Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Já, já, Davíð, leikreglur og leikreglur, en ég á nú landið. Ráðstefna um eyrnasuð Hljóðið kemur innan frá Ráðstefna um eyrna-suð verður haldin áGrand Hóteli við Sigtún á morgun, föstu- daginn 30. janúar, klukkan 13 til 17. Það eru félagið Heyrnarhjálp og Land- læknisembættið sem sam- an standa að ráðstefnunni. Málfríður Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Heyrnahjálpar. – Hvað er eyrnasuð? „Því er efitt að svara í fáum orðum. Við getum sagt að það sé einhvers konar hljóð sem heyrist inni í eyranu eða í höfðinu. Hljóðið kemur ekki utan frá og getur verið mjög mismunandi milli manna. Allt frá vægu suði og upp í háværan són eða hamars- högg. Vægt eyrnasuð er mjög al- gengt fyrirbrigði og truflar ekki mikið daglegt líf. Eyrnasuð á háu stigi er aftur á móti mjög alvar- legt heilsufarsvandamál.“ – Hversu algengt er eyrnasuð? „Talið er að allt að 10–15% full- orðinna hafi suð, sem er í með- allagi. Þar er átt við suð sem er stöðugt og truflar á einn eða ann- an hátt daglegt líf, ekki síst svefn. Auk þess er talið að 1,5–2% manna þjáist af slæmu eða óbæri- legu suði, sem rýrir mjög lífsgæði og skerðir starfsþrek manna. Eyrnasuði fylgir stundum heyrn- arskerðing.“ Er hægt að lækna eyrnasuð? „Tinnitus-pillan er ekki fundin. Þó getur læknismeðferð stundum komið að gagni. Erfitt hefur reynst að uppræta eyrnasuðið sjálft. Nokkur lyf eru þekkt sem geta í mörgum tilfellum dregið úr styrk suðsins og hjálpað mönnum til að umbera hljóðin. Varasamt getur verið að nota slík lyf lengi því oft koma fram aukaverkanir. Á síðari árum hefur æ meira verið lögð áhersla á að gefa fólki tæki- færi á stuðningsmeðferð og þjálf- un. Þar á ég við svonefnda TRT- þjálfun, tinnitus retraining ther- apy, en hún gengur út á það að þjálfa fólk til að hlusta ekki á suðið og læra að forðast aðstæður sem eru því erfiðar. Margir nota annan hljóðgjafa til að hlusta á, velja tón- list eða annað sem þeir einbeita sér að. Eins hafa svokallaðar óhefðbundnar lækningar reynst mörgum vel.“ – Segðu okkur frá félaginu Heyrnarhjálp… „Félagið Heyrnarhjálp er stofnað árið 1937 af heyrnarskert- um og læknum þeirra. Félagið tók strax að sér þjónustuhlutverk fyr- ir þá sem búa við skerta heyrn og önnur vandamál er lúta að heyrn. Það sá um innflutning og úthlutun heyrnartækja og síðar hjálpar- tækja. Heyrnarhjálp er því fyrsti vísirinn að Heyrnar- og talmeina- stöð. Í dag rekum við þjónustu- skrifstofu í Reykjavík, gefum út Fréttabréf og höldum ráðstefnur um mál sem við leggjum áherslu á hverju sinni. Í nóvem- ber 2002 héldum við t.d. ráðstefnu um text- un sjónvarpsefnis. Texti á allt sjónvarps- efni er eitt af okkar mikilvægustu baráttumálum. Eyrnasuð er áhersluverkefni okk- ar núna, en almennt leggjum við áherslu á upplýsingastarf og bætt aðgengi fyrir fólk með heyrnar- mein. Við sinnum fræðslustarfi á stofnunum og hjá okkur er hægt að fá upplýsingar um hjálpartæki og önnur úrræði. Eins vil ég benda á vef Heyrnarhjálpar: heyrnarhjalp.is, en nýr vefur verður formlega opnaður á ráð- stefnunni.“ – Og ráðstefnan… hverjar verða áherslurnar þar? „Við viljum halda ráðstefnu sem er faglega góð og þar sem veittar eru staðgóðar upplýsingar og fram fara skoðanaskipti milli fagfólks og þolenda. Eins leggjum við áherslu á að ráðstefnan sé öll- um aðgengileg. Gestur ráðstefn- unnar og aðalfyrirlesari er Georg Træland, en hann er einn af for- svarsmönnum í tilraunaverkefni, sem unnið var í Arendal í Suður- Noregi. Þar hafa þeir reynt þver- faglegt meðferðarúrræði sem byggist m.a. á TRT-þjálfun. Aðrir fyrirlesarar verða úr íslenskri læknastétt og sjónarmið þolenda koma fram. Eyrnasuð verður rætt út frá læknisfræðilegu sjónar- horni, og þeirra sem þekkja mein- ið af eigin raun. Tengd vandamál verða rædd og tillögur starfshóps um eyrnasuð verða kynntar. Fólki gefst tækifæri til fyrirspurna og í lokin verða pallborðsumræður.“ – Hver er tilgangur og mark- mið ráðstefnunnar? „Tilgangur ráðstefnunnar er að leiða saman fagfólk og þolendur eyrnasuðs, vekja umræðu um þetta alvarlega heilsufarsvanda- mál, sem hefur allt of lítið verið rætt opinberlega. Og auðvitað viljum við árangur, við viljum sjá betri þjónustu við þolendur.“ – Fyrir hverja er ráðstefnan? „Ráðstefnan er öllum opin og er ókeypis. Við væntum þess að þarna komi saman al- menningur, heilbrigðis- starfsmenn og ráða- menn í stjórn- og heilbrigðiskerfi. Þessi ráðstefna er einstök er varðar aðgengi og fræðsla um málaflokkinn hefur ekki verið í boði á þennan hátt áður. Heilbrigðisráðherra mun ávarpa ráðstefnuna og opna nýjan vef Heyrnarhjálpar. Þekktur ís- lenskur skemmtikraftur verður með uppákomu í sal, en sá hefur reynslu af eyrnasuði og mun örugglega finna skoplegar hliðar á þessu erfiða vandamáli.“ Málfríður Gunnarsdóttir  Málfríður Gunnarsdóttir er framkvæmdastjóri Heyrnar- hjálpar. Fædd í Reykjavík 25. mars 1944. Kennarapróf 1964 og stúdentspróf frá Menntadeild KÍ. Aðjúnkt frá Sérkennaraháskól- anum í Ósló 1974 og framhalds- nám í heyrnarfræðum frá Há- skólanum í Stokkhólmi 1983. Ráðgjöf, kennsla og þjónusta við börn með sérþarfir víða og um árabil. Maki var Ólafur Ragnar Eggertsson rekstrartæknifræð- ingur og börn þeirra eru Eggert, Már og Hanna Lára. Skerðir starfsþrek manna
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.