Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 83

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 83
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 83 Gísli Ingvarsson sérfræðingur í húðsjúkdómum, opnar stofu hjá Lækningu ehf. í Lágmúla 5 frá 1. janúar 2004 Tímapantanir daglega frá kl. 9-16 í síma 533 3131 Afmælisþakkir Innilegar þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á 80 ára afmælisdaginn minn með heimsóknum, blómum og gjöfum. Einnig þakka ég börnunum mínum fyrir að gleðja mig á þessum degi. Sigurbjörg Guðmundsdóttir, frá Fáskrúðsfirði, Seljabraut 18, Reykjavík. STJÖRNUSPÁ Frances Drake BOGMAÐUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert einstaklega úrræðagóð/ ur og mikill mannþekkjari. Þú gerir miklar kröfur til þín og annarra. Félagslífið mun setja sterkan svip á komandi ár. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Forðastu átök við yfirmenn þína og foreldra í dag. Það er hætt við að þú lendir í tog- streitu á milli þess sem þér finnst þér bera skylda til að gera og þess sem þig langar til að gera. Reyndu að slaka á. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú hefur of miklar áhyggjur af einhverju í dag. Mundu að áhyggjur eru eins og ruggu- stóll. Þær halda þér við efnið en skila engum árangri. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Þú gætir orðið fyrir von- brigðum með það sem þér er úthlutað í dag. Mundu að þú verður einhvern veginn að leggja þitt af mörkum. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við að samskipti þín við aðra gangi eitthvað stirðlega í dag. Láttu það ekki á þig fá. Þetta munu líða hjá fyrir morgundaginn. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér finnst samstarfsfólk þitt ekki nægilega samvinnufúst í dag. Gerðu ekki of mikið veður út af því. Það eru bara allir uppteknir í sínu í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú gætir fundið til einmana- leika í dag. Við eigum öll okkar einmanalegu stundir en þú get- ur huggað þig við það að þú ættir að losna við þessa tilfinn- ingu á morgun. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þér finnst þú litlaus og lífið þjóta hjá án þess að nokkur taki eftir þér. Hafðu ekki of miklar áhyggjur af þessu. Þetta mun líða hjá. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Það er hætt við að samskipti þín við samstarfsfólk þitt og systkini gangi illa í dag. Þetta er ekki þér að kenna. Fólk er upp til hópa gagnrýnið og nei- kvætt í dag. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Fjárhagsáhyggjur valda þér hugarangri í dag. Hafðu ekki of miklar áhyggjur. Starfsframi þinn á eftir að blómstra næsta árið og það ætti að bæta fjár- haginn. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það hentar þér best að vinna ein/n í dag. Þú getur ekki dulið tilfinningar þínar og því er hætt við að þú krefjist of mikils af maka þínum og vinum. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þú ert vel gefinn og sérð hlut- ina í óvenjulegu ljósi. Þetta veldur því að þú finnur oft til einmanaleika. Það er hætt við að þér líði þannig í dag. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Samskipti þín við vini þína gætu gengið eitthvað stirðlega í dag. Reyndu að forðast sjálfs- vorkunn og óraunhæfar kröfur til annarra. Sýndu þolinmæði og láttu þig fljóta með straumn- um. