Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 60
MINNINGAR 60 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Í dag kveð ég með söknuði elskulegan frænda minn Tryggva, sem náði í september að verða 100 ára áður en hann kvaddi þennan heim. Mörg voru árin og margar eru minningarnar. Ég var svo heppin að fá að alast upp við hlið Tryggva frænda. Áður en foreldrar mínir fluttu og tóku við búinu fékk ég að fara í heimsókn til Tryggva frænda og hjálpa honum með kind- urnar. Hann byrjaði daginn ávallt snemma og var þá búinn að setja súkkulaðistykki á náttborðið. Ég hlakkaði alltaf til að vakna. Tryggvi var alltaf að gera eitthvað svo ekki leiddist manni. Þegar við svo fluttum að Fitjum var frændi ekki hættur að vinna, þótt á áttræðisaldurinn væri kominn. Á sumrin eyddi hann tím- anum á túninu og hreinrakaði þau með hrífu og setti í sæti. Á veturna hjálpaði hann til í útihúsunum og sá um að brynna ánum. Þegar inn var komið kenndi hann okkur systkinun- um að spila á spil, Svarta Pétur, Manna og Lönguvitleysu. Margar voru vísurnar sem hann fór með fyr- ir okkur. Ég þakka elsku Tryggva fyrir alla þá hlýju og vináttu sem hann hefur veitt mér og syni mínum í gegnum tíðina. Blessuð sé minning hans. Sigrún Eva. Kæri vinur og frændi, okkur lang- ar að minnast þín með nokkrum ljóð- línum: Lokið er kafla í lífsins miklu bók. Við lútum höfði í bæn á kveðjustund. TRYGGVI JÓHANNESSON ✝ Tryggvi Jóhann-esson fæddist á Fremri-Fitjum í Vestur-Húnavatns- sýslu 18. september 1903. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Hvammstanga 21. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Melstaðar- kirkju 5. desember. Biðjum þann Guð, sem gaf þitt líf og tók, græðandi hendi á milda sorgarstund. Ó, hve við eigum þér að þakka margt. Þegar við reikum liðins tíma slóð í samfylgd þinni allt var blítt og bjart, blessuð hver minning, fögur, ljúf og góð. Okkur í huga er efst á hverri stund ást þín til hvers, sem lífsins anda dró, hjálpsemi þín og falslaus fórnarlund. Friðarins Guð þig sveipi helgri ró. (Vigdís Runólfsd.) Við þökkum þér af heilum hug all- ar góðu samverustundirnar og kveðjum þig að lokum með nokkrum versum úr kvæðinu Húnaþingi eftir Arinbjörn Árnason: Hér í blárra fjarlægð fjalla fléttast um strönd og dali lífs með önn og andardrátt. Sviptiginn um ævi alla Eiríksjökull fyllir Sali, öræfanna enni hátt. Hér ég lék mér ljósa daga, landnám hóf í dalnum inni undir fjallsins bröttu brún. Hér er letruð lífs míns saga, löngun, þrá og ævikynni friði skyggð mín föðurtún Meðan tíminn dregur drögu, dagur hver að kveldi líður, þreyttur erjar bóndinn bú, athvarf mitt og ættarsögu auðnu skýlir hringur víður, allan vilja, von og trú. Heill sé þér um ævi alla, æsku minnar dvalarstaður. Nefna vil ég nafnið þitt. Allt frá strönd og upp til fjalla auðnu njóti sérhver maður, Húnaþing, þú hérað mitt. Kær kveðja. Jóhannes, Soffía og fjölskyldur. Elsku afi, er ég lít yfir farinn veg rifjast upp allar góðu stund- irnar sem við áttum saman. Þær voru ófáar næturnar sem ég og Íris gistum í afahúsi. Í hvert skipti sem við gistum hjá þér settum við skóinn út í glugga og skipti þá engu máli hvaða árstími var. Morguninn eftir var alltaf eitt- hvað komið í skóinn. Það virtist sem jólasveinninn kæmi aðeins við í þessu eina húsi. Þú hafðir alltaf þörf fyrir að hafa börn í kringum þig og þá helst í tuga- tali. Ég varð alltaf svolítið afbrýði- söm þegar aðrir krakkar kölluðu þig afa Óla því ég vildi hafa þig út af fyrir mig. Ég skil það núna hvers vegna krakkarnir hændust svona að þér, betri afa er efalaust ekki hægt að fá. Ásamt börnum og fjölskyldu var sjórinn þitt líf og yndi. Á sumrin varstu vanur að fara með okkur á Röstinni út fjörðinn. Þú sýndir okkur hvernig veiðarfærin