Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 6
FRÉTTIR 6 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ VISA Ísland og ÍSÍ kynntu í gær listasamkeppnina Ólympíuleikar ímyndunaraflsins í Snælandsskóla í Kópavogi en sigurvegari keppn- innar vinnur ferð fyrir sig og for- eldri/forráðamann á Ólympíuleika í Aþenu í ágúst í sumar. Keppnin nær til sautján landa en þátttökurétt hafa börn á aldrinum 9 til 13 ára. Krökkunum er boðið að teikna eða mála hugmyndir sín- ar um hvernig Ólympíuleikarnir geta stuðlað að bættri framtíð. Nálgast má frekari upplýsingar um keppnina á vefsetri hennar: www.visa.com/visakids Tuttugu verk valin á sýningu Úr innsendum verkum verða tuttugu verk valin til sýningar í Grasagarðinum. Þessi tuttugu verk verða síðan metin af dómnefnd sem í sitja m.a. söngkonan Birgitta Haukdal og Þórey Edda Elísdóttir stangarstökkvari. Verkin verða metin á grundvelli listrænna eig- inleika, frumleika og á því hvernig hugmyndinni á bak við Ólympíu- leikana er komið á framfæri. Höf- undar verkanna tuttugu fá sér- stakan heiðurspening og verðlaun verða veitt fyrir listaverk sem hafna í næstu sætum á eftir sig- urvegaranum. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, minnti á í ávarpi að Ólympíu- leikarnir væru ekki bara keppni heldur stæðu fyrir ákveðna hug- sjón sem byggist á því að fólk geti búi saman í sátt og samlyndi þar sem ríki friður í heiminum. „Að því vilja íþróttasamtökin sem standa fyrir þessum Ólympíuleikum stuðla, bæði hjá ungum sem eldra fólki. Í tilefni af þessum Ólympíu- leikum og í tilefni af ári menning- arinnar, menntunarinnar og íþróttanna hefur Visa Inter- national ákveðið að stofna til ann- arra Ólympíuleika sem þeir kalla Ólympíuleika ímyndunaraflsins sem felast í því að hver og einn sem hefur áhuga getur lagt sitt af mörkum með ákveðnum hætti,“ sagði Ellert. Leifur Steinn Elísson, aðstoðar- framkvæmdastjóri VISA, sagði til- ganginn með þessu framtaki vera að kynna Ólympíuhugsjónina fyrir íslenskum börnum og stuðla þann- ig að því að efla áhuga þeirra á íþróttum og heilbrigðu líferni. Leifur minnti á að Visa hefði verið alþjóðlegur stuðningsaðili Ólymp- íuleikanna síðustu 18 árin og hefði árið 2002 skuldbundið sig til þess að styðja þá og Ólympíumót fatl- aðra allt til ársins 2012. „Við viljum leggja okkar af mörkum til þess að tryggja við- gang leikanna inn í framtíðina,“ sagði Leifur Steinn. Morgunblaðið/Ásdís Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri Visa, Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, og Broddi Kristjánsson íþróttakennari ásamt hópi nemenda í Snælandsskóla þar sem listasamkeppnin var kynnt. Keppt um þátttöku í Ólympíu- leikum ímyndunaraflsins NOKKUR stærstu samtök í at- vinnulífinu mótmæla harðlega fyrir- huguðu frumvarpi að nýjum heildar- lögum um vátryggingasamninga sem liggur fyrir Alþingi. Lögunum er ætlað er að koma í stað núgildandi laga um vátryggingasamninga. Í umsögn samtakanna um frumvarpið segir að efnislega feli frumvarpið í sér grundvallarbreytingar á gildandi löggjöf um vátryggingasamninga en það standist ekki grundvallarkröfur og ekki verði séð hvaða þörf knýi á um þessar breytingar. Mikill kostnaðarauki Það eru Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, LÍÚ, Samtök fjármálafyrirtækja, Samtök verslun- ar og þjónustu og Samtök fisk- vinnslustöðva sem hafa sent frá sér sameiginlega álitsgerð um frum- varpið. Þar er m.a. gagnrýnt að í því sé ekki gerð nein tilraun til þess að meta kostnaðaráhrif breytinganna á atvinnulífið. Færa megi að því rök að frumvarpið feli í sér mikinn kostnað- arauka og engin tilraun sé gerð til þess að vega hann saman við ætlað hagræði. Kanna þurfi löggjöf í sam- keppnislöndum og þróun innan EES-svæðisins og gæta þess að ís- lensk löggjöf sé í samræmi