Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 48

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 48
48 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. FYRSTA NÝRNAÍGRÆÐSLAN – SÍÐASTA VÍGIÐ FALLIÐ Það var stór stund í sögu ís-lenskra læknavísinda er fyrstanýrnaígræðslan var fram- kvæmd á Landspítalanum síðastliðinn þriðjudag. Var þetta í fyrsta skipti sem líffæraflutningar voru fram- kvæmdir á Íslandi. „Þetta er síðasta stóra vígið í læknisfræðinni, sem ekki var komið til Íslands og því er þetta söguleg stund. Síðasta vígið er fallið,“ sagði Jóhann Jóhannsson ígræðslu- skurðlæknir er framkvæmdi aðgerð- ina. Fram til þessa hafa íslenskir nýrna- þegar, sem yfirleitt hafa verið þrír til fimm á ári, þurft að fara til Danmerk- ur vegna aðgerðarinnar. Um árabil hefur verið rætt um möguleika á að flytja þessar aðgerðir til Íslands. Fyr- ir einu ári var loks tekin ákvörðun um að framkvæma nýrnaígræðslur hér á landi og var samið við Jóhann Jóns- son, sem starfar á nýrnaflutninga- deild Fairfax-spítalans í Virginíu í Bandaríkjunum, um að koma til Ís- lands þrisvar á ári og framkvæma allt að tvær ígræðslur í hvert skipti. Alls eru nú 25 einstaklingar á bið- lista eftir nýrnaígræðslu. Það er hins vegar athyglisvert, sem Jóhann Jóns- son bendir á í samtali við Morgunblað- ið í gær, að miðað við Bandaríkin ættu um 50 manns að vera á biðlista. Hann telur ólíkar aðstæður í löndunum skýra þennan mikla mun. „Það má þakka góðu heilbrigðiskerfi hérlendis og mun minni sykursýki en vestra. Ís- land er það lítið land og til allrar guðs lukku eru nýrnasjúkdómar ekki al- gengir hér á landi. Því hafa ekki verið nógu margir sjúklingar til að réttlæta starf sérfræðings í fullu starfi en við leysum þetta með fyrrnefndum hætti.“ Það að flytja þessar aðgerðir á Landspítalann styrkir íslenska heil- brigðiskerfið í heild. Með þessu er ekki einungis verið flytja aðgerðirnar til Íslands heldur einnig þá þekkingu og reynslu er fylgir líffæraflutning- um. Það að hægt sé að framkvæma jafnflókna aðgerð og nýrnaígræðslu á íslenskum spítala sýnir glöggt hversu framarlega læknavísindin standa hér á landi. Því fylgja hins vegar einnig aðrir kostir að flytja aðgerðirnar til Ís- lands. Með þessum hætti er hægt að veita sjúklingum aukna og betri þjón- ustu og þar að auki með minni til- kostnaði jafnt fyrir sjúklinga og að- standendur þeirra sem heilbrigðis- kerfið sjálft. Því fylgir mikið álag að fara í aðgerð sem þessa og verður álagið enn meira ef aðgerðin er framkvæmd í framandi umhverfi, fjarri heimili og ástvinum. Með nýrnaígræðslum á Íslandi er því ekki einungis verið að taka stórt skref í læknisvísindum hér á landi heldur einnig bæta stórlega þjónustu við þá er þurfa á slíkri aðgerð að halda. LÍTIL OG EIN Í UMFERÐINNI Í Morgunblaðinu í gær var sagt fráathyglisverðri skýrslu Benedikts Sigurðarsonar, sérfræðings hjá Rann- sóknastofnun Háskólans á Akureyri, um umferðaröryggi skólabarna. Með- al niðurstaðna Benedikts er að 6–10% grunnskólabarna, um 3.500 barna hópur, séu í mikilli hættu í umferðinni á degi hverjum. Benedikt bendir m.a. á að íslenzk börn séu mikið á ferðinni úti í umferð- inni á eigin spýtur, ekki sízt eftir skólatíma. Slík ferðalög tíðkist ekki meðal barna í nágrannalöndunum og Benedikt spyr hvort þau séu æskileg fyrir börnin eða hagkvæm fyrir for- eldra og samfélag. Hann vekur athygli á því að umferðarslys og önnur slys á börnum séu tíðari hér en í mörgum ná- lægum löndum. Benedikt bendir á að fræðslu um umferðarmál skorti í grunnskólanum og sums staðar sé slíka fræðslu ein- göngu að fá í 1.