Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 54
UMRÆÐAN 54 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Margur ágirnist meira en þarf. Maður einn fór að veiða skarf. Hafði fengið fjóra. Elti þann fimmta en í því hvarf ofan fyrir bjargið stóra. Þessi gamla vísa kom undirrit- uðum í hug þegar hann frétti að for- maður Framsóknarflokksins hefði farið í vígamóð að formanni Sjálfstæð- isflokksins og náð af honum forsætisráð- herraembættinu – með aðstoð Sólrúnar Samfylkingar af öll- um mönnum. Ýmsum þótti nóg um frekjuna og þrælmennnskuna sem Davíð var beittur. Þeir hinir sömu geta rétt ímyndað sér hvað honum sjálfum hafi fundizt. Enda mun hann gjalda rauð- an belg fyrir gráan. Og smjörþefinn hafa þeir framsóknarmenn þegar fundið. Lómatjarnarfrúin, kostuð af Sam- herja og ÚA, hafði aflað sér fjölda at- kvæða með því að lofa Héðinsfjarð- argöngum. Hún var strax hýrguð með því að þeim var slegið á frest og hún gerð ómerk orða sinna. Allt tal um að viðhorfið í efnahagsmálum hefði breytzt á kosninganóttina var auðvitað út í hött. En annað breyttist hastarlega sem koma mun Framsókn í koll – jafnvel svo að hún muni hverfa ,,ofan fyrir bjargið stóra“. Því næst var það snjallræði fundið að níðast á atvinnulausum. Þær öldur allar munu brotna á félagsmálaráð- herranum eins og til var ætlazt. Ótrúlegasta herbragðið, sem enn hefir séð dagsins ljós, eru svikin við öryrkja. Eftir allt sem á undan var gengið í samskiptum ríkisvaldsins við þá vora minnstu bræður, eru þau samningsrof með slíkum ólíkindum að til þarf skáldlegt hugarflug að láta sér til hugar koma. En það var sem sagt til staðar og því fór sem fór fyrir heilbrigðisráðherranum Jóni Krist- jánssyni sem fær að súpa seyðið. Allt – blátt áfram hvert einasta at- riði á hinum langa loforðalista ráð- stjórnarflokkanna í kosningabarátt- unni sl. vor hefir verið svikið. Á þeim loforðum hvílir þingmeirihluti þeirra nú. En: ,,Illur fengur illa forgengur“, segir gamla máltækið. Það mun ásannast óðar en varir. Núverandi ráðstjórn hefir að vísu komizt upp með ótrúlega hluti, án þess að kjós- endur hafi uggað að sér. Það hefir þeim tekizt vegna þess hversu sam- stiga flokksformennirnir hafa verið í yfirganginum og undirferlinu. En sá friður er úti. Formaður Sjálfstæðisflokksins smíðar nú bana- spjótin, sem þeir munu berast á, og er sá atgangur hafinn. Svo frekur er for- maður Framsóknar til fjörsins að hann gleymir hvaða mann fóstbróðir hans fyrrverandi hefir að geyma. En á þeim kólfi mun hann fá að kenna ótæpilega. Þau dæmi, sem nefnd hafa verið, eru aðeins smjörþefurinn. Nú spyrja menn að vonum: Hvern- ig má það vera að hinn ærukæri fjár- málaráðherra þjónustar hinn hrekk- vísa núverandi forsætisráðherra eins og dæmin sanna í öryrkjamálinu og vegna atvinnuleysisbótanna? Svarið er afar einfalt og augljóst öllum, sem þekkja stöðu mála í Sjálf- stæðisflokknum. Þar bíður Björn Bjarnason með lífið í lúkunum eftir að ná formennsku. Hann lætur sig engu varða ósigurinn í borgarstjórn- arkosningunum. Hann tekur aðeins mið af því, hvernig honum tókst létti- lega að skáka eiginkonu Geirs Haarde innan flokksins frá forystu í borgarmálefnum. Og nú er komið að eiginmanninum. Núverandi varaformaður, Geir Haarde, gerir sér fulla grein fyrir, að þjónusti hann formanninn ekki að geðþótta hans, muni fara í verra. Svo vel þekkir hann sitt heimafólk. Við minnsta misstig yrði Geir ekki ,,Odd- sons Efterfölger“ eða ,,Oddsons succ- essor“ svo bæði eldri og yngri lands- menn skilji hvað við er átt. Fram til 