Morgunblaðið - 19.11.2004, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
MINNSTAÐUR
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ
SUÐURNES
Hafnarfjörður | Umtalsverður ár-
angur náðist á síðasta ári í barátt-
unni við vímuefnaneyslu ungs fólks í
Hafnarfirði, og segir forvarnar-
fulltrúi það hafa gefið góða raun að
beina forvarnarstarfi að foreldrum
barna í grunnskólum bæjarins.
Rannsókn og greining gerir ár-
lega rannsókn á lífsstíl ungs fólks,
og segir Geir Bjarnason, forvarn-
arfulltrúi Hafnarfjarðarbæjar, að
nýjar niðurstöður rannsóknar sýni
að færri unglingar reyki tóbak og
drekki áfengi en áður. Hann segir
kannanir undanfarinna nokkurra
ára hafi sýnt að vímuefnaneysla hafi
verið umtalsvert algengari í Hafnar-
firði en í öðrum sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu.
„Þess vegna var stofnuð hér for-
varnarnefnd og þessi mál sett á odd-
inn. Síðan ráðfærðu menn sig við
sérfræðinga hjá Rannsókn og grein-
ingu um hvað væri líklegt til að skila
árangri. Við fórum til Ísafjarðar og
lærðum af þeim hvað þeir hafa verið
að gera, þeir hafa staðið sig rosalega
vel. Niðurstaðan var sú að einbeita
okkur að foreldrunum, það væri leið-
in okkar,“ segir Geir.
Skólar og félagsmiðstöðvar vinna
gott starf með börnunum, en það
vantaði einhverskonar foreldrasam-
starf og foreldrafræðslu, segir Geir.
„Við höfum einbeitt okkur að öllum
foreldrum, við erum ekki bara að
horfa á foreldra barna í unglinga-
deild, heldur er forvarnargildið svo
mikið ef við erum með foreldra 10 til
12 ára barna.“
Hægt að skoða eftir hverfum
Geir segir að niðurstöður rann-
sóknarinnar, sem Rannsókn og
greining vann í bænum, hafi einnig
fengist sundurliðaðar fyrir hvert
skólahverfi, sem gefi mikla mögu-
leika til að taka á ákveðnum vanda-
málum sem koma upp í einstökum
hópum í ákveðnum hverfum, en eru
ef til vill frekar lítið hlutfall þegar
heildin er metin.
Meðal þess sem gert var á liðnu
ári var að standa fyrir svokölluðu
foreldrarölti, þar sem hópur foreldra
gengur um hverfið að kvöldi til,
kannar hvar unglingarnir eru, hvað
þeir eru að gera og ræðir við þá, og
lætur jafnvel lögreglu vita ef eitt-
hvað er að. „Þetta gera menn flest
föstudagskvöld, og þetta hefur haft
mjög jákvæð áhrif. Ekki bara til að
fæla krakkana burt, heldur bara efla
samtakamátt foreldra. Foreldrarnir
tala saman um það sem skiptir
máli.“
Einnig hafa verið haldnir for-
eldrafundir í skólunum þar sem
fulltrúar frá félagsmiðstöðvum,
námsráðgjafar og lögregla hitta for-
eldra og ræða málin og halda
fræðslukvöld.
Geir segir að einnig hafi innra
starfið í sveitarfélaginu aukist, og
reynt sé að ýta undir þverfaglega
vinnu allra aðila sem koma að mál-
efnum unglinga, svo sem lögreglu,
félagsþjónustu, skóla og félagsmið-
stöðva. „Þessir aðilar hittast og
ræða málin, finna hvar er pottur
brotinn og beina einhverjum aðgerð-
um til að laga málin. Það er ekki nóg
að benda bara á vandamálin, það
þarf líka að gera eitthvað.“ Hann
segir þessa aðila hafa úrræði til að
bregðast við og nota þau markviss-
ara í samráði hver við annan.
