Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 59

Morgunblaðið - 29.01.2004, Qupperneq 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. JANÚAR 2004 59 www.laugarasbio.is „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 85.000 gestir Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. B.i. 14ára. Svakalegasti spennutryllir ársins frá leikstjóra Face/Off og Mission Impossible 2. 4 GOLDEN GLOBEverðlaun Tilnefningar til óskarsverðlauna11Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 2 21 GRAMM Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. Sýnd kl. 5 og 9. HJ Mbl. Nýr og betriHverfisgötu  551 9000 „Besta mynd ársins.“ SV MBL Yfir 85.000 gestir Sýnd kl. 6. Allra síðustu sýningar. B.i. 16. Mögnuð mynd frá leikstjóra Amores Perros Þrjár sögur tvinnast saman á ótrúlegan hátt í einstakri mynd Með Sean Penn, Benicio Del Toro og Naomi WattsMissið ekki af þessu margverðlaunaða meistara- stykki Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta leikkona í aðalhlutverki Besti leikari í aukahlutverki 21 GRAMM www .regnboginn.is Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. Sýnd kl. 8.30. B.i. 12. 4 GOLDEN GLOBEverðlaun 2 Tilnefningar til óskarsverðlauna M.a. besta mynd og besti leikstjóri 10 Tilnefningar til óskarsverðlauna11 Sýnd kl. 5.20, 8 og 10.40. B.i. 10 ára. HJ Mbl. Sýnd kl. 5.30, 8 og 10.30. HEIMUR farfuglanna var opn- unarmynd frönsku kvikmyndahátíð- arinnar sem nú stendur yfir í Há- skólabíói. Henni lýkur 12. febrúar og það eru sem fyrr Alliance Franç- aise og Film- Undur sem standa að hátíð- inni. Leikstjórinn Jacques Perrin kom hingað til lands til að vera viðstaddur frum- sýninguna. Með honum í för var m.a. Marc Crémadès, sem var yfir- dýrafræðingur myndarinnar, og gáfu þeir sér góðfúslega tíma til að ræða við Morgunblaðið um gerð mynd- arinnar. Perrin á athyglisverðan feril að baki í kvikmyndaheiminum. Hann hefur leikið í yfir hundrað myndum, fór meðal annars með hluverk í Para- dísarbíóinu (Cinema Paradiso) og Stanno Tutti Bene (Allt í besta lagi). Hann hefur þá verið mikilvirkur í framleiðslu á kvikmyndum en það var ekki fyrr en nýverið sem hann fór sjálfur að búa til myndir og Heimur farfuglanna er fyrsta leikstjórnar- verkefnið hans. Uppeldi Hvað er það sem vakti áhuga þinn á þessu efni? Perrin: „Ég vil sýna náttúruna í gegnum kvikmyndirnar mínar. Nátt- úran er í sjálfri sér stórfengleg en maður hefur sjaldan tíma eða þolin- mæði til að sjá birtingarmyndir hennar á mismunandi árstíðum eða þá að fylgjast með skepnunum sem þar búa. Ég gerði til dæmis mynd fyrir nokkrum árum um apa og svo mynd um skordýr – Microcosmos. Að fylgjast með þessum dýrum getur verið ótrúlegt en kvikmynda- framleiðendur og myndatökumenn eru mjög áhugalausir um þetta öðru- vísi en í þessum hefðbundnu dýralífs- myndum. Við gerðum okkur grein fyrir að kvikmynd um fugla væri möguleg eftir að við heyrðum af Kanadamanni sem varð fyrstur til að fljúga með gæsum um 1990. Hann hafði gert smáheimildarmynd um þetta fyrsta flug. Þegar ég sá þessa mynd datt mér í hug að hægt væri að gera kvik- mynd um fugla, ekki einungis um hegðun þeirra heldur einnig táknmál fuglanna og lífsmynstur.