Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 90

Morgunblaðið - 06.12.2003, Blaðsíða 90
90 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ ÁSTAMÁL unglinga um og innan við ferm- ingu er sjaldséð fyrirbrigði á hvíta tjaldinu enda fátítt í raunveruleikanum, a.m.k. hérlendis, held ég. Ef ég hefði haft þá ánægju að ala upp dóttir mína er ég smeykur um að hún hefði ekki fengið að leika lausum hala fyrr en í fyrsta lagi undir fertugt. Svíar eru greinilega mun frjálslyndari og þau Eva og Adam, (Ellen Fjæsted og Karl Robert Holmer), eru eins og fyrr segir aðeins 14 ára – og búin að „vera saman“ í þrjú ár! Sambandið er, eins og lög gera ráð fyrir, ósköp saklaust en á hinn bóginn þess tilfinn- ingaríkara. Mann rekur líka minni til að ástin var sjóðbullandi heit á þessu viðkvæma tímabili blásakleysis og reynsluleysis og örvæntingin biksvart hyldýpi. En sveiflurnar á milli ham- ingju og harmagráts tók líka undurfljótt af. Sænskir krakkar eru, af myndinni að dæma, mikið mun tryggari og fljótþroskaðri og foreldr- arnir opnari, því ástamál barnanna hafa t.d. tengt saman fjölskyldur þeirra slíkum böndum að þær ferðast saman til sólarlanda í sumarfrí- um(!) Allt fer líka á annan endann þegar Eva segir Adam sínum upp, því „það er svo ofboðs- lega gott að vera frjáls“. Hinsvegar fer í verra þegar Adam fer að vera með annari stelpu ... Einföld og skemmtileg saga, vel leikin og dá- laglega talsett, þegar maður hefur vanist því. Umfjöllunarefnið er vandmeðfarið, unglingar eru ofur viðkvæmir á þessum aldri og eins gott að fara að öllu með gát. Það tekst bærilega, sýn- ingargestir sem voru á svipuðum aldri og sögu- hetjurnar virtust skemmta sér vel, sjálfur hreifst maður með einlægninni í leiknum og framvindunni. Eva og Adam kemur dálítið spánskt fyrir sjónir af ástæðunum sem getið er í upphafi, en hún er skynsamleg og gædd ágætri kímni þannig að úr verður dálítið sérstök og þroskandi fjölskyldumynd. Fjórtán ára á föstu KVIKMYNDIR Laugarásbíó Leikstjóri: Catti Edfeldt. Handrit: Måns Garthob og John Unenge. Aðalleikendur: Ellen Fjæsted, Karl Ro- bert Holmer, Ulrika Bergman, Pablo Martinez, Anki Larsson. Íslensk talsetning: Leikstjóri Jakob Þór Ein- arsson. Þýðandi Davíð Þór Jónsson. Aðalraddir: Arn- gunnur Árnadóttir, Grímur Helgi Gíslason, Gunnur Ei- ríksdóttir, Halla Randversdóttir, Árni Egill Örnólfsson. Lótus talsetning. 100 mínútur. SF. Svíþjóð. 2001. EVA OG ADAM / EVA & ADAM  Sæbjörn Valdimarsson TVÆR af svölustu rokksveitum Íslands, Singapore Sling og Vínyll, halda tónleika á Grand Rokki í kvöld. Báðar sveitirnar spiluðu á tónlistarhátíðinni CMJ í New York fyrr í vet- ur en Singapore Sling hélt einnig í frekara ferðalag og fór bókstaflega hringinn í kringum Ameríku með 18 tónleika á ekki mikið fleiri dögum. „Við fengum tvö fríkvöld, sem fóru bara í að keyra,“ segir Þorgeir Guðmundsson bassaleik- ari. Keyrslan var mikil því Singapore Sling spilaði allt frá New York, til Chicago, yfir í Portland, Los Angeles, Austin, New Orleans og Flórída, til að gefa hugmynd um vegalengd- irnar. Aksturinn skiptist ekki réttlátt niður því tveir sjöttu sveitarinnar eru ekki með bílpróf, Sigurður Magnús Finnsson og Einar „Sonic“ Kristjánsson. Keyrt allan daginn „Við sváfum yfirleitt á mótelum eða hjá vin- um og svo keyrðum við allan daginn,“ segir Toggi, eins og hann er kallaður. „Stundum voru það fimm tímar og stundum tíu tímar,“ segir hann en sambýlið er náið eins og hægt er að geta sér til um en þetta er ekki fyrsta ferð Singapore Sling til Bandaríkjanna. „Við erum búnir að fara þrisvar til Ameríku á þessu ári. Núna vorum við með hljóðmann með okkur en í sumar vorum við með tónleikafararstjóra (to- ur manager) sem keyrði en hann var svo leið- inlegur. En það var kannski hollt fyrir bandið því hann skildi ekki íslensku og allir gátu tekið ergelsi sitt út á honum.“ Toggi er samt sáttur við skiptin. „Það var miklu betra að hafa Aron (hljóðmann) með okkur. Hann er alveg snillingur. Þetta var miklu betra upp á tónleikana, að geta treyst því að hann myndi gera það besta við sándið sem hægt var.