Morgunblaðið - 29.01.2004, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 33
E
inn af stærstu próf-
steinunum á stækkað
Evrópusamband
næstu árin og áratug-
ina felst í því hvernig
til tekst í málefnum innflytjenda.
Standist Evrópulöndin þetta erfiða
próf munu innflytjendurnir auðga
þau og efla. Takist löndunum illa
upp gæti afleiðingin verið versn-
andi lífskjör og félagsleg sundrung.
Enginn vafi getur leikið á því að
Evrópulöndin þarfnast innflytj-
enda. Evrópubúar lifa lengur og
eignast færri börn. Án innflutnings
fólks fækkar íbúum aðildarland-
anna, sem senn verða
orðin 25, úr u.þ.b. 450
milljónum í tæpar 400
milljónir árið 2050.
Evrópusambandið
er ekki eitt á báti í
þessum efnum. Japan,
Rússland og Suður-
Kórea, meðal ann-
arra, virðast eiga
svipaða framtíð fyrir
höndum – horfur eru
á að skortur verði á
starfsfólki og þjón-
usta ekki innt af
hendi, um leið og
efnahagurinn dregst saman og
þjóðfélögin staðna. Innflutningur
fólks einn og sér leysir ekki þessi
vandamál, en er ómissandi þáttur í
lausninni.
Við getum verið viss um að fólk
frá öðrum álfum verður áfram fúst
til að flytjast til Evrópu og búa þar.
Í þessum heimi ójafnaðar fær gíf-
urlegur fjöldi Asíu- og Afríkubúa
ekki þau tækifæri til sjálfsbetrunar
sem flestir Evrópubúar taka sem
sjálfsögðum hlut. Það er því engin
furða að margir þeirra skuli líta á
Evrópu sem álfu tækifæranna og
þrá að hefja þar nýtt líf – rétt eins
og tækifæri Vesturheims löðuðu
eitt sinn að sér tugi milljóna fá-
tækra en framtakssamra Evr-
ópubúa.
Öll lönd hafa rétt til að ákveða
hvort hleypa eigi inn fólki sem flyst
sjálfviljugt frá föðurlandi sínu (and-
stætt raunverulegu flóttafólki sem
hefur rétt til verndar samkvæmt
þjóðarétti). Það væri hins vegar
óviturlegt af Evrópubúum að loka
dyrunum. Slíkt myndi ekki aðeins
valda þeim efnahagslegum og sam-
félagslegum skaða þegar til lengd-
ar lætur. Það yrði einnig til þess að
sífellt fleiri myndu reyna að komast
inn um bakdyrnar – með því að
óska eftir hæli sem pólitískir flótta-
menn (og sliga þannig fyr-
irkomulagið sem komið var á til að
vernda fólk sem flýr land af ótta við
ofsóknir), eða leita eftir aðstoð
smyglara og hætta þar með oft lífi
sínu og heilsu í bátum, flutn-
ingabílum, lestum og flugvélum í
örvæntingarfullum laumuferðum.
Ólöglegur innflutningur fólks er
raunverulegt vandamál og ríki
þurfa að taka höndum saman til að
stöðva hann – einkum með því að
skera upp herör gegn smygli á fólki
og mansali skipulagðra glæpa-
samtaka sem notfæra sér ber-
skjaldað fólk og grafa undan lögum
og reglu. Baráttan gegn ólöglegum
innflutningi fólks ætti á hinn bóg-
inn að vera liður í miklu víðtækari
stefnu. Löndin ættu að sjá til þess
að til sé raunverulegur farvegur
fyrir löglegan innflutning fólks,
leitast við að nýta til fulls ávinning-
inn sem af honum hlýst og vernda
jafnframt helg mannréttindi inn-
flytjenda.
Fátæk ríki geta einnig haft hag
af búferlaflutningunum. Brottflutt
fólk sendi að minnsta kosti 88 millj-
arða dollara [um 6.000 milljarða
króna] til þróunarlanda árið 2002 –
54% meira en löndin fengu í þróun-
araðstoð, en hún nam 57 millj-
örðum dollara [3.900 milljörðum
króna].