“ Það var athyglisvert að sjá einn fuglinn festast í olíupytti. Eru ein- hver pólítísk skilaboð sem þú vilt koma á framfæri? Perrin: „Í myndinni reyndum við að hafa eins lítið af töluðu máli og hægt var því við vildum ekki hafa nein töluð skilaboð. Í raun eru það sjálf myndskeiðin sem segja söguna. Í myndinni eru einföld skilaboð sem sýna að náttúran er falleg en um leið viðkvæm. Við sýnum tegundir sem eru í stöðugri baráttu við veðrið, mengun og veiðar mannanna á þeim. Líf fuglsins er erfitt líf, ekki einfald- lega fallegt og þægilegt eins og flug á heiðum himni.“ En hvernig getið þið myndað flug með gæsum t.d.? Hvernig komist þið svona nálægt þeim? Perrin: „Helmingur myndarinnar var gerður með villtum fuglum en hinn helmingurinn var gerður með fuglum sem höfðu verið aldir. Þá eru eggin tekin og ákveðnir starfsmenn okkar gerðust „foreldrar“ fuglanna sem urðu ósjálfrátt mjög hændir að mannverunum. Strax á fyrstu mán- uðunum þegar fuglarnir eru að byrja að fljúga elta þeir mann ósjálfrátt – meira að segja þegar maður sest upp í flugvél. Það voru nemar í dýralækn- ingum eða líffræði sem hugsuðu um þessa fugla en til þess að árangur næðist urðu þau að vera stöðugt með þeim. Þau þurftu að sofa með þeim og borða með þeim. En við þurftum líka að venja fuglana við hljóðið sem flugvélarnar gefa frá sér þannig að í stað þess að fuglarnir flýi óhljóðin í vélunum þá einmitt elta þeir þetta ákveðna vélarhljóð. Þeir vita að ná- lægt þessu hljóði er öryggi. Þetta er í raun mikil ástarsaga og samhæfing milli efnisins og áhorfandans, milli alandans, tökumannsins og fuglanna. Þeir fljúga saman yfir höf og fjöll í fullkomnu samlyndi.“ Hið stórfenglega Ísland Þetta ferli hefur sem sagt tekið þó nokkur ár? Perrin: „Tökurnar sjálfar tóku um fjögur ár en þó nokkur undirbún- ingur hafði verið unninn áður. Sá sem hugsaði um allan undirbúning og sá til þess að við hefðum nægilegan fjölda fugla og nægilega fjölbreyttar tegundir var Marc Crémadès. En það var endalaus þvælingur á þess- um fjórum árum því við fórum til fjörutíu landa sem þýðir að við flug- um yfir allar heimsálfurnar. Og allan þennan tíma voru sex teymi að mynda út um allan heim. En fyrsta landið sem við vorum í samstarfi með og dreymdi öll um var Ísland. Ís- lenskir vísindamenn eru mjög alvar- legt fólk og stundum jafnvel of alvar- legt. En með þeim áttum við langfarsælasta samstarfið. Þeir sögðu t.d. ekki strax: „Já, frábært,“ heldur tóku þessa hluti mjög alvar- lega. Íslensku vísindamennirnir komu í höfuðstöðvar okkar í Frakk- landi til að sjá hvernig aðstæður fuglanna væru, sjá hvort hreinlætis- staðlar væru virtir og það var ekki fyrr en þeir höfðu séð að Marc hafði gert allt mjög vel að þeir gáfu okkur vilyrði fyrir samvinnu.“ Crémadès: „Þeir létu okkur fá egg og staðla sem við þurftum að fara eft- ir í einu og öllu. Hvernig við flyttum eggin, staðla um hreinlæti hjá „for- eldrum“ og svo framvegis. Með okk- ur tókst farsæl samvinna í 3 ár.“ Það er einmitt þó nokkur hluti myndarinnar sem gerist hér, hvað var það sem ykkur þótti markverðast við tökur hér á landi? Perrin: „Í þeim ferðum sem ég tók þátt í hér á landi stendur eyjan Skrúður út af Austfjörðum mér efst í huga. Það fyrsta sem mér kom í hug í þeirri ferð var bókin Frönsku sjó- mennirnir; eyjan sem maður sér inn- an af firðinum er ekki svo langt í burtu en þegar maður fer þangað sér maður að sjórinn leynir á sér. Eyjan er sannkölluð paradís langvíunnar, álkunnar, lundanna, súlunnar