGAR og Haukar mættust í 1. deild- arkeppninni í handknattleik, RE/MAX-deildinni, í gærkvöld og var leikið á Hellu að þessu sinni. Ekki dugði það Selfyssingum að leika þar því Haukar höfðu betur, 42:29. Stemmningin á meðal um 200 áhorfenda var ágæt og sögðu heimamenn að flestir hefðu haldið með Sel- fyssingum. Leikurinn var hraður og nokkuð skemmtilegur fyrir áhorfendur enda 71 mark skorað þrátt fyrir að markvörður Selfyssinga verði 17 skot. Þetta er í fyrsta sinn sem leikur í efstu deild handboltans er leikinn á Hellu og kunnu heimamenn vel að meta það. Selfyssingar eru neðstir í suðurriðlinum en Hauk- ar eru í öðru sæti, tveimur stigum á undan HK sem á tvo leiki eftir en Haukar einn. Hella dugði Selfyssingum ekki til sigurs Keflvíkingar unnu öruggan sigurá KR-ingum í úrvalsdeild karla, Intersportdeildinni, í körfu- knattleik í gær- kvöld, 103:80. Heimamenn byrj- uðu af miklum krafti og létu bolt- ann ganga vel sem skapaði auðveld skotfæri. Þeir reyndu að koma bolt- anum sem mest inná Derrick Allen sem var óstöðvandi undir körfu Keflvíkinga enda skoraði hann tíu stig á fyrstu sjö mínútum leiksins. Keflvíkingar lögðu mikla áherslu á að stöðva Jesper Sörensen og spiluðu þeir pressuvörn á hann um allan völl. Staðan eftir fyrsta hluta var 26:20 Keflavík í vil. KR-ingar áttu í miklum erfiðleikum með að stilla upp í sókn á móti Keflvík þar sem bakverðir þeirra fengu lítinn sem engan frið í þriðja leikhluta. Keflvíkingar héldu keyrslunni áfram og gengu til hálfleiks með 19 stiga forystu, 54:35. KR kom ögn grimmari til leiks í byrjun seinni hálfleiks, þeir skoruðu sex fyrstu stig seinni hálfleiks og breyttu stöð- unni í 54:41. Þá kom góður sprettur hjá Keflavík með átta stig í röð sem breytti stöðunni í 76:53. Þar með varð þessi leikur búinn því Keflvík- ingar hleyptu KR aldrei nærri sér eftir það. Í heildina litið var þetta mjög sanngjarn sigur. „Ég átti von á meiri mótspyrnu frá KR í þessum leik,“ sagði sagði Falur Harðarson, þjálfari og leik- maður Keflavíkur, eftir leikinn. „Í seinni hálfleik datt botninn úr þessu hjá okkur en á meðan bitu þeir aldrei neitt frá sér. Við gerðum það sem þurfti og unnum í seinni hálfleik með fjórum stigum en ég get ekki verið neitt annað en ánægður með að hafa náð sigri hér í kvöld.“ Besti leikmaður vallarins var Al- len sem skoraði 30 stig, tók 11 frá- köst, varði boltann fjórum sinnum og stal fjórum sinnum. Liðsmenn KR mættu mjög áhugalausir og virtist vanta allan neista. „Það sem okkur vantaði í þessum leik er það að menn taki af skarið og skapi eitthvað en við spil- uðum aðeins betur eftir hlé,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari KR. „Það eru tveir leikir eftir fram að áramótum og við verðum að taka okkur saman í andlitinu ef við ætl- um okkur einhverja hluti í vetur.“ Öruggt hjá Keflavík Davíð Páll Viðarsson skrifar Fyrstu mínúturnar í Breiðholtinufór stórskyttan Einar Hólm- geirsson á kostum en þegar gest- unum tókst að hemja hann náðu þeir undirtökunum. Það var ekki síst fyrir góða vörn, sem skilaði góðri markvörslu og í fram- haldi af því hraðaupphlaupum, sem aftur skilaði meira öryggi í sókn- inni. Eftir hlé með sex marka for- skot hófu Garðbæingar hægja á sér og virtust ætla að halda fengnum hlut. Það gengur aldrei í 30 mínútur og má segja að þeir hafi beðið þar til ÍR jafnar með þremur mörkum í röð tæpum fjórum mínútum fyrir leikslok. Þegar rúm mínúta var eftir fór allt úr böndunum. Stjarnan missti mann út af og svo fljótlega annan með rangri innáskiptinu. Þjálfari Stjörnunnar þoldi ekki mót- lætið og kvartaði