virkuðu og aðal- atriðið í hverri ferð var að fá að stýra bátnum og skiptumst við krakkarnir á að stýra. Á vorin gat ég vart beðið þess að Röstin yrði sett á flot. Á ÓLAFUR STEINGRÍM- UR STEFÁNSSON ✝ Ólafur Stein-grímur Stefáns- son fæddist í Lyng- holti á Ólafsfirði 16. apríl 1920. Hann lést á hjúkrunarheim- ilinu Hornbrekku á Ólafsfirði 28. nóvem- ber síðastliðinn og var útför hans gerð frá Ólafsfjarðar- kirkju 5. desember. sumrin fengum við krakkarnir líka að gera að í sjóhúsinu og var það hin mesta skemmt- un. Skyldi nokkurn tímann hafa komið blóm úr fiskihjartanu sem ég gróðursetti fyr- ir utan sjóhúsið? Þú hafðir mikinn áhuga á íþróttum, einna helst skíðum, enda gamall stökkvari og göngu- maður. Þú mættir á hvert einasta skíðamót sem við krakkarnir tók- um þátt í og varst yf- irleitt á gönguskíðum. Það eru ekki svo mörg ár síðan þú tókst þátt í göngumóti. Í fyrra renndirðu þér svo síðustu salíbununa niður afleggjar- ann hjá þér, 82 ára gamall. Það var alltaf gott að koma í afa- hús. Aldrei sást nokkurn tímann ryk á gólfi, íbúðin alltaf glerfín og hlýleg. Ég minnist helst allra leikfanganna í dúkkuvagninum, dúkkunnar minnar, og síðast en ekki síst saumavélar- borðsins og snyrtiborðsins ömmu Fjólu. Mikið var ég búin að leika mér að þessum hlutum. Leikföngin eru enn til staðar, dúkkan og snyrtiborð- ið og eru þessir hlutir ekkert á leið- inni á næstunni úr afahúsi. Eitt af því sem ég mat mest í fari þínu var að þú talaðir aldrei illa um nokkra sálu og aldrei heyrði ég þig blóta. Þetta er eitt af því sem fólk í dag ætti að huga betur að. Ég minn- ist þess heldur ekki að þú hafir nokk- urn tímann hastað á mig né skamm- að mig. Eflaust hefur þú bara haft svona góð áhrif á mig að ég lét aldrei illa í návist þinni. Þú varst gull af manni. Elsku afi Óli, nú ertu loksins kom- inn til ömmu Fjólu, eftir 30 ára að- skilnað, Þuru litlu og Þorfinnu systur þinnar. Þær hafa án efa tekið vel á móti þér og eru ánægðar að þú sért kominn til að njóta nærveru þeirra. Að lokum læt ég hér fylgja lítið ljóð sem Olga Guðrún Árnadóttir orti: Upp á háan himininn horfa augu mín. Langa vegu um ljórann minn logar stjarnan þín. Þó að við séum smá og víðátturnar bláu villi okkur sýn, fer ég, vinur minn, veröldina á enda vegna þín. Gyða Þóra Stefánsdóttir. Hann Óli afi átti hús fullt af hummi. Í svo mörg ár var þessi ró- lyndi maður búinn að ganga um það, hummandi, blístrandi og raulandi, að jafnvel þegar hann fór út hélt húsið áfram að humma, eins og honum til samlætis. Nú þegar afi er ekki leng- ur hjá okkur þarf ekki annað en að lygna aftur augunum til að heyra hann raula. Þegar við systkinin vor- um yngri og allt þar til fyrir nokkrum árum var alltaf gist á Brimnesveg- inum hjá afa þegar við fórum norður í sumarfríinu – og hjá afa Óla var gott að vera. Það tilheyrði að læðast fram á gang á kvöldin til að gægjast inn í svefnherbergi afa. Það brást ekki að hann var sofnaður með kveikt á náttlampanum, bók á bring- unni og gleraugun á nefinu; sjón sem okkur þótti alltaf jafnfyndin. Ólafs- fjörður var sannkallaður ævintýra- heimur, en allramesta ævintýrið var þó að fá að fara á sjó með afa. Í okkar huga var Röstin hans afa fallegasti bátur í heimi. Hann kunni allt sem sjómennsku viðvék; handtök hans voru hröð og örugg. Samt gaf hann sér tíma til að útskýra og leyfa litlum manneskjum í pollagöllum að „hjálpa til“. Fyrir okkur var afi svo mikill miðpunktur bæjarlífsins á Ólafsfirði að það var ekki laust við að mann grunaði að sjálfur bærinn væri nefndur í höfuðið á honum. Það var alltaf stutt í grínið hjá afa – oftar en ekki reyndi hann að ergja mann með prakkaraskap og setti svo upp há- heilagan svip og þóttist ekkert skilja hvað maður væri að skamma hann. Afi Óli