–3. bekk. Í einstökum tilfellum skorti samstarf við lögreglu, Umferðarstofu skorti fé til útgáfu námsefnis og námsstjóri eða verkefn- isstjóri í umferðarfræðslu sé ekki starfandi í menntamálaráðuneytinu þrátt fyrir reglugerðarákvæði þar um. Í skýrslu Benedikts kemur fram að núverandi áherzlur í umferðarfræðslu miðist við að kenna börnum að taka ábyrgð á sér sjálf og varast hættur, í stað þess að leggja áherzlu á umferðaruppeldi í samstarfi við for- eldra. Samstarf skóla og foreldra er lyk- ilatriði í þessu efni. Þótt skólinn gegni mikilvægu hlutverki í umferðar- fræðslu, kemur ekkert í staðinn fyrir handleiðslu og fræðslu foreldra, sem bera sjálfir meginábyrgð á börnum sínum. Of margir foreldrar telja skól- ann eiga að sjá um það, sem þeim ber sjálfum að gera. Ekki fer á milli mála að langur vinnutími foreldra hér á landi er að hluta til ástæðan fyrir því að börn eru sjálf á ferðinni að koma sér t.d. til og frá íþróttastarfi, listnámi og fé- lagsstarfi síðdegis og fram á kvöld, en í skýrslu Benedikts kemur fram að þannig hátti til um allt að 25% grunn- skólabarna í 1.–4. bekk. Það er engin ástæða til að draga úr því sjálfstæði, sem er öllum börnum hollt, en hins vegar má spyrja hvort það sé ekki heldur snemmt að veita börnum í yngstu bekkjum grunnskólans slíkt sjálfstæði – og væri kannski nær að kalla það afskiptaleysi foreldra. Hitt er svo annað mál að grunnskól- inn getur komið betur til móts við þarfir útivinnandi foreldra og Bene- dikt Sigurðarson bendir á nokkrar leiðir, sem geta komið til móts við ósk- ir foreldra og dregið jafnframt úr þörf fyrir að börn séu ein á ferð úti í um- ferðinni. Ein leið er t.d. að samhæfa íþróttastarf og listnám og starfrækja það í beinum tengslum við og í sama húsnæði og grunnskóla. Önnur er að öllum nemendum standi til boða skóla- máltíð, þannig að þeir eigi ekki erindi út í umferðina á miðjum degi til þess eins að næra sig. Að hvoru tveggja hefur raunar lengi verið stefnt og stuðlar jafnt að bættum þroska og heilbrigði íslenzkra barna, sem og að draga úr hættunni sem því fylgir að vera lítill og einn úti í umferðinni. F járhagsáætlun Reykjavík- urborgar fyrir árið 2004 ber þess engin merki, að ný tök séu á fjármálum borgarinnar hjá nýjum borgarstjóra, þótt hann telji sig eiga sérstakt erindi í emb- ætti sitt vegna þekkingar á fjármálum og reynslu sem rekstrarmaður. Fram- söguræða Þórólfs Árnasonar borgarstjóra fyrir fjárhagsáætluninni í borgarstjórn síðastliðinn fimmtudag var jafnsjálf- umglöð og ræður forvera hans. Úrræði í fjármálum Reykjavíkurborgar eru enn hin sömu og einkennt hafa alla fjármálastjórn R-listans síðan 1994. Ekki er horfst í augu við vanda, heldur er hon- um sópað undir teppið með auknum lán- tökum eins og áður. Skuldastaða borg- arinnar versnar stöðugt. Hreinar skuldir Reykjavíkurborgar, það