Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 66

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 66
KIRKJUSTARF 66 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta UM þessar mundir minnast sókn- arbörn Ásprestakalls að 40 ár eru frá stofnun þess og 20 ár frá því að Áskirkja var vígð. Á sunnudaginn kemur verður guðsþjónusta kl. 14.00 þar sem biskup Íslands hr. Karl Sigurbjörnsson predikar, sr Karl V. Matthíasson þjónar fyrir altari og Guðrún Þórsdóttir djákni mun lesa ritningarlestra. Kór Ás- kirkju syngur ásamt blásarakv- artett. Einsöngvari verður Hallveig Rúnarsdóttir, organisti og kórstjóri er Kári Þormar. Að aflokinni guðsþjónustu verður boðið upp á kaffi og aðrar veitingar í safnaðarsal Áskirkju. Að kveldi þess sama dags verður aðventukvöld, þar sem kór Ás- kirkju mun syngja aðventu- og jóla- lög undir stjórn Kára Þormar. Hall- dóra Björk Friðjónsdóttir, mun syngja einsöng og flautuleikararnir Magnea Árnadóttir og Hildur Þórð- ardóttir munu leika á þessari að- ventustund og hugvekju flytur svo sr. Karl V. Matthíasson. Í tilefni afmælisins er hafin fjár- söfnun til að gera glerlistarskreyt- ingu í stafnglugga kirkjunnar. Nú- verandi og fyrrverandi félagar í Ássókn eru hvattir til að koma og eiga ánægjulega stund saman. Jól í sorg og gleði í Safnaðarfélagi Dómkirkjunnar NÚ líður að jólum og á öðrum sunnudegi í aðventu mun sr. Hjálm- ar Jónsson, dómkirkjuprestur fjalla um „Jól í sorg og gleði“ á fundi Safnaðarfélags Dómkirkjunnar. Fundurinn verður haldinn í Safn- aðarhemili Dómkirkjunnar í Lækj- argörtu 14A sunnudaginn 9. desem- ber kl. 12:00. Safnaðarfélag Dómkirkjunnar er vettvangur sóknarbarna og ann- arra velunnara Dómkirkjunnar. Þátttaka í Safnaðarfélaginu er því ekki bundin við þá sem búa í Dóm- kirkjusókn heldur er öllum þeim sem áhuga hafa hjartanlega vel- komið að sækja fundi. Fundarmenn byrja á því að borða saman súpu og brauð og síðan er flutt stutt erindi. Erindin geta bæði verið um það sem snertir kirkjuna og starf hennar eða það sem er efst á baugi í þjóð- félaginu. Fundir eru á sunnudögum kl 12 einu sinni í mánuði yfir vetr- armánuðina. Fimm manna stjórn leikmanna stýrir Safnaðarfélaginu og er Ingi- björg Hjaltadóttir hjúkrunarfræð- ingur núverandi formaður félags- ins. Sem fyrr segir eru allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Aðventukvöldvaka Kórs Lindakirkju í Glersalnum Á MORGUN, sunnudaginn 7. des- ember, heldur Kór Lindakirkju í Kópavogi aðventukvöldvöku kl. 20 í Glersalnum í Salahverfi. Sungnir verða jólasöngvar frá ýmsum löndum og frá ýmsum tím- um, auk þess sem lesin verður jóla- saga og sr. Guðmundur Karl Brynj- arsson flytur hugvekju. Stjórnandi Kórs Lindakirkju er Hannes Bald- ursson en Svanhildur Sveinbjörns- dóttir syngur einsöng með kórnum á tónleikunum. Kyrrðarstund í Fríkirkjunni í Hafnarfirði ANNAÐ kvöld, sunnudagskvöld kl. 20 verður kyrrðarstund á aðventu í Fríkirkjunni í Hafnarfirði og er hún m.a. helguð minningu látinna ást- vina. Þótt aðventan sé flestum tími gleði og eftirvæntingar er þessi tími einnig erfiður mörgum og tregablandinn. Þau sem misst hafa ástvini sína eða mætt öðru mótlæti, t.d. hjóna- skilnaði finna oft sárar til á þessum tíma. Þessi kyrrðarstund er ætluð öllum þeim sem vilja eiga upp- byggilega stund í kirkjunni sinni nú þegar jólahátíðin nálgast. Í upphafi stundarinnar gefst kirkjugestum kostur á því að tendra kertaljós í minningu látinna ástvina. Ásamt safnaðarprestum munu söngvararnir Örn Arnarson og Erna Kirstín Blöndal hafa um- sjón með stundinni