Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 40
LISTIR 40 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HVAÐ skal kalla bækur sem góð- gerðar- og líknarfélög gefa út í ábataskyni? Orðið vantar. Stoð og styrkur heitir eitt þessara félaga. Árlega sendir það frá sér ritið Á lífsins leið, nú í fjórða skiptið. Bókin er aðeins tíu arkir að stærð og ekki þéttprentuð. Höfundarnir eru á hinn bóginn tuttugu og tveir, flestir þjóðkunnir. Ætla mætti að allir hefðu þeir nokkuð að segja. En hvort tveggja er að þeim mun vera skammtað naumt rúm og ljóst er að sumir nýta það rúm verr en skyldi. Þættirnir eru mislangir og mismun- andi efnismiklir. En ritstjóranum var sannarlega vandi á höndum. Tæplega getur hann endursent og afþakkað framlag sem hann var sjálfur búinn að panta, þó svo að það standist naumlega væntingar. Menn eru sem sé misjafnlega mælskir eða misjafnlega upplagðir. Og svo misjafnlega viljugir. Sumir koma sér af stað með inngangsorð- um eins og: Ég var beðinn að – og svo framvegis. Það mun oftast vera varnagli, afsökun fyrir því sem á eftir kemur. En þarna er líka að finna prýð- isgóða þætti sem skrifaðir eru af innlifun, ástríðu og ítrustu hrein- skilni. Ökufíkillinn, Páll Halldór Halldórsson, skrifar einn slíkan. Allt frá bernsku hefur líf hans snú- ist um bíla. En bíllinn getur verið hvort heldur er, gleðigjafi eða skað- valdur, jafnvel ógnvaldur. Frásagn- ir Páls Halldórs eru uppfullar af hraða, lífsháska, blóði og tárum þar sem hann er sjálfur annað tveggja, þátttakandi eða áhorfandi. En þeg- ar maður er ítrekað búinn að standa þannig augliti til auglitis við hásk- ann og dauðann, hvert liggur þá leiðin? Auðvitað beina leið á miðils- fund. Aðeins eitt vantar í frásögn Páls Halldórs: Skýringuna á því hvers vegna menn sækja aftur og aftur í þvílíka spennu, hraða og lífs- hættu eins og Páll Halldór hefur óneitanlega sótt, og það eftir að hafa horft upp á sorglegar afleið- ingar uppátækjanna. En Páll Halldór er ekki einn um að leita svara hjá æðri máttarvöld- um. Sú ágæta þingkona, Guðrún Ögmundsdóttir, var einu sinni ung og draumlynd og keypti sér risíbúð til að geta verið sjálfrar sín en varð þar fyrir þrálátri aðsókn, svo magn- aðri að hún þorði varla að stíga fram úr rúmi sínu um nætur. Þá vildi svo til að hún átti innangengt í Sálar- rannsóknafélaginu og datt í hug að biðja Sigvalda Hjálmarsson, sem þar var nokkurs konar andlegur leiðtogi, að koma og hreinsa íbúðina af þessum slæðingi. Er svo ekki að orðlengja að Sigvaldi kom á vett- vang og »ómaði« reimleikann á brott. Frásögn Guðrúnar hefði orðið bæði fyllri og betri ef hún hefði bætt við þátt sinn allnokkrum slög- um. Efni virðist hana tæpast skorta. Og þá er það knapinn mikli, Sig- urbjörn Bárðarson. Hann segir frá hestamannamóti í París 1979. Þar vakti íslenski hesturinn óskipta at- hygli, eins og raunar hvar sem hann kemur fram. Vegna óvæntrar hindr- unar varð Sigurbjörn – allsendis óvænt – að bjarga lífi sínu og gang- varans á þeysireið á skeiðvellinum. Tókst það svo