Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 84
ÍÞRÓTTIR
84 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ
JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, sagði við Evening Mail í gær að Wolves myndi
nota skellinn gegn Arsenal á Highbury í deildabik-
arnum til að rífa sig í gang á ný í ensku úrvalsdeildinni.
Úlfarnir steinlágu, 5:1, gegn Arsenal sem aðeins tefldi
fram þremur leikmönnum úr aðalliðshópi sínum. Wolv-
es fer aftur til norðurhluta London í dag og leikur þar
við Tottenham. „Þegar við mættum Arsenal var þetta
einn af þessum dögum þar sem við lékum illa en þeir
voru frábærir. Fyrsta markið sem við fengum á okkur
var ódýrt, og eftir að hafa séð leikinn í sjónvarpi tel ég
að um rangstöðu hafi verið að ræða í tveimur síðustu
mörkunum, svo lokatölurnar voru dálítið ýktar. Þetta
var slæmur leikur en við erum ekki vanir að gefast upp
og munum halda okkar striki. Vonandi getum við
næsta vor litið til baka á þennan leik við Arsenal og
sagt að það hafi verið hann sem kom okkur í gang,“
sagði Jóhannes Karl.
Wolves situr á botni deildarinnar ásamt Leeds með
11 stig. Tottenham er aðeins fjórum stigum fyrir ofan.
Nýta sér skellinn
á Highbury
Jóhannes Karl Guðjónsson
HERMANN Hreiðarsson, landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, og félagar í Charlton eiga enn í talsverðum
vandræðum vegna meiðsla og útlit er fyrir að sjö
sterka leikmenn vanti þegar þeir sækja Southampton
heim í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á morgun.
Ljóst er að Luke Young, Richard Rufus, Gary Rowett
og Shaun Bartlett verða ekki með vegna meiðsla og þá
er mjög tvísýnt um Jonatan Johansson, Kevin Lisbie og
Paolo di Canio. Hermann verður hins vegar á sínum
stað í vörninni.
Charlton er í 5. sæti úrvalsdeildarinnar og hefur
aldrei byrjað tímabilið þar jafn vel, þrátt fyrir að liðið
hafi aldrei getað stillt upp öllum sínum sterkustu leik-
mönnum. Charlton tapaði óvænt fyrir botnliði Leeds á
dögunum en hafði áður leikið sjö leiki í röð án þess að
bíða lægri hlut.
Eiður Smári Guðjohnsen verður fjarri góðu gamni
vegna meiðsla þegar Chelsea, sem er í efsta sæti deild-
arinnar, heimsækir botnliðið, Leeds, í dag. Nokkuð er
um meiðsli leikmanna Chelsealiðsins.
Mikið um meiðsli
hjá Charlton
FJÖLMARGIR landsliðsþjálf-
arar liða í Evrópu voru mættir
til Frankfurt til að fylgjast
með drættinum í riðla í heims-
meistarakeppninni. Þar í hópi
voru Dick Advocaat (Hol-
landi), Oleg Blochin (Úkra-
ínu), Sven-Göran Eriksson
(Englandi), Giovanni Trapat-
toni (Ítalíu), Horst Heese
(Möltu), Morten Olsen (Dan-
mörku), Otto Rehhagel
(Grikklandi), Ásgeir Sigur-
vinsson og Logi Ólafsson,
Berti Vogts (Skotlandi), Luiz
Felipe Scolari (Portúgal), sem
stýrði Brasilíumönnum til sig-
urs í heimsmeistarakeppninni
í Suður-Kóreu og Japan 2002,
Hans-Peter Briegel (Albaníu),
Hans Krankl (Austurríki), Jac-
ques Santini (Frakklandi) og
Allan Simonsen (Lúxemborg).
