Morgunblaðið - 15.08.2004, Síða 11

Morgunblaðið - 15.08.2004, Síða 11
um og gefur honum umboð til þess að kaupa þennan bát. Það voru þrír eigendur og ósam- komulag á milli þeirra,“ segir Sverrir. Sjórinn var stundaður af kappi og man Sverrir að eitt vorið lönduðu 17 skektur og bátar í Ögurvík. Hann á margar minningar af Hermóði og segir að þeir bræður hafi vart staðið úr hnefa þegar farið var að halda þeim að vinnu, látnir skera innan úr kúskel og beita. Sverrir byrjaði að fara til sjós með föður sínum 12 ára gamall. Honum er minnisstætt síðasta sumarið þeirra á Svalbarði 1945 þegar hann var 15 ára. Þá hafði verið ákveðið að flytja til Ísafjarðar og þurfti því ekki að heyja. Eldri bræðurnir voru farnir á síld á stórum bátum og þrír þeir yngstu heima. „Við pabbi rérum klukkan sex á morgnana og alltaf í Vigurálinn. Fiskuðum um tonn af ýsu. Þá var siglt út á Ísafjörð og aflinn lagður upp. Svo var siglt heim í Ögurvík og stokkað upp á leiðinni. Venjulega komum við klukkan fimm til sex. Þá voru yngri strákarnir, Gísli Jón, þá 13 ára, og Halldór, 11 ára, búnir að beita. Þetta voru 39 lóðir sem lagðar voru í fjórum tengslum. Það var róið sex daga vik- unnar en aldrei á sunnudögum. Komið línuspil í bátinn svo þetta var ekkert erfiði. Erfiðast var að landa á Ísafirði, ef það var fjara. Að kasta fiskinum upp á bryggju, ekki síst stórum löngum.“ Að sögn Sverris hefur Hermóður reynst happafley og útgerð hans áfallalaus. Aldrei neinn sjávarháski sem orð var á gerandi. „Her- móður þykir afbragðs sjóskip. Það kom aldrei neitt fyrir karlinn í öll þessi ár.“ Meðan faðir hans gerði bátinn út var venjulega tekið upp 18. desember og ekki sett niður fyrr en líða tók á marsmánuð. Vorin voru yfirleitt afskaplega góð til sjósóknar. Eftir að fjölskyldan flutti til Ísa- fjarðar reri Hermann í 11 ár á Hermóði en seldi bátinn 1956. Hermóður endurheimtur Löngu eftir að Hermóður var kominn úr eigu þeirra Ögurvíkinga, eða árið 1972, sá Sverrir gamla vininn liggja í reiðileysi í fjöru inni í Skötufirði. Sverrir hóf leit að eigandanum og fann hann loks suður í Reykjavík. Hann falaðist eftir bátnum og fékk hann á tuttugu þúsund krónur. „Halldór bróðir minn átti þá hér rækjubát og fór innyfir með pabba og mági mínum. Her- móður var þá orðinn vélarlaus og allslaus. Þeir drógu hann hingað úteftir og settu um borð í einn Fossinn. Suður í Reykjavík var einn af Bæjarbræðrum, Gunnar Sigurðsson, sem tók Hermóð í stóran skúr sem hann átti og umsmíð- aði bátinn svo gjörsamlega að það er bara ein fjöl frammi í hosiló úr gamla bátnum. En það var ekki tekið burt band nema smíðað væri ann- að eins. Hann er miklu sterkari en hann var.“ Birgir, bróðir Sverris, reri um skeið á Her- móði. Þá var sett rórhús á bátinn og öll nýmóð- ins siglinga- og fjarskiptatæki þess tíma. Eftir 5-6 ár keypti hann sér nýjan bát, en Hermóður var settur upp á kamp í Neðstakaupstað á Ísa- firði og stóð þar í ein tvö ár. Sverrir setti svo Hermóð í fullkomna yfirhalningu fyrir um fjór- um árum og segir að báturinn sé nú eins og nýr. Báturinn er tekinn upp á haustin og geymd- ur í húsi yfir veturinn. Sverrir varði löngum stundum til að dytta að honum í vor og gera sjóklárt. „Ég skveraði hann, skrapaði allt með vírbursta. Bar ryðvarnarefni á meira en þús- und bolta og málaði. Að vera í nokkru svona fyrir menn sem eru hættir að vinna – bara af- sláttarfé – er meira en að segja það. Annars er Halldór bróðir hjálparhella mín vegna báts- ins,“ segir Sverrir. Sjóveiki