áfallalaust og giftu- samlega að Frakkarnir spurðu, óðir og uppvægir, hversu lengi hann væri búinn að æfa það atriðið! Afríka er hér ofarlega á blaði. Þrír segja frá reynslu sinni af henni, Kristján Pálsson og Pálmi Jónsson frá Afríkuferðum og Ragnar Gunn- arsson kristniboði frá starfi sínu í Kenía. Nafnið eitt, Afríka! Hvað framkallar það í hugskotinu? Mynd- ir af hörmungum, hungri, fátækt, styrjöldum, sjúkdómum og yfirhöf- uð hvers kyns óáran. Lýsingar Ragnars kristniboða, sem eru að sjálfsögðu á jákvæðu nótunum en mættu vera markvissari, koma í raun heim við þá mynd. Þó svo að hann geri talsvert úr árangri starfs síns verður lesandinn ekki jafnsann- færður að lestri loknum. Reynslan hefur sýnt að hvorki kristniboð né matar- og peningagjafir virðast geta fleytt þessari langhrjáðu álfu yfir þá heimatilbúnu erfiðleika sem hún á einatt við að búa. Á mæltu máli heit- ir það að vera ekki við bjargandi. Ferðasaga Pálma er bæði fróðleg og skipuleg eins og besta landa- fræði, en hann hélt til Egyptalands þar sem hann kannaði söguslóðir víðs vegar um landið. Leið Kristjáns lá hins vegar til Malaví sem er eitt fátækasta land álfunnar þrátt fyrir ofgnótt margs konar landgæða. Kristján upplýsir að forsetinn hafi látið »reisa sér gríðarlega stóra sumarhöll, skreytta marmara og gullhúðuðum handföngum, fyrir þróunarpeninga«. En þróun er víðar skammt á veg komin. Sigrún Klara Hannesdóttir var búsett í Perú þegar yfir landið reið sá hrikalegasti jarðskjálfti sem hugsast getur. Terremoto heitir það á hinni fögru spænsku tungu. Svo ógurlegar voru hamfarirnar að okk- ar frægi Suðurlandsskjálfti mundi skoðast eins og hvert annað þægi- legt vagg í samanburði við feikn þau sem þarna dundu yfir. Samstundis kom í ljós að landið var gersamlega varbúið að mæta skaðanum. Talið var að sextíu þúsund manns hefðu týnt lífi. En talan var ágiskun ein, segir Sigrún Klara, þar sem engin þjóðskrá var til. Sú var ein afleið- ingin að vatn mengaðist og sjúk- dómar breiddust út. Sigrún Klara, sem þarna hafði verið ráðin til starfa, veiktist heiftarlega og varð þá að hverfa heim til Íslands. Land- ið bókstaflega hristi hana af sér. Ég hef drepið hér á þá þættina sem mér þykja áhugaverðastir. En það byggist á persónulegu mati sem hvergi þarf að fara saman við álit annarra. Að mínum dómi eru þætt- irnir alltof margir miðað við stærð bókarinnar og sumir þar af leiðandi of stuttir og ágripskenndir. En þá er á að líta að tilgangurinn með samantekt og útgáfu ritsins var ekki sá einn að þjóna duttlungum les- enda heldur allt eins að afla fjár til styrktar göfugu málefni. Þess vegna hefur útgefandinn leitað til frægð- arfólks sem þjóðin þekkir og metur. Myndir af því prýða kápu bókarinn- ar í bak og fyrir. Til styrktar málstað BÆKUR Frásöguþættir Umsjón: Karl Helgason. 