Margar gamalkunnar þýsk-
ar hetjur verða á staðnum,
eins og þýski landsliðsþjálfar-
inn Rudi Völler, Franz Beck-
enbauer, Uwe Seeler, bræð-
urnir Uli Hoeness og Dieter
Hoeness, Karl-Heinz Rumme-
nigge, Oliver Bierhoff og Jür-
gen Klinsmann.
Ásgeir sagði að það hafi
verið gaman að hitta og ræða
við marga gamla félaga og
menn sem hann kynntist er
hann var leikmaður hjá Bay-
ern München og Stuttgart í
Þýskalandi – í hófi FIFA á
fimmtudagskvöldið.
Ásgeir og Logi
Ásgeir og
Logi í góðra
manna hópi
ALÞJÓÐA knattspyrnusambandið,
FIFA, tilkynnti í gær að það komi
ekki til greina að tvær Afríkuþjóðir
haldi heimsmeistarakeppnina 2010,
eins og Suður-Kórea og Japan
gerðu 2002. Fimm Afríkuþjóðir
hafa sótt um að halda heimsmeist-
arakeppnina – Suður-Afríka,
Egyptaland, Líbýa, Marokkó og
Túnis.
Líbýa og Túnis höfðu sýnt áhuga
á að fá að halda keppnina saman.
Það verður ákveðið í Zürich í
Sviss 15. maí 2004 hvaða þjóð fær
keppnina, en mestar líkur eru á að
Suður-Afríka verði fyrir valinu.
HM 2010
í Afríku
Ísland hefur ekki áður leikið gegnKróatíu, en hefur mætt Búlgaríu,
Ungverjalandi og Möltu í undan-
keppni HM og Sví-
þjóð í undankeppni
Evrópukeppni
landsliða.
„Það er ljóst að
það verður hart barist í þessum riðli.
Svíar, Króatar og Búlgarar eru fyrir
ofan okkur á styrkleikalistanum og
Ungverjar voru með sterkasta liðið
sem var í fimmta styrkleikaflokki.
Ég tel að Króatar, Búlgarar og Ung-
verjar séu svipaðir að styrkleika.
Það verður hörð barátta í öllum
leikjum og lið eiga eftir að tæta stig
af hvert öðru,“ sagði Ásgeir, sem var
ekki búinn að jafna sig á drættinum
þegar Morgunblaðið hafði samband
við hann strax eftir dráttinn.
Hræðast Laugardalsvöllinn
Ásgeir sagði að til að ná sem
lengst í riðlinum yrði íslenska liðið
að ná sem bestum árangri á heima-
velli. „Við vitum að andstæðingar
okkar hræðast Laugardalsvöllinn,
þar sem við höfum náð góðum ár-
angri á síðustu árum. Okkar sterk-
asta vopn er heimavöllurinn og við
ætlum okkur að halda því vopni hátt
á lofti. Þá hefur það sýnt sig að við
getum náð stigum á útivöllum. Nú
verðum við að spýta í lófana og hefja
undirbúning okkar fyrir átökin,“
sagði Ásgeir.
Þrír mótherjar í sviðsljósinu
í EM í Portúgal
Ásgeir og Logi Ólafsson fá mörg
góð tækifæri til að fylgjast með mót-
herjum Íslands fyrir átökin sem
hefjast í september 2004. Þrír mót-
herjar Íslands verða í sviðsljósinu í
Evrópukeppni landsliða í Portúgal
næsta sumar – Búlgaría og Svíþjóð,
sem leika í sama riðli og Króatía.
Þetta eitt sýnir hvað riðillinn sem Ís-
land leikur í, er sterkur.
„Við verðum að fá nokkra lands-
leiki í vetur og næsta sumar, til að
undirbúa okkur sem best fyrir átök-
in – stilla saman strengi okkar,“
sagði Ásgeir.
