Morgunblaðið - 29.01.2004, Page 6

Morgunblaðið - 29.01.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VISA Ísland og ÍSÍ kynntu í gær listasamkeppnina Ólympíuleikar ímyndunaraflsins í Snælandsskóla í Kópavogi en sigurvegari keppn- innar vinnur ferð fyrir sig og for- eldri/forráðamann á Ólympíuleika í Aþenu í ágúst í sumar. Keppnin nær til sautján landa en þátttökurétt hafa börn á aldrinum 9 til 13 ára. Krökkunum er boðið að teikna eða mála hugmyndir sín- ar um hvernig Ólympíuleikarnir geta stuðlað að bættri framtíð. Nálgast má frekari upplýsingar um keppnina á vefsetri hennar: www.visa.com/visakids Tuttugu verk valin á sýningu Úr innsendum verkum verða tuttugu verk valin til sýningar í Grasagarðinum. Þessi tuttugu verk verða síðan metin af dómnefnd sem í sitja m.a. söngkonan Birgitta Haukdal og Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. Verkin verða metin á grundvelli listrænna eig- inleika, frumleika og á því hvernig hugmyndinni á bak við Ólympíu- leikana er komið á framfæri. Höf- undar verkanna tuttugu fá sér- stakan heiðurspening og verðlaun verða veitt fyrir listaverk sem hafna í næstu sætum á eftir sig- urvegaranum. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, minnti á í ávarpi að Ólympíu- leikarnir væru ekki bara keppni heldur stæðu fyrir ákveðna hug- sjón sem byggist á því að fólk geti búi saman í sátt og samlyndi þar sem ríki friður í heiminum. „Að því vilja íþróttasamtökin sem standa fyrir þessum Ólympíuleikum stuðla, bæði hjá ungum sem eldra fólki. Í tilefni af þessum Ólympíu- leikum og í tilefni af ári menning- arinnar, menntunarinnar og íþróttanna hefur Visa Inter- national ákveðið að stofna til ann- arra Ólympíuleika sem þeir kalla Ólympíuleika ímyndunaraflsins sem felast í því að hver og einn sem hefur áhuga getur lagt sitt af mörkum með ákveðnum hætti,“ sagði Ellert. Leifur Steinn Elísson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VISA, sagði til- ganginn með þessu framtaki vera að kynna Ólympíuhugsjónina fyrir íslenskum börnum og stuðla þann- ig að því að efla áhuga þeirra á íþróttum og heilbrigðu líferni. Leifur minnti á að Visa hefði verið alþjóðlegur stuðningsaðili Ólymp- íuleikanna síðustu 18 árin og hefði árið 2002 skuldbundið sig til þess að styðja þá og Ólympíumót fatl- aðra allt til ársins 2012. „Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að tryggja við- gang leikanna inn í framtíðina,“ sagði Leifur Steinn. Morgunblaðið/Ásdís Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri Visa, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Broddi Kristjánsson íþróttakennari ásamt hópi nemenda í Snælandsskóla þar sem listasamkeppnin var kynnt. Keppt um þátttöku í Ólympíu- leikum ímyndunaraflsins NOKKUR stærstu samtök í at- vinnulífinu mótmæla harðlega fyrir- huguðu frumvarpi að nýjum heildar- lögum um vátryggingasamninga sem liggur fyrir Alþingi. Lögunum er ætlað er að koma í stað núgildandi laga um vátryggingasamninga. Í umsögn samtakanna um frumvarpið segir að efnislega feli frumvarpið í sér grundvallarbreytingar á gildandi löggjöf um vátryggingasamninga en það standist ekki grundvallarkröfur og ekki verði séð hvaða þörf knýi á um þessar breytingar. Mikill kostnaðarauki Það eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, LÍÚ, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök verslun- ar og þjónustu og Samtök fisk- vinnslustöðva sem hafa sent frá sér sameiginlega álitsgerð um frum- varpið. Þar er m.a. gagnrýnt að í því sé ekki gerð nein tilraun til þess að meta kostnaðaráhrif breytinganna á atvinnulífið. Færa megi að því rök að frumvarpið feli í sér mikinn kostnað- arauka og engin tilraun sé gerð til þess að vega hann saman við ætlað hagræði. Kanna þurfi löggjöf í sam- keppnislöndum og þróun innan EES-svæðisins og gæta þess að ís- lensk