við dómarana þar til þeir urðu að gefa honum rautt spjald svo að enn einn Garðbæing- urinn fór út af. Þrír á móti sex áttu þeir ekki möguleika. Þjálfarinn verður að bera þennan kross, öskur hans dugðu ekki til að fá menn sína til að spila og æsingurinn í lokin varð liðinu dýr. Júlíus Jónasson, þjálfari og leik- maður ÍR, hafði blendnar tilfinn- ingar um leikinn. „Mér líður ekki eins og sigurvegara þrátt fyrir að vinna með tveimur mörkum því það er langt frá því að við höfum spilað vel. Við gáfumst hins vegar ekki upp og leikur okkar batnaði aðeins er leið á leikinn en við græðum mest á að nýta okkur mistök Stjörnumanna svo að ég get varla sagt að við höfum átt þetta skilið,“ sagði Júlíus, en hresstist þegar hann fór að telja stigin sín auk þess að ná að hefna harma sinna því Stjarnan vann fyrri leik liðanna. „Það skipti miklu máli að vinna Stjörnuna núna því við viljum frek- ar fá FH í úrslitakeppnina því við erum með fullt af stigum gegn þeim.“ „Við getum nagað okkur í hand- arbökin fyrir að halda ekki út í sex- tíu mínútur,“ sagði Jóhannes Jó- hannesson úr Stjörnunni Afturelding sekúndu frá stigi Ungu mennirnir í Aftureldinguvoru einni sekúndu frá því að stela stigi gegn Gróttu/KR á Sel- tjarnarnesi, en urðu að sætta sig við tap 24.23. Heimamenn náðu þægilegri for- ystu um miðjan fyrri hálfleik þegar þeir breyttu stöðunni úr 5:5 í 9:5 og höfðu fimm marka forskot í hálfleik 16:11. Allt stefndi í öruggan sigur þeirra, þar til á lokakafla leiksins þegar forysta Grótta/KR var orðin 24:19 en þá svaraði Afturelding með því að skora fjögur síðustu mörkin og úr- slitin því 24:23. Gestirnir náðu með góðri baráttu að minnka muninn í tvö mörk þegar um fimm mínútur voru eftir. Mun- urinn varð síðan eitt mark þegar rúm mínúta lifði af leiknum og á lokamínútunni fengu leikmenn Aft- ureldingar tvö færi til þess að jafna. Þegar um hálf mínúta var eftir unnu þeir knöttinn en töpuðu hon- um strax aftur með misheppnaðri hraðaupphlaupssendingu. En leik- menn Gróttu/KR gerðu í kjölfarið þau mistök að fara í sókn án þess að reyna að ógna markinu og boltinn var dæmdur af þeim þegar sex sek- úndur voru eftir af leiknum. Afturelding fór upp völlinn og Hrafn Ingvarsson skoraði af línunni þegar lokaflautið gall, en því miður fyrir hið unga lið gestanna var leik- tíminn runninn út. Tæpara gat það ekki staðið hjá Gróttu/KR, en jafn- tefli hefði þó verið þjófnaður miðað við leik liðanna að þessu sinni. Hjá Gróttu/KR voru Hlynur Morthens og Magnús Agnar bestir og Páll Þórólfs lék vel sem fremsti maður í vörn. Gintaras var iðinn við kolann í sókninni og skoraði 12 mörk þrátt fyrir að misnota þrjú vítaköst! Í liði Aftureldingar stóð Davíð B. Grétarsson upp úr, efni- legur leikstjórnandi með góðan leik- skilning. Hilmar fyrirliði skoraði úr níu af tíu vítaköstum sínum í leikn- um og Davíð Svansson kom sterkur inn í markið undir lok leiksins. Gestirnir voru greinilega komnir á Seltjarnarnesið til þess að berjast fyrir stigunum og engu munaði að þeim tækist að krækja í annað stig- ið. Tvö mörk í lokin dugðu ÍR-ingum SÍÐASTA mínútan í leik ÍR og Stjörnunnar í Breiðholtið var ærið skrautlega. Þá voru gestirnir þrír á móti fullskipuðu liði ÍR-inga, sem átti ekki í vandræðum með að skora tvö mörk og sigra 28:26. Fyrri hálfleik áttu Garðbæingar og þann síðari Breiðhyltingar, en í stöðunni 26:26, fór allt úr böndunum. Á Seltjarnarnesi stóðu Mos- fellingar lengi í Gróttu/KR, en urðu að játa sig sigraða 24:23. Stefán Stefánsson skrifar Kristján Jónsson skrifar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.