Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 88

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 88
FÓLK Í FRÉTTUM 88 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ HALLBJÖRN Hjartarson er sannarlega einstakur alþýðulista- maður. Hann er þekktur fyrir hina miklu aðdáun sína á kántrýtónlist og þá þrotlausu vinnu sem hann hefur lagt á sig til að vinna henni braut- argengi, bæði í gegnum útvarpsstöð sína, hljóm- plötur og veitingastað sinn á Skaga- strönd, Kántrýbæ. Hann er einn fárra hérlendra dægurtónlistar- manna sem orðið hafa viðfang „heiðrunardisks“, er platan Kúrek- inn var gefin út fyrir jólin síðustu. Þar votta honum virðingu listamenn eins og KK og Maggi, Dr. Gunni, Magga Stína og Helgi Björns og renna þau og fleiri sér í gegnum fræg lög Hallbjarnar eins og t.d. „Kúreki norðursins“, „Lukku-Láki“, „Hundurinn Húgó“ og „Hann er vinsæll“. Eindregin ástríða Hall- bjarnar, svo og litríkt lífshlaup, hef- ur af einhverjum ástæðum oft legið nærri íslenskri þjóðarsál. Kántrý 10 ber undirtitilinn Kött- urinn Búlli sem var „býsna góður köttur/bústin [svo] og glæstur“, eins og segir í titillaginu. Lögin eru tíu og hvika í engu frá reiknilíkani því sem Hallbjörn hefur notast við síð- astliðin ár. Einfaldir hljómar; studd- ir einföldum, sakleysislegum og oft kátínulegum textum. Þúsundþjala- smiðurinn Vilhjálmur Guðjónsson smyr síðan utan á lögin eftir hent- ugleik hverju sinni, og gerir það bara býsna vel. Í sumum lögunum fer Hallbjörn með sitt einfalda kántrý út að gil- barminum. Lög eins og „Hann afi er ekki afi minn“ og „Kántrýhátíðin mín er þín“ eru berstrípaðir „harð- kjarna“-Hallbjörnsslagarar og nátt- úrulega óendanlega heillandi þess vegna. Textinn í þessum lögum er einfaldlega óborganlegur. „Ég á afa sem ekki er afi minn, en ég kalla hann afa … Hann leyfir mér að leika og horfir á mig breika … en Afi [svo] er oft í ati, hann vaskar upp úr fati, sokkana mín [svo] og sína það segir hún Stína.“ Þetta brot er úr fyrrnefnda laginu. Kveðskapurinn er öllu ein- faldari í því seinna: „Kántrýhátíðin mín er þín, kántrýhátíðin þín er mín. Kántrýhátíðin er ofsa fín. Kántrýhátíðin er ekkert grín. Já Kántrý [svo] og meira kántrý, já Kántrý [svo] og alltaf kántrý…“ Og svo framvegis og svo framvegis. Auðvitað fara svona hlutir heilhring og verða algjör snilld! Í öðrum lögum verða heimahag- arnir t.d. að yrkisefni svo og trúin sem hefur verið Hallbirni hjartfólg- in hin síðustu ár. Þvílík heilindi! Að yrkja um köttinn sinn, kántrýhátíð- ina sína, afastrákinn sinn, sveitina sína, uppáhaldstónlistina sína og svo er líka bullandi sjálfsskoðun í laginu „Léttasta skeiðið“. Hallbjörn yrkir um það sem honum er kært. Text- arnir hafa semsagt innihald, meira en hægt er að segja um margan popptextann í dag. Þetta er auðvitað eitt af því sem styrkir Hallbjörn í því sem hann er að gera og hefur verið að gera. Hann er sannur. Tit- illagið er t.a.m. frábært – nístandi einlægur ópus um áðurnefndan Búlla. Mér sýnist Hallbjörn líka hafa vandað sig sérstaklega við textagerðina í því lagi. Rödd Hallbjörns er þá auðvitað kapítuli út af fyrir sig. Nefmælt mjög og býsna er hann nú ólagviss. En sérkennin eru sterk og auðkenni raddarinnar gerir hana … sjarmer- andi?! Ég verð bara að vitna í texta lagsins „Rætur mínar liggja í gömlu Vík“ til að impra á þessum punkti: „Ég ávallt kem til dyra sem klædd- ur beint ég er, og kann að meta ein- lægni og man því eftir þér. Svo sannarlega vil ég geta sungið í þig von, svo sannarlega sem ég heiti Halbjörn Hjartarson.