Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 66

Morgunblaðið - 06.12.2003, Síða 66
KIRKJUSTARF 66 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta UM þessar mundir minnast sókn- arbörn Ásprestakalls að 40 ár eru frá stofnun þess og 20 ár frá því að Áskirkja var vígð. Á sunnudaginn kemur verður guðsþjónusta kl. 14.00 þar sem biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson predikar, sr Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari og Guðrún Þórsdóttir djákni mun lesa ritningarlestra. Kór Ás- kirkju syngur ásamt blásarakv- artett. Einsöngvari verður Hallveig Rúnarsdóttir, organisti og kórstjóri er Kári Þormar. Að aflokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og aðrar veitingar í safnaðarsal Áskirkju. Að kveldi þess sama dags verður aðventukvöld, þar sem kór Ás- kirkju mun syngja aðventu- og jóla- lög undir stjórn Kára Þormar. Hall- dóra Björk Friðjónsdóttir, mun syngja einsöng og flautuleikararnir Magnea Árnadóttir og Hildur Þórð- ardóttir munu leika á þessari að- ventustund og hugvekju flytur svo sr. Karl V. Matthíasson. Í tilefni afmælisins er hafin fjár- söfnun til að gera glerlistarskreyt- ingu í stafnglugga kirkjunnar. Nú- verandi og fyrrverandi félagar í Ássókn eru hvattir til að koma og eiga ánægjulega stund saman. Jól í sorg og gleði í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar NÚ líður að jólum og á öðrum sunnudegi í aðventu mun sr. Hjálm- ar Jónsson, dómkirkjuprestur fjalla um „Jól í sorg og gleði“ á fundi Safnaðarfélags Dómkirkjunnar. Fundurinn verður haldinn í Safn- aðarhemili Dómkirkjunnar í Lækj- argörtu 14A sunnudaginn 9. desem- ber kl. 12:00. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar er vettvangur sóknarbarna og ann- arra velunnara Dómkirkjunnar. Þátttaka í Safnaðarfélaginu er því ekki bundin við þá sem búa í Dóm- kirkjusókn heldur er öllum þeim sem áhuga hafa hjartanlega vel- komið að sækja fundi. Fundarmenn byrja á því að borða saman súpu og brauð og síðan er flutt stutt erindi. Erindin geta bæði verið um það sem snertir kirkjuna og starf hennar eða það sem er efst á baugi í þjóð- félaginu. Fundir eru á sunnudögum kl 12 einu sinni í mánuði yfir vetr- armánuðina. Fimm manna stjórn leikmanna stýrir Safnaðarfélaginu og er Ingi- björg Hjaltadóttir hjúkrunarfræð- ingur núverandi formaður félags- ins. Sem fyrr segir eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðventukvöldvaka Kórs Lindakirkju í Glersalnum Á MORGUN, sunnudaginn 7. des- ember, heldur Kór Lindakirkju í Kópavogi aðventukvöldvöku kl. 20 í Glersalnum í Salahverfi. Sungnir verða jólasöngvar frá ýmsum löndum og frá ýmsum tím- um, auk þess sem lesin verður jóla- saga og sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson flytur hugvekju. Stjórnandi Kórs Lindakirkju er Hannes Bald- ursson en Svanhildur Sveinbjörns- dóttir syngur einsöng með kórnum á tónleikunum. Kyrrðarstund í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöld kl. 20 verður kyrrðarstund á aðventu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og er hún m.a. helguð minningu látinna ást- vina. Þótt aðventan sé flestum tími gleði og eftirvæntingar er þessi tími einnig erfiður mörgum og tregablandinn. Þau sem misst hafa ástvini sína eða mætt öðru mótlæti, t.d. hjóna- skilnaði finna oft sárar til á þessum tíma. Þessi kyrrðarstund er ætluð öllum þeim sem vilja eiga upp- byggilega stund í kirkjunni sinni nú þegar jólahátíðin nálgast. Í upphafi stundarinnar gefst kirkjugestum kostur á því að tendra kertaljós í minningu látinna ástvina. Ásamt safnaðarprestum munu söngvararnir Örn Arnarson og Erna Kirstín Blöndal hafa um- sjón með stundinni og syngja m.a. jólalög fyrir kirkjugesti. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breiðholtskirkju SUNNUDAGINN 7. desember, ann- an sunnudag í aðventu, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholts- kirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14 undir stjórn Kára Friðrikssonar, en sú skemmti- lega hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur í fé- lagsstarfinu í Gerðubergi, þær Jór- unn Karlsdóttir, Kristjana V. Jóns- dóttir og Margrét Eyjólfsdóttir, lesa ritningarlestra og bænir. Vak- in skal athygli á því að hér er um að ræða breyttan messutíma frá því sem venjulegast er í Breiðholts- kirkju. Barnastarfið verður hins- vegar á hefðbundnum tíma kl. 11. Að messu lokinni verður kaffisala kórs Breiðholtskirkju í safn- aðarheimilinu og verður þá vænt- anlega gripið í hljóðfæri að hætti gestanna úr Gerðubergi. Það er von okkar að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunn- arar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni og styðja síð- an starf kirkjukórsins með því að þiggja veitingar á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Aðventukvöld í Lágafellskirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 7. desember kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran og ung stúlka, Sigrún Harð- ardóttir, syngja einsöng. Skólakór Mosfellsbæjar, og Kirkjukór Lága- fellssóknar syngja. Stjórnandi skólakórsins er Guðmundur Ómar Óskarsson en organisti og kórstjóri kirkjukórsins er Jónas Þórir. Fiðlu- leikur verður í höndum Jónasar Þ. Dagbjartssonar, Ingridar Karls- dóttur og Guðnýjar Óskarsdóttur. Sóknarprestur, sr. Jón Þor- steinsson sér um ritningarlestur og bæn. Að lokinni aðventustundinni verður kirkjukaffi í safnaðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3 í Mos- fellsbæ. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sóknarprestur – sóknarnefnd. Aðventuhátíð Grindavíkurkirkju AÐVENTUHÁTÍÐ Grindavík- urkirkju verður sunnudaginn 7. desember, sem er annar sunnudag- ur í aðventu. Barnastarfið verður kl.11:00 en aðventuhátíð kirkjunnar hefst kl. 20:00 með blandaðri dag- skrá í tali og tónum með þátttöku barna og fullorðinna, m.a.: stúlkna- kór, blásarasveit og nemendur Tón- listarskólans flytja jólalög. Stjórn- endur eru Gunnar Kristmannsson og Rósalind Gísladóttir. Ferming- arbörn lesa og Kór Grindavík- urkirkju syngur. Organisti: Örn Falkner. Prestur: Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Sóknarnefndin. Annar í aðventu í Hjallakirkju Á MORGUN, annan sunnudag í að- ventu, verður messa kl. 11 í Hjalla- kirkju, Kópavogi. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn, en sungnir verða fallegir aðventu- sálmar í tilefni dagsins. Eftir há- degi kl. 13 verður barnaguðsþjón- usta en þá munum við tendra Betlehemskertið á aðventukrans- inum. Barn verður borið til skírnar og brúðurnar Rebbi refur og Sól- veig kíkja í heimsókn. Aðventutónleikar kórs Hjalla- kirkju hefjast svo kl. 20 um kvöldið en kórinn mun flytja aðventu- og jólalög frá ýmsum löndum og tím- um. