Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 16
ERLENT 16 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ KARIN Rieckhof, sem sjálf ber barn undir belti, leggur hér hönd á „Ófríska engilinn“, eina af mörgum dálítið framúrstefnu- legum englamyndum eftir ýmsa listamenn. Verða þær sýndar yfir jólin í þýska bænum Eckernförde en síðan boðnar upp til styrktar Barnahjálparsjóði Sameinuðu þjóðanna. AP „Ófríski engillinn“ „VIÐ viljum að ykkur takist ætl- unarverk ykkar,“ sagði Henry Kiss- inger, þáverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, við argentínskan starfsbróður sinn, Cesar Augusto Guzzetti, í október 1976 – nokkrum mánuðum eftir að herforingjastjórn- in í Argentínu hóf ofsóknir gegn vinstri mönnum og öðrum stjórn- arandstæðingum í því sem kallað hefur verið „skítuga stríðið“. Upplýsingar um ummæli Kiss- ingers er að finna í skjölum sem Þjóðaröryggissafnið bandaríska gerði opinber á fimmtudag. Vinstri menn komust víða til valda í Suður-Ameríku á áttunda áratugn- um og var Kissinger áhyggjufullur vegna stjórnmálaþróunar í heims- hlutanum en kalda stríðið var um þetta leyti í algleymingi. Í Argentínu hafði herinn rænt völdum í mars 1976 og sat herforingjastjórn í land- inu til 1983 en þá var lýðræði end- urreist. Aðgerðir herforingjastjórn- arinnar voru rannsakaðar í kjölfarið og komst sérstakur dómstóll að þeirri niðurstöðu að a.m.k. tíu þús- und manns hefðu verið myrt í sjö ára valdatíð herforingjanna. Mannrétt- indasamtök segja þó að talan 30.000 sé nær lagi. Hinn 7. október 1976 átti Kiss- inger fund með argentínska utanrík- isráðherranum, Guzzetti, í New York en Kissinger sætti þegar þarna var komið sögu vaxandi gagnrýni fyrir stuðning við þá vafasömu stjórnarhætti sem beitt var í ríkjum eins og Argentínu, sem og í nokkr- um ríkjum Suðaustur-Asíu. „Munum ekki leggja stein í götu ykkar“ Í sjö blaðsíðna frásögn af fundi þeirra Kissingers og Guzzetti, sem nú hefur verið gerð opinber, kemur fram að Kissinger ræddi mannrétt- indamál við Argentínumanninn, en herforingjastjórnin í Buenos Aires hafði verið fordæmd fyrir mannrétt- indabrot. Síðan sagði Kissinger, skv. skjölunum: „Sjáðu til, grundvall- arafstaða okkar er sú að við viljum að ykkur takist ætlunarverk ykkar. Ég er gamaldags að því leytinu til að ég tel að maður eigi að styðja við bak vina sinna. Það sem menn ekki átta sig á í Bandaríkjunum er að þið standið í borgarastyrjöld. Við lesum [í blöðunum] um mannréttindabrot en fáum ekki að vita samhengið. Því fyrr sem þið getið lokið áætl- unarverki ykkar því betra.“ Bandaríkjaþing var að undirbúa samþykkt viðskiptaþvingana gagn- vart Argentínu vegna frétta um meint mannréttindabrot í landinu þegar fundur Kissingers og Guzzett- is átti sér stað. Minntist Kissinger sérstaklega á þetta í samtali sínu við Guzzetti. „Mannréttindavandamálið verður sífellt erfiðara við að eiga,“ sagði hann. „Sendiherra ykkar getur kynnt þér þau mál. Við viljum að stöðugleiki ríki. Við munum ekki að óþörfu leggja steina í götu ykkar. Ef þið getið lokið áætlunarverki ykkar áður en Bandaríkjaþing kemur sam- an aftur til fundar, þá væri það kost- ur,“ sagði Kissinger við Guzzetti. Hann bætti síðan við: „Ef þið gætuð aukið einhver lýðréttindi á nýjan leik þá myndi það hjálpa.