Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 44
DAGLEGT LÍF 44 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ 1 egg 1 tsk. vanilludropar 1 bolli pecan-hnetur 180–200 g af hnetuæði, sjá uppskrift hér til hliðar Blandið saman í stóra skál hveiti og flórsykri, skerið smjör í litla bita og myljið út í hveitið þar til þetta er orðin blanda sem er svo- lítið kornótt. Ekki gera deigklessu úr þessu. Smyrjið form sem er 24x33 cm að stærð. Notið fingurna til að þrýsta þessu í formið og baka síðan í 15 mín. við 180°C. Á meðan er blandað saman dósa- mjólk (sem ekki líkist mjólk) eggi og vanilludropum með þeytara (ekki rafmagns). Hnetur og hnetu- æði sem hefur verið mulið í mat- vinnsluvél er sett út í og blandað saman. Þekja heitan botninn með þessu og baka áfram í u.þ.b. 25 mín. en athugið að baka ekki of lengi. Kælið og skerið í bita. Snickersbitar 320 g hvítt súkkulaði, nið- urbrytjað 1 bolli gróflega muldar saltstangir 220 g Herseys dökkir súkku- laðidropar ¼ bolli hnetusmjör 1 bolli cashewhnetur, gróflega brytjaðar Notið uppskrift að botni sem fylgdi Pecanböku-smákökunum hér á síðunni. Stærð forms er 24x33 cm. Notið fingurna til að þrýsta deiginu í botninn á smurðu formi. Stráið 200 g af hvíta súkkulaðinu og saltstöngum yfir botninn, þrýst- ið þessu aðeins í deigið. Bakið við 180°C í 15–20 mín. Kælið. Bræðið 60 g af hvíta súkkulaðinu og Hers- eys-dropa yfir vatnsbaði. Takið af hita og bætið hnetusmjöri og hnet- um út í. Smyrjið blöndunni yfir það sem er í forminu. Kælið a.m.k. í 15 mín þar til hart. Bræða það sem eftir er af hvíta súkkulaðinu og setja í sprautupoka eða plast- poka og gera örlítið gat á eitt horn pokans. Setja brætt súkkulaði í pokann og sprauta röndum yfir kökuna. Kæla þar til hvíta súkku- laðið hefur harðnað. Skera í bita. Piparmyntuostakökubitar 50 g bolli smjör ½ bolli mulið heilhveitikex (McVit- ies er mjög gott) ½ bolli mulið oreosúkkulaðikex, krem skafið af ½ bolli sykur 450 g rjómaostur, við stofuhita 2 egg 1 tsk. piparmyntudropar 1–2 dropar grænn matarlitur eða eftir smekk ¼ bolli Herseys dökkir súkkulaðidropar 2 tsk. smjör Bræðið 1/3 bolla af smjöri í formi sem er u.þ.b. 25x20 cm að stærð. Kexi blandað vel saman og því stráð jafnt yfir smjörið. Þrýstið kexi niður með bakhlið á skeið. Hrærið saman í skál rjómaosti, sykri, eggjum, dropum og matarlit þar til allt hefur blandast vel sam- an og gætið þess að hreinsa frá botni á skál með sleif á milli þess sem hrært er. Fyllingin er sett of- an á kexbotninn og bakað við 180°C í 35–40 mín. eða þar til fyll- ing er orðin stíf. Kælið kökuna í ís- skáp. Súkkulaðidropar og smjör brætt saman yfir vatnsbaði, við hægan hita og hrært vel í á með- an. Notið sprautupoka eða plast- poka og gerið lítið gat á eitt hornið á pokanum og látið leka í rendur þvers og kruss yfir kökuna. Skerið í bita. Jólakryddhnetur Eddu 60 g smjör 1 bolli afhýddar möndlur 1 bolli peacan-hnetur 1 bolli valhnetur ½ bolli sykur + 3 msk. sykur 1 msk. kanill ½ tsk. engiferduft ½ tsk. múskat ¼ tsk. kardimommuduft (fæst í Heilsuhúsinu) Bræðið smjör á frekar stórri pönnu, bætið möndlum, hnetum og ½ bolla af sykri út í. Brúnið við vægan hita og hrærið oft í á með- an eða þar til sykurinn hefur bráðnað og möndlurnar eru farnar að taka á sig brúnan lit (u.