Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 15.08.2004, Blaðsíða 47
MENNING MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 2004 47 ÞORBJÖRG Höskuldsdóttir mark- aði fyrst spor sín í íslenskri lista- sögu á sjöunda áratugnum þegar hún kom fram með myndir sínar þar sem hún setti saman íslenskt landslag og fornar byggingar, myndir sem voru allt í senn raun- sæjar, súrrealískar og undir áhrif- um frá popplistinni sem þá var efst á baugi. Nú þremur áratugum síðar málar Þorbjörg enn svipuð mótíf, mannvirki mæta náttúru. Í Hafn- arborg sýnir hún tæp fjörutíu verk unnin með olíu, vatnslitum og akrýl. Myndir hennar sýna raunverulega staði í náttúru Íslands, en síðan ímyndar Þorbjörg sér ýmiss konar inngrip í náttúruna, flísalögð gólf, súlur, byggingar sem jafnvel ramma inn fjöllin svo þröngt verður um þau. Fjarvíddin og birting- armátar hennar eru Þorbjörgu hug- leikin en dýptin í myndum hennar skapast helst í gegnum fjarvídd- arteikningu, hún sýnir hana síður með litablæbrigðum sem landslags- málarar gera oftast nær. Myndir hennar eru því sérstök blanda af landslagsmálverkum og þrívídd- arteikningum. Þorbjörg leikur sér með svipaða hugmynd í mörgum verkum sínum. Þegar svo mikill fjöldi verka er saman kominn eins og núna í Hafnarborg verður það til þess að ákveðin einsleitni myndast og ég saknaði fjölbreyttari nálgunar við viðfangsefnið, einnig með það í huga að Þorbjörg hefur fengist við ekki óáþekkar hugmyndir í um þrjá áratugi. Ef til vill hefði minni sýning gert verkum hennar hærra undir höfði hverju fyrir sig og þau hrein- lega notið sín betur. Verk Þor- bjargar eru þó vissulega áhugaverð, jafnt þau sem eru hvað einföldust að uppbyggingu, þar sem nokkrar súl- ur grípa inn í fjallshlíð sem þau flóknari, líkt og myndin af Dettifossi þar sem unnið er bæði með speglun náttúrunnar í mannvirki og samspil náttúru og byggingar. Ég átta mig ekki á því hvort í sumum myndum felist ákveðinn náttúruvernd- aráróður, líklega verður hver og einn að túlka það fyrir sig. Á sama tíma geta verkin einnig verið mynd- líkingar fyrir sálarástand eins og þegar fjall er lokað af innan ákveð- ins strúktúrs líkt og sköpunar- kraftur sem alls staðar rekst á veggi. Í öðrum verkum lifa saman í sátt og samlyndi mannvirki og nátt- úra. Á sýningunni má þannig greina vísi að ýmsum leiðum sem listakon- an gæti hugsanlega farið í verkum sínum. En svo gæti líka allt eins verið að málverkin séu í heildina sterkari þegar aðeins er gefið í skyn að hægt væri að fara með þau í fleiri áttir og áhorfandinn síðan látinn um afganginn. Þannig er þessi tilhneig- ing til einsleitni sem ég nefndi áður ef til vill þungamiðja sýningarinnar en ekki ljóður á henni og kristallast hér hversu listin getur verið skemmtilega dularfull og neitað að gefa ákveðin svör. Eftir stendur að Þorbjörg er ein af okkar áhugaverð- ari málurum og hefur ekki slegið af með tímanum. MYNDLIST Hafnarborg Til 23. ágúst. Hafnarborg er opin frá kl. 11–17 alla daga nema þriðjudaga. MÁLVERK, ÞORBJÖRG HÖSKULDSDÓTTIR Morgunblaðið/Jim Smart Speglun náttúrunnar í mannvirki og samspil náttúru og byggingar, í verki Þorbjargar Höskuldsdóttur, Dettifossi. Ragna Sigurðardóttir Slökkviliðsdagur á höfuðborgarsvæðinu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn SHS veita fræðslu um eldvarnir og öryggi heimilanna. Börnum og fullorðnum gefst kostur á að skoða bíla og tæki í krók og kring og kynnast starfi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna með ýmsum hætti: SHS er öflugt björgunarlið sem hefur margþættu þjónustuhlutverki að gegna við almenning, fyrirtæki og stofnanir á starfssvæðinu. Starfssvæði SHS nær til sveitarfélaganna sjö sem standa sameiginlega að rekstri liðsins. Þau eru Reykjavík, Kópavogur, Hafnarfjörður, Garðabær, Mosfells- bær, Seltjarnarnes og Álftanes. SHS hefur fimm slökkvi- og björgunarstöðvar á svæðinu. Starfsmenn liðsins eru 159 talsins. Ferð með körfu upp í háloftin • Ganga í gegnum reykfyllt hús • Klippum og glennum beitt á bílflök Sýning á bílum og tækjum í 100 ár • Börnin fá að sprauta • Sjúkraflutningamenn mæla blóðsykur og blóðþrýsting gesta • Kafarar kynna starf sitt • Hvernig notar maður handslökkvitæki? • Fyrirlestrar og fræðsla um eldvarnir • Trygginga- og öryggisfyrirtæki kynna starfsemi sína Verið velkomin á slökkviliðsdaginn 2004! Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins (SHS) býður almenningi að kynnast starfi liðsins, tækjum þess og tólum í návígi sunnudaginn 15. ágúst kl. 12-18 við verslunarmiðstöðina Fjörðinn í Hafnarfirði. Umsóknarfrestur er 1. október Árlegur umsóknarfrestur í Rannsóknasjóð verður 1. október. Eyðublöð og upplýsingar um sjóðsreglur verða settar á heimasíðu Rannís www.rannis.is föstudaginn 20. ágúst. Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Rannsóknasjóður AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.