upplifði ýmis áföll á sinni ævi. Þau amma misstu litla dóttur sína og síðar dó amma langt fyrir aldur fram. Það er erfitt að ímynda sér þær tilfinningar sem afi þurfti að glíma við, og kannski var rólyndislegt fasið að einhverju leyti leið hans til að tak- ast á við erfiðleika. En afi átti góða að og eftir sig skilur hann stóra fjöl- skyldu; fjölskyldu sem hann var réttilega stoltur af. Síðustu árin hef- ur fjölskyldan á Ólafsfirði verið óþreytandi við að aðstoða afa og án þeirra umhyggju hefði hann aldrei getað búið eins lengi á Brimnesveg- inum og raun varð. Þar sem við systkinin erum búsett erlendis leyfa aðstæður því miður ekki að við kom- um heim til að kveðja afa. Það er því gott til þess að vita að hann var um- kringdur ástvinum allt fram á dán- arstundina. í kvöld vaknar þú við sólsetrið og lætur öldurnar bera þig þangað sem roðinn umvefur kyrrðina. Elsku afi Óli, takk fyrir allt. Salka og Finnur Guðmundsbörn. Kvöldið áður en afi Óli dó sögðu mamma og pabbi mér að hann væri mikið veikur og ætti stutt eftir. Morguninn eftir, föstudaginn 28. nóvember, tilkynnti pabbi mér svo að afi Óli hefði farið til guðs þessa nótt. Það kom mér samt ekkert á óvart því að hann hafði verið svo veikur daginn áður. Ég grét lengi en hætti svo. Þessa sömu nótt og afi Óli dó hafði mig dreymt að við tvö værum úti í garðinum hans. Það var góður sum- ardagur og sólin var hátt á lofti. Hann var að leika við mig og við skemmtum okkur vel. Afi ýtti mér í rólunni sem var í garðinum hans og við veguðum líka á vegasalti. Svo hjóluðum við niður í bæ, afi og ég, og stoppuðum svo á sjoppunni Glaumbæ og þar keypti afi ís í brauð- formi fyrir mig en afi var mikill „ís- karl“. Þannig endaði draumurinn. Ég fór svo í skólann en ég gleymdi þó ekki að afi væri farinn frá okkur. Í frímínútum lagðist ég í grasið, horfði upp í himininn og hugsaði um afa. Þá fannst mér að afi lægi við hlið mér og þá leið mér betur. Afi Óli var frábær maður. Hann var duglegur og oft orkumikill. Hon- um þótti gaman af börnum og margir krakkar heima í Ólafsfirði kölluðu hann afa Óla þó svo hann væri ekki afi þeirra. Hann lék oft við mig og gantaðist í mér. Hann var duglegur að fara í göngutúra, sund og á gönguskíði, enda gamall skíðamaður. Hann borð- aði oft hjá ömmu og afa og Möggu og Bubba en oftast eldaði hann þó sjálf- ur. Hann var góður afi og hann var eini langafi minn og ég er þakklát fyrir að hafa kynnst þessari yndis- legu og frábæru persónu. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson.) Elsku afi sofðu rótt, þín Hulda Margrét Brynjarsdóttir. Einn dag segir dauðinn við lífið; Ó, ljá mér skel þína, bróðir. (Jón úr Vör.) Dauðinn kom og fékk skelina hans Baldurs, það var enginn að- dragandi; sár verkur fyrir brjósti og hann var allur einum og hálfum sólarhring síðar. Baldur veitti mér innnblástur með sínu daglega lífi. Hann spurði ævinlega frétta úr bænum þegar komið var í sveitina, hafði áhuga á flestu, sem gerðist í samfélaginu, fram á síðasta dag. Minni Baldurs var einstakt, hann kunni ógrynni vísna og gat farið með heilu ljóða- bálkana utan að. Veðurminni hans var með ein- dæmum, þegar við þessir „há- skólagengnu“ munum varla hvern- ig veðrið var í gær, gat hann rifjað upp veður ákveðinn dag fyrir fimmtíu árum eða sextíu og æv- inlega stóðst það og oftar en ekki var flett upp í dagbókum Baldurs og sannreynt. Hann skrifaði dag- bækur í áratugi þar sem mikill fróðleikur er um liðna tíð. Baldur hafði gaman af að „ýta“ við yngra fólkinu í kringum sig á góðum stundum með áleitnum spurningum eins og t.d. þessari: „Þið háskólagengna fólk, hvað seg- ið þið um lífið eftir dauðann eða um lækningu að handan?“ Fátt um svör og kom þá gjarnan: „Ja, mikl- ir asnar getið þið verið.