Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 46

Morgunblaðið - 06.12.2003, Side 46
FERÐALÖG 46 LAUGARDAGUR 6. DESEMBER 2003 MORGUNBLAÐIÐ gisting í Kaupmannahöfn frá DKK 90,- www.gisting.dk sími: 0045 32552044 Ódýrari bílaleigubílar fyrir Íslendinga. Bílar frá dkr. 1.975,- pr. viku. Innifalið í verði; ótakmarkaður akstur, allar tryggingar. (Afgr. gjöld á flugvöllum). Aðrir litlir og stórir bílar 6-7 manna, minibus og rútur. Sumarhús og íbúðir. Norðurlönd og Mið - Evrópa. Hótel. Heimagisting. Bændagisting. www.fylkir.is sími 456-3745 Bílaleigubílar Sumarhús DANMÖRKU Munið að slökkva á kertunum               Forðist að koma kerti fyrir nálægt opnum glugga þar sem vindur getur sveiflað gluggatjöldum í kertalogann Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins Útsölustaðir Apótek og lyfjaverslanir Töskur Ekta leður Verð frá kr. 2.800 FYRIR nokkrum árum keypti Atli Ágústsson sér Trek-fjallahjól og byrjaði að hjóla stuttar ferðir um Reykjavík. Hann minnist þess hve stoltur hann var eftir að hafa hjólað alla leið úr Vesturbænum upp í Breiðholt. Þá grunaði hann ekki að sex árum síðar, 58 ára gamall, ætti hann eftir að hjóla 1100 km á rúm- lega tveimur vikum. Það gerði hann í sumar þegar hann fór í skipulagða pakkaferð með danska fyrirtækinu BikeDenmark sem sérhæfir sig í hjólreiðaferðum fyrir útlendinga. Flestir viðskipta- vinirnir eru frá Ítalíu, Þýskalandi og Bretlandi en í þessari ferð voru fyrstu tveir Íslendingarnir sem not- uðu þjónustu fyrirtækisins. „Við völdum okkur sjö daga ferð sem nefnist „Royal North Sealand“. Þetta er ákaflega þægileg og skemmtileg ferð og eru hjólaðir frá 35 upp í 60 til 70 km á dag. Gist er á góðum hótelum og allur aðbúnaður og matur til fyrirmyndar. Hjólin sem við fengum voru þægileg 7 gíra hjól. Allt var vel skipulagt og þurft- um við ekkert að hugsa um far- angur. Hann var tekinn að morgni og komið með hann á næsta hótel áður en við vorum komin þangað.“ Komið er við á mörgum athygl- isverðum og sögufrægum stöðum í ferðinni um Norð- ur-Sjáland. Meðal annars er hjólað eftir Strandvejen þar sem efnafólk býr og komið við í Rungstedlund, sem er fæðingarbær Karenar Blix- en. Þá er hægt að taka á sig krók og koma við á bað- ströndinni í Hornbæk og skoða hallargarðinn við Fredensborghöll, sumar- dvalarstað Margrétar Þór- hildar Danadrottningar. Atli segir að þessar skipu- lögðu ferðir séu alls ekki erf- iðar og henti nánast hverjum sem er. Auðvitað þarf fólk að vera í sæmilegu formi. Hann segist hafa verið vel á sig kominn enda fór hann að hjóla verulegar vegalengdir árið 2002 þegar hann byrj- aði að fara í kvöldferðirnar hjá Íslenska fjallahjóla- klúbbnum en þær eru frá 20 til 35 km langar. „En þessi byrjun varð til þess að ég fór að lengja ferðirnar og kaupa mér föt sem hentuðu betur í hjóla- ferðir. Smám saman fór þrekið að aukast og hjólaferðirnar urðu hluti af nýjum lífsstíl hjá mér. Eftir að ég pantaði mér ferðina í sumar fór ég að hjóla 30 til 80 km á dag. Ég hjól- aði einu sinni frá Þingvöllum til Reykjavíkur. Það gekk ágætlega fyrir utan hjólastígaleysi. Bílstjórar taka yfirleitt ekkert tillit til hjól- reiðamanna hér á landi og það mátti oft ekki miklu muna að ég þeyttist út í móa þegar stórir bílar óku framhjá. Á hjóli með farangurskerru á eigin vegum Þessu er öðruvísi farið í Dan- mörku því þar er þéttriðið net hjóla- stíga auk þess sem auðvelt er að hjóla eftir sveitavegum og mikið til- lit tekið til hjólreiðafólks. Fyrir ferð- irnar fá allir mjög góðar leiðbein- ingar, bæði bók og gott kort. Þá eru allar leiðir vel merktar með skiltum. Allt skipulag stóðst og má eiginlega  DANMÖRK| Hjólaði ellefu hundruð kílómetra á tveimur vikum Varð hluti af nýjum lífsstíl Atli Ágústsson: Leggur af stað frá Skælskør.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.