“ Og hananú! Margt hérna er auðvitað alger- lega einstakt – ótrúlegt jafnvel – og kemur manni stundum til að gapa. Umslagið, sem skartar Búlla nátt- úrulega, er gætt hinum einu og sönnu Hallbjörnstöfrum og á inn- anverðu umslaginu skýrir Hallbjörn á aðdáunarverðan og einlægan hátt frá því hvernig Jesús sjálfur kom því í gegn að platan varð nú að veru- leika eftir allt saman. List Hallbjarnar Hjartarsonar sprettur úr svo sakleysislegum, trú- föstum og einlægum jarðvegi að hún sleppur undan öllum hefðbundnum mælikerum. Það er aðeins einn Hallbjörn og megi hann ríða um sléttur og hrukkur síns heima- bruggaða kántrýs sem allra lengst. Tónlist Kántrý … og meira kántrý Hallbjörn Hjartarson Kántrý 10 – Kötturinn Búlli HJH-hljómplötur Lög eftir Hallbjörn Hjartarson. Textar eft- ir Hallbjörn, Laufeyju Júlíusdóttur, Guð- mund Hafliðason og Rúnar Kristjánsson. Um hljóðfæraleik sáu Jóhann Hjörleifs- son, Magnús Kjartansson, Þórir Úlf- arsson og Vilhjálmur Guðjónsson. Hall- björn syngur og raddar. Upptaka og upptökustjórn var í höndum Vilhjálms Guðjónssonar. Arnar Eggert Thoroddsen Dömu- og herranáttföt Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun Síðumúla 3 flísar Stórhöfða 21, við Gullinbrú, sími 545 5500. www.flis.is  netfang: flis@flis.is Allt fyrir baðherbergið AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111 Stóra svið Nýja svið og Litla svið LÍNA LANGSOKKUR e. Astrid Lindgren Í dag kl 14 - UPPSELT, Í dag kl 17 - UPPSELT Su 7/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 13/12 kl 14 - UPPSELT Su 14/12 kl 14 - UPPSELT, Lau 27/12 kl 14 - UPPSELT Su 28/12 kl 14 - UPPSELT Lau 3/1 kl 14, Su 4/1 kl 14 Lau 10/1 kl 14, Su 11/1 kl 14 Su 18/1 kl 14, Lau 24/1 kl 14 Su 25/1 kl 14 - UPPSELT Lau 31/1 kl 14 ÖFUGU MEGIN UPPÍ e. Derek Benfield Fö 9/1 kl 20 Miðasala: 568 8000 Nýr opnunartími: Mánudaga og þriðjudaga: 10:00 - 18:00 miðviku-, fimmtu- og föstudaga: 10:00 - 20:00 laugardaga og sunnudaga: 12:00 - 20:00 TIL SÖLU ALLA DAGA: LÍNU-BOLIR, LÍNU-DÚKKUR **************************************************************** LÍNU-LYKLAKIPPUR, HERRA NÍELS, HESTURINN **************************************************************** GJAFAKORT Á LÍNU LANGSOKK KR. 1.900 SPORVAGNINN GIRND e. Tennessee Williams Forsýning fö 26/12 kl 20 - kr. 1.500 FRUMSÝNING lau 27/12 kl 20 - UPPSELT Su 28/12 kl 20 KVETCH e. Steven Berkoff í samstarfi við á SENUNNI Su 7/12 kl 20 AUKASÝNING Fö 12/12 kl 20 AUKASÝNING Allra síðustu sýningar SAUNA UNDER MY SKIN Gestasýning Inclusive Dance Company - Noregi Su 14/12 kl 20 www.borgarleikhus.is midasala@borgarleikhus.is Meira (en) leikhús! Miðasala í síma 562 9700 www.idno.is Opið frá kl. 18 fimmtudags- sunnudagskvöld. Edda Björgvinsdóttir tekur á móti gestum og losar um hömlur á hádegi föstudaga kl. 11.45. Carmen Jólakvöldverður og gullmolar úr Carmen Fös. 12. des. Lau. 13. des. nokkur sæti Hörður Torfa Kertatónleikar Sun. 07. des. kl. 20.30. Tenórinn Lau. 6. des. kl. 20.00. Uppselt Sun. 14. des. kl. 20.00. Laus sæti Lau. 27. des. kl. 20.00. Laus sæti Sellófon Gríman 2003: „Besta leiksýningin“ að mati áhorfenda Fim. 11. des. kl. 21.00. örfá sæti Þri. 30. des. kl. 21.00. Jólasýning LOKASÝNINGAR Á ÁRINU WWW.sellofon.is og sellofon@mmedia.is Leikhópurinn Á senunni nýtt barnaleikrit eftir Felix Bergsson Sun. 7. des. kl. 14. UPPSELT Sun. 7. des. kl. 18. Sun. 14. des. kl. 14. Sun. 21. des. kl. 14. Miðasala í síma 866 0011 www.senan.is Pálmi Gunnarsson með nýja hljómsveit í kvöld Leikhúsgestir munið 15% afslátt - Spennandi matseðill! JÓLASÝNINGAR Í MÖGULEIKHÚSINU JÓLARÓSIR SNUÐRU OG TUÐRU eftir Iðunni Steinsdóttur Sun. 7. des kl. 14 laus sæti HVAR ER STEKKJARSTAUR? eftir Pétur Eggerz Sun. 7. des. kl. 16 laus sæti Netfang: ml@islandia.is ww.islandia.is/ml LAU. 6/12 - KL. 21 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 18 UPPSELT LAU. 13/12 - KL. 22 LAUS SÆTI SUN. 14/12 - KL. 19 ÖRFÁ SÆTI LAUS ATH! SÝNINGAR HÆTTA UM ÁRAMÓTIN ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA Miðasala í síma 552 3000 Loftkastalinn Nýr einleikur eftir Þorvald Þorsteinsson Sveinsstykki Arnars Jónssonar Sun. 7. des. kl. 20.00 laus sæti Lau. 13. des. kl. 20.00 laus sæti Sun. 14. des. kl. 20.00 laus sæti
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.