er borgarsjóðs og borgarfyrirtækja, hafa, á verðlagi í lok þessa árs, aukist úr 9,5 milljörðum króna árið 1994 í 50,8 milljarða á þessu ári og verða 60,5 millj- arðar á næsta ári samkvæmt áætlun. Heildarskuldir borgarsjóðs, það er þeg- ar ekki er litið til borgarfyrirtækja, voru 16,7 milljarðar króna árið 1994 og verða samkvæmt spá 21,2 milljarðar á næsta ári, á verðlagi í lok þessa árs. Í hvorugu tilviki eru lífeyrisskuldbindingar með í þessum skuldatölum. Þegar litið er á skuldastöðu borg- arsjóðs, er nauðsynlegt að hafa í huga, að 14 milljarðir króna hafa verið fluttir með sérstökum aðgerðum frá Orkuveitu Reykjavíkur yfir í borgarsjóð. Án þess tilflutnings hefðu heildarskuldir borg- arsjóðs orðið um 35 milljarðar króna á næsta ári. Jafnframt hefði verið farið bet- ur með fé Orkuveitunnar, sem er nú í þeirri stöðu að verða að hækka gjöld á viðskiptavini sína, að sögn vegna góð- viðris! R-listinn er ekki aðeins að láta Reykvíkinga heldur kaupendur á þjón- ustu Orkuveitunnar í öðrum sveit- arfélögum taka þátt í aðgerðum til að fegra skuldastöðu borgarsjóðs. Vörn fyrir Línu.net Merkilegt var að hlusta á Þórólf Árna- son borgarstjóra, fyrrverandi forstjóra símafyrirtækis, taka upp varnir fyrir um 3ja milljarða fjárfestingu Orkuveitu Reykjavíkur í Línu.neti á fundi borg- arstjórnar síðastliðinn fimmtudag. Var engu líkara en hann vissi ekki, að ráðist var í þennan fjáraustur allan á grundvelli tillögu Helga Hjörvars, þáverandi borg- arfulltrúa og núverandi alþingismanns Samfylkingarinnar, um að nota ætti raf- magnslínur til gagnaflutninga fyrir tölvur en síðan var haldið út í ljósleiðaravæð- ingu til að b upphaflegu Er með ó verið varið tekin var rö Orkuveitu R arlegt metn í því, að bor ir fyrir þess sendu, að nú við hlið vatn og leggja be ar veitur. Í öllu tilli anburður hj Borgarstj ekki með ru stuðlað að l ingum í Rey forráðamen vegna 40% þjónustu fyr höfðu ekki e taldi ekki un þess, að Lín Málsvörn ráðstafanir um, að hann verk, sem R breiða yfir r fjármuna R Að verja Reykjavíkur Orkuveita R orkumannvi Skuldasöfnun R-listans, borga stjóri og Lína.ne Eftir Björn Bjarnason ’ Það ætti að vera for-gangsverkefni að stöðva skuldasöfnun borgar- sjóðs og þá skuldasöfnun fyrirtækjanna sem ekki tengist arðbærum fram- kvæmdum. ‘ L eiðtogar Evrópusambandsins hittast í Rómaborg um næstu helgi og freista þess að ljúka drögum að stjórnarsáttmála sambandsins. Áður hef ég á þessum vettvangi farið nokkrum orðum um þá stjórnarskrá Evrópusambandsins sem í mótun er. Málið er hins vegar flóknara og viðameira en svo, að það þarfnist ekki frek- ari umræðu. Þær breytingar sem fyrir dyr- um standa gætu haft áhrif hér á landi. Skoða þarf hver þau gætu orðið og hvort bregðast beri við. Endurskoðun á Rómarsamningnum er ekki síst til komin vegna stækkunar Evr- ópusambandsins. Fyrir mönnum vakir að tryggja að samband 25 ríkja verði starfhæft og ekki síður að starfshættir Evrópusam- bandsins verði skýrir lærðum sem leikum. Færa á sambandið nær fólkinu og með ýmsum úrbótum laga þann svonefnda lýð- ræðishalla sem talinn er hafa verið dragbít- ur á áhuga og virkni almennings í störfum og þróun sambandsins. Hverjar eru þær breytingar sem kunna