15. september 2004 eiga menn eftir að sjá slík rassaköst í for- sætisráðuneytinu, að stærstu kúa- bændur hafa ekki séð annað eins á vordegi. Og úr klaufunum mun held- ur betur slettast á kúarektor Fram- sóknar. Smjörþefur Eftir Sverri Hermannsson Höfundur er fv. form. Frjálslynda flokksins. ÞAÐ má öllum vera ljóst sem ekið hafa leiðina um Strandir og Djúp (Djúpveg nr. 61) til Vest- fjarða að sá vegur er að mestu barn síns tíma. Hann er bæði þröngur og að töluverðum hluta lagður einbreiðu slitlagi. Viðhald á þessum vegi er lítið, aðeins sett í mestu holurnar í mal- bikinu og heflað annað slagið, þó aldrei fyrr en hann er orðinn svo slæmur að fólk er farið að veigra sér við að keyra hann. Einbreitt malbik var ein af þeim aðgerðum sem áttu að friða fólkið. En hverju skilar einbreitt slitlag? Þegar fólk, sem vant er orðið betri vegum, kemur á þessa vegi er voð- inn vís. Í flestum tilfellum víkur það illa, sem oft og tíðum leiðir af sér að hinn bíllinn þarf að fara al- veg út á ystu nöf til að forðast árekstur. Staðreyndin er sú að stór hluti þjóðarinnar hefur aldrei keyrt á svona vegum og kemur því inn í „annað land“ á Vestfjörðum. Kantarnir á einbreiða malbikinu eru víða brotnir, sem gerir það enn erfiðara að víkja. Þegar þessir vegir voru lagðir var vörubílaumferð aðeins brot af því sem hún er í dag kannski 2-3 bílar á dag í stað 10-15 núna. Sem kunnugt er lagði annað skipa- félagið niður strandsiglingar fyrir nokkrum misserum og „tekur nú allt með trukki“. Afleiðingin af tíð- ari ferðum flutningafyrirtækja og lélegu viðhaldi hefur leitt af sér ónýta vegi á stórum köflum. Á síð- ustu þremur mánuðum hafa a.m.k. þrír vörubílar oltið eða lent út fyr- ir veg á leiðinni Hólmavík-Brú. Ég tel að menn geti verið sam- mála um að Bitrufjörðurinn sé versti kaflinn á þessari leið og í raun tifandi tímasprengja. Þarna er 15-20 ára gamall vegur, lagður einbreiðu slitlagi, svo illa farinn að það er lífshættulegt að keyra hann yfir vetrartímann. Í veginn eru komin djúp hjólför og hann nær ekki að ryðja sig af vatni. Þegar frystir myndast þarna iðulega mik- il hálka og dæmi eru um að fólk hreinlega keyri ekki þessa leið meðan vörubílaumferðin er sem mest. Fyrir skömmu var mikil hálka sem leiddi af sér 3 útafakstra í Ísa- fjarðardjúpi. Þegar farið var að inna Vegagerðina eftir því hvers vegna ekkert væri gert til þess að reyna að eyða þessari hálku var svarið þetta, skv. fréttum Rík- isútvarpsins 1. desember 2003: „Starfsmaður Vegagerðarinnar á Hólmavík upplýsti að vegurinn um Ísafjarðardjúp og Strandir væri í lágum þjónustuflokki og þar væri óheimilt að nota saltpækil á hálk- una sem væri það eina sem dygði.“ Með öðrum orðum þýðir þetta að þeir sem aka um þessa vegi eru skv. Vegagerðinni 4. flokks borg- arar, því þessi vegur mun vera í þjónustuflokki 4. Eftir að hafa lesið stefnu Vega- gerðarinnar í umferðarörygg- ismálum er nánast hægt að full- yrða að þessi grein er ekkert nema staðlausir stafir. Þar er í mesta lagi átt við einhvern hluta þjóð- arinnar sem aldrei þarf að fara um vegi sem Vestfirðingum er boðið upp á. Svar Vegagerðarinnar í fréttum RÚV þýðir einfaldlega að líf þeirra og farartæki sem um þessa vegi keyra er afar verðlítið. Nú er það svo að ég þarf stund- um að hafa samskipti við bílstjóra sem keyra vörubíla um Norður- land eystra, þ.e. frá Húsavík með ströndinni til Vopnafjarðar. Að þeirra sögn er það nánast und- antekningarlaust að hættulegir vegarkaflar, s.s. við einbreiðar brýr, eru sandbornir í hálku. Það vill þannig til að þessar leiðir eru í sama þjónustuflokki. Samkvæmt heimasíðu Vegagerð- arinnar má salta eða sandbera á þessari leið ef aðstæður eru þann- ig. Flestir sem óku þessa leið um helgina voru á því að hún hefði verið flughál og full ástæða til þess að hefja hálkuvarnir. Mig langar áður en ég lýk þessu bréfi að spyrja nokkurra spurn- inga sem ég vil gjarnan fá svör við.  