og syngja m.a. jólalög fyrir kirkjugesti. Gerðubergskórinn og kaffisala í Breiðholtskirkju SUNNUDAGINN 7. desember, ann- an sunnudag í aðventu, fáum við ánægjulega heimsókn í Breiðholts- kirkju í Mjódd. Þá kemur Gerðubergskórinn, kór félagsstarfsins í Gerðubergi, og syngur við messu kl. 14 undir stjórn Kára Friðrikssonar, en sú skemmti- lega hefð hefur skapast að kórinn syngi við messu í kirkjunni þennan sunnudag og hefur sú heimsókn ávallt verið mjög vel heppnuð. Einnig munu þátttakendur í fé- lagsstarfinu í Gerðubergi, þær Jór- unn Karlsdóttir, Kristjana V. Jóns- dóttir og Margrét Eyjólfsdóttir, lesa ritningarlestra og bænir. Vak- in skal athygli á því að hér er um að ræða breyttan messutíma frá því sem venjulegast er í Breiðholts- kirkju. Barnastarfið verður hins- vegar á hefðbundnum tíma kl. 11. Að messu lokinni verður kaffisala kórs Breiðholtskirkju í safn- aðarheimilinu og verður þá vænt- anlega gripið í hljóðfæri að hætti gestanna úr Gerðubergi. Það er von okkar að sem flestir safnaðarmeðlimir og aðrir velunn- arar kirkjunnar og félagsstarfsins í Gerðubergi hafi tækifæri til að taka þátt í guðsþjónustunni og styðja síð- an starf kirkjukórsins með því að þiggja veitingar á eftir. Sr. Gísli Jónasson. Aðventukvöld í Lágafellskirkju AÐVENTUSAMKOMA verður í Lágafellskirkju sunnudaginn 7. desember kl. 20.30. Ræðumaður kvöldsins verður Halldór Ásgrímsson utanrík- isráðherra. Gunnar Guðbjörnsson tenór, Hanna Björk Guðjónsdóttir sópran og ung stúlka, Sigrún Harð- ardóttir, syngja einsöng. Skólakór Mosfellsbæjar, og Kirkjukór Lága- fellssóknar syngja. Stjórnandi skólakórsins er Guðmundur Ómar Óskarsson en organisti og kórstjóri kirkjukórsins er Jónas Þórir. Fiðlu- leikur verður í höndum Jónasar Þ. Dagbjartssonar, Ingridar Karls- dóttur og Guðnýjar Óskarsdóttur. Sóknarprestur, sr. Jón Þor- steinsson sér um ritningarlestur og bæn. Að lokinni aðventustundinni verður kirkjukaffi í safnaðarheimili Lágafellssóknar í Þverholti 3 í Mos- fellsbæ. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Sóknarprestur – sóknarnefnd. Aðventuhátíð Grindavíkurkirkju AÐVENTUHÁTÍÐ Grindavík- urkirkju verður sunnudaginn 7. desember, sem er annar sunnudag- ur í aðventu. Barnastarfið verður kl.11:00 en aðventuhátíð kirkjunnar hefst kl. 20:00 með blandaðri dag- skrá í tali og tónum með þátttöku barna og fullorðinna, m.a.: stúlkna- kór, blásarasveit og nemendur Tón- listarskólans flytja jólalög. Stjórn- endur eru Gunnar Kristmannsson og Rósalind Gísladóttir. Ferming- arbörn lesa og Kór Grindavík- urkirkju syngur. Organisti: Örn Falkner. Prestur: Sr. Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Sóknarnefndin. Annar í aðventu í Hjallakirkju Á MORGUN, annan sunnudag í að- ventu, verður messa kl. 11 í Hjalla- kirkju, Kópavogi. Félagar úr kór kirkjunnar leiða safnaðarsönginn, en sungnir verða fallegir aðventu- sálmar í tilefni dagsins. Eftir há- degi kl. 13 verður barnaguðsþjón- usta en þá munum við tendra Betlehemskertið á aðventukrans- inum. Barn verður borið til skírnar og brúðurnar Rebbi refur og Sól- veig kíkja í heimsókn. Aðventutónleikar kórs Hjalla- kirkju hefjast svo kl. 20 um kvöldið en kórinn mun flytja aðventu- og jólalög frá ýmsum löndum og tím- um. Allir eru hjartanlega velkomn- ir. Aðventukvöld Árbæjarkirkju AÐVENTUKVÖLD Árbæjarkirkju hefur verið mörgu safnaðarfólki upphafið að undirbúningi komu jólanna. Þetta er notaleg stund þar sem reynt er að höfða til fjölskyld- unnar hvað efnisval varðar. Stundin hefst kl.20 með forspili og ávarpi formanns