Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 49 G erð verði áætlun til langs tíma um að greiða niður skuldir borgarinnar,“ sögðu fulltrúar vinstri meiri- hlutans í Reykjavík í kosninga- yfirlýsingu sinni í aðdraganda borgarstjórnarkosninga 1994. „Skuldasöfnun hefur verið stöðv- uð,“ sagði þáverandi borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fjór- um árum síðar, fyrir borgarstjórn- arkosningar 1998. Og sami borg- arstjóri hélt áfram í viðtali árið 2001, þegar hún sagði orðrétt: „Það er rangt hjá sjálfstæð- ismönnum að skuldir Reykjavík- urborgar hafi aukist.“ Ef marka má nýframlagt frumvarp að fjár- hagsáætlun, má ljóst vera að fulltrúar vinstri meirihlutans hafa á undanförnum árum í besta falli ekki þekkt raunverulega fjárhags- stöðu borgarinnar og í versta falli ekki greint borgarbúum rétt frá þeirri stöðu. Áfram slæm fjármálastjórn Síðastliðinn fimmtudag var lagt fram í borgarstjórn frumvarp að fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 2004. Það frumvarp sýn- ir því miður að ekki er að vænta breytinga í fjármálastjórn Reykja- víkur, því þar er lítið nýtt og ljóst að áfram skal haldið á braut auk- innar skuldasöfnunar og út- gjaldaþenslu. Frumvarpið stað- festir þannig eina ferðina enn að allar þær miklu áhyggjur sem ýmsir hafa lýst vegna fjár- málastöðu borgarinnar eiga við rök að styðjast. Útkomuspá sýnir mikið frávik til hækkunar frá fjár- hagsáætlun ársins 2003, eins og hún var samþykkt fyrir ári. Skuldastaða borgarinnar versnar stöðugt og spár um skuldastöðu, hvort sem er borgarsjóðs eða borgarinnar í heild, standast ekki. Að auki eykst kostnaður við stjórn borgarinnar sífellt og hefur frá árinu 1995 hækkað um tæp 100%. Hreinar skuldir borgarinnar margfaldast Þegar vinstri flokkarnir tóku við völdum í Reykjavík árið 1994 voru hreinar skuldir borgarinnar, þ.e. heildarskuldir að frádregnum pen- ingalegum eignum og án lífeyr- isskuldbindinga, 9,5 milljarðar. Ef marka má það frumvarp sem nú er til umræðu í borgarstjórn eru hreinar skuldir borgarinnar nú rúmlega 50 milljarðar og verða við lok næsta árs rúmlega 60 millj- arðar. Sama þróun sést þegar skoðaðar eru heildarskuldir borg- arinnar en sú tala er í ár rúmlega 63 milljarðar og verður í lok næsta árs tæplega 74 milljarðar. Skuldir borgarsjóðs aukast Í umræðum um slæma fjárhags- stöðu borgarinnar hafa fulltrúar meirihlutans í Reykjavík gjarnan borið því við að hreinar skuldir eða heildarskuldir borgarinnar skipti litlu, þar sem staða borg- arsjóðs sé viðunandi. Slík rök- semdafærsla er að sjálfsögðu út í hött, enda krefjast allar þessar skuldir, hvaða nafni sem þær eru nefndar, þess að Reykvíkingar greiði þær. Þegar litið er á stöðu borgarsjóðs sést hins vegar að staða hans versnar einnig stöðugt. Þannig verða heildarskuldir borg- arsjóðs 20 milljarðar í lok þessa árs, eða um 71% af skatttekjum, og í lok næsta árs er því spáð að þær verði orðnar rúmlega 21 milljarður. Þessi staða er sér- staklega sláandi þegar tekið er til- lit til þess að á undanförnum árum hefur fé ítrekað verið flutt úr öðr- um sjóðum borgarinnar til að fegra stöðu borgarsjóðs. Þannig hafa arðgreiðslur Orkuveitu Reykjavíkur til