Samt yfir meðaltali
Þrátt fyrir þetta starf eru hafn-
firskir unglingar yfir meðaltali á höf-
uðborgarsvæðinu í mörgum flokk-
um, og segir Geir að halda verði
áfram því góða starfi sem unnið hafi
verið af sama krafti til að minnka
enn frekar notkun vímuefna meðal
unglinga. Hann segir að í samráði
við Rannsóknir og greiningu hafi
verið ákveðið að breyta ekki aðferð-
unum sem hafi virkað svo vel heldur
halda áfram að beita þeim mark-
visst. Ekki sé hægt að segja hvað af
því sem gert sé virki best og því
þurfi að halda óbreyttu starfi, en þó
sníða agnúa af og bæta við þar sem
þarf.
MEÐAL þess sem kemur fram í rannsókn á vímuefnaneyslu ungmenna í
Hafnarfirði er að mun færri stelpur í 10. bekk höfðu orðið ölvaðar síðasta
mánuðinn áður en könnunin var gerð. Árið 2003 sögðust 48% stúlkna hafa
orðið ölvaðar síðasta mánuðinn, en árið 2004 hafði sú tala lækkað um rúm-
lega helming og var 23%. Engin breyting varð á drykkju stráka í 10. bekk,
25% sögðust hafa orðið ölvaðir síðasta mánuðinn í könnuninni í ár, sem er
sama tala og í fyrra.
Fjöldi þeirra sem reykja daglega er á niðurleið, 14% stráka í 10. bekk
reykja daglega, en í könnuninni 2003 sögðust 21% reykja. Alls 16% stelpna
í 10 bekk sögðust reykja, sem lækkar úr 18% í fyrra. Tölurnar í Hafnarfirði
eru þó talsvert hærri en meðaltalið á höfuðborgarsvæðinu, en það er 10%
hjá strákum en 14% hjá stelpum.
Stelpurnar drekka minna
Náðu góðum árangri í baráttunni gegn tóbaks- og vímuefnaneyslu unglinga
Einbeita sér að foreldrunum
Morgunblaðið/Sverrir
Forvarnir Góða raun hefur gefið að beina forvarnarstarfi ekki bara að for-
eldrum barna í unglingadeild heldur einnig að þeim sem eiga yngri börn.
Barnadagur | Laugardagurinn 20.
nóvember verður sannkallaður
barnadagur í Gerðubergi, og hefst
hann kl. 13.30 með því að opnuð
verður sýning á myndskreytingum
úr íslenskum barnabókum sem
komið hafa út á árinu. Sýndar
verða myndir úr 40 bókum eftir 27
myndskreyta, og fá börnin að velja
þá myndskreytingu sem þeim þykir
best. Sýningin stendur fram til 9.
janúar.
Á laugardaginn munu einnig fjöl-
margir barnabókahöfundar lesa
fyrir börnin upp úr bókum sínum,
og Benedikt búálfur mun sjá um
kynninguna. Allir eru boðnir vel-
komnir, og er aðgangur ókeypis.
Hafnarfjörður | Superbygg, lág-
vöruverðsverslun með byggingar-
vörur, var opnuð í Bæjarhrauni 8 í
Hafnarfirði á dögunum. Að sögn
Steinars Árnasonar, eins eiganda
verslunarinnar, er hér á ferðinni ný
hugsun í sölu byggingarvara; stað-
greiðsluverslun þar sem leitast verð-
ur við að bjóða ávallt lægsta verðið.
„Við munum kappkosta við að
vera alltaf með lægsta verðið og það
er eitt verð fyrir alla, það eru engir
afslættir, allir fá sama verðið,“ segir
Steinar. Hann segir að vöruúrvalið
eigi eftir að þróast en nú þegar býð-
ur verslunin ágætis úrval af verk-
færum, og sitt lítið af hverju í gólf-
efnum og málningu svo eitthvað sé
nefnt. „Við erum með flest allt sem
húsbyggjandi þarf.“
Hann segir að viðbrögð viðskipta-
vina hafi verið mjög góð. Verslunin
hafi enn verið lítið kynnt en það
standi til bóta. Þá segir hann fram-
tíðarhugmyndina vera að opna sam-
bærilega verslun í Reykjavík.
