Morgunblaðið - 19.11.2004, Page 4

Morgunblaðið - 19.11.2004, Page 4
4 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR EINTAKA SELD TVÆR MILLJÓNIR M Á T T U R IN N & D Ý R Ð IN ÞESSI BÓK HEFUR ALLT, TÖFRANA, ÆVINTÝRIN, SPENNUNA, SKRAUTLEGU PERSÓNURNAR OG HEILLANDI SÖGUSVIÐ ... ÞETTA ER HÖRKU BÓK. - Newsweek MEIRA EN FORSVARSMENN sveitarfélaga á landinu hafa flestir svipaða sögu að segja af nýgerðum kjarasamningi grunnskólakennara og sveitarfélag- anna, sem nú bíður samþykkis kenn- ara og sveitarfélaganna. Allir virðast fegnir að búið sé að semja við kenn- ara, og að tekist hafi að ljúka málinu án þess að það kæmi fyrir gerðar- dóm. Þær kostnaðarhækkanir sem kennurum eru boðnar geta þó orðið þungur baggi fyrir sveitarfélögin, sem hafa mörg hver átt í talsverðum fjárhagserfiðleikum fyrir. Ekki virð- ist vera verulegur munur á afstöðu sveitarstjórnarmanna sem Morgun- blaðið hafði samband við eftir stærð sveitarfélagana, þó smærri sveitar- félögin eigi erfiðara með að mæta þessari útgjaldaaukningu vegna bágrar fjárhagsstöðu og minna svig- rúms til niðurskurðar. Almennt virðast þó smærri sveit- arfélögin hafa meiri áhyggjur af kostnaði við nýja samninginn, og verður víðast hvar farið í að reikna út hvað hann kemur til með að kosta hvert sveitarfélag – verði samning- urinn samþykktur – á næstu dögum. Víða virðist sem skera þurfi niður eitthvað af ólögbundinni þjónustu sveitarfélagana til að mæta auknum útgjöldum. Þannig segir Ragnar Snær Ragnarsson, sveitarstjóri Blá- skógabyggðar, að sveitarfélagið muni að sjálfsögðu axla sína ábyrgð, og það ráði við þetta verkefni, en trú- lega þurfi að koma til einhvers nið- urskurðar í staðinn. Grunnskólarnir eru víða dýrasta verkefni sveitarfé- laganna, og því munar miklu um kostnaðarhækkun sem trúlega er nálægt 30% að meðaltali til loka árs 2007. Víða niðurskurður eða hækkun gjalda Ekki hefur liðið nógu langur tími frá því skrifað var undir samningana til að sveitarstjórnarmenn séu farnir að ákveða hvernig á að fá peninga til að setja í grunnskólana, hvar eigi að skera niður, og hvort gjöld verða hækkuð á íbúa. Björn H. Guðmunds- son, sveitarstjóri Djúpavogshrepps, segist líta til þess að hægt verði að auka tekjuöflun sveitarfélagsins, og horfir hann til jöfnunarsjóðs sveitar- félaga í því sambandi, enda útsvar fullnýtt þar eins og svo víða annars- staðar. Ef tekjuaukningin verður ekki nægjanleg segir hann blasa við að til niðurskurðar þurfi að koma, og ekki sé gott að sjá hvar megi skera niður í þjónustunni. Sveitarstjórnarmenn segja mis- jafna sögu af hugsanlegri hækkun gjalda vegna kennarasamninganna, og margir vilja setja ákveðna fjar- lægð þar á milli, svo ekki sé talað um að hækka eitt eða annað sérstaklega til að koma til móts við kröfur kenn- ara. Hægt er að hækka þjónustu- gjöld ýmiskonar eða fasteignagjöld þótt hvergi hafi verið tekin nokkur ákvörðun um slíkt hjá þeim sveitar- félögum sem Morgunblaðið hafði samband við. Óli Jón Gunnarsson, bæjarstjóri Stykkishólmsbæjar, segir til að mynda að varla sé hægt að standa straum af hækkunum til kennara án þess að hækka fasteignagjöld eða þjónustugjöld, auk samdráttar á ýmsum sviðum. Almennt líta for- svarsmenn sveitarfélaganna til þess að tekjuskipting ríkis