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. HJARTA MITT Ef hjarta mitt er valtast alls hins valta í völtum heim, þá hlýt ég, ást mín, láta skeika að sköptu við sköpum þeim, og þó var, ást mín, síðan guðir geingu um garða hér, ei heitar unnað mjúkri mey á jörðu af manni en þér. En viljirðu, ást mín, hverfleik hjartans skilja: að hált og valt það er að elska, vona, treysta og vilja, – þá veistu alt; og svipulleikans tákn: mitt hálfa hjarta – mitt heila líf – mun aldrei verða vonsvik þín né glötun, en vörn og hlíf. Halldór Laxness LJÓÐABROT ÁRNAÐ HEILLA 50 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 6. des- ember, er fimmtug Ingi- björg Bergrós Jóhann- esdóttir. Þar sem hún er stödd erlendis á afmæl- isdaginn bjóða hún og eig- inmaður hennar, Sigurður Ó. Waage, fjölskyldu og vin- um að samgleðjast með sér laugardaginn 27. desember milli kl. 17 og 19 í Hlégarði í Mosfellsbæ. FJÖRUTÍU pör taka þátt í aðventutvímenningi Bridsfélags Reykjavíkur, sem er þriggja kvölda keppni með svokölluðu monrad-fyrirkomulagi (en þá er pörum raðað saman eftir árangri). Mótinu lýk- ur næstkomandi þriðju- dag, en efstir eftir tvö kvöld eru Guðmundur Sveinsson og Jón Ingþórs- son. Á fyrsta spilakvöldinu kom upp falleg alslemma, sem aðeins var sögð við fjögur borð: Norður gefur. Norður ♠ Á10 ♥ DG92 ♦ K952 ♣Á98 Vestur Austur ♠ 98 ♠ DG742 ♥ 86 ♥ 73 ♦ DG83 ♦ 10764 ♣G10432 ♣D7 Suður ♠ K653 ♥ ÁK1054 ♦ Á ♣K65 Sævar Þorbjörnsson og Þorlákur Jónsson fundu sögnum sínum eðlilegan farveg upp í sjö hjörtu. Þorlákur var í norður, en Sævar í suður: Vestur Norður Austur Suður -- 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 2 spaðar Pass 3 lauf Pass 4 lauf Pass 4 tíglar Pass 4 grönd Pass 5 spaðar Pass 7 hjörtu Pass Pass Pass Grunnkerfið er Stand- ard og Þorlákur sýnir því 12–14 hápunkta og fjórlit í hjarta þegar hann hækkar eitt hjarta í tvö í öðrum hring. Þar með er liturinn settur og við taka þreif- ingar í hliðarlitum. Sævar segir frá spaðanum og Þorlákur gefur til kynna nokkra lengd og styrk í laufi. Sævar hækkar í fjögur lauf og lýsir því þar með yfir að hann hafi augastað á slemmu, en ekki bara geimi. Þrátt fyr- ir að Þorlákur búist við stuttum tígli hjá makker, sýnir hann tígulfyrirstöðu og þá tekur Sævar af skarið og spyr um lyk- ilspil. Svarið á fimm spöð- um sýnir tvo ása og drottninguna í trompi. Og með hliðsjón af fyrri sögn- um lætur Sævar það duga til að segja sjö. Þrettán slagir eru auð- vitað upplagðir með því að trompa spaða tvisvar í borði. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Rbd7 5. cxd5 exd5 6. Bf4 c6 7. h3 Rb6 8. Dc2 g6 9. e3 Bf5 10. Db3 Bg7 11. Be2 O-O 12. O-O He8 13. Re5 a5 14. Hfc1 a4 15. Dd1 Rfd7 16. Rd3 Rc4 17. Rxa4 b5 18. Rc3 Bxd3 19. Dxd3 Rxb2 20. Db1 Rc4 21. a4 bxa4 22. Hxa4 Hxa4 23. Rxa4 g5 24. Bh2 Rxe3 25. fxe3 Hxe3 26. Bf3 Bxd4 27. Kh1 Da5 28. Rb2 Db4 29. Bg1 Hb3 30. Df5 Bxb2 31. Hxc6 Re5 32. Dxg5+ Rg6 33. Bxd5 Hd3 Staðan kom upp í at- skákmóti sem lauk fyrir skömmu í Benidorm. Visw- anathan Anand (2766) hafði hvítt gegn Alexander Graf (2646). 