Búferlaflutningarnir eru þess
vegna málefni sem varðar hags-
muni allra ríkja og krefst aukinnar
alþjóðlegrar samvinnu. Nýstofnuð
heimsnefnd um alþjóðlega búferla-
flutninga, undir for-
ystu tveggja val-
inkunnra formanna
frá Svíþjóð og Suður-
Afríku, getur stuðlað
að alþjóðlegum
reglum og betri stefnu
til að hafa stjórn á bú-
ferlaflutningunum
með hagsmuni allra að
leiðarljósi. Ég er full-
viss um að nefndin
mun leggja góðar
hugmyndir af mörk-
um og vona að þær
njóti stuðnings ríkja
sem „senda“ fólkið og einnig þeirra
sem taka á móti því.
Það að stjórna búferlaflutning-
unum snýst ekki aðeins um að opna
dyr og hefja alþjóðlegt samstarf.
Hvert ríki þarf einnig að gera
meira til að auðvelda innflytjend-
unum að samlagast nýj-
um aðstæðum. Innflytj-
endurnir þurfa að
aðlagast nýju samfélagi
og það þarf einnig að að-
lagast þeim. Aðeins með
hugmyndaríkum aðferð-
um við að auðvelda sam-
lögunina geta ríkin
tryggt að innflytjend-
urnir auðgi samfélagið
meira en þeir raska því.
Þótt sérhvert ríki nálgist þetta
málefni í samræmi við eðli sitt og
menningu ætti enginn að missa
sjónar á framlagi milljóna innflytj-
enda sem hafa þegar lagt geysimik-
ið af mörkum til nútímasamfélaga
Evrópu. Margir þeirra eru í far-
arbroddi í stjórnmálum, heimi vís-
inda og fræða, íþróttum og listum.
Aðrir eru lítt þekktir en gegna
samt jafnmikilvægu hlutverki. Án
þeirra væru mörg heilbrigðiskerfi
án nægs starfsfólks, margir for-
eldrar án heimilishjálparinnar sem
þeir þurfa til að stunda atvinnu sína
og ekla væri á fólki í störf sem
tryggja þjónustu og gefa af sér
tekjur. Innflytjendur eru hluti af
lausninni, ekki hluti af vanda-
málinu.
Allir sem bera framtíð Evrópu og
mannlega reisn fyrir brjósti ættu
að snúast gegn þeirri tilhneigingu
að gera innflytjendur að blóra-
bögglum í umræðunni um félagsleg
vandamál. Yfirgnæfandi meirihluti
innflytjenda er vinnusamur, hug-
rakkur og staðfastur. Innflytjend-
urnir vilja ekki hafa það náðugt og
lifa á félagslegum bótum. Þeir vilja
sanngjarnt tækifæri fyrir sig og
fjölskyldur sínar. Þeir eru ekki
glæpamenn eða hryðjuverkamenn.
Þeir eru löghlýðnir. Þeir vilja ekki
búa afsíðis. Þeir vilja samlagast.
Nú á 21. öldinni þarfnast þetta
fólk Evrópu. En álfan þarfnast
einnig innflytjenda. Lokuð Evrópa
væri ranglátari, fátækari, veikari,
eldri Evrópa. Opin Evrópa verður
sanngjarnari, auðugri, öflugri,
yngri Evrópa – að því tilskildu að
álfan hafi góða stjórn á innflutningi
fólks.
ESB þarfnast
stefnu í málefn-
um innflytjenda
Höfundur er framkvæmdastjóri
Sameinuðu þjóðanna. Greinin er
byggð á ræðu sem Kofi Annan flytur
á Evrópuþinginu í dag.
Eftir Kofi Annan
Kofi Annan
’ Lokuð Evrópa væri rang-látari, fátækari, veikari, eldri
Evrópa. Opin Evrópa verður
sanngjarnari, auðugri, öfl-
ugri, yngri Evrópa – að því til-
skildu að álfan hafi góða
stjórn á innflutningi fólks. ‘
em flesta
pbygging-
rður að
í sam-
þjóðasam-
imamenn.
er mikil-
órnmálum
í augu við
r og taki
ar. Og sú
nnin upp
a Alþingi.
