Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 80
80 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ                                            BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. BJÖRGÚLFUR Ólafsson hundsar varnaðarorð Halldórs Laxness um að ritdeilum fylgi óhjákvæmilega skítkast (sjá bréf hans í Mbl. í gær, 4. des.) og virðist óska eftir frekari við- brögðum mínum við grein sem hann birti í síðasta sunnudagsblaði Mbl. (30. nóv.). Mér ljúft að verða við þeirri ósk. Björgúlfur beinir til mín þeirri spurningu „hvers vegna í ósköpun- um [ég geri] minni kröfur til ís- lenskra bókarýnenda“ en gerðar eru til fótboltadómara og kvikmynda- rýnenda. Mér þykir vænt um að geta upplýst hann um það að svo er alls ekki, enda var slíkt ekki til umræðu í pistli mínum í bókablaði Mbl. (2. des). Ég tel að til gagnrýnenda eigi fyrst og fremst að gera kröfu um fagmennsku og heiðarleika. Og að sjálfsögðu á að forðast hagsmuna- tengsl á milli þess sem gagnrýndur er og þess sem gagnrýnir. Það sem okkur Björgúlf virðist hins vegar greina á um er hvað teljast hags- munatengsl í þessu sambandi. Ég get þannig ekki séð að um „óeðlileg hagsmunatengsl“ sé að ræða þegar Jón Yngvi Jóhannsson, sem sinnti starfi gagnrýnenda á DV, skrifar dóma um bækur sem stærsta bóka- forlag landsins gefur út (hér er í raun um fjögur forlög að ræða) af því fólk í hans fjölskyldu hefur starfað fyrir forlagið. Í því sambandi benti ég á að þessi tiltekni gagnrýnandi hefur gefið verkum þessa stóra for- lags alla vega dóma, bæði góða og slæma, en Björgúlfur reyndi að láta í veðri vaka að umfjöllun Jóns Yngva um bækur forlagsins væri alfarið já- kvæð. Einnig á ég bágt með að skilja að Silja Aðalsteinsdóttir megi ekki tjá sig sem sérfræðingur um barna- bókaverðlaun Vöku-Helgafells þar sem þýðingar hennar á tveimur barnabókum komi út hjá Máli og menningu nú fyrir jólin. Röksemd- um Björgúlfs hvað það varðar virðist mér hægt að snúa á haus með því að segja sem svo: Fyrst Silja er með þýðingar sínar á markaði, hefði hún ekki átt að tala illa um verðlauna- verkið Biobörn til að minnka sam- keppnina, í stað þess að tala vel um það af því að báðar fá þær höfundar/ þýðendalaun hjá Eddu – útgáfu? Það sem ég hafði helst að athuga við fyrri grein Björgúlfs Ólafssonar var að mér fannst hann vega á vafa- saman hátt að starfsheiðri ákveðinna gagnrýnenda eða reyna að „gera þá tortryggilega“ svo notað sé hans eig- ið orðalag. Þar í hópi tel ég með Pál Baldvin Baldvinsson af þeirri ein- földu ástæðu að hann er eini bóka- gagnrýnandi Stöðvar 2 og ef menn trúa því að þar sé „góð gagnrýni“ til sölu hljóta þeir einnig að trúa því að álit þessa tiltekna gagnrýnenda sé til sölu. Íslenskir gagnrýnendur starfa við erfiðar aðstæður vegna fá- mennissamfélags og návígis við út- gefendur og höfunda, en ég ítreka að ég trúi því að þeir starfi af heilindum og séu ekki til sölu. Þegar útgefend- ur næla sér í slagorð í auglýsingar úr bókadómum (án þess að biðja við- komandi gagnrýnenda leyfis) er varla við gagnrýnandann að sakast sem hefur orðið það eitt á að hrífast af bók. SOFFÍA AUÐUR BIRGISDÓTTIR, Virgen de la Victoria 37 1°, 41011 Sevilla, Espana. Svar til Björgúlfs Ólafssonar Frá Soffíu Auði Birgisdóttur ÞEGAR ég, sem er Svíi og íbúi landsins til sex ára, í landi Íslands- hestanna verð móðguð fyrir framan sjónvarpið þarf ég að tjá mig. Hér er sýnd næstum því fjögurra mánaða gömul upptaka frá Heims- meistarmóti Íslandshesta í Dan- mörku. Í um þrjátíu ár hafa verið haldin heimsmeistaramót í Evrópu í reið- mennsku á íslenskum hestum. Ís- lendingar og aðrir unnendur ís- lenska hestsins hafa séð til þess að til er heilt heimsmeistaramót í þessari íþróttagrein. Ég veit ekki um annað land sem á dýr sem flutt eru út og heimsmeistarakeppni haldin í sam- bandi við það. Þetta er einstakt. Saga Íslands væri önnur án hests- ins, líf Íslendinga nú á dögum væri annað en það er án þessara dýra. Reiðmennska er einhver vinsæl- asta íþrótt landsins. Íslandshestur- inn hlýtur að vera ein merkilegasta útflutningsvara Íslendinga. Sjón- varpið sýnir síðan frá Heims- meistaramóti fjórum mánuðum síð- ar! Þetta er fáranlegt. Handbolta- og fótboltaleikir í beinni útsendingu eyðileggja hér sjónvarpsáhorf þeirra sem ekki hafa áhuga fyrir slíku kvöld eftir kvöld. Þetta efni er boðið í beinni útsend- ingu sem er glæsilegt. En að sjónvarp þessarar stoltu litlu þjóðar hafi ekki vit á að senda út frá heimsmeistaramóti íslenskustu íþróttar Íslendinga er ótrúlega dap- urt. Hvert fór stoltið? Íslendingar þurfa að halda í og efla íþrótt sína og meta hana mikils. Íslensk fyrirtæki þurfa að skilja hve mikilvægt þetta er. Ekki eins og í þessu tilviki að sýna stórmót mörg- um mánuðum eftir að það fór fram. Ég segi að Ísland sé þá að týna sjálf- um kjarnanum í sögu sinni. Fjöldi íbúa landsins hefur brenn- andi áhuga fyrir hestum og hesta- mennsku og fjöldi fólks hefur þetta auk þess sem atvinnu sína og lifi- brauð. Ég segi að það er hneyksli að Sjónvarpið/RÚV skuli ekki senda beint frá heimsmeistaramóti og einnig landsmóti. Annað kemur ekki til greina. Eruð þið ekki stolt yfir þessum verðmætum? Þetta eru glæsileg dýr og glæstir knapar. Þetta eru verðmæti. Sjónvarpið þarf að vakna! MATILDA GREGERDOTTER, iðnhönnuður og áhugakona um hestaferðalög. Sjónvarpshneyksli Frá Matildi Gregerdotter
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.