Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 81

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 81
BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 81 GUNNAR Óskarsson skrifar bréf sem birtist í Morgunblaðinu fimmtudaginn 4. desember, undir yfirskriftinni „Ég held ég gangi heim, held ég gangi heim“. Við hjá Strætó bs. kunnum Gunnari bestu þakkir fyrir tilskrif- ið, við fögnum allri málefnalegri umræðu um strætó og eflingu al- menningssamgangna á höfuðborg- arsvæðinu. Varðandi það tilvik sem Gunnar nefnir í bréfinu, þ.e. að ferðast frá Hátegisvegi í Selás, viljum gjarnan koma á framfæri eftirfarandi sjónarmiðum: Á liðnu sumri tókum við í notkun „ráðgjafann“ á vef okkar. www.bus.is (einnig www.- straeto.is) Unnt er að skrá upp- hafs- og áfangastað inn í ráðgjaf- ann, sem kemur um hæl með tillögur um ferðaval. Við gerum okkur grein fyrir því að þessi hugbúnaður er ekki galla- laus, og e.t.v. nokkrum takmörk- unum háður. Þannig velur ráðgjaf- inn ætíð þær biðstöðvar sem eru næstar heimilsföngunum sem valin eru, en það kann hins vegar að vera mun raunhæfari kostur að leggja á sig örlítið lengri göngu en fá í staðinn góða tengingu. Fjar- lægð frá biðstöðinni á Rauðarár- stíg að Hlemmi er u.þ.b. 400 metr- ar. Þaðan gengur leið 10, og tekur ferðin frá Hlemmi í Selás rúmar 20 mínútur. Gunnar bendir réttilega á að leið 10 gangi ekki á kvöldin og einungis kl. 11–17 á laugardögum. Ef farið er utan þess tíma sem leið 10 er í akstri, er t.d. hægt að taka leið 15 frá Hlemmi í Ártún, en tímaáætl- anir leiðar 15 og 110 eru samstillt- ar í Ártúni, þannig að biðtími er lít- ill sem enginn. Þannig tekur ferðin frá Hlemmi í Selás með þessum skiptum u.þ.b. 25 mínútur. Eins og sjá má af þessum dæmum er ráð- gjafinn okkar því miður ekki full- kominn hvað þetta varðar, og því bendum við farþegum okkar á að leita sér upplýsinga í leiðabókinni eða með því að hafa samband við upplýsingasímann 540 2700, til að fá upplýsingar um alla valkosti í þeim tilvikum sem ráðgjafinn kem- ur með tillögur um svo langan ferðatíma eins og var í þessu til- viki. Heildarendurskoðun Nú stendur yfir heildarendur- skoðun leiðakerfis Strætó bs., sem reiknað er með að taki gildi um mitt næsta ár. Hið nýja leiðakerfi mun taka mið af ferðaþörf á höf- uðborgarsvæðinu, og mun tíðni ferða verða aðlöguð eftirspurninni. Þannig má gera ráð fyrir aukinni tíðni á álagstímum, miðað við það sem nú tíðkast. Strætó bs. vinnur markvisst að eflingu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, m.a. með endurskoðun leiðakerfisins, upp- töku rafræns greiðslukerfis og aukins, samræmds forgangs í um- ferðinni. Við viljum gjarnan að al- menningssamgöngur verði raun- hæfur valkostur, ekki einungis fyrir þá sem ekki eiga eða geta ek- ið bíl, heldur einnig fyrir þá sem kjósa að ferðast með almennings- samgöngum af öðrum ástæðum. Okkur er í sjálfu sér ekkert að vanbúnaði að skipuleggja strætó- ferðir þannig að þær séu bæði örar og fari um allt, en við búum hins vegar við takmörkuð fjárráð. Far- gjaldatekjur Strætó bs. duga fyrir u.þ.b. 40% rekstrargjaldanna, þannig að eigendur byggðasam- lagsins (sveitarfélögin á höfuð- borgarsvæðinu) þurfa að fjár- magna það sem á vantar í rekstrinum, auk fjárfestinga. Með því að efla almenningssamgöngur tekst okkur vonandi að minnka framlagsþörfina og bæta þjón- ustuna, öllu samfélaginu til hags- bóta. Með kveðju frá Strætó bs., ÁSGEIR EIRÍKSSON, framkvæmdastjóri. Tökum strætó! Frá Ásgeiri Eiríkssyni Á UNDANFÖRNUM dögum hefur minna borið á auglýsingum verslana fyrir jólavertíðina en auglýsingum Öryrkjabandalagsins þar sem þing- menn þjóðarinnar eru hvattir til að standa við orð sín. Í sjálfu sér eru þetta verðug hvatningarorð sem mætti raunar beina til allrar þjóðar- innar á öllum stundum ársins. Það breytir því ekki að við lestur þessara auglýsinga í útvarpi og birtingu þeirra í stærstu dagblöðum landsins hefur vaknað sú spurning hjá mér og eflaust fleirum hvað öll herlegheitin kosti? Yfirleitt er óskapast yfir aug- lýsingaflóði stjórnmálaflokkanna rétt fyrir kosningar og mætti raunar halda að forystumenn Öryrkjabanda- lagsins væru að undirbúa framboð til Alþingis og það þremur árum fyrir næstu kosningar. Ég vil vinsamlegast óska eftir því að Garðar Sverrisson, sá ágæti for- maður Öryrkjabandalagsins, gefi sér tíma til að svara eftirfarandi spurn- ingum: 1. Hversu mikið auglýsingaherferðin muni kosta þegar uppi er staðið? 