borgarsjóðs stór- aukist í tíð núverandi meirihluta, sem hefur tekið um 14 milljörðum meira úr sjóðum fyrirtækisins en gert var árin á undan. Borgarbúar þurfa að borga Þessar lykiltölur sem hér hafa verið nefndar úr frumvarpi til fjárhagsáætlunar Reykjavík- urborgar fyrir árið 2004 sýna að vinstri flokkarnir munu ekki á næsta ári, fremur en á fyrri árum, hafa nokkra stjórn á fjármálum borgarinnar. Nýr borgarstjóri, sem í upphafi gaf sig út fyrir að vera sérstakur fjármála- og rekstrarmaður, er þar í engu frá- brugðinn félögum sínum eða fyr- irrennara. Hann horfist hvorki í augu við þennan mikla vanda né leggur fram tillögur til úrbóta. Hans svör við þessari miklu skuldasöfnun eru oftar en ekki þau að þetta sé nú ekki svo alvar- legt, þar sem borgin eigi mikið af eignum í formi leikskóla, grunn- skóla, gatnakerfis og gangstíga. Röksemdarfærsla sem að sjálf- sögðu heldur engan veginn, enda er borgin ekkert á leiðinni að selja þessar eignir og þær verða því aldrei nýttar til að greiða um- ræddar skuldir. Öðru nær, þá verða það skattgreiðendur í Reykjavík sem á endanum borga skuldirnar, annað hvort í formi enn hærri skatta og álagna eða versnandi þjónustu. Reykjavík verður að gera betur Þótt fjárhagsáætlunin komi síð- ur en svo á óvart, veldur hún vissulega vonbrigðum. Þau von- brigði eru reyndar orðin árviss viðburður en þau verða stöðugt al- varlegri eftir því sem lengri tími líður án raunhæfra aðgerða til að sporna gegn þeirri þróun sem orð- in er í fjármálum borgarinnar. Að stöðva skuldasöfnunina ætti að vera algjört forgangsverkefni á vettvangi borgarstjórnar Reykja- víkur. Í það verður hins vegar ekki ráðist nema fram fari heild- arendurskoðun á fjármálum borg- arinnar og gagnrýnin skoðun á því hvernig farið er með skattfé borg- arbúa. Það krefst raunverulegs pólitísks vilja til að vinna betur að málefnum borgarinnar og Reykvíkinga. Þann vilja hefur skort hjá núverandi valdhöfum og, ef marka má fjárhagsáætlun næsta árs, skortir þann vilja því miður enn. Við skuldum rúmlega 50.000 milljónir! Eftir Hönnu Birnu Kristjánsdóttur Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. ’ Vinstri flokkarnir íReykjavík munu ekki á næsta ári, fremur en á fyrri árum, hafa nokkra stjórn á fjár- málum borgarinnar. ‘ aukast ár frá ári þrátt fyrir stórauknar skatttekjur og auknar arðgreiðslur frá Orkuveitunni. Það ætti að vera forgangs- verkefni að stöðva skuldasöfnun borg- arsjóðs og þá skuldasöfnun fyrirtækjanna sem ekki tengist arðbærum fram- kvæmdum. Brýnt er að einstaka starfs- þættir borgarinnar verði endurskoðaðir frá grunni og nauðsyn þeirra metin.“ Með þessum orðum er enn áréttað, að við sjálfstæðismenn viljum ekki sætta okkur við skuldasöfnun borgarstjóra og R-listans í Reykjavík. Mál er að linni. breiða yfir hina misheppnuðu fjárfestingu. ólíkindum, hve miklu fé hefur til að kaupa sig frá því, að öng ákvörðun um hlutdeild Reykjavíkur í Línu.neti. Und- naðar- eða þekkingarleysi felst rgarstjóri skuli taka upp varn- sa óráðsíu alla á þeirri for- ú hafi orðið til „fjórða veitan“ nsveitu, hitaveitu og rafveitu eri Línu.net að jöfnu við þess- iti er þetta rangur sam- já borgarstjóra. jóri má þó