Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 85

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 85
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 85 „ÞAÐ þýðir ekkert að vera að væla, heldur að bretta upp ermarnar og bera höfuðið hátt. Ég sé fyrir mér spennandi bar- áttu fimm þjóða – Íslands, Svíþjóðar, Króatíu, Búlg- aríu og Ungverjalands – allt fram á síðasta dag. Mótherjar okkar óttast Reykjavík og vonandi á sá ótti eftir að magnast,“ sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, eft- ir að búið var að draga í riðla í und- ankeppni HM í Frankfurt í gær- kvöldi. „Þetta eru allt sterk landslið og ég vona að strákarnir okkar eigi eftir að skemmta áhorfendum á Laugardalsvellinum þegar mót- herjar okkar koma í heim- sókn. Við stefnum að sjálf- sögðu á annað sætið í riðlinum – einnig að hækka okkur um styrk- leikaflokk. Baráttan getur orðið æsispennandi,“ sagði Eggert. Undankeppnin hefst í september 2004 og reikn- ar Eggert með að Ísland leiki fjóra landsleiki í sept- ember og október. Þegar Eggert var spurður hvort Knattspyrnusambandið tapaði ekki miklum fjármunum að lenda ekki á móti stærri þjóðum í riðli, sagði hann. „Nei, við töpum engu. Við vorum búnir að selja sjónvarpsrétt- inn fyrir tveimur árum.“ Mótherjar okkar óttast að leika í Reykjavík Eggert ENSKA knattspyrnufélagið Manchester United baðst í gær afsökunar á ummælum Alex Fergusons, knatt- spyrnustjóra, sem hann við- hafði eftir að Arsenal var refsað fyrir ólætin sem urðu í viðureign félaganna í úrvals- deildinni í september. Ferguson sagði þá að fólk um allt England grunaði að Arsenal hefði samið við enska knattspyrnusambandið um refsingarnar. Fjórir leik- menn Arsenal fengu leik- bönn, samtals í 9 leiki, og voru sektaðir, auk þess sem Arsenal var sektað um 175 þúsund pund, rúmar 22 millj- ónir króna. Í tilkynningu sem Man- chester United gaf út í gær var sagt að félagið hefði ver- ið fullvissað um það af enska knattspyrnusambandinu að sögur um samkomulag við Arsenal ættu ekki við nein rök að styðjast. Beðist af- sökunar á ummælum Fergusons  HEIÐAR Helguson er tilbúinn í slaginn með Watford sem mætir Nottingham Forest í ensku 1. deild- inni í knattspyrnu í dag. Heiðar hefur verið frá keppni vegna meiðsla í hné undanfarna þrjá mánuði en er orðinn heill heilsu. Óvíst er þó að hann fari beint í byrjunarlið Watford því Ray Lewington, knattspyrnustjóri félags- ins, taldi í gær líklegast að það yrði óbreytt frá síðasta leik.  HOSEIN Kaebi, 17 ára piltur frá Íran, hefur vakið athygli enskra liða og hann verður næstu þrjár vikurnar í herbúðum Wolves til reynslu. Kaebi hefur, þrátt fyrir ungan aldur, leikið 15 A-landsleiki fyrir Íran og spilaði þar fyrst 16 ára gamall. Hann er miðjumaður sem einnig getur leikið í vörn.  HARRY Kewell, Ástralinn snjalli, verður ekki með Liverpool í næstu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann meiddist á ökkla í leiknum gegn Bolton í deildabikarn- um í vikunni.  KEWELL verður ekki með gegn Newcastle á morgun og ekki heldur gegn Southampton og Wolves. Þá er tvísýnt hvort hann nái leikjum Liver- pool milli jóla og nýárs, gegn Bolton og Manchester City.  KEWELL hefur skorað 8 mörk fyr- ir Liverpool í vetur en félagið keypti hann frá Leeds síðasta sumar. Fjar- vera hans nú er ekki síst slæm vegna þess að Michael Owen er frá keppni sem stendur vegna meiðsla í læri og án þeirra tveggja er sóknarleikur Liverpool ekki sérlega beittur.  ALEX Ferguson, knattspyrnu- stjóri Manchester United, mætti til vinnu í gær eftir að hafa gengist und- ir meðferð vegna smávægilegs hjartakvilla á fimmtudag. Fyrir nokkrum mánuðum kom í ljós við rannsókn að Ferguson var með óreglulegan hjartslátt en meðferðin á fimmtudag leiddi í ljós að þetta var ekkert alvarlegt.  FERGUSON kallar á allar sínar helstu stjörnur til leiks á ný gegn Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á morgun eftir að hafa gefið þeim frí frá deildabikarleiknum við WBA í vikunni. Ellefu leikmenn sem ekki spiluðu gegn WBA koma inn í hópinn á ný.  