Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 35
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 35 ÁRLEGIR jólatónleikar Mót- ettukórs Hallgrímskirkju verða haldnir í Hallgrímskirkju á sunnu- dag og þriðjudag, kl. 20 báða dag- ana. Tónleikarnir eru liður í dag- skrá Listvinafélags Hallgrímskirkju en 22. starfsár þess hófst um síðustu helgi. Að þessu sinni syngur sópr- ansöngkonan Elín Ósk Óskarsdóttir ein- söng og Björn Steinar Sólbergsson leikur á Klaisorgelið. Stjórn- andi er Hörður Ás- kelsson. Efnisskrá tón- leikanna er fjölbreytt og er víða leitað fanga í jóla- og að- ventutónlistarsögunni. Yfirskrift tón- leikanna er Kom þú, kom og hefur vísan í upphafslag tón- leikanna sem er hinn fallegi aðventusálmur Kom þú, kom, vor Immanúel í útsetn- ingu Róberts A. Ottóssonar. Einn- ig hljóma ítalskar mótettur eftir m.a. Giovanni Gabrieli og Aless- andro Scarlatti í bland við alþekkt jólalög eins og Opin standa himins hlið og Guðs kristni í heimi. Elín Ósk flytur m.a. hina víðfrægu aríu He shall feed his flock úr Messíasi eftir Händel og O, devine Redeem- er eftir Charles Gounod. „Ég hef ekki sungið Gounod ar- íuna áður og held hún hafi aldrei verið flutt hér á landi fyrr, að því ég best veit,“ segir Elín Ósk. „Er ég heyrði hana fyrst greip hún mig þannig að ég táraðist og ég linnti ekki látum fyrr en ég varð mér úti um nótur af aríunni,“ segir Elín Ósk. „Ég hvolfdi öllu við til að hafa uppi á nótunum, það var ekki auðvelt en það hafðist að lok- um. Textinn er trúar- legur og fjallar um bjargræði almættisins í neyð okkar. Það er alveg ljóst að eft- irleiðis mun hún tróna í efsta sæti á vin- sældalista mínum.“ Þroskaverk Gounods Verkið er þroska- verk því Gounod samdi aríuna á seinni hluta ævi sinnar. Hann var fæddur í Frakklandi árið 1818 og lést 1893. Hann samdi tónverk sem í meira en hálfa öld voru kjarni efnisskráa allra óp- eruhúsa heimsins, m.a. óperan Faust. Á árunum 1846–1849 lagði hann stund á prestsnám og allt sitt líf sveiflaðist hann á milli and- legra og veraldlegra hugðarefna. „Arían er oft sungin á aðvent- unni en hana er hægt að flytja við öll tækifæri. Hún var upphaflega samin á frönsku en ég mun syngja hana á ensku, ýmist ein, við undir- leik Björns Steinars.“ Elín Ósk mun m.a. einnig syngja með kórn- um Laudate Dominum eftir Moz- art og hina kunnu aríu úr Messíasi Händels, He shall feed his flock, við undirleik Björns Steinars. „Eins og flestir þekkja þá hefur Messías að geyma afskaplega glæsilega tónlist og frábærar aríur og það verður gaman að fást við hana. Nú, svo er hin hefðbunda Helga nótt eftir Adolphe Adam, sem þarf náttúrlega alltaf að vera með á jólatónleikum og ýmislegt fleira höfum við í handraðanum. Meðal annars syng ég með kórn- um Guðs kristni í heimi í útsetn- ingu Davids Willcocks og fleiri flott stykki með yfirrödd. Það er alltaf mjög ánægjulegt og skemmtilegt að hafa kór í bak- grunni og ég tala nú ekki um svona glsæsilegan kór eins og Mótettukórinn er.“ Elín Ósk segir að það sé hluti af helgihaldinu að upplifa hátíðleika jólanna í Hallgrímskirkju. „Ég hef unnið mikið með Herði og í kirkj- unni finnst mér ég vera „heima“. Ég lofa því að þetta verða há- stemmdir tónleikar og í farteskinu höfum við alla jólagleðina.“ Tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Elín Ósk var á fimmtudag tilnefnd til Íslensku tónlistar- verðlaunanna sem flytjandi ársins. „Útnefningin kom mér á óvart,“ segir Elín Ósk, „enda var ég ekk- ert að hugsa um þetta, en ég er afskaplega ánægð með tilnefn- inguna. Það er ánægjulegt að vera tilnefnd til verðlauna þó ég sé ekki endilega að hugsa um það að fá verðlaun fyrir það sem ég er að gera. Ég hugsa meira um að gera mitt besta í hvert eitt sinn er ég kem fram á tónleikum og gleðja aðra. En því er ekki að neita að svona tilnefning er alltaf bónus og skemmtilegt að fá „kaupauka“ fyrir það sem maður er að gera.