“ Mikið rokk á vesturströndinni Hann er ánægður með ferðina. „Í heildina fannst mér vesturströndin og austurströndin best, það var mjög gaman í Seattle, Portland og San Fransisco. Glamúrinn fór að leka af þessu í restinni af túrnum, í gegnum Suð- urríkin. Við spiluðum á pitsustað í El Paso (Texas). Það má deila um það hversu mikill til- gangur er í því,“ segir Toggi en þeir fengu al- mennt góðar viðtökur. „Jafnvel þar sem var fá- mennt var fólk í stuði,“ segir hann og var líka ánægður með viðtökunar á CMJ-hátíðinni í New York. „Það var frábært gigg, troðfullt.“ Hann segir samt að það gefi ekki ekki síður góða raun að fara í tónleikaferðalag með þekktari hljómsveit. „Það er betra að túra með einhverjum, það stóð til að túra með Raveonet- tes,“ segir hann en hljómsveitin spilaði nokkra tónleika með Dönunum á vesturströndinni í sumar. „Það er best fyrir band á þessu stigi, eins og okkur, að hengja sig á eitthvert stærra band og spila á stærri stöðum. Í þetta skiptið vorum við aðalnúmerið í borgum þar sem fólk hafði ekki heyrt minnst á okkur. En það var hellingsmæting víða og alls staðar á vest- urströndinni,“ segir Toggi en Singapore Sling hefur fengið þónokkra spilun hjá háskóla- útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum. McDonald’s eða Burger King? Mataræðið var ekki alltaf fjölbreytt. „Sums staðar er ekkert annað að borða annað en McDonald’s og menn fá algjört ógeð á því, seg- ir Toggi og bætir við að valið hafi oftar en ekki staðið á milli McDonalds, Burger King og Taco Bell. Engin grænmetisæta í hópnum? „Ekki lengur,“ er svarið. En Bandaríkjunum til varn- ar segir hann að þeir hafi alltaf fengið góðan mat á þeim stöðum sem þeir spiluðu á. Í kvöld gefst tækifæri fyrir Íslendinga að heyra í Singapore Sling. „Við spilum sama pró- grammið og við spiluðum úti. Það eru allavega fimm lög, sem eru ekki á plötunni, nýrri en það, sem við erum að spila núna, segir hann en umrædd plata er The Curse of Singapore Sling og kom út í fyrra. „Þetta hefur yfirleitt verið mjög gott þegar við spilum á laug- ardögum á Grand Rokki, alltaf mikið stuð.“ Næst á dagskrá hjá Singapore Sling er að taka upp nýja plötu og hefjast upptökur jafn- vel strax í janúar. Svo er einnig stefnt að því að koma frumrauninni út í Evrópu og Japan. Singapore Sling og Vínyll með tónleika á Grand Rokki í kvöld Hringinn í kringum Ameríku Morgunblaðið/Árni Torfason „Þetta hefur yfirleitt verið mjög gott þegar við spilum á laugardögum á Grand Rokki, alltaf mikið stuð,“ segir Toggi bassaleikari, sem er lengst til hægri. Singapore Sling og Vínyll á Grand Rokki. Tónleikarnir hefjast klukkan 23.59. www.stinkyrecords.com ingarun@mbl.is HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 13.30 3D gleraugu fylgja hverjum miða Kl. 2, 4, 6 og 8. B.i. 10. Sýnd kl. 2, 4 og 6. Með íslensku tali.Sýnd kl. 2 og 4. Sýnd kl. 6, 8 og 10. B.i. 10. Sýnd kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 14. Sýnd kl. 8 og 10.10. B.i. 16 kl. 2, 5, 8 og 10.50. B.i. 14 ára Stranglega bönnuð innan 16 ára! Sýnd kl. 10. B.i. 16. Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS  Skonrokk FM909 Hann hélt alltaf að hann væri bara venjulegur álfur, þangað til annað kom í ljós. Nú er hann á leiðinni í stór- borgina að finna pabba sinn. Will Ferrell  Kvikmyndir.com  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post Sýnd kl. 4 og 6. Með íslensku tali. Sýnd kl. 8. Kl. 8 og 10.30. B.i. 14.  Kvikmyndir.com Stranglega bönnuð innan 16 ára! Kl. 10. B.i. 16. Frábær grínmynd um strák sem skilinn er eftir heilt sumar hjá tveim snarklikkuð- um frændum sínum. Stórleikararnir Michael Caine, Robert Duvall og Osment úr Sixth Sense fara á kostum. Will Ferrell Frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna Matrix No! Master Yes! Rolling Stone Roger Ebert Chicago Sun-Times Boston Herald Washington Post Los Angeles Daily News Master-ful! New York Post  HJ MBL  "Flott og vönduð stórmynd" ÞÞ FBL Ein magnaðasta stórmynd ársins loksins í bíó! Russell Crowe hefur aldrei verið betri. Missið ekki af þessari! Tilboð 500 kr. Sýnd kl. 4. Með íslensku tali. Sýnd kl. 6. BRETTASÝNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.