2. Hvort hann telji peningunum vel varið á þennan hátt og hvort ekki væri nær að verja þeim peningum sem í herferðina fara til hjálpar þeirra sem bágust hafa kjörin? 3. Hvort fólk geti talið peningum sín- um vel varið í styrkjum til Banda- lagsins og aðildarfélaga þess ef þeir fari að stórum hluta til auglýsinga- herferða gegn sitjandi ríkisstjórn? STEFÁN E. STEFÁNSSON, nemandi við guðfræðideild HÍ, Helgugötu 5, 310 Borgarnesi. Opið bréf til formanns ÖBÍ Frá Stefáni Einari Stefánssyni Í MORGUNBLAÐINU 3. desem- ber sl. er sagt frá tilraun sem gerð var í Seattle í Bandaríkjunum þar sem áhrif sólhatts á kvef í börnum voru rannsökuð. Niðurstaða þess- arar rannsóknar var sú að sólhattur sé gagnslaus við kvefi í börnum á aldrinum 2–11 ára. Undirritaður hefur selt Echinaforce sólhatt á Ís- landi í yfir 30 ár og heyrt reynslu ótal einstaklinga sem notað hafa vöruna með afar góðum árangri fyrir sig og börnin sín. Sjálfur hef ég ekki þurft á lyfjum að halda til þessa dags, nota bara Echinaforce sólhatt til að halda heilsunni í lagi þegar umgangspestir herja á um- hverfið. Þegar vara verður vinsæl fjölgar þeim oft ört sem fara að framleiða vöruna til að krækja sér í skerf af sölu hennar. Til að komast inn á markað með lægra verði, freistast margir til að nota lakara hráefni en þeir sem fyrir eru. Sérhver rann- sókn getur einungis sýnt árangur af vörutegundinni sem notuð er í rannsókninni. Sólhattur frá öðrum framleiðanda hefði hugsanlega gef- ið allt aðra niðurstöðu. Þótt það komi ekki fram í fréttum íslenskra fjölmiðla, taka vísindamennirnir sem að þessari rannsókn stóðu það skýrt fram, að gerðar hafi verið fjölmargar rannsóknir með sólhatti, m.a. Echinaforce, þar sem niður- staðan var allt önnur en í þessari rannsókn. Í rannsókninni var notuð óáfeng upplausn  Þegar óáfeng upplausn er notuð, nást aðeins vatnsleysanlegu efnin úr jurtinni og skortir þá öll áfengisleysanlegu efnin eins og t.d. alkalóíða. Jurtalæknar allra tíma hafa notað bæði vatn og áfengi í jurtaveigar til að ná virku efnunum úr plöntunum.  Í óáfengum lausnum glatast verðmæt rokgjörn efni um leið og tappinn er tekinn af ílátinu sem varan er í.  Þegar sólhattur er unninn er yf- irleitt öll jurtin notuð, bæði sá hluti sem er ofanjarðar sem og rótin. Með því að nota aðeins efri hluta jurtarinnar og sleppa rót- inni, eins og gert er í framleiðslu þessa efnis, vantar mikilvæg virk efni eins og sikóríusýru. Í ljósi alls þessa er ekki hægt að draga neinar ályktanir af virkni Echinaforce taflna og urtaveiga út frá þessari rannsókn. Echinaforce er skráð náttúrulyf Lyfjastofnanir gera stóran mun á bætiefni og náttúrulyfi. Til að fá til- tekna vöru skráða sem náttúrulyf þarf m.a. að sýna fram á virkni vör- unnar með rannsóknum. Sólhattur er bæði hérlendis og erlendis yf- irleitt seldur sem bætiefni. Echina- force sólhattur frá Bioforce er hins vegar skráð náttúrulyf í mörgum löndum. Echinaforce hefur í gegn- um árin verið og er enn í dag ein- hver vinsælasta vara sem Heilsu- húsið selur. Fólk vill halda heilsunni, fólk vill sleppa við kvef og flensu, fólk vill líka forða börn- um sínum undan þessum umgangs- pestum. Væri fólk að kaupa Echina- force aftur og aftur, haust eftir haust ef áhrif af notkun þess væru engin? ÖRN SVAVARSSON, Heilsa ehf., Sundaborg 1, 104 Reykjavík. Tilraun með sólhatt við kvefi á börnum í Seattle Frá Erni Svavarssyni ATVINNA mbl.is Kringlan 8-12, sími 568 6211. Skóhöllin, Firði, Hf., sími 555 4420. Glerártorgi, Akureyri, sími 461 3322 6.990 Áður 12.990 St. 36-47 Svartir/brúnir Nýtt kortatímabil FÓÐRAÐIR GORE-TEX GÖNGUSKÓR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.