DJIBRIL Cisse frá Auxerre, markahæsti leikmaður frönsku 1. deildarinnar í knattspyrnu, hefur verið úrskurðaður í fimm leikja bann með franska landsliðinu. Hann getur því ekki leikið með því í úrslitakeppni EM í Portúgal næsta sumar, nema þá í úrslitaleik keppninnar. Cisse fékk þennan stranga dóm vegna framkomu sinnar eftir leik Frakka og Portúgala í Evrópukeppni 21-árs liða í síðasta mánuði en Frakkar voru þá slegnir út eftir vítaspyrnukeppni. FÓLK 1. Ítalía 2. Slóvenía 3. Skotland 4. Noregur 5. Hvíta-Rússland 6. Moldavía 1. England 2. Pólland 3. Austurríki 4. Wales 5. Norður-írland 6. Azerbaijan 1. Spánn 2. Belgía 3. Serbía/Svartfj.l. 4. Bosnía 5. Litháen 6. San Marínó 1. Svíþjóð 2. Króatía 3. Búlgaría 4. Ísland 5. Ungverjaland 6. Malta Morgunblaðið/Einar Falur Advocaat sagðist þó ekki ætla aðkvarta. „Þetta er nokkuð strembinn riðill þar sem Rúmenar og Finnar eru meðal annarra, en við kvörtum ekki því þetta er alveg jafn erfiður riðill fyrir Tékkana,“ sagði þjálfarinn. Flestir vildu losna við að fá Hol- lendinga í sinn riðil því lið þeirra er frábært þótt ekki hafi alltaf gengið vel hjá því. „Það er erfitt að meta hvort við duttum í lukkupottinn eða ekki,“ sagði Karel Brueckner, lands- liðsþjálfari Tékklands, eftir að öku- þórinn Michael Schumacher hafði dregið löndin saman. Englendingar lentu í 6. riðli og með þeim eru meðal annars Wales og Norður-Írland. „Þetta er áhuga- vert, mjög áhugavert. Við höfum oft leikið við Pólland við svona kring- umstæður og með góðum árangri. Ég held þetta sé frekar hagstæður dráttur fyrir okkur,“ sagði Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englands. „Auðvitað er þetta ekki hinn full- komni dráttur, en hann er alls ekki slæmur. Ég er sérstaklega ánægður með að hafa ekki lent í riðli með Hol- lendingum. Kosturinn er að þetta eru stutt ferðalög fyrir okkur en við skulum ekki vanmeta Wales því lið þeirra hefur staðið sig vel á síðustu stórmótum,“ sagði Eriksson. Annar riðill er einnig áhugaverður þótt ekki væri nema fyrir þær sakir að grannarnir Grykkir og Tyrkir eru í þeim riðli og hefur sjaldan verið mikil ást á milli þessara þjóða, síst á knattspyrnuvellinum. Danir eru einnig í þessum riðli ásamt Úkraínu, Georgíu, Albaníu og Kasakstan, þannig að frændur vorir Danir þurfa að ferðast talsvert í keppninni. Nágrannar, sem ekki er mjög hlýtt í millum, eru einnig í sjöunda riðli en þar eru Serbía-Svartfjalla- land og Bosnía, tvo ríki úr fyrrver- andi Júgóslavíu. Þar eru einnig Spánverjar og Belgar. Rússar eru í þriðja riðli ásamt fyrrum löndum sínum frá tveimur af fyrrverandi sovétlýðveldum, Lett- landi og Eistlandi. Portúgal er efst á blaði í riðlinum: „Ég hef enga reynslu af því að spila við þjóðir úr Austur-Evrópu, en Portúgalar eru vanir því og ég fæ allar nauðsynlegar upplýsingar áður en til þessara leikja kemur,“ sagði Luiz Felipe Scolari, brasilískur landsliðsþjálfari Portúgals. Ítalir mæta Slóvenum, Skotum, Norðmönnum, Hvít-Rússum og Moldavíu í 5. riðli. „Ég er ekkert sér- staklega ánægður með þennan riðil,“ sagði Giovanni Trapattoni, landsliðs- þjálfari Ítala. „Leikmenn frá Norð- ur-Evrópu eru líkamlega sterkari en við og hafa oft gert okkur lífið leitt. Hins vegar eru sumir riðlarnir erf- iðari en okkar, en ég hefði kosið að lenda í fjórða riðli, í staðinn fyrir Frakka,“ sagði Trapattoni. Frakka, sem urðu heimsmeistarar 1998, eru í fjórða riðli, sem flestir telja auðveldasta riðil keppninnar. „Við verðum að sýna öðrum liðum virðingu og vitum að allir verða mjög einbeittir þegar þeir mæta okkur,“ sagði Jacques Santini, landsliðsþjálf- ari Frakka. Misjöfn viðbrögð landsliðsþjálfaranna við riðlunum í undankeppni HM 2006 Rötum til Tékklands „ÞAÐ er alveg óhætt að segja að við rötum til Tékklands. Við vitum nákvæmlega hvernig við komumst þangað,“ sagði Dick Advocaat, landsliðsþjálfari Hollendinga, eftir að ljóst varð að þeir lentu í A- riðli fyrir Heimsmeistarakeppnina 2006 og eru þar ásamt Tékkum, en þetta er í þriðja sinn í röð sem þessar þjóðir lenda í sama riðli. Dregið var í riðla í gær og sýnist sitt hverjum um ágæti þeirra eins og gengur og gerist. Reuters Sven-Göran Eriksson 5. RIÐILL 6. RIÐILL 7. RIÐILL 8. RIÐILL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.