að verða á samstarfi ríkja Evrópusam- bandsins? Fyrst og fremst er talin nauðsyn á ýmsum beytingum á stofnanafyr- irkomulagi sambandsins. Þessar breytingar á stofnanauppbyggingu ESB kynnu að hafa áhrif á samskipti Íslands við ESB á ýmsum sviðum, nánar tiltekið innan ramma EES- samningsins, á sviði öryggis og varnarmála og á vettvangi Schengen-samstarfsins. Umdeildastar eru breytingarnar sem gera á á reglum um vægi atkvæða í ákvarð- anatöku ESB. Ákvæði koma til um eins- konar tvöfaldan meirihluta sem endurspegli bæði fjölda aðildarríkja og fjölda íbúa aðild- arríkjanna. Hér telja mörg ríki að það at- kvæðavægi sem ákvarðað var með Nice- samningnum skuli gilda áfram og þar sem nýtt kerfi skuli ekki taka gildi fyrr en 2009 sé óþarfi að taka þennan slag nú eða láta hann tefja niðurstöðu stjórnarskrárinnar. Á verður valin 1⁄2 ár, endurn verður ekki tímabil form myndin sú a ugleika inna fær einnig f bandsráðhe formennska eins og verið að skerpa á yggismálast hvort þessar á samskipti Undir hat heyra einnig hafa verið í erum. Þau v verða á varn hafa þýðing isráðherra E náðist samk ara mála og ingu ríkja E urspeglar va Evrópusam varnarmála magns Evró um áhrif þes hafsbandala ingum svo m farsælt og r Í grein m þess að smæ víg ýmsum t unnar vegna komandi Rómarfundi leiðtoganna verður þetta mál erfiðast viðureignar. Af þeim breytingum sem nú liggja fyrir eru m.a. þær að grunnlög ESB munu inni- halda skýrar reglur um skiptingu á vald- sviði milli sambandsins annars vegar og að- ildarríkjanna hins vegar. Þannig verður kveðið skýrar á um hvað aðildarríkin mega setja sérreglur og lög, og hvað fellur alger- lega undir vald Evrópusambandsins. Undir valdsvið ESB fellur sameiginlega pen- ingastefnan, viðskiptastefnan, tollabanda- lagið og vernd þeirra lifandi sjávarauðlinda sem falla undir sameiginlegu sjávarútvegs- stefnuna. Þegar ekki er sérstaklega til- greint hver fari með valdið er litið svo á að það liggi hjá aðildarríkjunum. Meginreglan verður sú að lagsetningarvald sé sameig- inlega í höndum ráðherraráðsins og Evr- ópuþingsins en með því er vægi þingsins aukið enn frekar. Þá er og þjóðþingum að- ildarríkjanna ætlað stærra hlutverk en áður í samræmi við svonefnda nálægðarreglu. Horfið verður frá skiptingu ESB í þrjár stoðir og verður eftir breytinguna um einn lögaðila, eina stofnanalega uppbyggingu að ræða. Þessi breyting á stoðakerfinu mun einnig hafa áhrif á Schengen-samstarfið. Samn- ingur um þátttöku Íslands í Schengen- samstarfinu tryggir okkur töluvert meiri áhrif á mótun nýrra reglna en þekkist á öðr- um sviðum. Ísland og Noregur hafa gegn- um Schengen samstarfið aðgang að ráð- herraráði Evrópusambandsins, sem fram til þessa hefur eitt farið með lagasetning- arvald í innanríkis- og dómsmálum, en Schengen fellur að mestu þar undir. Þegar stoðirnar þrjár verða felldar saman munu sömu reglur gilda um lagasetningu á þessu sviði og gilda á öðrum sviðum. Það gæti haft umtalsverð áhrif á stöðu okkar í þessu sam- starfi. Af öðrum breytingum má nefna, og sátt hefur náðst um, að sérstakur forseti ráðsins Rýnt í drög að Eftir Björn Inga Hrafnsson ’ Spyrjar breyt hafa áh okkar v

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.