sóknarnefndar Sigrúnar Jónsdóttur. Kynnir kvöldsins er Birgitta Thorsteinson. Að- alræðumaður kvöldsins er Dagur B. Eggertsson. Kirkjukórinn syngur nokkur verk og barnakór kirkj- unnar sem stofnaður var síðastliðið haust kemur fram og syngur tvö lög. Stjórnandi kórana og organisti er Krisztina Kalló Szklenár. Hjör- leifur Valsson og Hlín Erlendsdóttir leika á fiðlu og Örnólfur Krist- jánsson á selló. Sr. Sigrún Ósk- arsdóttir prestur kynnir og tendrar á tveimur kertum aðventukransins. Sr. Þór Hauksson sóknarprestur flytur hugvekju og í framhaldi af því munu fermingarstúlkur flytja helgileikinn „Konungurinn kemur til þín“. Kvöldið í kirkjunni endar á því að slökkt er á ljósum og kerti kirkjugesta tendruð og sunginn sálmurinn „Heims um ból“. Þá er kirkjugestum boðið til safn- aðarheimilisins og gæða sér á pip- arkökum og heitu súkkulaði. Það er von okkar sem að þessu kvöldi standa að sem flestir sjái sér fært að koma og eigi góða og uppbyggjandi stund í kirkjunni sinni. Biskup Íslands í Grensáskirkju BISKUP Íslands, herra Karl Sig- urbjörnsson, prédikar við messu í Grensáskirkju á morgun, 7. des., kl. 11. Annar sunnudagur í aðventu er vígsludagur Grensáskirkju en um þessar mundir eru sjö ár frá vígslu nýju kirkjunnar. Jafnframt er um þessar mundir haldið upp á 40 ára afmæli Grens- ássafnaðar sem stofnaður var haustið 1963 og fyrsti sóknarprest- urinn, sr. Felix Ólafsson, kjörinn í embætti í des. það haust. Aðventu- og fjöl- skylduhátíð í Hafnarfjarðarkirkju SUNNUDAGINN 7.desember, sem er annar sunnudagur í aðventu, verður þá haldin fjölskylduhátíð til- einkuð aðventunni í Hafnarfjarð- arkirkju. Hefst hátíðin kl. 11.00. Allir leiðtogar beggja sunnu- dagaskóla kirkjunnar taka þátt. Barn verður borið til skírnar og unglingakórinn syngur undir stjórn Helgu Loftsdóttur. Sungnir verða aðventu- og jólasöngvar og farið í leiki. Prestur er sr. Þórhallur Heimisson og segir hann glærusögu tengda aðventunni en hljómsveit leiðtoga leikur undir söng ásamt gestum sínum. Eftir hátíðina í kirkjunni er boðið upp á kakó og smákökur í safn- aðarheimilinu. Strætisvagn ekur frá Hvaleyrarskóla kl.10.50 og heim aftur 12.20. Kirkjurútan ekur líka að venju. Aðventutónleikar í Seljakirkju SUNNUDAGSKVÖLDIÐ 7. desem- ber kl. 20 verða haldnir aðventu- tónleikar í Seljakirkju. Kór kven- félagsins, Seljur, undir stjórn Vilbergs Viggóssonar, Karlakór Kjalnesinga undir stjórn Páls Helgasonar og Valskórinn, undir stjórn Guðjóns S. Þorlákssonar flytja aðventutónlist. Verið velkom- in. Miðnæturtónleikar í Krossinum GREG Lowery’s Worship Band frá Alabama verður með miðnæt- urtónleika í Krossinum laugardags- kvöldið 6. desember kl. 10.30. Greg Lowery’s Worship Band hefur gert víðreist og m.a. leikið fyrir forseta Bandaríkjanna.Tónlistarhópurinn GIG mu einnig koma fram. Aðgang- ur er ókeypis. Bandarískur kven- prestur talar um málefni Palestínu í Neskirkju SÉRA Mary Lawrence prédikar við messu í Neskirkju, sunnudaginn 7. desember kl. 11 og talar á fundi í safnaðarheimilinu kl. 20 og svarar fyrirspurnum. Prédikun hennar verður þýdd jafnóðum á íslensku. Mary Lawrence er prestur í Meþ- ódistakirkjunni í Bandaríkjunum – United Methodist Church – sem fékk sig leysta frá sóknarstarfi í Massachusettes til að helga sig frið- arstarfi í Palestínu. Hún hefur í þrjú ár verið þátttakandi í starfi CPT – Christian Peacemaker Team – í Hebron, sem er samkirkjulegt verkefni, allt frá árinu 1985. 40 ár frá stofnun Ásprestakalls Morgunblaðið/Þorkell

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.