“ En allt var þetta fyrst og fremst vel meint. Baldur trúði á líf eftir dauð- BALDUR H. KRISTJÁNSSON ✝ Baldur HelgiKristjánsson fæddist á Ytri-Tjörn- um í Eyjafirði 7. júní 1912. Hann lést á Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri 25. nóvember síðastlið- inn og var útför hans gerð frá Munkaþver- árkirkju 5. desem- ber. ann. Hann trúði því að líf okkar hér á jörðinni væri aðdrag- andi að öðru og betra lífi og að það skipti máli hvernig menn höguðu jarðlífi sínu. Baldur var góð fyr- irmynd í öllu sínu lífi. Hann var sanngjarn og góður maður. Nú hefur dauðinn fengið skelina hans Baldurs en sálin lifir í dýrleg- um fagnaði; ég er sannfærður um það. Ég þakka uppbyggi- lega samveru í tæp þrjátíu ár, kæri vinur. Í guðs friði. Björn Rögnvaldsson. Mig langar til þess að skrifa nokkur orð til minningar um elskulegan afa minn og nafna. Það hefur alltaf verið jafn ynd- islegt að koma í heimsókn í sveit- ina til afa og ömmu. Hitta afa fyrir inni á kontór, spjalla við hann um lífið og tilveruna og segja honum frá því sem drifið hefur á daga manns síðustu misseri. Afi hlustaði alltaf fullur áhuga og þrátt fyrir að hafa verið orðinn 91 árs var ein- stakt hversu vel hann var að sér í öllum hlutum. Það var sama hvort rætt var um námið, sumarvinnuna, íþróttirnar eða þau mál sem voru í brennidepli í þjóðfélaginu þá stundina, aldrei var komið að tóm- um kofunum hjá afa. Þrátt fyrir að barnabörnin hafi verið orðin 20 fylgdist hann náið með okkur öll- um og sýndi störfum okkar og námi mikinn áhuga. Þetta segir meira en mörg orð. Að fá að kynnast afa og alast upp með hann nálægt sér hefur verið einstakt og nokkuð sem seint verður þakkað nóg fyrir. Þegar ég var yngri fengum við barnabörnin oft að fylgja afa og taka þátt í þeim störfum sem hann sinnti enn í sveitinni. Fengum við þá til dæmis að hjálpa honum að gefa kálfunum, raka heyinu og gera við girðingar svo fátt eitt sé nefnt. Það er þó örugglega hægt að deila um hversu mikil hjálp var í okkur, en afi var einstaklega þol- inmóður og leyfði okkur að fylgja sér þótt við höfum kannski verið meira í því að æsa kálfana upp og leika okkur í heyinu í staðinn fyrir að raka. Það er mér sérstaklega minnisstætt þegar við fengum að fara með afa á Skodanum gamla og góða í girðingarvinnuna. Fylgj- ast með sterkum höndum hans berja niður girðingarstaurana með stórri sleggju eins og ekkert væri, þá farinn að nálgast áttrætt. Við sem fengum að hjálpa til töldum okkur vera góða ef við svo mikið sem náðum að lofta sleggjunni miklu. En í þessum ferðum með afa lærði ég líka nokkuð ómet- anlegt. Hann kenndi manni hvern- ig ætti að vinna og mikilvægi þess að vera duglegur, enda var afi annálaður dugðnaðarforkur og vinnuhestur, eins og fallega sveitin hans ber vel merki. Að hafa fengið að fylgjast með afa við störf sín er nokkuð sem ég á eftir að búa að alla ævi. Afi var alltaf í góðu skapi, já- kvæður og hress og sá spaugilegu hliðarnar á öllum málum. Þær verða ógleymanlegar minningarn- ar um afa bjóðandi þulunum í sjón- varpinu góða kvöldið, um afa syngjandi með útvarpinu, eða um afa að fara með einhverja góða vísu sem hæfði tilefninu í það og það skiptið. Léttlyndari maður verður seint fundinn og manni leið alltaf svo einstaklega vel í návist hans. Hann hafði gaman af lífinu og gerði lífið skemmtilegra fyrir aðra. Hann var sá maður sem allir vilja verða. Afi var og mun alltaf verða fyrirmynd mín í lífinu. Mig langar til þess að ljúka þessu með vísu sem hann afi kenndi mér fyrir nokkrum árum og mér finnst lýsa lífsspeki og hugsunarhætti hans svo vel: Leggðu upp í leiðina, lífsglaður og þorinn. Hikaðu ei við heiðina, heldur hvettu sporin. Takk fyrir allt, elsku afi. Baldur Helgi Ingvarsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.