Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Afreksmaður og eldhugi
Eyjólfur Jónsson sundkappi var
einn dáðasti afreksmaður
Íslendinga um miðja síðustu öld,
en hann synti meðal annars frá
Reykjavík til Akraness. Saga
Eyjólfs er í senn saga ótrúlegs
afreksmanns og eldhuga og
einstæð lýsing á viðburðaríku
lífi fólks í bæ sem breyttist í
borg.
KIWANISHREYFINGIN á Ís-
landi safnaði alls um 14,6 milljónum
króna til handa Geðhjálp og Barna-
og unglingageðdeild Landspítala –
háskólasjúkrahúss (BUGL) í lands-
söfnun Kiwanis á K-deginum. Söfn-
unin, sem bar yfirskriftina Lykill að
lífi, fór fram dagana 7.–10. október
sl. Fulltrúar Kiwanis afhentu Geð-
hjálp og BUGL söfnunarféð við at-
höfn í Kiwanishúsinu í gær.
Að sögn Kristins Richardssonar,
formanns K-dagsnefndar Kiwanis,
var markmiðið með söfnuninni í ár
annars vegar að rjúfa einangrun
geðsjúkra á landsbyggðinni og hins
vegar að styðja við uppbyggingu
göngudeildar BUGL. Á fimmta
hundrað félagar í Kiwanis og um
200 aðstoðarmenn frá íþrótta-
félögum og skátum seldu K-
lykilinn, barmmerki söfnunarinnar,
vítt og breitt um landið. Kristinn
þakkaði þann góða stuðning og hlý-
hug sem landsmenn sýndu átakinu
og þeim fjölmörgu fyrirtækjum
sem lögðu söfnuninni lið.
Ólafur Ó. Guðmundsson, yf-
irlæknir á BUGL, rifjaði í þakk-
arorðum sínum upp hvernig Kiw-
anishreyfingin hefur um árabil
stutt við bakið á BUGL og nefndi í
því samhengi framlag Kiwanis þeg-
ar unglingadeildin var opnuð 1987
og íbúð fyrir aðstandendur barna af
landsbyggðinni sem deildin hefur
haft til afnota síðan 1996 fyrir til-
stilli fjárstuðnings Kiwanis. Fjár-
stuðningur félagsins nú nemur tæp-
um sex milljónum króna og sagði
Ólafur að sá stuðningur skipti
BUGL miklu máli.
„Þessi stuðningur kemur í afar
góðar þarfir þar sem nú stendur, í
fyrsta sinn á Íslandi, til að byggja
sérhæft húsnæði fyrir geðheilbrigð-
isþjónustu fyrir börn og unglinga.
Húsnæðið, sem staðsett verður við
Dalbraut, er nú á lokastigi hönn-
unar og vonumst við til að fram-
kvæmdir geti hafist strax á næsta
ári. Þessi gjöf er því ómetanleg til
þess að hjálpa okkur að koma því
verkefni í gang.“
Markmið að rjúfa einangrun
geðsjúkra á landsbyggðinni
Sveinn Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Geðhjálpar, sagði
stuðning Kiwanis ómetanlegan fyr-
ir Geðhjálp, en félagið hlaut tæpar
níu milljónir af söfnunarfénu. „Það
er mikilvægt að vita til þess að
hreyfing eins og Kiwanis leggi
ítrekað sitt af mörkum til þess að
styrkja starfsemi á vegum Geð-
hjálpar og einnig vekja þjóðina til
vitundar um málefni geðsjúkra.
Þessi styrkur mun gera okkur
kleift að setja í gang og halda úti
verkefni sem miðar að því að rjúfa
einangrun þeirra sem við geð-
sjúkdóma eiga að etja á lands-
byggðinni,“ segir Sveinn.