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson Hörður Áskelsson og Mótettukór Hallgrímskirkju halda tónleika á sunnudag og þriðjudag. Hefur fundið uppá- haldsaríuna sína Elín Ósk Óskarsdóttir NOKKUR óánægja hefur ríkt í kjölfar þess að upplýsingar um hvaða höfundar væru tilnefndir til Íslensku bókmenntaverðlaunanna 2003 voru birtar í einum fjölmiðli áður en niðurstaðan var tilkynnt í beinni útsendingu Kastljóssins í Ríkissjónvarpinu. Það er Félag íslenskra bókaútgef- enda sem stendur að bók- menntaverðlaununum og Sigurður Svavarsson, for- maður félagsins, segir að endurskoða verði verklag við birtingu niðurstaðna dómnefnda til að tryggja að þetta endurtaki sig ekki. „Líklegasta leiðin sem farin verður er að halda þessu leyndu alveg fram á tilnefningakvöldið, þótt með því sé undir hælinn lagt hvort allir þeir sem tilnefndir eru verði á staðnum. Það hefur verið ástæðan fyrir því að upplýsingarnar hafa farið út fyr- ir hinn þrengsta hóp, að við höfum viljað hafa höfundana á staðnum. Við viljum ekki láta fjölmiðla vaða svona óboðna inn í veisluna okkar og spilla þannig gleðinni. Við mun- um ræða þetta í stjórn félagsins á næsta fundi og þá skýrast viðbrögð okkar.“ Spurning um gott samkomulag Sigurður segir að samstarfið við Ríkissjónvarpið um að sýna beint frá því að tilkynnt er um tilnefning- arnar byggist á því upplýs- ingarnar hafi hvergi komið fram opinberlega áður. „Okkar ágæta samstarf við Ríkissjónvarpið byggist á þessu og hingað til hafa aðrir fjölmiðlar virt það. Það hefur ríkt samkomu- lag milli okkar og fjöl- miðlanna um að birta ekki þessar upplýsingar fyrr en í kjölfar beinnar útsend- ingar Sjónvarpsins. Það er í sjálfu sér ekki neitt afrek að kom- ast yfir þessar upplýsingar fyrir þann tíma en fremur spurning um gott samkomulag að birta þær ekki á undan. En úr því að það er ekki hægt að treysta öllum fyrir því verðum við að endurskoða hverjir hafa aðgang að upplýsingunum fyr- irfram,“ segir Sigurður Svavarsson, formaður Félags íslenskra bókaút- gefenda. Íslensku bókmenntaverðlaunin Slæmt að láta spilla gleðinni Sigurður Svavarsson DAGSKRÁ írska Nóbels- verðlaunaskáldsins Seamusar Heaney og sekkjapípuleikarans Liams O’Flynn, „Skáldið og sekkjapípuleikarinn“ verður frumflutt í Nýheimum á Höfn í Hornafirði 22. maí nk. Önnur sýn- ing verður á Akureyri 23. maí og sú þriðja á Listahátíð í Reykjavík 24. maí. Sýning Íranna er há- punktur samstarfs milli Listahá- tíðar í Reykjavík, Menningarráðs Austurlands og Akureyrarbæjar sem undirritað var á Höfn í gær. Hinn stórviðburðurinn sem um ræðir eru tónleikar frönsku djass- klezmersveitarinnar, Klezmer- nova, en auk þess að koma fram á Listahátíð í Reykjavík heldur hljómsveitin tónleika í Sjallanum á Akureyri og Listahátíðinni Á Seyði á Seyðisfirði, sem verður 10 ára næsta sumar. Þá verða einnig skipulagðir viðburðir fyrir norðan og austan sem eru framlag heimamanna til Listahátíðar. Þannig verður afar metnaðarfull sýning á uppruna- legum koparristum eftir Goya í Listasafni Akureyrar. Þessi frum- þrykk eftir sjálfan meistarann eru frá 1799 og eru aðins örfá eintök til í heiminum. Í Hallorms- staðaskógi verður alþjóðleg stór- sýning átta listamanna, fjögurra erlendra og fjögurra íslenskra undir heitinu Fantasy Island. Sýningin er samstarfsverkefni Skógræktarinnar á Hallormsstað, Gunnarsstofnunar og Hannesar Lárussonar sem jafnframt er sýn- ingarstjóri. Frumgerðir og skiss- ur verða sýndar á Skriðuklaustri en aðalsýningin verður í Hall- ormsstaðaskógi. Listahátíð í Reykjavík verður framvegis haldin árlega og er ætlunin að samstarf milli Listahá- tíðar í Reykjavík og menning- arstofnana á lansbyggðinni verði fastur liður í dagskránni í fram- tíðinni. Heaney kemur fyrst fram á Höfn Morgunblaðið/Sigurður Mar Þórunn Sigurðardóttir, stjórnandi Listahátíðar, Signý Ormarsdóttir, menningarfulltrúi Austurlands, og Þórgnýr Dýrfjörð, menningarfulltrúi Akureyrarbæjar, undirrituðu samkomulag um samvinnu Listahátíðar í Reykjavík og landsbyggðarinnar í Nýheimum á Höfn í Hornafirði í gær. Listahátíð í Reykjavík í samstarf við landsbyggðina Hornafirði. Morgunblaðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.