“ Kemur ennfremur fram í skjöl- unum að Guzzetti fullvissaði Kiss- inger um að „baráttu“ stjórnvalda gegn vinstri öflunum yrði senn lokið. „Hryðjuverkasamtökin hafa verið leyst upp. Ef svo heldur fram sem horfir þá verður hættan afstaðin í lok ársins,“ sagði hann. Á síðasta ári gerði bandaríska ut- anríkisráðuneytið opinbert mikið magn gagna og bentu þau til þess að leiðtogar herforingjastjórnarinnar hefðu sannfærst í þeirri trú er leið á árið 1976 að Bandaríkjastjórn væri reiðubúin til að horfa framhjá þeim aðferðum sem beitt var til að berja niður stjórnarandstöðu í Argentínu. Neitar að hafa sam- þykkt mannréttindabrot Sendiherra Bandaríkjanna í Arg- entínu gerði meðal annars grein fyr- ir því í skýrslum til yfirmanna sinna að Guzzetti hefði komið „alsæll“ heim frá fundinum með Kissinger, „sannfærður um að Bandaríkja- stjórn gerði engar athugasemdir“ við framgöngu argentínskra stjórn- valda. Henry Shlaudeman aðstoð- arutanríkisráðherra svaraði þessum umkvörtunum sendiherrans í Buen- os Aires í skeyti og sagði þá að Guz- etti hefði „aðeins heyrt það sem hann vildi heyra“. Sjálfur hefur Henry Kissinger alla tíð neitað því að hafa lagt bless- un sína yfir mannréttindabrot í þágu þess markmiðs að sporna við út- breiðslu kommúnisma í Suður- Ameríku og í Suðaustur-Asíu. „Við viljum að ykkur tak- ist ætlunarverk ykkar“ Washington, Buenos Aires. AFP, AP. ’ Ég er gamaldagsað því leytinu til að ég tel að maður eigi að styðja við bak vina sinna. ‘ Reuters Henry Kissinger var utanríkisráðherra Bandaríkjanna 1973–1976. Henry Kissinger hvatti herfor- ingjastjórnina í Argentínu til dáða þegar „skít- uga stríðið“ stóð sem hæst ÞÓTT kannabisefna sé aðeins neytt í skamman tíma valda þau skemmdum á lungum ungs fólks. Er það niðurstaða rann- sókna, sem starfshópur á Queen Elizabeth-sjúkrahúsinu í Birm- ingham vann að. Í þeim var bor- ið saman ástand lungnanna í þeim, sem ekki reykja, og þeim, sem reyktu venjulegt tóbak og/ eða kannabisefni. Það kom ekki á óvart, að lungu þeirra, sem ekki reyktu, voru heilbrigðust en verst var ástandið hjá þeim, sem reyktu kannabis, miklu verra en hjá þeim, sem héldu sig bara við sígaretturnar. Í skýrslu starfshópsins segir, að það sé algengur misskilning- ur hjá ungu fólki, að kannabis- neysla valdi því engum skaða svo fremi það hætti henni nógu snemma. Þvert á móti sé ljóst, að kannabisreykingar í nokkur ár séu jafnhættulegar og tób- aksreykingar í langan tíma. Umskurður drengja verði bannaður KLAUS Wilmann, formaður danskra barnaverndarsam- taka, hvatti í gær til þess, að bannað yrði að umskera drengi ekki síður en stúlkur. Sagði hann, að þessi siður, sem er stundaður meðal múslíma og gyðinga, væri ekkert annað en ofbeldi og freklegt mannrétt- indabrot. Mikil umræða hefur verið um þessi mál í Danmörku og hafa reglur um umskurð stúlkna verið þrengdar mjög. Klaus sagði, að danskir stjórnmálamenn hefðu komið sér hjá að ræða þessi mál op- inskátt af ótta við að móðga við- komandi trúflokka en í Dan- mörku búa nú um 7.000 gyðingar og 180.000 múslímar. Helsti rabbíni gyðinga