Hann vísar þar til sérstaks er-
indreka sem stefnan er að ráða á
vegum Geðhjálpar sem hafi það að
markmiði að ferðast um landið og
kanna hver þörf geðsjúkra er fyrir
þjónustu og tengslaneti á landsvísu
og jafnframt benda á leiðir til úr-
bóta. „Þetta er hlutur sem ég er
ansi hræddur um að hefði verið erf-
itt að fá opinbera aðila til að sam-
þykkja með fjárframlögum.“
Söfnunarfé landssöfnunar Kiwanishreyfingarinnar afhent
Morgunblaðið/Sverrir
Sigurður R. Pétursson, umdæmisstjóri Kiwanishreyfingarinnar á Íslandi, Sveinn Magnússon, framkvæmdastjóri
Geðhjálpar, Ólafur Ó. Guðmundsson, yfirlæknir á BUGL, og Kristinn Richardsson, formaður K-dagsnefndar Kiw-
anis, fyrir miðri mynd ásamt hópi Kiwanismanna.
14,6
milljónir
til stuðn-
ings geð-
sjúkum
AFSTAÐA Samkeppnisstofnunar
til kæru vegna viðskiptahátta
bankakerfisins þar sem hin nýju
húsnæðislán eru annars vegar mun
liggja fyrir á næstu dögum. Fjár-
málaeftirlitið, sem einnig hefur eft-
irlit með bönkunum samkvæmt
lögum, fylgist með framgangi máls-
ins samkvæmt upplýsingum Páls
Gunnars Pálssonar, forstjóra Fjár-
málaeftirlitsins.
Í grein sem Jóhannes Valde-
marsson rekstrarfræðingur birti í
Morgunblaðinu eru gerðar athuga-
semdir við ýmislegt er varðar við-
skiptahætti bankakerfisins hvað
varðar hin nýju húsnæðislán og
vísað til samkeppnislaga í því sam-
bandi og að hann hafi sent Sam-
keppnisstofnun erindi af þessu til-
efni og óskað aðgerða af hálfu
stofnunarinnar.
Í greininni er rakið að til þess að
njóta 4,2% vaxta þarf að uppfylla
ýmis skilyrði, eins og að vera í um-
talsverðum viðskiptum við bankann
að öðru leyti, að 4,2% vaxtapró-
sentan er ekki sú vaxtaprósenta
sem þinglýst er á viðkomandi eign
heldur 5,1% í því dæmi sem Jó-
hannes tiltekur, að ólöglegt sé að
krefjast þess að viðskiptavinir
kaupi þjónustu eins og tryggingar í
tengslum við lánveitingar, auk þess
sem uppgreiðslugjald bankanna er
gert að umtalsefni.
Anna Birna Halldórsdóttir hjá
Samkeppnisstofnun sagði að erind-
ið væri svo nýkomið til stofnunar-
innar að ekki hefði unnist tími til
að taka afstöðu til þess, en afstaða
í þeim efnum muni liggja fyrir
fljótlega.
Fjármálaeftirlitið fylgist með
Páll Gunnar Pálsson, forstjóri
Fjármálaeftirlitsins, sagði að Fjár-
málaeftirlitið hefði með starfshætti
bankanna að gera. Hins vegar sé í
viðkomandi grein verið að vísa til
samkeppnislaga, en Fjármálaeftir-
litið muni fylgjast með því hvað
komi út úr þessu hjá Samkeppn-
isstofnun.
Viðskiptahættir bankanna vegna húsnæðislána kærðir
Afstaða Samkeppnisstofn-
unar liggur fyrir fljótlega
EINHVER stærsti farmur af fryst-
um fiskafurðum sem farið hefur í
einni sendingu frá Vestmannaeyjum
fór þaðan í gær. Um var að ræða
tæplega 3.000 tonn, mestmegnis
fryst síld og síldarflök.
Vinnslustöðin sendi 1.530 tonn og
þar af voru 60 tonn af frystum
karfaflökum, en annars var um síld
að ræða sem fer til Póllands og
Rússlands. Þetta er ekki stærsta
sending Vinnnslustöðvarinnar en
fyrirtækið sendi 2.100 tonn af loðnu
frá sér í einni sendingu fyrir tíu ár-
um síðan.