þ.b. 8– 12 mín.). Blandið saman öllu kryddi og 3 msk. af sykri í stóra skál. Bætið hnetunum út í og notið sleif til að þekja hneturnar vel í kryddblöndunni. Þekið bökunar- plötu með bökunarpappír og dreif- ið úr hnetunum. Kælið og brjótið hneturnar í sundur. Karla- og krakkagóðgæti 4½ bolli hunangs-cheerios 2½ bolli saltstangir, brotið til hálfs 115 g smjör ½ bolli hnetusmjör, ekki með heilum hnetum 1 pk. (311 g) mjólkursúkkulaði dropar frá Herseys sælgæti í rauðum og grænum lit, t.d. M&M flórsykur ef vill Blandið saman saltstöngum og hunangs-cheerios í stóra skál. Bræðið smjör og súkkulaði yfir vatnsbaði. Takið skálina úr vatninu og hrærið hnetusmjöri út í. Hægt er að nota örbylgjuofninn í þetta og þá er smjöri, súkkulaði og hnetusmjöri blandað saman í skál og ofninn stilltur á 45 sek. Bætið síðan við 15–30 sek. eða þar til smjör og súkkulaði hefur bráðnað. Hrærið í blöndunni. Hellið strax súkkulaðiblöndunni yfir saltstangir og cheerios og hrærið vel í. Klæðið 2 bökunarplötur með bökunar- pappír og dreifið úr þessu á þær. Kælið í 30–60 mín. Brjótið í bita sem passa í munninn og síðan er þessu blandað saman við M&M í skál sem gefur namminu jólalit. Einnig er hægt að setja u.þ.b. ¼ úr bolla til ½ bolla af flórsykri í plastpoka og setja helminginn af sælgætinu út í og þekja það með flórsykrinum. Blandið síðan hvíta og brúna sælgætinu saman við grænt og rautt M&M í skál. Þetta er vinsælt og gaman að leyfa börn- Það fer ekki á milli mála aðEdda Jónasdóttir hefurgaman af því að baka fyr-ir jólin. Það eru ekki hefðbundnar piparkökur og van- illuhringir á borðum hjá henni heldur fer hún ótroðnar slóðir og býður gestum t.d. upp á kryddaðar hnetur, pecanbökubita, ávaxtabita, súkkulaðihjúpað cheerios og salt- stangir og skemmtilega græna pip- armyntuostaköku. „Ég hef mjög gaman af því að baka og prófa eitthvað nýtt og fjöl- skylda og vinir hafa notið góðs af því, iðulega gef ég þeim afrakst- urinn í jólagjöf. Ég fékk áhugann á bakstri og matargerð þegar ég var skiptinemi í Seattle í Bandaríkjunum sautján ára gömul. Konan sem ég bjó hjá var þvílíkur kokkur og mér fannst allt svo framandi og áhugavert þó móðir mín sé einn besti kokkur í bænum.“ Edda er mikil jólakona en þó hún hafi gaman af því að baka segist hún vilja hafa upp- skriftirnar sínar fljótlegar. Því bakar hún núna smákökurnar í skúffukökuformi svokölluðu og sker svo í munnbita. Hneturnar segir hún að taki ekki langa stund að útbúa og það sama á við um saltstangir og cheerios sem hún hjúpar. Edda segist svo frysta kökurnar og síðan taka úr frysti hálftíma áður en bera á þær fram. En hvað er vinsælast af því sem hún býr til fyrir jólin? „Sjö laga konfektið sem ég fékk verðlaun fyrir á sínum tíma,“ segir hún að bragði „en það hefur verið erfitt að búa það til því karamellu- smjörhnapparnir fást ekki lengur hérlendis. Reyndar fékk ég nokkur kíló frá Bandaríkjunum og ætla að baka og selja verðlaunakonfektið hjá Fríðu frænku fyrir þessi jól.“ Edda notar ekki blástur við bakstur á þessum kökum og bend- ir á að kökurnar megi alls ekki baka of lengi. Pecanböku-smákökur 2 bollar hveiti ½ bolli flórsykur 225 g smjör 1 dós niðursoðin mjólk (condensed) sem fæst í verslun- inni Filippseyjar  MATARKISTAN|Fljótlegar uppskriftir fyrir þá sem hafa mikið að gera Morgunblaðið/Þorkell Piparmyntuostakaka Kökurnar eru skornar í munnbita. Ilmurinn úr eldhúsinu hjá Eddu Jónasdóttur var lokkandi. Angan af kanil, sírópi og súkku- laði mætti Guðbjörgu R. Guðmundsdóttur þegar hún bankaði upp á. Edda Jónasdóttir: Með kirsuberja- saltstangir. Hnetur og kökur í jólagjöf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.