Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 78

Morgunblaðið - 06.12.2003, Qupperneq 78
FRÉTTIR 78 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið: Laug. 11 - 18 Sun. 13 - 18 ATLANTSOLÍA opnaði sína aðra afgreiðslustöð fyrir dísilolíu til al- mennings í Kópavogi á miðviku- daginn.„Það voru gríðarlega sterk viðbrögð,“ sagði Hugi Hreiðarsson, kynningar- og markaðsstjóri fyr- irtækisins. Fyrstu tvo dagana hafi selst jafn mikið magn dísilolíu á stöðinni og seldist í nóvembermán- uði. Sagði Hugi Kópavogsbúa nú geta nálgast dísilolíu á lægra verði en áður sem sé mikil kjarabót. Lítrinn kosti 35 krónur hjá Atlantsolíu en 38,50 kr. hjá Orkunni, sem sé sjálfs- afgreiðslustöð, 38,60 kr. hjá ÓB- bensíni en 43,80 kr. hjá Olís í Hamraborg. Síðasttalda bensín- afgreiðslan býður upp á fulla þjón- ustu og liggur næst Atlantsolíu við Kópavogsbraut 115. Á sömu lóð hefur verið rekinn söluturn og keypti Atlantsolía lóð- ina. Þar hefur eldsneyti verið selt í 25 ár, fyrst af Olís og síðan Skelj- ungi frá árinu 1992. Segir Hugi að það hafi verið mögulegt að opna þessa afgreiðslu þar sem eigandinn var tilbúinn að selja lóðina. Í Reykjavík liggi slíkar lóðir ekki á lausu. Starfsemi söluturnsins verður óbreytt með tilkomu Atlantsolíu en afgreiðslutími er virka daga frá klukkan 7.45 til 23.30 og um helgar frá 10 til 23.30. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stöð Atlantsolíu í Kópavogi opnuð EINS og undanfarin ár munu starfs- menn kirkjugarðanna aðstoða fólk, sem kemur til að huga að leiðum ást- vina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag munu starfsmenn vera til staðar í Fossvogsgarði, Gufunesgarði og Hólavallagarði (gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu) og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, Þorláksmessu og að- fangadag kl. 9-15. Þeir sem ætla að koma í kirkjugarðana um jólin og eru ekki vissir um að rata er bent á að leita sér upplýsinga í síma aðal- skrifstofu Kirkjugarðanna í Foss- vogi eða í síma Kirkjugarðanna í Gufunesi. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gar- dur.is Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga kl. 8.30-16 og fengið upplýsingar og ratkort. Lögð er áhersla á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrirvara, því það auðveldar mjög alla afgreiðslu. Fólk er beðið að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Heima- síða kirkjugarðanna er: www.- kirkjugardar.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðstoða fólk í kirkju- görðunum ÍSLANDSPÓSTUR hefur sett á markaðinn nýja vöru sem kallast Ís- landspakkinn. Um er að ræða þrjár stærðir af umbúðum og er burðargjaldið inni- falið í verðinu. Eitt verð er fyrir hverja stærð, óháð þyngd. Hægt er að setja eins mikið og eins þungt inn í umbúðarkassann og mögulegt er og sent hvert á land sem er innanlands. Íslandspakkinn kostar 590 kr., 790 kr. og 990 kr. Afhendingartími er 1-3 dagar. Íslandspakkinn fæst á öllum af- greiðslustöðum Íslandspósts um allt land. Eins og nafnið gefur til kynna er einungis hægt að senda hann inn- anlands en innan skamms munu koma enn aðrar umbúðir með fyrir- fram greiddu burðargjaldi sem hægt er að senda hvert sem er erlendis, segir í fréttatilkynningu. Íslands- pakkinn á markað SPARISJÓÐUR Svarfdæla færði nýlega Sundlaug Dalvíkur og Heilsurækt endurlífgunartæki sem kostar fjórðung úr milljón. Tækið er einfalt í notkun og ef grunur leikur á hjartastoppi er tæk- ið tengt við sjúklinginn á tveimur stöðum og síðan leiðir það starfs- manninn í gegnum endurlífgunar- ferilinn skref fyrir skref bæði með munnlegum skipunum og á mynd- rænan hátt og ráðleggur hvað gera skuli næst. Tækið veitir starfsfólki sundlaug- arinnar aukið öryggi við björgun og munu allir starfsmenn sundlaugar- innar fara á námskeið til að læra að nota tækið. Auk þess að nýtast sundlauginni og heilsuræktinni mun það nýtast í tengslum við íþrótta- völlinn og í raun víðar ef þörf kref- ur. Gaf endurlífgunartæki Dalvík. Morgunblaðið. Jónas Pétursson og Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri afhentu Bjarna Gunnarssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa nýja tækið í heita pottinum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.