löggjöf sé í samræmi við hags- muni atvinnulífsins í því samhengi. Þennan mælikvarða standist frum- varpið ekki heldur enda hafi við frumvarpssmíðina verið stuðst nær eingöngu við norsk lög um vátrygg- ingasamninga, þótt vitað sé að sú löggjöf sé verulega frábrugðin lög- gjöf annarra norrænna ríkja og lög- gjöf innan EES-svæðisins. Sameiginleg álitsgerð samtaka í atvinnulífinu Mótmæla frum- varpi um vátrygg- ingasamninga TYRKNESK yfirvöld hafa enn ekki greitt þær skaðabætur sem Mann- réttindadómstóllinn í Strassborg dæmdi þau til að greiða Sophiu Hansen vegna meðferðar á máli hennar fyrir tyrkneskum dómstól- um, alls 75 þúsund evrur eða tæp- lega 6,5 milljónir íslenskra króna. Dómurinn féll þann 23. september og höfðu tyrknesk yfirvöld frest til að greiða bæturnar í síðasta lagi þann 24. desember síðastliðinn. Sigurður Pétur Harðarson, stuðn- ingsmaður Sophiu, segir að tyrk- nesk yfirvöld hafi ekki staðið við þetta og að lögmaður Sophiu hafi þrýst verulega á um að bæturnar yrðu greiddar, en án árangurs. Að- spurður hvort leitað verði til utan- ríkisráðuneytisins til að fá skaða- bæturnar greiddar segir Sigurður Pétur að fyrst verði reynt til þrautar að þrýsta á Tyrki um að greiða bæt- urnar. Heildarkostnaður í forræðisbar- áttu Sophiu nemur nú um 140 millj- ónum króna og eru heildarskuldir um 20 milljónir. Í fréttatilkynningu sem samtökin „Börnin heim“ hafa sent frá sér kemur í ljós að mestar séu skuldirnar í KB banka, óskað hafi verið eftir viðræðum við bank- ann um skuldirnar, en þær séu ekki hafnar enn. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki enn greitt Sophiu skaðabætur FRUMVARP um siglingavernd, sem lagt verður fram nú í upphafi þings, gerir þær kröfur að hafnir, þar sem tekið er á móti farþegaskip- um í millilandasiglingum og flutn- ingaskipum yfir 500 brúttótonn, grípi til ráðstafana til að koma í veg fyrir hryðjuverk og ógnanir. Miðað við kostnaðartölur frá Reykjavíkur- höfn má búast við að árlegur kostn- aður vegna þessa verði 150–200 milljónir kr. á að teknu tilliti til stofnkostnaðar. Hafnaryfirvöld þurfa að láta vinna áhættumat á viðkomandi hafnarað- stöðu og útbú fyrir hana verndar- áætlum. Að fengnu áliti embætti rík- islögreglustjóra fær höfnin leyfi Siglingastofnunar. Samtals hafa á milli 30 og 40 hafnir tilkynnt um sigl- ingavernd. Frumvarpið byggist á viðauka við samþykkt Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS). Ísland er skuld- bundið til að gera þessar ráðstafanir og eiga reglurnar að taka gildi 1. júlí nk. á alþjóðavísu. Samgönguráð- herra hefur lagt frumvarpið fram í ríkisstjórn og verður það í framhald- inu lagt fyrir stjórnarþingflokkana til afgreiðslu áður en það fer til með- ferðar í þinginu. Nokkur kostnaður fylgir þessum alþjóðaskuldbindingum að mati ráð- herra og fellur hann á útgerðir, hafnir, farmflytjendur, ferðamenn og ríkissjóð. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir honum öllum á þessu stigi þar sem ekkert áhættu- mat eða verndaráætlun hefur verið samþykkt. Því er mikil vinna eftir við að útfæra verkferla, verkaskipt- ingu, ráðast í ráðstafanir og leggja mat á búnað sem hafnir þurfa að kaupa. Akureyrarhöfn gerir ráð fyrir 10– 20 milljón kr. stofnkostnaði og 8–15 milljón kr. árlegum rekstrarkostn- aði. Hafnarfjarðarhöfn gerir gróft ráð fyrir 25–45 milljón kr. stofn- kostnað og 20–30 milljón kr. árlegan rekstrarkostnað. Kostnaðurinn er lægri þar sem umferðin er lítil. Mæta þarf nýjum kröfum um aukið öryggi í Reykjavíkurhöfn Siglingavernd kostar 200 millj- ónir króna árlega Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins Gæðatöskur á frábæru verði! Verð kr. 7.100.- Verð kr. 6.800.- Verð kr. 4.700.- Verð kr. 4.900.- Verð kr. 2.300.- Verð kr. 4.600.- Verð kr. 9.200.- Verð kr. 10.300.-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.