Hversu slæmar þurfa aðstæður á Djúpvegi að vera til þess að framkvæmdar séu þær aðgerðir sem viðhafðar eru annars staðar til hálkuvarna?  Er það lélegt ástand veganna hér sem ræður því hversu oft eða vel þeir eru þjónustaðir?  Eru líf og limir þeirra sem eiga leið um þessa vegi það lítils virði að það þurfi mörg slys áður en brugðist er við?  Í ljósi síðustu atburða, megum við vænta úrbóta á þessum veg- um? Að endingu er rétt að geta þess að samkvæmt samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir að Vestfirðir komist í viðunandi vegasamband við þjóðveg eitt fyrr en árið 2014. Þrátt fyrir nokkrar framkvæmdir upp á síðkastið í vegamálum Vest- firðinga skortir heilmikið upp á að málin séu í viðunandi horfi. Sjálfur samgönguráðherra, Sturla Böðv- arsson, sagði m.a. á framboðsfundi á Hólmavík í vor að ein af for- sendum frekari uppbyggingar at- vinnulífs væri bættar samgöngur. Meðan ástand vegamála er með þessum hætti er lítil hætta á að fjárfestar leggi í dýrar fram- kvæmdir sem gætu orðið vest- firsku samfélagi til heilla. Ljóst er að Norðurlandskjördæmi eystra leið ekki fyrir að eiga samgöngu- ráðherra 3 kjörtímabil í röð. Vest- firskir þingmenn mættu taka þá félaga sína að norðan til fyr- irmyndar og reyna nú að gerast a.m.k. jafnokar þeirra í vega- málum. Opið bréf til þeirra sem hafa með samgöngumál á Vestfjörðum að gera Eftir Björn Hjálmarsson Höfundur er búsettur í Hólmavík. FYRIR skömmu skrifaði ég stuttan pistil í Morgunblaðið og sagði þar m.a. frá nýjungum á heimasíðu Land- mælinga Íslands. Einnig minntist ég á gömlu herfor- ingjaráðskortin í mælikvarðanum 1- 100.000, en þau voru upphaflega gefin út á fyrstu áratugum 20. ald- ar og síðan endurútgefin. Hesta- menn hafa lengi þekkt þessi kort og haft þau í farteski sínu á ferða- lögum. Víða á þessum endurútgefnu kortum má sjá reiðgötur eins og þær voru í kringum 1900. Þetta eru sömu götur og farnar hafa verið frá því í fornöld og þær eru enn í dag þræddar af hestamönn- um. Þessi kort eru því á margan hátt fullgild reiðvegakort fyrir þá sem vilja ferðast um landið á hest- um. Geisladiskurinn Nú hafa Landmælingar Íslands sent frá sér þessi endurútgefnu herforingjaráðskort (1-100.000) á geisladiski. Á diskinum er líka Ís- landskort í mælikvarðanum 1- 750.000. Ég var að fá þennan disk upp í hendurnar og var að skoða hann í tölvu. Þetta er mikill munur frá því að vera að velkjast með gömlu kortin í mörgum hlutum á hnjám sér. Á geisladiskinum eru 87 Atl- askort ásamt skoðunarbúnaði. Á honum er nafnaskrá með yfir 3.000 örnefnum, sem auðveldar manni að leita uppi ákveðna staði á korti. Kortin á diskinum eru auk þess birt samhangandi þannig að eitt tekur við af öðru. Það er veru- legur kostur. Vandasamt hlýtur að hafa verið að skeyta kortin saman, en mér sýnist það hafa tekist með ágætum. Með skoðunarbúnaðinum má mæla fjarlægðir, leita að örnefnum Atlaskort á geisladiski Eftir Örn H. Bjarnason Smáauglýsing með mynd á aðeins 995 kr.* Alla daga Sími 569 1111 eða augl@mbl.is *5 línur; tilboðið gildir til 31. des. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 22 76 4 1 1/ 20 03
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.