Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 78

Morgunblaðið - 06.12.2003, Page 78
FRÉTTIR 78 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Opið: Laug. 11 - 18 Sun. 13 - 18 ATLANTSOLÍA opnaði sína aðra afgreiðslustöð fyrir dísilolíu til al- mennings í Kópavogi á miðviku- daginn.„Það voru gríðarlega sterk viðbrögð,“ sagði Hugi Hreiðarsson, kynningar- og markaðsstjóri fyr- irtækisins. Fyrstu tvo dagana hafi selst jafn mikið magn dísilolíu á stöðinni og seldist í nóvembermán- uði. Sagði Hugi Kópavogsbúa nú geta nálgast dísilolíu á lægra verði en áður sem sé mikil kjarabót. Lítrinn kosti 35 krónur hjá Atlantsolíu en 38,50 kr. hjá Orkunni, sem sé sjálfs- afgreiðslustöð, 38,60 kr. hjá ÓB- bensíni en 43,80 kr. hjá Olís í Hamraborg. Síðasttalda bensín- afgreiðslan býður upp á fulla þjón- ustu og liggur næst Atlantsolíu við Kópavogsbraut 115. Á sömu lóð hefur verið rekinn söluturn og keypti Atlantsolía lóð- ina. Þar hefur eldsneyti verið selt í 25 ár, fyrst af Olís og síðan Skelj- ungi frá árinu 1992. Segir Hugi að það hafi verið mögulegt að opna þessa afgreiðslu þar sem eigandinn var tilbúinn að selja lóðina. Í Reykjavík liggi slíkar lóðir ekki á lausu. Starfsemi söluturnsins verður óbreytt með tilkomu Atlantsolíu en afgreiðslutími er virka daga frá klukkan 7.45 til 23.30 og um helgar frá 10 til 23.30. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Stöð Atlantsolíu í Kópavogi opnuð EINS og undanfarin ár munu starfs- menn kirkjugarðanna aðstoða fólk, sem kemur til að huga að leiðum ást- vina sinna. Á Þorláksmessu og aðfangadag munu starfsmenn vera til staðar í Fossvogsgarði, Gufunesgarði og Hólavallagarði (gamla kirkjugarðin- um við Suðurgötu) og munu þeir í samráði við aðalskrifstofu í Fossvogi og skrifstofu í Gufunesi leiðbeina fólki eftir bestu getu. Aðalskrifstofan í Fossvogi og skrifstofan í Gufunesi eru opnar báða dagana, Þorláksmessu og að- fangadag kl. 9-15. Þeir sem ætla að koma í kirkjugarðana um jólin og eru ekki vissir um að rata er bent á að leita sér upplýsinga í síma aðal- skrifstofu Kirkjugarðanna í Foss- vogi eða í síma Kirkjugarðanna í Gufunesi. Hægt er að nálgast upplýsingar um staðsetningu leiða á vefnum gar- dur.is Einnig getur fólk komið á skrif- stofuna alla virka daga kl. 8.30-16 og fengið upplýsingar og ratkort. Lögð er áhersla á að fólk nýti sér þessa þjónustu með góðum fyrirvara, því það auðveldar mjög alla afgreiðslu. Fólk er beðið að nota bílastæðin og fara gangandi um garðana. Heima- síða kirkjugarðanna er: www.- kirkjugardar.is, segir í fréttatilkynn- ingu. Aðstoða fólk í kirkju- görðunum ÍSLANDSPÓSTUR hefur sett á markaðinn nýja vöru sem kallast Ís- landspakkinn. Um er að ræða þrjár stærðir af umbúðum og er burðargjaldið inni- falið í verðinu. Eitt verð er fyrir hverja stærð, óháð þyngd. Hægt er að setja eins mikið og eins þungt inn í umbúðarkassann og mögulegt er og sent hvert á land sem er innanlands. Íslandspakkinn kostar 590 kr., 790 kr. og 990 kr. Afhendingartími er 1-3 dagar. Íslandspakkinn fæst á öllum af- greiðslustöðum Íslandspósts um allt land. Eins og nafnið gefur til kynna er einungis hægt að senda hann inn- anlands en innan skamms munu koma enn aðrar umbúðir með fyrir- fram greiddu burðargjaldi sem hægt er að senda hvert sem er erlendis, segir í fréttatilkynningu. Íslands- pakkinn á markað SPARISJÓÐUR Svarfdæla færði nýlega Sundlaug Dalvíkur og Heilsurækt endurlífgunartæki sem kostar fjórðung úr milljón. Tækið er einfalt í notkun og ef grunur leikur á hjartastoppi er tæk- ið tengt við sjúklinginn á tveimur stöðum og síðan leiðir það starfs- manninn í gegnum endurlífgunar- ferilinn skref fyrir skref bæði með munnlegum skipunum og á mynd- rænan hátt og ráðleggur hvað gera skuli næst. Tækið veitir starfsfólki sundlaug- arinnar aukið öryggi við björgun og munu allir starfsmenn sundlaugar- innar fara á námskeið til að læra að nota tækið. Auk þess að nýtast sundlauginni og heilsuræktinni mun það nýtast í tengslum við íþrótta- völlinn og í raun víðar ef þörf kref- ur. Gaf endurlífgunartæki Dalvík. Morgunblaðið. Jónas Pétursson og Friðrik Friðriksson sparisjóðsstjóri afhentu Bjarna Gunnarssyni íþrótta- og æskulýðsfulltrúa nýja tækið í heita pottinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.