Morgunblaðið - 19.11.2004, Síða 1
Fá›u hól
fyrir framan sjónvarpið
Hendir
engu
Ólöf Anna Gísladóttir flytur
úr borg í sveit | Daglegt líf
Kynslóðaskipti
á toppnum
Raggi Bjarna veltir Nylon af
toppi Tónlistans | Menning
Viggó orðlaus yfir framgöngu Ró-
berts Rooney baðst afsökunar
Jaliesky Garcia ræðir við Göppingen
Íþróttir í dag
NORSKA stjórnin hefur ákveðið að taka
þátt í því að mynda fyrirhugað hraðlið Evr-
ópusambandsins og leggja því til allt að 150
hermenn, að sögn
norska varnarmálaráðu-
neytisins í gær.
„Þátttaka Norðmanna
í þessu er eðlilegt fram-
hald stuðnings okkar við
stefnu Evrópusam-
bandsins í varnar- og ör-
yggismálum,“ sagði
Kristin Krohn Devold,
varnarmálaráðherra
Noregs. Hún bætti við
að þótt Norðmenn stæðu utan Evrópusam-
bandsins hefðu þeir nú þegar tekið þátt í að-
gerðum undir stjórn ESB í Makedóníu og
Bosníu.
Ákvörðun minnihlutastjórnar hægri- og
miðflokkanna nýtur stuðnings meirihluta á
norska þinginu. Verkamannaflokkurinn,
sem er í stjórnarandstöðu, ætlar að styðja
ákvörðunina, en þó með fyrirvara um að
hún fari ekki í bága við stjórnarskrána.
Sósíalíski vinstriflokkurinn og Miðflokk-
urinn eru andvígir ákvörðuninni og segja
hana stangast á við stjórnarskrána.
Evrópusambandið hyggst koma hraðlið-
inu á fót ekki síðar en árið 2007. Gert er ráð
fyrir því að norsku hermennirnir verði í
norrænni sveit undir stjórn Svía.
Norðmenn
með í hrað-
liði ESB
Ósló. AFP.
Kristin Krohn
Devold
SAFN Bills Clintons var opnað í gær í Little Rock í
Arkansas þar sem hann var ríkisstjóri áður en hann
var kjörinn forseti Bandaríkjanna. Á meðal við-
staddra voru fjórir forsetar, leikarar, söngvarar, er-
lendir ráðamenn og íþróttastjörnur.
Clinton, Hillary eiginkona hans, Chelsea dóttir
þeirra og George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgjast
hér með skemmtiatriði við opnunina. /34
Reuters
Clinton-safnið opnað í Little Rock
RÆKTUN ópíumvalmúa hefur auk-
ist um 64% í Afganistan frá því í
fyrra, að því er fram kemur í nýrri
skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Er þar
varað við því að Afganistan geti orðið
að „eiturlyfjaríki“ og hvatt er til þess
að hersveitir Bandaríkjanna og
NATO grípi til aðgerða til að
stemma stigu við ópíumframleiðsl-
unni.
Í skýrslunni segir að 87% af öllu
því ópíumi, sem selt er í heiminum,
komi nú frá Afganistan. Í fyrra var
þetta hlutfall 76%.
Skýrsluhöfundarnir segja að óp-
íum- og heróínvinnsla sé nú „helsti
vaxtarbroddurinn í afgönsku efna-
hagslífi“.
Ræktun ópíumvalmúa hefur
breiðst út til allra héraða landsins og
tekjurnar af framleiðslunni eru tald-
ar nema um 60% af vergri lands-
framleiðslu Afganistans.
Skýrsluhöfundarnir telja að afg-
anska ríkisstjórnin sé of veik til að
geta tekist á við þetta vandamál og
skora á hersveitir Bandaríkjanna og
NATO að grípa til hernaðaraðgerða
gegn afgönskum eiturlyfjasmygl-
hringum.
SÞ óttast að Afganistan verði að „eiturlyfjaríki“
Stóraukin ópíumvinnsla
Brussel. AFP, AP.
BILL Gates,
stjórnarformaður
Microsoft, fær fjór-
ar milljónir tölvu-
bréfa á dag og
megnið af þeim er
ruslpóstur.
