Morgunblaðið - 19.11.2004, Page 35

Morgunblaðið - 19.11.2004, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 35 Veröldin er að ganga ígegnum mikla svipti-vinda, rétt eins og viðupphaf kalda stríðs- ins,“ er haft eftir ónafngreindum embættismanni í Washington í gær. „Bush þarf að verða eins og Harry Truman,“ sagði þessi sami embættismaður en Truman var forseti Bandaríkjanna á fyrstu árum kalda stríðsins og hafði mótandi áhrif á stefnu Bandaríkj- anna næstu áratugina. Tilefni ummælanna eru vanga- veltur um það hvaða áhrif það muni hafa á stefnu Bandaríkja- stjórnar að Condoleezza Rice setjist nú í stól Colins Powells ut- anríkisráðherra og sjálfsagt end- urspegla þau einnig þá von við- komandi embættismanns að Bush feti nýjan slóða á seinna kjör- tímabili sínu sem forseti, þ.e. reyni að sameina sundraða hjörð vestrænna bandamanna. En spurningin er þó sú, að mati Jims Hoaglands, dálkahöfundar hjá The Washington Post, hvort Rice hafi til að bera þá framsýni og visku sem æðstu embættis- menn í utanríkisráðuneytinu bandarísku um og eftir 1950 eru gjarnan taldir hafa haft. Hvort Rice geti reynst Bush jafn vel sem utanríkisráðherra á þessum örlagatímum alþjóðlegs hryðjuverkastríðs og Dean Ache- son reyndist Truman á mótunar- árum kalda stríðsins 1949–1953. Harðari utanríkisstefna? Sú kenning hefur verið sett fram að vistaskipti Rice, sem ver- ið hefur þjóðaröryggisráðgjafi Bush Bandaríkjaforseta og einn nánasti ráðgjafi og samstarfs- maður hans, þýði að forsetinn vilji herða tök sín á utanríkis- ráðuneytinu, tryggja að þar á bæ reki menn sömu, hörðu utanrík- isstefnuna og Hvíta húsið sjálft hafi rekið – fyrir tilstilli Dicks Cheneys varaforseta. Er á það bent í þessu sambandi að Stephen Hadley, fyrrverandi aðstoðarmaður Cheneys, verði arftaki Rice í þjóðaröryggis- ráðinu og Rice sjálf sé í reynd ekki nógu mikill bógur til að standa uppi í hárinu á Cheney. Brotthvarf Powells þýði í reynd að „haukarnir“ í stjórninni – Cheney, Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra og Paul Wolfowitz, næstráðandi hans – hafi tryggt stöðu sína, að Powell hrökklist nú af hólmi og þeirri hófsemi sem hann stóð fyrir í ut- anríkismálum hafi endanlega ver- ið rutt úr vegi. Nýtur trúnaðar Bush Ekki allir eru þó sannfærðir um að breytingin verði þessi. Ekki er í reynd talið öruggt að Rice stýri utanríkisráðuneytinu í samræmi við sýn haukanna á stöðu Bandaríkjanna í veröldinni. Hún trúir því vissulega – eins og George W. Bush – að réttlætan- legt sé að beita herstyrk Banda- ríkjanna til að breyta heiminum – en hún mun þó alls ekki alltaf hafa verið ánægð með frammi- stöðu Rumsfelds, svo dæmi sé tekið. Hún mun m.a. hafa átalið Rumsfeld mjög fyrir að hafa ekki skipulagt nægilega vel hvað tæki við í Írak eftir að hið eiginlega stríð við sveitir Saddams Huss- eins hafði verið unnið. Þá kenndi hún Rumsfeld að hluta til um Abu Ghraib-fanga- hneykslið, sem upp kom síðasta vor; að sögn aðstoðarmanna hennar var hún nefnilega margoft búin að segja varnarmálaráðherr- anum að huga að málefnum þeirra fanga sem Bandaríkja- menn höfðu tekið í Írak og í Afg- anistan. Hugsanlegt er