Ísland hefur aldrei áður leikið
landsleik gegn Króatíu, en Ásgeir
þekkir þó vel til manna í herbúðum
Króata. „Formaður knattspyrnu-
sambands Króatíu var fyrsti þjálfari
minn, er ég hóf atvinnuknattspyrnu-
feril minn hjá Standard Liege í Belg-
íu,“ sagði Ásgeir, sem var 18 ára er
hann byrjaði að leika með Standard
Liege 1973. Formaðurinn heitir
Vlatko Markovic. Ásgeir þekkir
einnig þjálfara Króatíu vel. „Otto
Baric var þjálfari minn hjá Stuttgart
eitt keppnistímabil,“ sagði Ásgeir.
Fyrri viðureignir á stórmótum
Ísland hefur einu sinni leikið í riðli
með Ungverjum í heimsmeistara-
keppni. Það var fyrir HM í Banda-
ríkjunum 1994. Ísland vann þá
óvæntan sigur í Búdapest 1992 – er
Hörður Magnússon skoraði sigur-
markið, 2:1. Sigur vannst einnig í
Reykjavík 1993 – 2:0.
Í síðustu heimsmeistarakeppni lék
Ísland í riðli með Búlgaríu og Möltu.
Búlgarar fögnuðu sigri í Sofíu, 2:1,
en jafntefli var í Reykjavík, 1:1. Ís-
land fagnaði sigri á Möltumönnum á
Möltu 4:1 og í Reykjavík, 3:0.
Fyrir EM í Englandi 1996 lék Ís-
land í riðli með Svíþjóð og Ungverja-
landi. Svíar unnu í Reykjavík, 1:0.
Jafntefli varð í Gautaborg – þar sem
heyra mátti saumnál falla þegar
Arnar Gunnlaugsson jafnaði með
skoti beint úr aukaspyrnu, 1:1. Þögn-
in á vellinum var eins og á sumar-
kvöldi í Ásbyrgi.
Stuttu eftir leikinn í Gautaborg
voru Ungverjar lagðir að velli í
Reykjavík, 2:0. Ungverjar fögnuðu
síðan sigri í Búdapest, 1:0.
Ásgeir Sigurvinsson sagði að hann og Logi
hefðu ekki fengið það sem þeir óskuðu sér
„Geysilega
sterkur og
erfiður riðill“
„ÞAÐ er ljóst að við höfum hafn-
að í geysilega sterkum og erf-
iðum riðli. Þetta var ekki beint
það sem við óskuðum okkur, en
við verðum að taka á málunum,“
sagði Ásgeir Sigurvinsson,
landsliðsþjálfari í knattspyrnu,
eftir að búið var að draga í riðla í
undankeppni heimsmeistara-
keppninnar í Þýskalandi 2006 –
í Frankfurt í gærkvöldi. Íslend-
ingar halda niður Balkanskag-
ann og leika þar við Króatíu og
Búlgaríu, ásamt því að fara til
Svíþjóðar, Ungverjalands og
Möltu.
Reuters
Króatinn Ivica Olic mun leika gegn Íslandi. Hér á hann í höggi
við Englendinginn Rio Ferdinand.
Eftir
Sigmund Ó.
Steinarsson
1, Tékkland
2. Holland
3. Rúmenía
4. Finnland
5. Makedónía
6. Armenía
7. Andorra
1. Frakkland
2. Írland
3. Sviss
4. Ísrael
5. Kýpur
6. Færeyjar
1. Tyrkland
2. Danmörk
3. Grikkland
4. Úkraína
5. Georgía
6. Albanía
7. Kasakstan
1. Portúgal
2. Rússland
3. Slóvakía
4. Lettland
5. Eistland
6. Liechtenstein
7. Luxemborg
1. RIÐILL 2. RIÐILL 3. RIÐILL 4. RIÐILL
Róðurinn verður erf-
iður hjá Íslendingum í
undankeppni HM. Þeir
verða í sviðsljósinu –
Ívar Ingimarsson, Eið-
ur Smári Guðjohnsen,
fyrirliði landsliðsins,
og Logi Ólafsson
landsliðsþjálfari.