er sálrænn kvilli Bræður Sverris, þeir Þórður, Gunnar, Birg- ir, Gísli Jón og Halldór, fóru allir í stýrimanna- skóla og urðu skipstjórar og útgerðarmenn. Þeir voru lausir við leiðan kvilla sem þjáði Sverri á yngri árum – sjóveiki. Hann segist á tímabili hafa helst getað hugsað sér að verða bóndi. „Föður mínum leist ekkert á þetta. Hann var þeirrar skoðunar að öll lífæð lægi úr sjó og að menn ættu að huga að því að koma ár sinni fyrir borð í útvegi. Sem þeir gerðu allir bræður mínir. Móðir mín var alltaf hálfhrædd við sjóinn og vildi endilega að ég færi að læra. Hún var alltaf að nauða að synir hennar væru ekki allir á sjó. Það höfðu farist fjórir ungir menn af skektu á Ögurvíkinni að öllum ásjá- andi stuttu eftir að þau fluttu að Svalbarði. Það sat í henni. Faðir minn hafði hins vegar trú á því að framtíðin væri í sjómennsku. Hann hafði enga trú á því að menn væru lengi að nema einhver fræði. Sjálfur hafði hann setið í Hólaskóla. Fimm synir hans urðu skipstjórar og útgerð- armenn og þeir urðu fyrstir til að semja um ný- smíði á íslenskum skuttogara. Hann fór út með þeim að sækja Vigra til Póllands og stóð við stýrið á heimleiðinni, þá áttræður.“ Sverrir gekk menntaveginn, nam viðskipta- fræði og fór síðan að gera út á ólgusjó stjórn- málanna. Var alþingismaður og ráðherra um árabil áður en hann gerðist bankastjóri og fór svo aftur í framboð og á þing. Sverrir losnaði við sjóveikina, sem plagaði hann svo mjög í æsku. Eftir á að hyggja telur hann þessa veiki ekki síður hafa verið sálræn- an kvilla en líkamlegan. Á landi nægði honum tilhugsunin ein til að fara að kúgast. Sumarið 1947 fór hann til síldveiða á Huganum II. „Fyrstu tvo sólarhringana var ég fárveikur, síðan hef ég aldrei kennt sjóveiki meir. Hvorki á trillunni né öðru. Aldrei. Ég lagaðist á Kálfs- hamarsvík á Skaga.“ Þetta reyndist síldarleysissumar og þá var staðið við handfærin. „Ég dró alla af mér,“ seg- ir Sverrir. „Ég skakaði, pabbi flatti og saltaði. Það varð oft vel vart. Á Húnaflóa, skammt út af Miðfirði, setti ég í óðan fisk. Við seldum svo aflann á Siglufirði og Ingólfsfirði. Þetta var töluverður stafli. Þessir peningar voru það sem við höfðum handa í milli.“ Sumarið 1948 fór Sverrir aftur á síld og þá á Ríkharði en með sama skipstjóra og sumarið áður, Guðbjarti Jónssyni frá Ísafirði. Sverrir neitar því að sjómennskan hafi blundað í hon- um. En hvað dregur hann til sjós? „Þó maður væri sjóveikur þá var manni þessi bátur kær. Eftir að ég eignast hann og hef hann hér vestra hef ég mikla ánægju af honum. Margrét og þau hafa það líka. Þetta er náttúrlega mitt hér – Ísafjarðardjúpið. Þaðan eru allar mínar ættir, semsagt móðurættin öll. Svo er faðir minn frá Ströndum og Barða- strönd. Ég er eins rækilegur Vestfirðingur og nokkur maður getur verið.“ Matur með stórum staf Á heimstíminu úr skaktúrnum á Hermóði var breitt yfir kassann með fiskinum og hann látinn bíða til morguns. Sverrir segir betra að Morgunblaðið/Rax „Það er fjör í þessum körlum,“ sagði Sverrir og hló að múkkagerinu. Óvenjulegt sjónarhornið má þakka Þorsteini Jóhannessyni lækni sem lánaði slöngubát svo ljósmyndarinn kæmist „útbyrðis“. æla „Þetta finnst þér of stórt,“ segir Margrét og sveiflar boltaþorski inn fyrir lunn- inguna. „Nei, nei,“ svarar Sverrir. „Ég þakka fyrir allar guðsgjafir – en mér þykir siginn fiskur bara svo óskaplega góður.“ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 11

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.