utanríkis-
hann loks
að viður-
umflýjan-
ispekt ís-
nar við
ina í Írak
mistök?“
inn
ði í upp-
ljóst fyrir
legið að
á sínum
vissulega
llt atferli
seins var
g svæðis-
ka. Ítrek-
áðs Sam-
virtar að
m.a. að
SÞ hefðu
fisbundin
u verið
Husseins
ilt að ger-
eyðingarvopn voru til í lok Persa-
flóastríðsins. Það hefur verið marg-
staðfest og það liggur fyrir. Það
liggur hins vegar ekki fyrir hvað
varð um þessi vopn. Það er enn ekki
upplýst. En það er óumdeilt að
heimsfriðnum stóð ógn af þessari
stjórn.“ Ráðherra sagði að því hefði
verið haldið fram að bresk og
bandarísk stjórnvöld hefðu beitt
blekkingum til að styðja tilvist ger-
eyðingarvopna í Írak. „Það hefur
verið staðfest með svokallaðri Hutt-
on-skýrslu að svo var ekki; að
breska ríkisstjórnin var í góðri trú,
það lágu fyrir upplýsingar um það
frá bresku leyniþjónustunni, það er
hins vegar margt sem bendir til
þess að hættan hafi verið ýkt.“
Horft til framtíðar
Ráðherra kvaðst sammála Guð-
mundi Árna um það að nú ætti að
horfa til framtíðar. „Við skulum
horfa fram á veginn. Við skulum
horfa til enduruppbyggingar í Írak
og við skulum horfa til framtíðar
þess fólks sem þar býr,“ sagði hann,
en þá kallaði Steingrímur J. Sigfús-
son, formaður Vinstri hreyfingar-
innar – græns framboðs, utan úr
þingsal: „[…] Þess fólks sem enn er
á lífi.“
Steingrímur kom í pontu á eftir
ráðherra og sagði m.a. að blekking-
um hefði verið beitt til að láta um-
heiminn halda að honum stæði ógn
af stjórn Husseins. „Það finnast
engin gereyðingarvopn í Írak þrátt
fyrir linnulausa leit með ærnum til-
kostnaði í níu mánuði,“ sagði hann.
„Það væri langskásti kosturinn fyr-
ir formenn stjórnarflokkanna á Ís-
landi að viðurkenna mistökin og
biðja þing og þjóð afsökunar í leið-
inni og taka Ísland út af lista þeirra
ríkja sem studdu þessar aðgerðir.“
Fjöldi þingmanna tók til máls í
umræðunum. Sigurjón Þórðarson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
sagði m.a. að það væri löngu tíma-
bært að utanríkisráðherra hætti að
réttlæta árásina á Írak nú þegar á
daginn hefði komið að engin efna-
vopn væru í Írak. „Það er orðið
löngu tímabært að þessir háu herr-
ar hætti að reyna að réttlæta árás-
ina og komi síðan fram og biðji
þjóðina afsökunar […],“ sagði hann.
Þá sagði Guðlaugur Þór Þórðarson,
þingmaður Sjálfstæðisflokksins,
m.a. að staðreyndir málsins væru
þær að Saddam Hussein hefði brot-
ið þá skilmála sem hann hefði und-
irgengist eftir fyrra Persaflóastríð-
ið. Hann hefði ítrekað brotið
samþykktir SÞ og kúgað og myrt
hina írösku þjóð. Í stríðinu hefði
Hussein hins vegar verið velt úr
sessi og nú væri verið að vinna að
lýðræðislegum kosningum í land-
inu.
utandagskrárumræðu á Alþingi um innrásina í Írak
n
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Rætt var um Íraksmálið utan dagskrár á Alþingi í gær.
að búið er
greitt var
greiða enn
na heldur
um er fólk
háar upp-
inninginn.
ta upplýs-
sín eða
varast að
r.
u talið
ar á ári
fang pen-
sé gríðar-
ssa snerti
. VÍ hefur
rirtæki og
gegn pen-
þrúðar að
500 millj-
ri hverju í
rar 21-35
kra króna.
nn áætlar
ættis sé í
ri þjóðar-
með að-
heimta að
sem sam-
íslenskra
mtali við
verið lög
993. Þeim
g ákvæði
eigi að ná
til allra þeirra sem gætu tengst pen-
ingaþvætti eða orðið óafvitandi þátt-
takendur í því.