eiga, að hann fór ulluna um, að Lína.net hefði ækkun á verði á gagnaflutn- ykjavík. Veit hann líklega, að nn Línu.nets kærðu Símann lækkunar á gagnaflutnings- rir Samkeppnisstofnun en erindi sem erfiði. Stofnunin nnt að rekja lækkunina til na.net kom inn á markaðinn. Skuldafenið n Þórólfs Árnasonar fyrir fjár- vegna Línu.nets er til marks n er til þess búinn að vinna öll R-listinn krefst af honum til að rangar ákvarðanir við meðferð Reykvíkinga. hina gífurlegu skuldasöfnun rborgar á þeirri forsendu, að Reykjavíkur sé að ráðast í irki á Nesjavöllum og Hellis- heiði, er ekki aðeins einföldun heldur vís- vitandi blekking. Borgarstjóri og R- listinn vita, að við sjálfstæðismenn styðj- um, að lán séu tekin til arðbærra framkvæmda á vegum fyrirtækisins. Þeim er mikið í mun að draga okkur með sér út í skuldafenið. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, gagn- rýndi borgarstjóra harkalega fyrir blekk- ingar í málflutningi hans um skuldastöðu Reykjavíkur og misnotkun á fjármunum Orkuveitu Reykjavíkur. Vilhjálmur sagði í ræðu sinni: „Það er vissulega mikið áhyggjuefni hve skuldir borgarinnar og borgarsjóðs ar- et + $ (*$ &$  !  ,)( $ ( (     -    *$ (  ( .&  !$/001    /2.3 12.2 42.5 20.3 60.2 /000 /005 /00/ /001 /0045772 5776 5778 5773 57775774 9" 9" //.2/5.1 54.85/.555.57.2 +( $ ( ! % 5774:/004      *$ (  ( .&  !$/001    52.3 52.8 58.3 /0.0 /5./ /000 /005 /00/ /001 /0045772 5776 5778 5773 57775774 58.2 57.553.553.453.4 56.8 9" 9" Höfundur er borgarfulltrúi og ráðherra. Moskvu og hafa ekki áhuga á að taka orða- laust við fyrirskipunum frá Brussel. Þegar á heildina er litið eru þær breyt- ingar sem stjórnarskráin felur í sér ekki stórvægilegar. Að nokkru leyti er um tákn- ræna breytingu að ræða og sameiginleg stjórnarskrá undirstrikar samruna ríkja Evrópu og þá framtíðarsýn að þau komi æ meira fram sem ein heild. Oft ber við þegar rætt er um stjórn- arskrárdrögin að fréttaskýrendur einblína á þann ágreining sem uppi er um viss mál, en samanborið við þá svartsýni sem ríkti í upphafi þessa ferils hefur það komið mönn- um nokkuð á óvart hversu mikil sátt hefur í heildina myndast um fyrirliggjandi drög. Líkt og með stækkun sambandsins þegar hraði stækkunar fór fram úr björtustu von- um þá má vera að fæðing stjórnarskrár- innar verði átakalausari en gert var ráð fyr- ir í fyrstu. Ljóst er að verði ekkert úr stjórnarskrá þýddi það mikinn álitshnekki fyrir sambandið og sú niðurstaða græfi verulega undan trúverðugleika þess. Er tal- ið víst að stjórnmálamenn, hvar í flokki sem þeir standa, vilji forðast þá niðurstöðu. Enn eru ekki öll kurl komin til grafar. Þrátt fyrir það verður ekki hjá því komist að skoðað verði grannt, með tilliti til þeirra tillagna sem nú fyrir liggja, hver möguleg áhrif þeirra yrðu á samstarf okkar við Evrópu- sambandið. Ég hef hér aðeins reifað þau hugsanlegu áhrif sem fyrirliggjandi stjórnarskrárdrög gætu haft á samstarf Íslands og Evrópu- sambandsins með nokkrum dæmum. Rýna þarf betur í þessar breytingar og fleiri þætti stjórnarskrárinnar. Af fram- angreindu má ljóst vera að þróun sem við fyrstu sýn gæti virst okkur óviðkomandi gæti haft nokkur áhrif hér á landi