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Aðventukvöld Árbæjarkirkju AÐVENTUKVÖLD Árbæjarkirkju hefur verið mörgu safnaðarfólki upphafið að undirbúningi komu jólanna. Þetta er notaleg stund þar sem reynt er að höfða til fjölskyld- unnar hvað efnisval varðar. Stundin hefst kl.20 með forspili og ávarpi formanns sóknarnefndar Sigrúnar Jónsdóttur. Kynnir kvöldsins er Birgitta Thorsteinson. Að- alræðumaður kvöldsins er Dagur B. Eggertsson. Kirkjukórinn syngur nokkur verk og barnakór kirkj- unnar sem stofnaður var síðastliðið haust kemur fram og syngur tvö lög. Stjórnandi kórana og organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Hjör- leifur Valsson og Hlín Erlendsdóttir leika á fiðlu og Örnólfur Krist- jánsson á selló. Sr. Sigrún Ósk- arsdóttir prestur kynnir og tendrar á tveimur kertum aðventukransins. Sr. Þór Hauksson sóknarprestur flytur hugvekju og í framhaldi af því munu fermingarstúlkur flytja helgileikinn „Konungurinn kemur til þín“. Kvöldið í kirkjunni endar á því að slökkt er á ljósum og kerti kirkjugesta tendruð og sunginn sálmurinn „Heims um ból“. Þá er kirkjugestum boðið til safn- aðarheimilisins og gæða sér á pip- arkökum og heitu súkkulaði. Það er von okkar sem að þessu kvöldi standa að sem flestir sjái sér fært að koma og eigi góða og uppbyggjandi stund í kirkjunni sinni. Biskup Íslands í Grensáskirkju BISKUP Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, prédikar við messu í Grensáskirkju á morgun, 7. des., kl. 11. Annar sunnudagur í aðventu er vígsludagur Grensáskirkju en um þessar mundir eru sjö ár frá vígslu nýju kirkjunnar. Jafnframt er um þessar mundir haldið upp á 40 ára afmæli Grens- ássafnaðar sem stofnaður var haustið 1963 og fyrsti sóknarprest- urinn, sr. Felix Ólafsson, kjörinn í embætti í des. það haust. Aðventu- og fjöl- skylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN 7.desember, sem er annar sunnudagur í aðventu, verður þá haldin fjölskylduhátíð til- einkuð aðventunni í Hafnarfjarð- arkirkju. Hefst hátíðin kl. 11.00. Allir leiðtogar beggja sunnu- dagaskóla kirkjunnar taka þátt. Barn verður borið til skírnar og unglingakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sungnir verða aðventu- og jólasöngvar og farið í leiki. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson og segir hann glærusögu tengda aðventunni en hljómsveit leiðtoga leikur undir söng ásamt gestum sínum. Eftir hátíðina í kirkjunni er boðið upp á kakó og smákökur í safn- aðarheimilinu. Strætisvagn ekur frá Hvaleyrarskóla kl.10.50 og heim aftur 12.20. Kirkjurútan ekur líka að venju. Aðventutónleikar í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 7. desem- ber kl. 20 verða haldnir aðventu- tónleikar í Seljakirkju. Kór kven- félagsins, Seljur, undir stjórn Vilbergs Viggóssonar, Karlakór Kjalnesinga undir stjórn Páls Helgasonar og Valskórinn, undir stjórn Guðjóns S. Þorlákssonar flytja aðventutónlist. Verið velkom- in. Miðnæturtónleikar í Krossinum GREG Lowery’s Worship Band frá Alabama verður með miðnæt- urtónleika í Krossinum laugardags- kvöldið 6. desember kl. 10.30. Greg Lowery’s Worship Band hefur gert víðreist og m.a. leikið fyrir forseta Bandaríkjanna.Tónlistarhópurinn GIG mu einnig koma fram. Aðgang- ur er ókeypis. Bandarískur kven- prestur talar um málefni Palestínu í Neskirkju SÉRA Mary Lawrence prédikar við messu í Neskirkju, sunnudaginn 7. desember kl. 11 og talar á fundi í safnaðarheimilinu kl. 20 og svarar fyrirspurnum. Prédikun hennar verður þýdd jafnóðum á íslensku. Mary Lawrence er prestur í Meþ- ódistakirkjunni í Bandaríkjunum – United Methodist Church – sem fékk sig leysta frá sóknarstarfi í Massachusettes til að helga sig frið- arstarfi í Palestínu. Hún hefur í þrjú ár verið þátttakandi í starfi CPT – Christian Peacemaker Team – í Hebron, sem er samkirkjulegt verkefni, allt frá árinu 1985. 40 ár frá stofnun Ásprestakalls Morgunblaðið/Þorkell
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.