við hags- muni atvinnulífsins í því samhengi. Þennan mælikvarða standist frum- varpið ekki heldur enda hafi við frumvarpssmíðina verið stuðst nær eingöngu við norsk lög um vátrygg- ingasamninga, þótt vitað sé að sú löggjöf sé verulega frábrugðin lög- gjöf annarra norrænna ríkja og lög- gjöf innan EES-svæðisins. Sameiginleg álitsgerð samtaka í atvinnulífinu Mótmæla frum- varpi um vátrygg- ingasamninga TYRKNESK yfirvöld hafa enn ekki greitt þær skaðabætur sem Mann- réttindadómstóllinn í Strassborg dæmdi þau til að greiða Sophiu Hansen vegna meðferðar á máli hennar fyrir tyrkneskum dómstól- um, alls 75 þúsund evrur eða tæp- lega 6,5 milljónir íslenskra króna. Dómurinn féll þann 23. september og höfðu tyrknesk yfirvöld frest til að greiða bæturnar í síðasta lagi þann 24. desember síðastliðinn. Sigurður Pétur Harðarson, stuðn- ingsmaður Sophiu, segir að tyrk- nesk yfirvöld hafi ekki staðið við þetta og að lögmaður Sophiu hafi þrýst verulega á um að bæturnar yrðu greiddar, en án árangurs. Að- spurður hvort leitað verði til utan- ríkisráðuneytisins til að fá skaða- bæturnar greiddar segir Sigurður Pétur að fyrst verði reynt til þrautar að þrýsta á Tyrki um að greiða bæt- urnar. Heildarkostnaður í forræðisbar- áttu Sophiu nemur nú um 140 millj- ónum króna og eru heildarskuldir um 20 milljónir. Í fréttatilkynningu sem samtökin „Börnin heim“ hafa sent frá sér kemur í ljós að mestar séu skuldirnar í KB banka, óskað hafi verið eftir viðræðum við bank- ann um skuldirnar, en þær séu ekki hafnar enn. Tyrknesk yfirvöld hafa ekki enn greitt Sophiu skaðabætur FRUMVARP um siglingavernd, sem lagt verður fram nú í upphafi þings, gerir þær kröfur að hafnir, þar sem tekið er á móti farþegaskip- um í millilandasiglingum og flutn- ingaskipum yfir 500 brúttótonn, grípi til ráðstafana til að koma í veg fyrir hryðjuverk og ógnanir. Miðað við kostnaðartölur frá Reykjavíkur- höfn má búast við að árlegur kostn- aður vegna þessa verði 150–200 milljónir kr. á að teknu tilliti til stofnkostnaðar. Hafnaryfirvöld þurfa að láta vinna áhættumat á viðkomandi hafnarað- stöðu og útbú fyrir hana verndar- áætlum. Að fengnu áliti embætti rík- islögreglustjóra fær höfnin leyfi Siglingastofnunar. Samtals hafa á milli 30 og 40 hafnir tilkynnt um sigl- ingavernd. Frumvarpið byggist á viðauka við samþykkt Alþjóðasiglingamála- stofnunarinnar um öryggi mannslífa á hafinu (SOLAS). Ísland er skuld- bundið til að gera þessar ráðstafanir og eiga reglurnar að taka gildi 1. júlí nk. á alþjóðavísu. Samgönguráð- herra hefur lagt frumvarpið fram í ríkisstjórn og verður það í framhald- inu lagt fyrir stjórnarþingflokkana til afgreiðslu áður en það fer til með- ferðar í þinginu. Nokkur kostnaður fylgir þessum alþjóðaskuldbindingum að mati ráð- herra og fellur hann á útgerðir, hafnir, farmflytjendur, ferðamenn og ríkissjóð. Hann segir erfitt að gera sér grein fyrir honum öllum á þessu stigi þar sem ekkert áhættu- mat eða verndaráætlun hefur verið samþykkt. Því er mikil vinna eftir við að útfæra verkferla, verkaskipt- ingu, ráðast í ráðstafanir og leggja mat á búnað sem hafnir þurfa að kaupa. Akureyrarhöfn gerir ráð fyrir 10– 20 milljón kr. stofnkostnaði og 8–15 milljón kr. árlegum rekstrarkostn- aði. Hafnarfjarðarhöfn gerir gróft ráð fyrir 25–45 milljón kr. stofn- kostnað og 20–30 milljón kr. árlegan rekstrarkostnað. Kostnaðurinn er lægri þar sem umferðin er lítil. Mæta þarf nýjum kröfum um aukið öryggi í Reykjavíkurhöfn Siglingavernd kostar 200 millj- ónir króna árlega Skólavörðustíg 7, RVÍK, Sími 551-5814 Stærsta töskuverslun landsins Gæðatöskur á frábæru verði! Verð kr. 7.100.- Verð kr. 6.800.- Verð kr. 4.700.- Verð kr. 4.900.- Verð kr. 2.300.- Verð kr. 4.600.- Verð kr. 9.200.- Verð kr. 10.300.-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.