og fleiri tegunda. Þetta er einstakt því þetta er ekki manngert friðland eins og verið er að búa til út um allan heim. Þegar maður nálgast eyjuna virðist ekki vera mikið um að vera en síðan fer maður að heyra í fuglunum og svo birtist þetta samfélag í allri sinni dýrð. Við dvöldum þar fyrst í tvo mánuði en komum svo aftur næstu tvö sumur. Á Skrúði vorum við að mynda algerlega villtar tegundir en við tókum eftir að dýrin í svona villtu umhverfi eru ekki hrædd sem gerði tökumönnum auðveldara fyrir. Þegar við vorum að fljúga yfir landið með grágæsunum þá hugs- uðum við að hvort sem myndin verð- ur góð eða ekki þá er víst að lands- lagið hérna mun standa fyrir sínu. Þetta er eins og að fljúga yfir upphaf heimsins; eldfjallalandslagið, hraun- ið, skýin og fuglarnir – þetta spilaði ótrúlega vel saman. Sumir héldu að þetta væru tæknibrellur. En í þessari mynd er mjög lítið af tæknibrellum því þetta samspil landslagsins og fuglanna að fljúga yfir er svo fallegt að það er gersamlega ónauðsynlegt að bæta þar við.“ Litli trúðurinn Þegar maður horfir á þessa mynd fer maður ósjálfrátt að hugsa um náttúruvernd. Hvað finnst ykkur um náttúruvernd á Íslandi? Perrin: „Þær varúðarráðstafanir sem gerðar eru hér á landi við vernd- un stofna með ströngum innflytj- endareglum eru mjög góðar og í raun til fyrirmyndar.“ Crémadès: „Við tókum upp í fjöru- tíu löndum og skoðuðum um sextíu og við héldum að það að lifa í sátt við náttúruna væri eitthvað sem ein- kenndi þróunarlönd. En við tókum eftir því að Ísland er eitt af fáum löndum í vestrænum menning- arheimi þar sem fólk lifir við mjög háa tæknistaðla, en lifir þó í sátt við náttúruna. Íslendingar nýta fugla sér til matar og æðardún og fleira en það er jafnvægi og dýrin halda áfram að koma á hverju vori. Í miðbæ Reykja- víkur sér maður farfugla sem hafa fasta viðkomu og það er einstakt, þetta jafnvægi er að finna á mjög fáum stöðum í heiminum. Perrin: „En ekki halda að við séum bara að segja þetta af því við erum hér. Við höfum nú verið að kynna þessa mynd um allan heim og það er undarlegt að þetta er eitt af síðustu löndunum sem við kynnum myndina í því að hér hófum við þó upptökur.“ Hver er svo uppáhaldsfuglinn ykk- ar? Crémadès: „Albatrosinn kemur kannski fyrst upp í huga en lundinn – þessi litli trúður – er eitthvað svo við- kunnanlegur. Lundinn hefur ekki sömu getu og albatrosinn, flug hans er eitthvað svo viðkvæmt og erfitt jafnvel þótt hann leiki sér með vind- inn. En já, lundinn er svona þessi vinalegasti. Auk þess sem erfitt er að gleyma lundanum því peysa eins tökumannsins lyktaði af lunda í nokkur ár!“ En svona að síðustu, hvert er næsta viðfangsefni? Perrin: „Það eru náttúrulega mörg verkefni í deiglunni. En eitt þeirra sem mun líklegast leiða okkur aftur hingað til lands er kvikmynd sem við erum að gera um höfin.“ Rætt við Jacques Perrin, leikstjóra Heims farfuglanna „Þetta er í raun mikil ástarsaga…“ Heimur farfuglanna er óvenjulegt þrek- virki og í raun einstakt afrek hvað heim- ildarmyndir varðar. Móheiður Hlíf Geir- laugsdóttir ræddi við þá Jacques Perrin og Marc Crémadès um gerð hennar. Morgunblaðið/Jim Smart Heimur farfuglanna var meira en fjögur ár í vinnslu þar sem yfir sextíu lönd voru heimsótt. Leikstjórinn á vettvangi. Jacques Perrin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.