Steve Ballmer,
forstjóri Microsoft,
skýrði frá þessu í
gær og sagði að
Gates fengi að öllum líkindum meira af
tölvuruslpósti en nokkur annar í heim-
inum. „Við höfum þess vegna þróað
sérstaka tækni sem síar ruslpóstinn
frá. Við höfum bókstaflega heila deild
sem annast þetta.“
Fær millj-
ónir tölvu-
bréfa á dag
Singapore. AFP.
Bill Gates
„ÞÓTT rigningin hafi sett
svip á hátíðina var stemn-
ingin hér einstök,“ sagði Dav-
íð Oddsson utanríkisráðherra
þegar hann kom úr hádeg-
isverði fyrir opinbera gesti
við opnun Clinton-safnsins.
„Það var gaman að hitta
Clinton-hjónin í morgun og
spjalla við þau, og einnig
dótturina, Chelsea, sem
minntist sérstaklega á ferð
sína um Ísland. Það var einn-
ig ánægjulegt að hitta aftur
Bush, forseta, sem ég átti
stutt samtal við. Þetta var allt
afskaplega athyglisvert og
ræðurnar skemmtilegar. Svo
finnst mér safnið vera fallegt.
Þetta er mikið hús og góð og
mikil sýning, en við myndum
segja á Íslandi að það mætti
nota plássið betur,“ sagði
Davíð og brosti.
Davíð Oddsson
Mikið hús
og góð
sýning
Arkansas. Morgunblaðið.
VERKIÐ sem myndlistarmaðurinn Rúrí gerði
fyrir Feneyjatvíæringinn, Archive-endangered
waters, er nú á leið heim til Íslands með skipi,
einungis til þess að verða flutt aftur út til meg-
inlands Evrópu til sýningar.
Ástæðan er sú, að þegar vörur eru fluttar frá
Íslandi til annarra landa, er hægt að fá gefið út
svokallað ATA-skírteini hjá Verslunarráði Ís-
lands, sem kemur í veg fyrir að greiða þurfi af
þeim tolla og virðisaukaskatt við komuna til
landsins. Skírteinið virkar sem einskonar vega-
bréf fyrir vöruna, og er gefið út til eins árs í
senn. Skírteinið sem var gefið út fyrir umrætt
verk áður en það var flutt til Feneyja í fyrra
þarfnast því endurnýjunar, og kom það á daginn
að ódýrara og hagkvæmara er að flytja verkið
með skipi uppá Íslandsstrendur og fá síðan nýtt
ATA-skírteini útgefið, en að greiða af því refsi-
tolla vegna of langrar dvalar
þess erlendis, vegna ferða-
laga milli sýningarstaða.
„Það munar talsvert miklu.
Fyrir flutninginn þarf að
greiða um tíundahluta af
þeim refsitollum og gjöldum
sem annars bæri að greiða,“
segir Rúrí. Hún segir að þeg-
ar eftirspurnin eftir að sýna
verkið kom í ljós, sem í sjálfu
sér sé mjög ánægjulegt, varð greinilegt að flytja
yrði verkið heim milli sýninga. „Hins vegar er
spurning hvort ekki sé tímabært að endurskoða
fyrirkomulag tollamála, þannig að uppákomur
af þessu tagi heyri sögunni til. Tollareglur mega
ekki vera þannig úr garði gerðar að þær stuðli
að einangrun íslenskrar myndlistar.“
Sigríður Á. Andersen, lögfræðingur hjá
Verslunarráði Íslands, segir ekki mögulegt að
sveigja reglurnar að þörfum myndlistarmanna.
Engar sérreglur um listamenn
„Ástæðan er einfaldlega sú að það er erfitt að
meta hvað er listaverk og hvað ekki,“ segir hún.
„Meginreglan er auðvitað sú að allir borga að-
flutningsgjöld af öllu sem er flutt inn í öll lönd.
Ef tollarar þyrftu að meta hvort um væri að
ræða listaverk eða fiskflökunarvél frá Marel,
væri það til að æra óstöðugan. Auk þess væri
óeðlilegt að sérreglur giltu um listamenn um-
fram aðra sem flytja út verk til kynningar.“
Að sögn Sigríðar er í vissum tilvikum hægt að
fá ATA-skírteinin framlengd án þess að koma
með vöruna aftur til landsins og fékk Rúrí slíka
framlengingu vegna sýningar í París í haust.
Flytja þarf Feneyjaverk Rúríar heim og aftur út vegna tollamála
Tífalt ódýrara að flytja
verkið heim milli sýninga
Rúrí
STOFNAÐ 1913 316. TBL. 92. ÁRG. FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is