Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 47
segja að þetta hafi verið lúxusferð.“ Eftir þessa ferð lét Atli ekki þar við sitja heldur leigði sér hjól og far- angurskerru og hélt í aðra ferð á eigin vegum. Hann hélt til Suður- Sjálands og fór vítt og breitt um ýmsar eyjar, yfir á Fjón og aftur norður Sjáland til Kaupmannahafn- ar. Hann gisti á farfuglaheimilum og í tjaldi og vegna þess að hann var á ferðinni um miðjan ágúst var um- ferð farin að minnka og hann þurfti ekki að panta fyrirfram. Draumastarfið næsta sumar „Þetta var líka mjög skemmtileg ferð og ég notaði tækifærið og heim- sótti bæði móður mína og bróður í Skælskør. Svona ferðir eru heppi- legar fyrir fjölskyldufólk sem vill geta stjórnað hraðanum sjálft því hægt er að finna farfuglaheimili eða tjaldstæði með u.þ.b. 10 km millibili. Nákvæm hjólakort og góðar merk- ingar hjálpa mikið,“ segir hann. „Þetta var svo skemmtilegt að þegar ég hitti eiganda fyrirtækisins spurði ég hvort ekki væri hægt að fá vinnu hjá honum. Hann hélt það nú og næsta sumar verð ég umsjón- armaður og fararstjóri BikeDen- mark á Fjóni um tveggja mánaða skeið.“  Heimasíða BikeDenmark er: http://www.bikedenmark.com/ Fleiri upplýsingar um hjólaferðir er á: http://www.vildmarksliv.dk/ Einnig er hægt að hafa sam- band við Atla Ágústsson og fá upplýsingar um hjólaferðir í Dan- mörku. Síminn er: 5678813 og net- fangið: atlia@simnet.is asdish@mbl.is FERÐALÖG MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 47 HJÁ Ferðaþjónustu bænda hefur verið stofnuð utanlandsdeild, sem býður upp á skipulagðar hópferðir og ferðir fyrir einstaklinga. „Við tókum þá ákvörðun að stofna utan- landsdeild,“ segir Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, en ferðaþjónustan er sjálf- stætt hlutafélag í eigu bænda sem stunda ferðaþjónustu. „Við erum í viðskiptum við marga erlenda ferðaheildsala, sem selja ferðir hingað til lands og við horfum til þess að nýta okkur þau sambönd sem þeir hafa.“ Sævar segir að jafnframt sé horft til þess að nýta starfsmenn skrif- stofunnar betur yfir vetrarmán- uðina þegar minna er umleikis inn- anlands. „Fyrst og fremst er verið að hugsa um að skipuleggja hópferðir með bændaþema af ýmsu tagi sem tengjast landbúnaði á einn eða ann- an hátt og svo aftur almennar hóp- ferðir,“ segir hann. „Við erum með fullt ferðaskrifstofuleyfi bæði til að taka á móti erlendum ferðamönnum og senda ferðamenn héðan. En við ætlum ekki að fara að hasla okkur völl á markaði, þar sem fyrir eru aðrir stórir aðilar og sem sinna hon- um vel, svo sem sólarlandaferðum. Þær eru ekki á okkar sviði.“ Sævar segir að jafnframt sé verið að skipuleggja ferðir og miðla gist- ingu fyrir Íslendinga í bændagist- ingu erlendis. Samsvarandi fyrir- tæki og Ferðaþjónusta bænda eru til í mörgum öðrum löndum, t.d. á Norðurlöndum og víða annars stað- ar í Evrópu auk Nýja Sjálands. Gistingin er hugsuð fyrir hópa og/ eða einstaklinga til dæmis á bíla- leigubíl, sem vilja nýta sér þjónustu bænda í öðrum löndum. „Við erum í góðu sambandi við systursamtök okkar víða um heim sem hafa byggt upp mjög þróað kerfi. Kerfi sem meðal annars nýtir sér íslenska bændagistingu fyrir ferðamenn,“ segir Sævar. Meðal annarra nýjunga sem verið er að hleypa af stokkunum eru ferð- ir ætlaðar eldri borgurum bæði inn- anlands og utan. „Helsta ástæðan er að hjá okkur er fjöldi möguleika á bændagistingu, sem ekki er nýtt á jaðartíma. Með því að skipuleggja ferðir fyrir þennan hóp, sem ferðast reyndar mjög mikið, er hægt að ná upp betri nýtingu á því gistirými sem fyrir er,“ segir Sævar.  FERÐAÞJÓNUSTA Bænda- gisting á erlendri grund Reuters Haust: Þá reka bændur í Suður- Þýskalandi kýrnar til byggða. GAGNASAFN MORGUNBLAÐSINS mbl.is Desember tilbo› 20% afsláttur af öllum barnaskóm frá fimmtud. - sunnud. ver› á›ur 3.990.- helgar ver› 3.192.- ver› á›ur 3.990.- helgar ver› 3.192.- ver› á›ur 4.980.- helgar ver› 3.980.- ver› á›ur 4.980.- helgar ver› 3.980.- ver› á›ur 5.300.- helgar ver› 4.240.-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.