34. Hxg6+! hxg6 35. Dxg6+ Kh8 36. Dxd3 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. HLUTAVELTA Þessar duglegu stúlkur, Sigga Birna, Rakel og Sigurbjörg, héldu tombólu og söfnuðu þær 3.724 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Sigríður Ljósmynd/Lára Long BRÚÐKAUP: Gefin voru saman 31. maí sl. í Selfoss- kirkju þau Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir og Þorsteinn Þorvaldsson. Heimili þeirra er á Selfossi. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúð- kaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostn- aðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyr- irvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmæl- istilkynningum og/ eða nafn ábyrgð- armanns og síma- númer. Fólk getur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa : Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík Bridsfélag Selfoss og nágrennis Fimmtudaginn 4. desember lauk spilamennsku í Suðurgarðsmótinu. Þessi pör skoruðu mest um kvöldið: Auðunn Hermannss. – Gunnar Þórðars. 44 Örn Guðjónsson – Sturla Þórðarson 33 Gísli Þórarinsson – Harpa Fold Ingólfsd.25 Brynjólfur Gestsson – Garðar Garðarss. 15 Lokastaða efstu para varð þessi: Þórður Sig., Harpa Fold – Gísli Þórarins. 79 Kristján Már, Björn Snorra – Vilhjálmur P. 78 Auðunn Hermannss. – Gunnar Þórðars. 61 Gísli Hauksson – Magnús Guðmundss. 29 Birgir Pálsson – Össur Friðgeirsson 29 Síðasta mótið fyrir jól er tveggja kvölda jólaeinmenningur. Þetta skemmtilega mót verður spilað 11. og 18. desember nk. Keppnisfyr- irkomulag ræðst af þátttöku. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu félagsins: www.bridge.is/fel/selfoss Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK Gullsmára spilaði tvímenning á 13 borðum fimmtudaginn 4. desember. Með- alskor 264. Beztum árangri náðu: NS Róbert Sigmundss. – Stefán Friðbj. 335 Guðmundur Guðv. – Einar Markúss. 306 Stefán Ólafsson – Oddur Jónsson 395 Jóna Kristinsdóttir – Sveinn Jensson 288 AV Guðrún Gestsdóttir – Helgi Sigurðsson 327 Björn Björnsson – Heiðar Þórðarson 311 Þórdís Sólmundard. – Heiður Gestsd. 291 Guðgeir Björnsson – Steindór Árnason 268 Leifur Jóhanns – Aðalbjörn Benediktss. 268 8. og 11. desember: tvímenning- ur. 15. desember: Síðasti spiladag- ur fyrir Jól. Stuttur tvímenningur og aðventukaffi. Sveit Unu Sveinsdóttur leiðir hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norðlendinga Önnur umferð af þremur var spiluð síðastliðið þriðjudagskvöld í hraðsveitakeppni Sparisjóðs Norð- lendinga. Úrslit urðu sem hér seg- ir: Sv. Unu Sveinsdóttur 272 Sv. Steinars Guðmundssonar 270 Sv. Reynis Helgasonar 261 Sv. Ólínu Sigurjónsdóttur 252 Heildarstaðan í mótinu er því: Sv. Unu Sveinsdóttur 553 Sv. Steinars Guðmundssonar 542 Sv. Íslenskra verðbréfa 512 Sv. Reynis Helgasonar 509 Síðastliðið sunnudagskvöld var spilaður howell tvímenningur. Úr- slit voru á þá leið: Hjalti Bergmann – Gissur Jónasson 72 Jón Sverrisson – Ólína Sigurjónsdóttir 62 Steinarr Guðm. – Hans V. Reisenhaus 62 Stefán Sveinbjörnss. – Reynir Helgas. 59 Spilað er á sunnudags og þriðju- dagskvöldum hjá Bridsfélagi Ak- ureyrar klukkan 19.30 í Félags- heimilinu Hamri. Á þriðjudagskvöldum eru forgefin spil og keppnisstjóri er á staðnum. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson DAGBÓK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.