162 bls. Útg. Stoð og styrkur. Prentun: Oddi hf. Reykjavík, 2003. Á LÍFSINS LEIÐ VI Erlendur Jónsson SÍÐASTA sýning fyrir jól á Rík- arði þriðja eftir William Shake- speare í Þjóðleikhúsinu verður í kvöld. Í titilhlutverkinu er Hilmir Snær Guðnason og konurnar í lífi Ríkarðs leika Edda Heiðrún Back- mann, Guðrún Gísladóttir, Stein- unn Ólína Þorsteinsdóttir og Nanna Kristín Magnúsdóttir. Auk þeirra leika í sýningunni Brynhildur Guðjónsdóttir, Arn- björg Hlíf Valsdóttir, Pálmi Gests- son, Sigurður Skúlason, Rúnar Freyr Gíslason, Hjalti Rögnvalds- son, Jóhann Sigurðarson, Baldur Trausti Hreinsson, Valdimar Örn Flygenring, Randver Þorláksson, Ívar Örn Sverrisson, Björn Thors, Björgvin Franz Gíslason og Frið- rik Friðriksson. Fyrsta sýning eftir jól verður 2. janúar. Síðasta sýning á Ríkarði þriðja fyrir jól Morgunblaðið/Árni Sæberg EGGIÐ eftir Áslaugu Jónsdóttur er stutt myndasaga fyrir yngstu börnin. Sagan hefst á því að lítið egg fellur niður úr tré og vaknar í faðmi villikattar undir trénu. Villiköttur- inn hugsar sér gott til glóðarinnar að klekja unganum út og éta. „Jæja! Láttu þig bara dreyma!“ segir eggið kotroskið og kemst með naumindum undan. Eggið er þó ekki úr allri hættu því áður en sagan er á enda hefur það með naumindum sloppið undan strætisvagni, danskennara, keilukastara, meistarakokki, þvotta- konu, öndum, skáldi, hrafni og síð- ast en ekki síst aftur með naum- indum undan villi- kettinum. Eggið skellur á stigatröppu og brotn- ar svo unginn kemst úr egginu og nær að hefja sig til flugs rétt fyrir framan nefið á villikett- inum. Eins og fram hefur komið er söguþráðurinn í sjálfu sér ekki flókinn og minnir um margt á þekktar sögur um lífs- háska piparkökukarls og pönnuköku svo eitt- hvað sé nefnt. Hinu er ekki að leyna að textinn er ákaflega vandaður og sumar senurnar óborganlegar eins og þegar eggið rúllar framhjá sköllóttu skáldi og nýju kon- unni hans. „Eins og egg,“ sagði konan blíðlega og strauk skáldinu um kollinn. „Þetta er egg!“ sagði skáldið hissa og starði á eggið. „Brothætt egg!“ Hvað þú getur verið skáldlegur,“ hvíslaði konan og kyssti skáldið sitt of- urvarlega á skallann.“ Þarna spilar reynd- ar myndskreytingin stórt hlutverk því lesandinn eins og skáldið sér eggið. Hins vegar er nýja kona skáldsins alltof upptekin af ástinni sinni til að taka eftir nokkru í um- hverfinu. Almennt verður að segjast eins og er, að yfirleitt verður teng- ingin milli texta og myndar mun skemmtilegri þegar einn og sami höfundurinn er að verki eins og í „Egginu“ heldur en þegar tveir eru að verki eins og algengara er í myndasagnagerð. Þrátt fyrir ófrumlegan söguþráð stendur Eggið fyrir sínu. Samspil texta og mynda kalla fram lifandi frásögn og ekki aðeins í huga barna heldur hina fullorðnu líka – sem er ekki lítið atriði þegar litið er til þess að oft þurfa þeir að lesa sömu bæk- urnar aftur og aftur. BÆKUR Börn Texti og myndir eftir Áslaugu Jónsdóttur. Mál og menning, Reykjavík 2003. EGGIÐ Egg í lífsháska Áslaug Jónsdóttir Anna G. Ólafsdóttir. Bland í poka og Dýrin í hálsakoti, 20 ljóð og lög eftir Birgi Svan Sím- onarson er komin út. Viðfangsefni bókarinnar eru dýr- in sem okkur þykir vænst um; Keikó, kindin Dollý, gler- augnaslangan og þúsundfætlan sem þurfti