Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 23
MINNSTAÐUR
It’s how you live
AUSTURLAND
Reyðarfjörður | Austfirðingum
gefst nú kostur á að líta í dálítinn
spéspegil þar sem hluti sam-
tímasögu fjórðungsins endurvarpast
í formi leikverksins Álagabærinn.
Þar hefur Leikfélag Reyðarfjarðar
sett á fjalir í Félagslundi frumsamið
verk, sem fjallar í meginatriðum um
þrjátíu ára bið Reyðfirðinga og nær-
og fjærsveitunga, eftir stóriðju.
Eða eins og segir í leikskrá: „…
Sagan er um samfélag sem er statt á
tímamótum. Það er búin að vera
mikil niðursveifla í atvinnu- og bæj-
arlífinu, unga fólkið flutt burt. …
Það hafa gengið alls konar loforð í
tugi ára frá bæjarstjórninni og jafn-
vel ríkisstjórninni um betri tíð sem
aldrei kom. Fólkið í bænum er búið
að missa alla von, því finnst það vera
í einhverskonar álögum, bundið í
átthagafjötra sem það getur ekki
losnað úr. En svo, einn dag, gerist
undrið, fjötrarnir losna og nýtt líf
flæðir yfir bæinn og mikil gleði og
söngur fyllir hjörtu og sál allra bæj-
arbúa. Því það er að koma!! Já það
kemur. Nú kemur það.“
Matarlím úr marglyttum
Sagan er látin gerast í óskil-
greindu bæjarfélagi, en engum dylst
hvar borið er niður í söguþræði. Eft-
ir uppsveiflur í bænum í kjölfar lof-
orða yfirvalda um matarlímsverk-
smiðju, bréfaklemmuverksmiðju og
sitthvað fleira, koma djúpar nið-
ursveiflur þar sem fólk fer á hausinn
eftir bjartsýnar offjárfestingar, út-
gerðarmenn forða sér með sitt og
allt milli fjalls og fjöru lognast út af
og leggst í dróma.
Það er ekki fyrr en holdgervingur
biðarinnar, hún Reyða, fær ál á öng-
ulinn, þar sem hún hefur dorgað í
hálmstráapyttinum í þrjátíu ár, að
vonin kemst heil úr hafi og samn-
ingar um hið endanlega bjargræði
eru undirritaðir. Inn í þetta fléttast
alls kyns ávæningur af raunveruleg-
um atburðum sem áttu sér stað í að-
draganda lokaákvörðunar um stór-
iðju í Reyðarfirði.
Fyrst og fremst er verkið svart-
hvít kómedía en hlýtur að snerta
strengi í hugum Austfirðinga, þar
sem svo skammt er liðið síðan tekist
var á um virkjunar- og stór-
iðjuframkvæmdir í fjórðungnum.
Beðið eftir Hydro
Guðmundur Y. Hraunfjörð er for-
maður Leikfélags Reyðarfjarðar,
sem nú er á sínu 45. starfsári. Hann
segir leikritið hafa lagst vel í Aust-
firðinga og aðsóknin sé vaxandi.
Hann skrifaði drög verksins ásamt
Óttari Guðmundssyni, en Ármann
Guðmundsson lauk samningu þess
og leikstýrir.
„Maður fór svo sem alveg blint í
þetta, en með það markmið þó að
gera góðlátlegt grín bæði að þeim
sem voru með og á móti fram-
kvæmdunum og um biðina í þrjátíu
ár eftir verksmiðjunni,“ sagði Guð-
mundur í samtali við Morgunblaðið.
„Þetta hefur tekist vel hjá Ár-
manni. Auðvitað er efnið nokkuð eld-
fimt og einhverjir sem voru á móti
álveri og virkjun hafa til dæmis tekið
karaktersköpun atvinnumótmæl-
andans og fjöllistakonunnar Geru
Gjör óstinnt upp. Hún mótmælir
enda öllu. Það er nú samt farið þann-
ig í hlutina að allir sjá eitthvað fyrir
sig.
Vinnuheiti okkar Óttars á verkinu
var „Beðið eftir Hydro“. Biðin hefur
næstum því verið eins og álög yfir
sveitarfélaginu hér síðastliðin þrjá-
tíu ár og því fékk verkið nafnið
Álagabærinn. Allskonar fólk kom-
andi með hugmyndir um alls konar
verksmiðjur og stóriðju og alltaf
vantaði þetta sem er aðalmálið; und-
irskriftina til staðfestingar. Það
gekk á með uppsveiflum og nið-
ursveiflum, bjartsýnismenn komu
með eitthvað nýtt og aftur byrjaði
allt og svo fer allt aftur niður og ekki
skrifað undir og hætt við. Það er
tímabært að hafa gaman af þessu
öllu saman.“
Ætla ekki mikið að æsa sig
Svo er spurningin hvaða áhrif öll
þessi bið, brostnar og endurnýjaðar
vonir hafa haft á fólkið. „Eins og
kemur fram í leikritinu gæti það ver-
ið leti,“ heldur Guðmundur áfram.
„Að menn hafi orðið værukærir og
latir og misst móðinn, í það minnsta
af og til. Ég kom hér aðfluttur fyrir
fimm árum og upplifði bæinn þannig
að menn hér voru alltaf að bíða eftir
stóra vinningnum. Svo unnu menn
ekki (þegar Norsk Hydro hætti við,
innsk. blm.) og tóku það mjög alvar-
lega. Þetta hefur að mínu mati haft
þau áhrif á bæjarbúa að þegar upp-
byggingin kemur loksins eru þeir
ekki þess megnugir að vera drif-
fjaðrir í að koma hér einhverju í
verk nema í litlum mæli. Menn hafa
haldið að sér höndum lengi vel og
ætla nú ekkert að vera að æsa sig í
þessum leik.
Þetta er skrítið allt saman. Það
sem vantar þó aðallega hér á Reyð-
arfjörð er fleira ungt fólk í bæinn.
Við finnum fyrir því hér í leikfélag-
inu að það sárvantar yngra fólk til að
halda uppi menningarstarfsemi.
Vonandi sjáum við breytingu þar á
og því erum við nú að rífa okkur upp
hér í leikfélaginu og vera með
hressilega og eftirminnilega sýn-
ingu.“
Í tilefni af afmælinu er sýningin í
kvöld, sem er sú fimmta af tíu, tengd
við hátíðarkvöldverð á Fosshóteli
Reyðarfirði kl. 18 og í hléi sýning-
arinnar býður Leikfélagið upp á
kaffi og tertu.
Leikfélag Reyðarfjarðar setur samtímann á svið
Þrjátíu ára bið eftir
stóriðju í spéspeglinum
Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir
Stríðandi fylkingar Verksmiðjusinnar og mótmælendur takast á.
Rykfallin og móð Þau Reyða og
Eskill eru sagnaandar verksins.