Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 27
DAGLEGT LÍF
Ég hef lengi veriðhrifinn af arab-ískri tónlist ogá meðan ég
dvaldi í Englandi leitaði ég
talsvert í arabísk menning-
aráhrif,“ sagði Bjarni
Helgason, sem er ný-
kominn heim eftir árs-
dvöl í Englandi þar
sem hann stundaði
mastersnám í því sem
á fagmálinu er kallað
„Artist film & video“,
eða „myndbanda-
list“, svo að reynt sé
að íslenska þetta
ágæta fagheiti.
Bjarni hafði áður
lokið prófi í graf-
ískri hönnun frá
Listaháskóla Íslands
og hélt að því loknu
til Englands, þar sem
hann stundaði nám við
Kent Institude of Art
and Design og leigði
íbúð í smábænum
Maidstone, skammt
fyrir austan London.
„Þetta var frekar
leiðinlegur bær, nán-
ast eingöngu íbúðar-
hús og hversdags-
legar verslanir, en
lítið um lista- og
menningarlíf,“ sagði
Bjarni um „heimabæ“ sinn.
Hann kvað þess vegna sér
hafa orðið tíðförult til Lund-
úna, enda ekki langt að fara.
Plötuverslanir
og bókabúðir
„Vegna áhuga míns á
arabísku tónlistinni leit-
aði ég uppi arabana í
London, og fann þá í hverfi í austur-
hlutanum sem heitir
Whitechaple. Þar er
fræg gata sem heitir
Brick Lane þar sem
er aragrúi arabískra
veitingastaða og
verslana og þetta
varð ein af uppá-
haldsgötunum mín-
um í London,“ bætti
Bjarni við, en hann
hefur einnig fengist
við tónlistariðkun og
spilar meðal annars í
hljómsveitinni Uzi
Jakapi, sem hann segir
að leiki tilraunakennda
tónlist þar sem ýms-
um tónlistarstefnum
er blandað saman.
„Í arabahverfinu
gat ég notið arabísku
tónlistarinnar og enn-
fremur kynnt mér ar-
abísk menningaráhrif
og trúarbrögð þeirra,
islam. Þarna er mikið af
plötuverslunum sem bjóða upp á ar-
abíska tónlist og í bókabúðunum er
hægt að fá arabískar bókmenntir og
bækur trúarlest eðlis og þarna
keypti ég meðal annars Kóraninn í
enskri þýðingu. Einnig eru þarna
nýlenduvöruverslanir sem selja mat-
vöru, svo sem kjöt, sem unnið er
samkvæmt islömskum hefðum.“
London í uppáhaldi
Bjarni kvaðst ekki hafa orðið var
við neinn óróa í þessu arabíska
hverfi þrátt fyrir viðsjárverða tíma í
Austurlöndum nær og árekstra milli
breskra stjórnvalda og múslima á
sviði heimsmálanna. „Lífið þarna
virtist ganga mjög eðlilega fyrir sig
og ég varð ekki var við að Bretar al-
mennt væru að abbast upp á arab-
ana sem þarna búa eða öfugt. Lond-
on er ekki dæmigerð bresk borg
heldur mjög fjölþjóðleg þar sem
ýmsir menningarstraumar renna
saman. Það er kannski það sem er
mest heillandi við hana og London
er tvímælalaust ein af mínum uppá-
haldsborgum í heiminum. Ég ráð-
legg öllum að sækja hana heim og
fara í leiðinni í Whitechapel-hverfið
og á Brick Lane og drekka í sig ar-
abísk menningaráhrif, “ sagði Bjarni
Helgason, sem nú starfar sem graf-
ískur hönnuður hjá Hvíta húsinu
auk þess sem hann sinnir tónlistinni
með hljómsveit sinni Uzi Jakapi.
FERÐALÖG | Ein af uppáhaldsgötum Bjarna Helgasonar er Brick Lane í London
svg@mbl.is
Leitaði uppi arabana
Bjarni Helgason í arabískum
kufli sem hann keypti á
uppáhaldsgötunni sinni,
Brick Lane í London.
Morgunblaðið/Kristinn
Moskan í Whitechapel-hverfinu í Austur-London.
Margar ráðleggingar hafafarið á milli fólks ígegnum tíðina um hvað
eigi að gefa veiku fólki sem engu
heldur niðri. Stundum var ráð-
lagt að gefa kóladrykki eða bara
vatn og það nýjasta er að gefa
börnum með uppköst og niður-
gang íþróttadrykk.
Kolbrún Einarsdóttir næring-
arráðgjafi á Landspítala – há-
skólasjúkrahúsi segir það mjög
einstaklingsbundið hvað sé best
að gefa fólki sem heldur engu
niðri. Þegar fólk er búið að kasta
mikið upp sé mikilvægast að gefa
því vökva. Mestu skiptir hvað fer
vel í hvern og einn og hvernig
líðan viðkomandi er. Ef fólk fær
ekki vökva í langan tíma er
hætta á ofþornun.
Margs konar íþrótta- og orku-
drykkir eru á boðstólum, en Kol-
brún segir þá vera svipaða og
gosdrykki nema að ef til vill séu
meiri sölt í þeim. Ekki er gott að
gefa slíka drykki ef í þeim eru
örvandi efni eins og koffein. Ef
fólk er með velgju gengur því oft
betur að drekka þessa þunnu
drykki, en auðvitað er meiri nær-
ing í prótein- eða næringar-
drykkjum. Í lyfjaverslunum er
einnig hægt að fá duft sem er
blandað í vatn í ákveðnum hlut-
föllum, því í duftinu eru ákveðið
hlutfall sykurs og salta. Þessi
blanda reynist vel gegn niður-
gangi.
Kolbrún vildi benda á að
venjulega ganga uppköst og
niðurgangur yfir á tveimur dög-
um. Ef slík veikindi vara lengur
er rétt að leita til læknis.
HEILSA | Hvað á að gefa fólki sem er
lasið og heldur engu niðri?
Best að koma niður
þunnum drykkjum
Bætiefni á betra verði!
Gerið verðsamanburð!
Glucosamine byggir upp brjósk í liðum.
Það er því mikilvæg hjálp til að viðhalda
heilbrigðum liðum. Þú finnur ekki
sterkara Glucosamine hérlendis,
1500mg í einni töflu.
Nánari upplýsingar á: www.heilsa.is og í bókinni
"Glucosamine, Nature´s Arthritis Remedy" (Longevity
Res. Ctr. CA)
A
ð
e
in
s
1
á
d
a
g
!
Suðurlandsbraut 32
Sími 577 5775
Fundur eða veisla
framundan?
útbúum girnilega brauðbakka
fyrir stórar veislur sem smáar
MIRALE
Grensásvegi 8
108 Reykjavík
sími: 5171020
Opið:
mán. - föstud.11-18
laugard.11-15
Spennandi
gjafavörur og húsgögn
Rakarastofan
Klapparstíg
S: 551 3010