Bankaleynd víkur fyrir
tilkynningarskyldu
Skv. lögunum ber öllum sem falla
undir lögin að athuga gaumgæfilega
öll viðskipti sem grunur leikur á að
rekja megi til peningaþvættis. Í
Skoðun kemur fram að mikilvægt sé
að fyrirtæki tryggi eigið innra eft-
irlit. Sigþrúður telur alveg ljóst að
starfsmenn banka verði að taka til-
kynningarskyldu um peningaþvætti
fram yfir trúnaðarskyldu við við-
skiptavini. Bendir hún á að ekki þarf
dómsúrskurð þegar um rannsókn á
peningaþvættismálum er að ræða og
hefur það þá þýðingu að bankaleynd,
sem ávallt hefur verið einn af horn-
steinum bankastarfsemi, víkur
gagnvart viðskiptavinum. „Að berj-
ast gegn peningaþvætti er ekki að-
eins skylda þeirra sem falla undir
lögin um aðgerðir gegn peninga-
þvætti, heldur er það siðferðileg
skylda allra sem verða varir við eitt-
hvað grunsamlegt. Oft eru einstak-
lingar óafvitandi þátttakendur í pen-
ingaþvætti. Lögin gegn
peningaþvætti gera ekki aðeins
refsiverða þá háttsemi að njóta
ávinnings af broti sem annar hefur
framið, heldur einnig þá háttsemi að
aðstoða mann við að koma undan
ávinningi, án tillits til þess hvort
maður nýtur sjálfur hagnaðar af
slíkri aðstoð eða ekki,“ segir Sig-
þrúður í grein sinni.
Umfangið óþekkt á Íslandi
Hún segir mikilvægt að það séu
ekki eingöngu fjármálastofnanir
sem fylgjast þurfa grannt með þess-
um málum heldur þurfi í raun allt at-
vinnulífið að vera á varðbergi. Ekki
liggja fyrir upplýsingar um hvert er
umfang peningaþvættis er hér á
landi en talið er að staða þessara
mála hér sé ekki frábrugðin ástand-
inu í öðrum löndum sem búa við svip-
að hagkerfi og löggjöf og á Íslandi.
ívaxandi umfangi peningaþvættis í nýrri rannsókn
r
1
Morgunblaðið/Ásdís
Fjölgað hefur tilkynningum um peningaþvætti hérlendis og endar um
helmingur málanna sem sakamál.
JÓN H. B. Snorrason, saksóknari
og yfirmaður efnahagsbrotadeildar
ríkislögreglustjóra, segir aukna
fræðslu embættisins meðal starfs-
manna fjármálastofnana hafa skil-
að verulegum árangri og eiga stór-
an þátt í fjölgun tilkynninga um
grunsamlegt athæfi á allra síðustu
árum. Ábendingarnar hafi gríð-
arlega þýðingu við uppljóstrun
margra sakamála, og stundum tak-
ist að afstýra stórfelldum fjár-
svikum. Jón segir meira en helming
tilkynninga um peningaþvætti enda
sem sakamál.
Hann segir fræðslufundi hafa
farið fram víða um land og þeir hafi
skilað sér í meiri árvekni og aukinni
þekkingu bankastarfsmanna. Að
sögn Jóns hefur hlutfallslega náðst
betri árangur í svona málum hér á
landi en t.d. á hinum Norðurlönd-
unum, miðað við fjölda þeirra mála
sem enda sem sakamál fyrir dóm-
stólum. Bæði séu tilkynningarnar
hlutfallslega fleiri og einnig dómar
þar sem fólk er dæmt fyrir und-
anskot fjármuna og eigna í auðg-
unarbrotum.
Jón segir að það sé hlutverk efna-
hagsbrotadeildar að taka á móti
ábendingum frá fjármálastofn-
unum ef upp koma grunsamlegar
peningafærslur eða viðskipti. Farið
sé með þær ábendingar sem trún-
aðarmál og ekki sé litið á þær sem
formlegar tilkynningar um saka-
mál. Jón segir að við skoðun sumra
mála reynist þau eiga sér eðlilegar
skýringar og tengist ekki afbrotum.
Hins vegar leiði ábendingar oft
til frekari rannsókna og meira en
helmingur tilkynntra mála um pen-
ingaþvætti endi sem einhvers konar
sakamál, annað hvort sem kveikja
að nýju máli eða viðbótarupplýs-
ingar í málum sem þegar séu til
rannsóknar, t.d. fíkniefna-, fjár-
svika- eða gjaldþrotamál, bæði hér
á landi og erlendis. Jón segir svip-
aða þróun hafa átt sér stað í ná-
grannalöndunum, þar hafi pen-
ingaþvætti orðið æ algengara á
undanförnum árum.
Segir aukna fræðslu eiga
þátt í fjölgun tilkynninga