Skipið sem flytur afurðirnar heit-
ir Green Crystal og er skrásett í
London. Það er heldur gamaldags
þegar kemur að því að ferma það og
tók það starfsmenn stöðvanna þrjá
og hálfan sólarhring að koma síld-
inni um borð. Þeir voru helst á því
að skipið væri hannað til ávaxta-
flutninga. Rúnar Vöggsson, verk-
stjóri í Vinnslustöðinni, sagði að þeir
hefðu líklega verið helmingi fljótari
ef aðstæður hefðu verið betri.
Stór farmur af fiskafurðum
Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson
Vestmannaeyjum. Morgunblaðið.
Íslandsmót
skákfélaga
2004 hefst í
kvöld klukkan
20 í Mennta-
skólanum við
Hamrahlíð og
mun mótið
standa yfir
alla helgina.
Keppnin er í
tveimur hlut-
um og verður fyrri hlutinn, sem
er fjórar umferðir, tefldur nú
um helgina og síðari hlutinn,
sem er þrjár umferðir, verður
tefldur snemma í vor. Það
verður því ekki fyrr en þá sem
Íslandsmeistari verður krýndur.
Að sögn Guðfríðar Lilju Grét-
arsdóttur, forseta Skák-
sambands Íslands, taka 48 lið
þátt í mótinu eða rúmlega 200
manns, þ.e. þau taflfélög
landsins sem eiga aðild að Skák-
sambandi Íslands. Guðfríður
Lilja segir skákmótið vera í
raun árshátíð skákliðsins á Ís-
landi þar sem allir skákáhuga-
menn og -konur á landinu koma
til þess að taka þátt í mótinu
auk stórmeistara. „Þetta er-
stærsta skáksamkoma ársins,“
segir Guðfríður Lilja og bætir
því við að öllum áhugasömum sé
velkomið að koma og fylgjast
með.
Hún segir að búast megi við
mjög spennandi baráttu í fyrstu
deildinni en eitt sterkasta skák-
félag síðustu ára, Skákfélagið
Hrókurinn, hefur dregið sig út
úr keppni á Íslandsmótinu. Hún
á því von á að Taflfélag Reykja-
víkur, Taflfélagið Hellir og Tafl-
félag Vestmannaeyja eigi eftir
að berjast um efsta sætið að
þessu sinni.
„Stærsta skáksam-
koma landsins“
Guðfríður Lilja
Grétarsdóttir
Á FUNDI Samkeppnisstofnunar
með stjórnarformanni, stjórnar-
manni og lögmanni Olíufélagsins
(Essó) í mars 2002 voru engin fyr-
irheit gefin og þar af leiðandi engin
fyrirheit brotin.
Þetta segir Guðmundur Sigurðs-
son, yfirmaður samkeppnissviðs
Samkeppnisstofnunar, sem sat fund-
inn af hálfu Samkeppnisstofnunar.
Engin fyrirheit
voru gefin
RANNSÓKN á flugslysinu í Sam-
einuðu arabísku furstadæmunum,
þegar Boeing 747-200 þota flug-
félagsins Air Atlanta fór út af flug-
braut fyrir tæpum tveimur vikum,
beinist að hægri aðalhjólabúnaði
flugvélarinnar, en rannsókn á vett-
vangi slyssins er nú lokið.
Aðalhjólabúnaðurinn hægra meg-
in verður fluttur til frekari rann-
sóknar, svo sem dekk, felgur og
bremsur, auk þess sem lesið verður
úr flugritunum í næstu viku hjá
rannsóknanefnd flugslysa í Eng-
landi.
Flugvélin, sem var á leið til Frank-
furt með frakt, hlekktist á í flugtaki
og hafnaði utan flugbrautarinnar
stórskemmd eftir að flugstjóri vél-
arinnar ákvað að hætta við flugtak
þegar vísbendingar höfðu komið
fram um bilun í vélinni. Fjögurra
manna áhöfn var um borð og sakaði
hana ekki.
Rannsókn
beinist að að-
alhjólabúnaði
♦♦♦