í Kaup- mannahöfn segir aftur á móti, að umskurður sé eitt helsta trúartákn gyðinga og múslíma. „Börnin hafa verið umskorin í 3.000 ár og sumir okkar hafa verið tilbúnir til að verja þann sið með lífinu,“ sagði hann. Fjárlögin föst ENGIN sátt hefur náðst á Kali- forníuþingi um fjárlagatillögur hins nýja ríkisstjóra, Arnolds Schwarzen- eggers, en í þeim er gert ráð fyrir miklum nið- urskurði og miklum lán- tökum. Hafa demókratar, sem eru í meirihluta á ríkisþinginu, gagnrýnt þær harðlega og lagt fram sínar eig- in tillögur, sem repúblikanar hafa svo aftur hafnað. Schwarzenegger hyggst bera fjárlagatillögur sínar undir dóm kjósenda í mars nk. en um það varð hann að ná samkomu- lagi fyrir miðnætti í nótt er leið. Áætlaður fjárlagahalli í Kali- forníu á þessu ári er 888 millj- arðar ísl. kr. og rúmlega 1.100 milljarðar á næsta ári. Er láns- traust Kaliforníu nú það minnsta í Bandaríkjunum. STUTT Kannabis skemmir lungun hratt Schwarzenegger STANISLAV Galic, sá hershöfðingi Bosníu- Serba sem bar ábyrgð á næstum fjögurra ára löngu umsátri um Sara- jevo, var í gær dæmdur í 20 ára fangelsi fyrir Stríðsglæpadómstóli Sameinuðu þjóðanna í Haag. Dómurinn komst að þeirri niðurstöðu, að Galic hefði af ráðnum hug beint byssunum að óbreyttum borgurum með þeim afleiðingum, að mörg hundruð þeirra, karlar, konur og börn, hefðu verið drepin og enn fleiri særst. „Á fólkið var skotið þegar það fylgdi ástvinum sínum til grafar, á sjúkrabíla, sporvagna og fólksflutningabíl og á fólk á hjóli. Börn að leik voru líka skotmarkið,“ sagði einn dómaranna, Alphons Orie. Íbúar í Sarajevo gagnrýndu í gær dóm- inn sem allt of vægan. „Við áttum von á dauða okkar í hvert sinn sem við stigum út fyrir hússins dyr,“ sagði Amili Ribic, 45 ára göm- ul kona í Sarajevo. „Serbarnir neyddu okk- ur til að lifa eins og skepnur.“ Nærri 12.000 manns, þar af um 1.500 börn, létust í umsátrinu um Sa- rajevo en áætlað er, að Bosníustríðið hafi kostað um 200.000 manns lífið. Galic fékk 20 ár Stjórnaði umsátrinu um Sarajevo Stanislav Galic Haag. AFP. MAÐUR, sem þóttist vera með krabbamein og hafði meira en 25 millj. kr. út úr þeim, sem vildu styðja hann, þar á meðal sínum eig- in ættmönnum, var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir rétti í London. Þegar dómurinn var kveðinn upp yfir Glenn Rycroft, fyrrverandi flugþjóni, sagði dómarinn um hann, að hann „illur og siðlaus“ enda hefði sumt fólk, þar á meðal ætt- ingjar hans og vinir, gengið á líf- eyrissparnað sinn til að geta létt honum „þjáningarnar“. Fram kom, að Rycroft hefði fengið marga til að taka þátt í upp- lognu fjárfestingarævintýri og síðan bætt því við, að hann væri með ólæknandi æxli í höfði og dauðinn á næsta leiti. Gengust þá vinir hans og ættingjar fyrir fjáröflunarsam- komum og afraksturinn af þeim notaði Rycroft svo til að fara í átta utanlandsferðir og lifði eins og greifi. Sumt af fénu fjárfesti hann í fyrirtækjum, sem engu skiluðu nema tapi. Rycroft reyndi að biðja fórnar- lömb sín afsökunar og verjandi hans sagði, að hann væri nú gjald- þrota maður og „alveg eyðilagður“. Falskur sjúkleiki London. AP.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.