því að samskipti Rice og Rumsfelds þróist í reynd í sömu átt og samskipti Rums- felds og Powells; en þau hafa ein- kennst af miklu reiptogi og rifr- ildum. Á hinn bóginn er enginn vafi talinn leika á því, með Rice í utan- ríkisráðuneytinu, að utanríkisráð- herrann mun tala í nafni Bush Bandaríkjaforseta; heima sem heiman muni menn vita að Rice geti samið fyrir hans hönd. Slíkur er trúnaðurinn á milli þeirra, trúnaður sem öllum er kunnugt um. „Þetta er nokkuð sem Powell gat aldrei státað sig af,“ er haft eftir embættismanni í The New York Times í gær. „Umheiminum kann að hafa líkað að eiga sam- skipti við Colin – það á raunar við okkur öll – en það lá aldrei fyrir að hann væri að tala fyrir hönd forsetans. Hann vissi það og allir aðrir vissu það líka.“ Bolton næstráðandi Rice? Fullyrt er í New York Times að Bush hafi ákveðið fyrir margt löngu síðan að hann myndi ekki reyna að telja Powell ofan af því að láta af störfum, líkt og Powell hafði fyrir löngu gefið til kynna að hann myndi gera eftir eitt kjörtímabil. Er haft eftir nánum samverka- manni Powells að hann hefði ver- ið reiðubúinn til að starfa áfram, ef hann hefði verið beðinn; a.m.k. um nokkra hríð. „Hann var aldrei spurður,“ segir þessi heimildar- maður. Rice mun að vísu hafa haft meiri áhuga á embætti varnar- málaráðherra en haft er fyrir víst að Bush hafi ekki viljað skipta um hross í miðri á. Er þetta í sam- ræmi við þá spá Hoaglands í Washington Post – en Hoagland er talinn vel tengdur innan stjórnkerfisins – að Rumsfeld sitji áfram í stóli varnarmálaráð- herra fram yfir kosningarnar, sem eiga að fara fram í Írak í jan- úar. Hvað stefnuna í utanríkismál- um varðar horfa menn mjög til þess hver verði næstráðandi Rice í utanríkisráðuneytinu. Hefur heyrst að John Bolton, einn af að- stoðarráðherrum Powells, verði varautanríkisráðherra en það yrði álitið til marks um að fylgja ætti harðlínustefnu; Bolton er nefnilega sagður hafa mótað þá hörðu stefnu sem fylgt hefur ver- ið gagnvart stjórnvöldum í Norð- ur-Kóreu og Íran. Hvað sem þessum vangaveltum líður þá vita menn eitt fyrir víst: George W. Bush metur mikils trygglyndi og hann vill helst hafa í kringum sig lið manna sem hann þekkir vel og treystir. Er skipan nýrra ráðherra nú – í stað þeirra sem sagt hafa af sér – sögð end- urspegla þetta. Horfa menn ekki aðeins til skipunar Rice í þessu sambandi, Bush var nefnilega þegar búinn að tilkynna að að- allögmaður forsetaembættisins, Alberto Gonzales, yrði dómsmála- ráðherra í stað Johns Ashcroft. En burtséð frá því hvaða stefna verður uppi á borðum hjá stjórn- völdum í Bandaríkjunum eru stjórnmálaskýrendur nokkuð sammála um að allir helstu ráð- herrar í nýrri ríkisstjórn Bush muni í það minnsta tala einni röddu, allir verði á sömu bylgju- lengd. „Bush þarf að verða eins og Harry Truman“ Fréttaskýring | Condoleezza Rice, einn nánasti sam- starfsmaður George W. Bush Bandaríkja- forseta, mun taka við af Colin Powell sem utanríkisráðherra. Miklar vangaveltur hafa verið um það hvaða áhrif ráðherra- skiptin kunni að hafa á utanríkisstefnu Bandaríkjanna Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti fylgist með Condoleezzu Rice tala á þriðjudag er hann útnefndi hana næsta utanríkisráðherra í stjórn sinni. Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. david@mbl.is órnartíð Bandaríkjaforseta úar erlendra ríkja, ráðherrar og sendiherrar, voru kallaðir á svið og kynntir við upp- tíðarhaldanna í Little Rock í gærdag. Davíð Oddsson utanríkisráðherra, fulltrúi Ís- gekk á svið með Jean Cretien, fyrrverandi forsætisráðherra Kanada. um forset- ver á ann- gar voru nna væru blikanar. a alla sem Bandaríkj- ifjaði upp nton fyrir g Clinton ná kjöri á n einhvern jórnmála- mið fram í kynntist um Clint- Bush bros- ar þeir átt- ust við í kosningaslagnum fyrir tólf árum: „Bill Clinton hafði alltof gam- an af kappræðum fyrir minn smekk!“ George W. Bush Bandaríkjafor- seti lauk einnig miklu lofsorði á for- setatíð forvera hans. „Clinton unni þessari þjóð, lagði sig allan fram fyr- ir hana, og þjóðin endurgalt honum með tveimur kjörtímabilum,“ sagði hann. Hann rifjaði upp lýsingu föður síns á Clinton þegar hann var rík- isstjóri, en Bush eldri sagði að þar færi verðugur andstæðingur. „Faðir minn sagði; hann tekur í höndina á þér, hann heldur á barninu þínu, hann klappar hundinum þínum – allt á sama tíma.“ Og hann endurtók lýs- ingu félaga síns á sannfæringar- mætti Clintons: „Ef Clinton hefði verið Titanic, þá hefði ísjakinn sokk- ið!“ Frægasti sonur Arkansas En þótt samkennd og léttleiki hafi verið áberandi í ræðum forsetanna, þá duldist engum gagnrýnin í orðum og tónlistarvali félaganna úr hljóm- sveitinni U2, þeirra Bono og the Edge. Bono hrósaði Clinton fyrir að lækka skuldir þriðjaheimsþjóða og vinna að friði í heiminum, og óskaði þess að núverandi stjórnvöld beittu sér á sama hátt. Þeir léku lagið Sunday, Bloody Sunday og þökkuðu Clinton fyrir þátt hans í friðarsam- komulaginu á Norður-Írlandi. Hillary Clinton var hyllt vel og lengi þegar hún steig í pontu, en hún sagðist ekki ætla að flytja ræðu, heldur kalla fram eiginmann sinn, sem hún væri svo stolt af; hann væri rétt eins og byggingin að baki þeirra: „opinn, vel gerður, hlýr, upp- lýstur og vingjarnlegur.“ Bill Clinton er sagður frægasti sonur Arkansas og það mátti glögg- lega heyra á viðtökum viðstaddra. Hann þakkaði fyrir hlý orð í sinn garð og hrósaði hinum forsetunum. Hann sagði frá safninu, sem ætlað er að fjalla um forsetatíð hans en væri í raun um lífsstarf hans og hug- sjónir. Hann sagði safninu hafa ver- ið lýst sem afreksverki sem táknaði nýja tíma og svo hefði breskt tímarit sagt það vera eins og rammgert hjólhýsi. „Og mér finnst það lýsa sjálfum mér um leið. Ég er nokkuð rauður og nokkuð blár. Fyrir mér er það ekki einungis tákn þess sem ég reyndi að gera, heldur einnig tákn þess sem ég vil gera það sem ég á ólifað; byggja brýr frá gærdeginum til morgundagsins, byggja brýr milli ólíkra heima og hugmynda … Við verðum að eyða lífinu í að reyna að byggja alheimssamfélag og amer- ískt samfélag á sama tíma. Deila ábyrgð, deila gildum og deila ágóð- anum.“ f og hugsjónir Morgunblaðið/Einar Falur my Carter, Bill Clinton og George W. Bush.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.