Lágvöruverðs-
verslun með
byggingavörur
♦♦♦
Vogar | Hreppsnefnd Vatnsleysu-
strandarhrepps hefur ákveðið að
ganga til samninga við Trésmiðju
Snorra Hjaltasonar hf. um byggingu
þriggja fjölbýlishúsa við Heiðargerði
og um framkvæmdir við Miðdal og
Heiðadal.
Í skipulagi er gert ráð fyrir þrem-
ur blokkum með alls 28 íbúðum á lóð
gömlu bensínstöðvarinnar í Vogum.
Kristján Baldursson, tækni- og um-
hverfisstjóri Vatnsleysustrandar-
hrepps, segir að stöðug eftirspurn sé
eftir lóðum og húsum í Vogum, ekki
síst minni eignum sem ekki séu
margar í þorpinu. „Það er greinilegt
að fólk vill flytja hingað og er það
vel,“ segir Kristján.
Eftir að leitað var til nokkurra
byggingaverktaka ákvað hrepps-
nefnd á síðasta fundi sínum að ganga
til samninga við Trésmiðju Snorra
Hjaltasonar hf. um úthlutun lóðar-
innar. Býst Kristján við að fyrst
verði byggðar tvær blokkir. Rífa
þurfi gömlu bensínstöðina sem nú er
notuð sem félagsmiðstöð unglinga
áður en framkvæmdir við þá þriðju
hefjast.
Í samþykkt hreppsnefndar felst
einnig að samið verður við Tré-
smiðju Snorra um framkvæmdir við
Miðdal og Heiðadal. Þar er gert ráð
fyrir 24 einbýlishúsum en Kristján
segir að það geti átt eftir að breytast
enda verði gengið endanlega frá
deiliskipulagi í samvinnu við verk-
takann.
Fyrirhugað að byggja þrjú fjölbýlis-
hús í Vogum og byggja tvær götur
Fjölgun Verulega fjölgar í Vogum þegar byggð verða þrjú fjölbýlishús.
Gengið til samninga
við Snorra Hjaltason
Keflavík | Fimmtíu ára afmælis
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
var minnst í gær. Forseti Íslands,
Ólafur Ragnar Grímsson, ávarpaði
gesti á afmælishátíð sem fram fór í
sjúkrahúsinu í Keflavík.
Afmælisins var minnst með ýms-
um hætti. Í gærmorgun komu
starfsmenn saman á lóðinni við
sjúkrahúsið og sungu afmælissöng-
inn. Í ávarpi á afmælishátíðinni
minntist Konráð Lúðvíksson lækn-
ingaforstjóri á að leiðin hefði ekki
alltaf verið greiðfær fyrir Heilbrigð-
isstofnunina en nú stæðu menn
býsna keikir eftir áföllin og þakkaði
það samstöðu starfsfólksins.
Stjórnendur og starfsfólk veittu
viðtöku fjölda gjafa og listaverkið
Askur Yggdrasils eftir Erling Jóns-
son var afhjúpað. Er það gjöf frá
iðnaðarmönnum á Suðurnesjum.
Verkinu hefur verið komið fyrir í
„Mímisbrunni“ framan við elstu
byggingu spítalans, sem byggð var
fyrir fimmtíu árum.
Þá afhenti stjórn Styrktarfélags
Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja
stofnuninni að gjöf fánastöng og
minningarstein til minningar um
Kristján Sigurðsson yfirlækni og
Valgerði Halldórsdóttur konu hans
en hún var fyrsti formaður Styrktar-
félagsins. Kristján var yfirlæknir
sjúkrahússins á árunum 1971 til
1992 og byggði mjög upp starfsemi
þess. Afkomendur þeirra afhjúpuðu
minningarsteininn ásamt stjórn
Styrktarfélagsins.
Síðan var opið hús og Suðurnesja-
mönnum boðið að þiggja léttar veit-
ingar í húsakynnum Heilbrigðis-
stofnunarinnar.
Stöndum núna býsna
keik eftir áföllin
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Afhjúpun Afkomendur Kristjáns Sigurðssonar og Valgerðar Halldórs-
dóttur afhjúpuðu minningarstein framan við sjúkrahúsið í Keflavík.
Afmæli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, var í hópi fjölda gesta
sem viðstaddir voru fimmtíu ára afmælishátíð HSS í gær.