og kallar á nánari skoðun. ingarnar fælu í sér skerðingu á áhrifamætti þeirra, ekki síst fækkun framkvæmda- stjóra. Nú liggur hins vegar nokkuð ljóst fyrir að framkvæmdastjórar verði 25 og sérhvert ríki fái áfram sinn framkvæmda- stjóra. Má líta á þá niðurstöðu sem nokkurn sigur smærri ríkja sambandsins. Á hinn bóginn er sú deila, sem upp kom um stöð- ugleikasáttmála ESB nú nýverið og speglar þær átakalínur sem verið hafa að skýrast að undanförnu milli stóru ríkjanna annars veg- ar og smærri ríkjanna hins vegar, líkleg til að varpa skugga á umræðu um Evrópumál almennt, ekki síst stjórnarskrána. Verði sú skoðun ríkjanna að stóru ríkin geti beygt og sveigt reglur sambandsins að vilja sínum meðan svipunni er beitt á þau smærri er hætta á að það hafi neikvæð áhrif á úrslit þjóðaratkvæðagreiðslna um stjórnarskrá þar sem þær fara fram. Reynslan sýnir að þeirrar tilhneigingar gætir að slíkar þjóð- aratkvæðagreiðslur snúast ekki einvörð- ungu um þau mál sem lögð eru í dóm al- mennings, eins og dæmin um atkvæðagreiðsluna um evruna í Svíþjóð á dögunum og þjóðaratkvæði um svonefndan Amsterdam-samning á Írlandi fyrir nokkr- um árum sanna. Á hinn bóginn er athyglisvert, að með stækkun ESB fjölgar svonefndum smærri ríkjum töluvert, en þau teljast þá 19, og möguleikar myndast til bandalaga þeirra á milli sem stóru ríkjunum sex gæti reynst erfitt að sniðganga. Þá verður athyglivert að sjá hvernig nýju ríkin, sem flest eru til- tölulega nýkomin í hóp lýðræðislegra mark- aðshyggjuríkja og meta fullveldi sitt mikils, bregðast við frekari samrunahugmyndum og aukins valds stofnana Evrópusambands- ins. Á dögunum sagði Vaclav Klaus, forseti Tékklands, eitthvað á þá leið að hann hefði ekki áhuga á inngöngu í einhvers konar ný „Sovétríki“. Mælir hann þar eflaust fyrir munn margra í þeim ríkjum sem áður neyddust til að afsala fullveldi sínu til nn og kjörtímabil hans verður 2 nýjanlegt einu sinni. Með þessu lengur um að ræða sex mánaða mennsku hvers ríkis og er hug- að þessi breyting stuðli að stöð- an sambandsins. Utanríkisráðið fastan formann, sérstakan sam- erra utanríkismála, í stað þess að an færist milli formennskuríkja ð hefur. Þetta er gert í því skyni sameiginlegri utanríkis- og ör- tefnu sambandsins. Spyrja þarf r breytingar kunni að hafa áhrif okkar við sambandið. tt hins nýja utanríkisráðherra g öryggis- og varnarmál sem örri þróun á undanförnum miss- veigamiklu skref sem tekin narmálasviðinu kynnu einnig að gu fyrir Ísland. Á fundi utanrík- ESB í Napólí um síðustu helgi komulag um fyrirkomulag þess- g gagnkvæma varnarskuldbind- ESB. Þessi niðurstaða end- axandi samstöðu mbandsríkjanna um sameiginlega astefnu og eflingu hernaðarbol- ópu og veltir upp spurningum ss á samstarfið innan Atlants- agsins, sem er okkur Íslend- mikilvægt og reynst hefur jafn- raun ber vitni. minni eigi alls fyrir löngu gat ég ærri ríki sambandsins væru and- tillögum framtíðarráðstefn- a þess að þau óttuðust að breyt- ð stjórnarskrá Höfundur er aðstoðarmaður utanríkis- ráðherra og varaþingmaður í Reykjavík. ja þarf hvort þess- tingar kunni að hrif á samskipti við sambandið. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.