og sveitarfé- laga verði endurskoðuð, og er ljóst að sú umræða mun koma upp milli ríkis og sveitarfélaga fljótlega, í framhaldi af viljayfirlýsingu þar að lútandi sem samþykkt hefur verið. Ragnheiður Ríkharðsdóttir, bæj- arstjóri Mosfellsbæjar, segir að ekki þurfi að hækka gjöld eða skera sér- staklega niður í bæjarfélaginu vegna þessa, og undir það taka sumir af forsvarsmönnunum. Hún segir hins vegar ljóst að reksturinn muni ekki batna til muna eins og vonir hafi staðið til. Því má gera því skóna að jafnvel hjá þeim sveitarfélögum sem sleppa við niðurskurð eða hækkaðar álögur á íbúa muni þetta hafa áhrif, t.d. á niðurgreiðslur skulda. Fordæmi ríkisins komið Samningar eru lausir við aðrar stéttir starfsmanna sveitarfélagana, og hafa forsvarsmenn leikskóla- kennara þegar gefið til kynna að þeir muni fara fram á svipaðar hækkanir og grunnskólakennarar, enda sé það krafan að allir kennarar með sömu menntun og reynslu séu með sama kaup. Sveitarstjórnarmenn voru margir sammála um að þetta hlyti að vera réttmæt krafa, og voru sumir ósáttir við það fordæmi sem ríkið setti með samningum við framhalds- skólakennara í ársbyrjun 2001. Aðrir voru þó ekki sáttir við að aðrar stéttir elti þennan samning, og sögðu að þessi samningur við grunn- skólakennara mætti alls ekki verða fyrirmynd að öðrum samningum, við það ráði sveitarfélögin engan veginn, enda samningarnir langt yfir viðmið- unarmörkum. Ef leikskólakennarar enda með samning sem hefur svipaðar kostn- aðarhækkanir í för með sér má leiða líkum að því að hækka þurfi leik- skólagjöld víða, og velta þannig kostnaðinum yfir á foreldra að ein- hverju eða öllu leyti. Sér í lagi þar sem þegar hafi verið skorið niður og leitað tekna vegna hækkunar grunn- skólakennara. Fréttaskýring | Sveitarstjórnarmenn ánægðir með að búið sé að semja við kennara Þungur baggi fyrir marga Morgunblaðið/Sverrir Víða gæti þurft að skera niður þjónustu eða hækka álögur á íbúa til að mæta kostnaði vegna samninga við kennara. Á skrifstofum sveitar- félaga er víða setið við og reiknað hver áhrif samningar við kennara hafa á rekstur sveitar- félaganna. Brjánn Jónasson heyrði hljóðið í ráðamönnum víða um land. brjann@mbl.is KENNARA og sveitarfélaga bíður nú það verkefni að greiða atkvæði um nýjan kjarasamning grunn- skólakennara sem undirritaður var í Höfðaborg í fyrradag. Er reiknað með að niðurstaða atkvæðagreiðsl- unnar liggi fyrir 6. desember nk. en einfaldur meirihluti ræður úrslit- um, þ.e. einfaldur meirihluti þeirra sem taka afstöðu. Að sögn Eiríks Jónssonar, for- manns Kennarasambands Íslands, hefst kynning á samningnum með trúnaðarmönnum í dag en í næstu viku verður umfangsmikil kynning meðal kennara og skólastjóra. Reiknað er með að í vikunni sem hefst 29. nóvember verði atkvæða- greiðsla um samninginn og að henni ljúki á miðvikudegi eða fimmtudegi í sömu viku og úrslit liggi fyrir á mánudegi, 6. desem- ber, sem fyrr segir. Hátt í fimm þúsund kennarar og skólastjórar greiða atkvæði um samninginn. Að sögn Ásmundar Stefánssonar ríkissáttasemjara er ekki reiknað með að atkvæði Launanefndar sveitarfélaganna, sem greiðir at- kvæði um samninginn fyrir hönd sveitarfélaganna, liggi ljós fyrir fyrr en um það leyti sem kennarar hafa greitt atkvæði. Hátt í fimm þúsund greiða atkvæði Atkvæðagreiðsla um kjarasamning grunnskóla- kennara hefst um mánaðamótin $#  % !   &   '&  ( # )* !"!#$%%!&"' $'%!  '% $ ! "$(')"*+*%#+%$#,-.,--/-" &"' $"$% & * '%/%%&""/"" +( *0,!&"'%  %- , ! #) * 1( ' #"*+*%&$&/ ,%#'-!! !& "'" '" # 2*%*" -&)* 0 ' "* +*"%&  $!/*%#"! "!&"'$ "  !  &/    *)  $ 3 $! .  *4 2*% "%&* '',$&&"*%"2'% "!!#! &, "%! "%"   *)  $"$ !*" %5 +*"' "%&"2'% " '"  ! !"'% (   *0 !3 $!! %&*6,% .   *5$' "& ""3%" +7' "* +*"' ' &"*%"2'%"! "*%!2*%"'0 '! "$(2'"3$ 3%'& %&3!!"%! "%"   *)  $3 $!$%! %&!"! (   *8 "!!#! &,"#  *%!&#*""*!&"'!*"*+!% "*+*%$"$& $"" % $"!%!#$%0  "$&2'% ' ' * &! "*9"&""!&"'!*""*"!/ " $ &% 3" ((   *!+"!#*3 /* " %#!"$%:"' " &% *! ,2'#  $ '! "%"' * & (+   *;2'#  $ !&< #5<"'"'!&< *!  "%"' * &#"! "!&"'" %"&""!&"'!*" (   * #$%% =$& '%!#$%%>)", $"6!"'!&<  &""!&"'!*"%&*$ "!< !!*#!& &%'"" %" (   * !$=3 $!#"*3 $!>*6,% #$%% ,2" &+" """% (/   * #$%% =5*% "3$&'"%'" $& '$% $"*$&&"" "%*">,2" &+" """% (0   * &"' !#&"" '! "$('=# $& '!#$%" "%*"> Stöðvaður tíu sinnum á fimm mánuðum Á FIMM mánaða tímabili, frá 15. apríl til 13. ágúst á þessu ári, var 23 ára gamall maður stöðvaður tíu sinnum af lögreglunni, ýmist fyrir hraðakstur eða akstur sviptur öku- réttindum. Í gær dæmdi Héraðs- dómur Reykjaness hann í þriggja mánaða fangelsi fyrir brotin. Frá 1999 hefur maðurinn 14 sinn- um verið dæmdur eða gengist undir sektir vegna brota gegn almennum hegningarlögum, lögum um ávana- og fíkniefni og umferðarlögum. Dómurinn í gær var hegning- arauki við eldri dóm. Sveinn Sig- urkarlsson kvað upp dóminn. Taki stefnu gegn ráðuneytinu til meðferðar HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær að hluta úrskurð Héraðsdóms Austur- lands um að vísa frá máli sem tólf íbúar Norður-Héraðs höfðuðu gegn sveitarstjórninni og félagsmála- ráðuneytinu og kröfðust þess að ákvörðun um sameiningu sveitarfé- lagsins yrði dæmd ógild. Rétturinn vísað frá dómi þeirri kröfu tólf- menninganna sem laut að ákvörðun sveitarfélaganna en lagði á hinn bóginn fyrir Héraðsdóm Austur- lands að taka til umfjöllunar fyrir dómi þá kröfu sem beindist gegn fé- lagsmálaráðuneytinu. Þess er krafist í málinu að úr- skurður félagsmálaráðuneytisins þar sem ákvörðun sveitarfélagsins er staðfest verði gerð ógild. Átta af þeim tólf sem stefndu sveitarfé- laginu og ráðuneytinu voru þó ekki taldir hafa lögvarða hagsmuni af því að fá skorið úr málinu fyrir dómstólum. Málið var höfðað eftir að ein- ungis þrjú af fjórum sveit- arfélögum samþykktu sameiningu. Sveitarstjórnir þeirra þriggja þar sem samþykki lá fyrir ákváðu engu að síður að sameina sveitarfélögin Norður-Hérað, Austur-Hérað og Fellahrepp. Íbúar í Fljótsdals- hreppi höfnuðu sameiningunni. Málið dæmdu Markús Sig- urbjörnsson, Árni Kolbeinsson, Gunnlaugur Claessen, Jón Steinar Gunnlaugsson og Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hróbjartur Jónatansson hrl. flutti málið f.h. íbúanna en Logi Guðbrandsson f.h. Norður-Héraðs. ELDRI kona meiddist á handlegg þegar jepplingur valt á hringveg- inum í útjaðri Kirkjubæjarklaust- urs um hádegisbil í gær. Talsverð hálka var á veginum þegar jepp- lingurinn valt. Valt við Kirkju- bæjarklaustur

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.