að fá sér nýja skó. Í bland við þetta er fjallað um vin- áttu, einelti, hvernig samviskan verður til o.m.fl. Bókin hefur þá sérstöðu að henni fylgja nótur og gítargrip sem hentar fyrir þá sem hafa gaman af spili og söng. Samhliða útgáfu bókarinnar er gefinn út geisladiskur með 16 lögum úr bók- inni. Útgefandi er Fótmál - Neðanjarðar. Kristín Arngrímsdóttir myndskreytir bókina. Bókin fæst í betri bókabúðum, í Tónastöðinnni og frá höfundi sjálfum. Bókin er 46 bls., Prentuð í Gutenberg. Börn Ferð um fornar sögur – Nor- egsferð í fótspor Snorra Sturluson- ar er eftir Þorgrím Gestsson. Höf- undur fléttar sam- an ferðasögu sína og söguþræði úr Heimskringlu, Eglu, Gunnlaugs sögu ormstungu, Grettlu og Gísla sögu Súrssonar, Kjal- nesinga sögu, Eyfirðinga sögum og Landnámu. Vorið 2001 tók höfundur land í Frið- riksstað í Austur-Noregi og ferðaðist um slóðir konungasagna, fyrst Yng- lingasögu en síðan Hálfdanar sögu svarta og Haralds sögu hárfagra. Höf- undur leiðir lesendur í fótspor Har- alds konungs norður yfir Dofrafjöll til Þrándheims og þaðan sjóleiðina norð- ur með strönd Hálogalands, allt til Ló- fótar. Frá Lófæti fór höfundurinn land- leiðina suður, um Sálpta og eyjarnar Álöst og Þjóttu, kom við í Hrafnistu, þaðan sem Íslands Hrafnistumenn eru ættaðir, þræddi söguslóðir í Þrændalögum og Vestur-Noregi, allt til Hafursfjarðar þar sem lokaorrusta Haralds hárfagra stóð. Sögunni lýkur í Hvini í Suður-Noregi, við fótstall styttu Þjóðólfs skálds, sem orti Ynglingatal, eina af helstu heimildum Snorra. Þorgrímur Gestsson er fæddur árið 1947 og hefur lengst af stundað blaða- og fréttamennsku. Hann nam við blaðamannaskólann í Ósló á ár- unum 1977–79 og stundaði þá einnig blaðamennsku þar í landi. Meðal rita eftir hann eru Mannlíf við Sund, saga Laugarness við Reykjavík frá land- námi til 1930, Steinsnar, um ævi og list Gests Þorgrímssonar myndhöggv- ara, og Hraustir menn, saga Karla- kórs Reykjavíkur í 75 ár. Útgefendur eru Hið íslenska bók- menntafélag og Sögufélag. Bókin er 230 bls. í stóru broti, ríkulega mynd- skreytt. Oddi hf. Verð: 4.290 kr. Fræði Ruth Reginalds er skráð af Þórunni Hrefnu Sigurjóns- dóttur. Ruth lýsir lífshlaupi sínu af mikilli einlægni segir frá uppvext- inum í New York og Keflavík, popp- bransanum og blindgötum lífsins. „Engin íslensk barnastjarna hefur skinið eins skært og Ruth Reginalds. Plötur hennar seldust í tugþúsundum eintaka, hún var dáð af ungum og öldnum og rödd hennar hljómaði á hverju heimili og í öllum útvarpsþáttum um nokkurra ára skeið. En í einni svipan var fótunum kippt undan ferli hennar og frægasta stelpa landsins háði harða baráttu við eiturlyf, ofbeldi og átröskun,“ seg- ir í frétt frá forlaginu. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir er bókmenntafræð- ingur og blaðamaður. Útgefandi er Forlagið. Bókin er 253 síður, prentuð í Odda hf. Kápu hann- aði Auglýsingastofa Skaparans en mynd á kápu tók Gísli Egill Hrafnsson. Verð: 4.690 kr. Lífshlaup
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.