Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 37

Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 37 UMRÆÐAN HVAÐ er hreyfing? „Hreyfing er bara lífið“ svaraði dóttir mín fyrir tíu árum. Góður hljóðfæraleikari nær há- punkti mannlegra hreyfinga í snerpu, hraða og samhæfingu þegar hann spilar á hljóð- færi sitt. Það tekur mörg ár að ná þeirri færni sem krafist er til að geta spilað vel á hljóðfæri. Þetta ferli byrjar snemma á æv- inni og krefst fleiri þúsunda æfingatíma. Hjá tré- og málm- blásurum verða önd- unarvöðvar og vöðvar kringum munn og kjálka að þjálfast meira en við hin getum skilið, sem öndum að okkur lífinu hugs- unarlaust. Það má líkja starfi þessara vöðva við starf fingra- vöðva hjá píanó- og strengjaleik- urum. Af hverju eru álagsmeiðsli al- geng hjá hljóðfæraleikurum sem eru alltaf að spila og þar með allt- af að hreyfa sig? Sífellt meiri kröfur eru gerðar til hljóðfæraleikara. Mörg tón- verk, samin á síðustu 100 árum krefjast meiri krafts, hraða og samhæfingar en áður. Sam- keppnin er meiri. Samhliða því hafa hljóðfærin breyst. Klarinetta var fyrst gerð úr léttum viði sem vó 300 g með 5 klöppum. Síðar vó hún 800 g með 21 klappa og allur þunginn lagðist á hægri þumal. Stóllinn á strengjahljóðfærum var hækkaður sem jók álag á fingur vinstri handar við að ýta niður strengjunum. Oft vill það gleym- ast að vöðvarnir þurfa hvíld. Æf- ingatíminn verður of langur með of fáum hléum. Það getur verið erfitt fyrir áhugasaman nemanda að átta sig á því að álag sé of mikið. Við eflumst við álag, það er að segja ef álagið verður ekki meira en vöðvarnir þola. Þess vegna er nauðsynlegt við allar æfingar að byrja ró- lega og lengja tíma og hraða hægt og síg- andi. Það er eðlilegt að finna fyrir þreytu í vöðvum sem vinna lengi, mik- ilvægt er að þekkja muninn á þægilegri þreytu í vöðvum sem er horfin næsta morgun og verk sem meiðir þegar við hreyfum hend- urnar og er til staðar næsta dag. Hreyfingar hljóðfæraleikara eru frekar einhæfar og bundnar við það hljóðfæri sem spilað er á. Vöðvar fingra og framhandleggja eru sterkir eftir áralangar æfing- ar, en sama er ekki hægt að segja um aðra vöðva líkamans. Það er mikilvægt að hreyfa allan líkam- ann og fyrir hljóðfæraleikara er brýnt að vöðvar í axlargrind og baki séu sterkir og sveigjanlegir. Ástæðan fyrir því er sú að þessir vöðvar gefa öxlum og hand- leggjum stuðning. Ef vöðvar í baki og axlargrind verða þreyttir, er hætt við að bakið bogni og sá stuðningur sem þessir vöðvar gefa öxlum og handleggjum minnkar. Það hefur m.a. í för með sér erf- iðari vinnuskilyrði fyrir vöðva sem stjórna hreyfingum axlaliða og minnkað blóðstreymi til hand- leggja. Erfiðara verður þá fyrir vöðva í fingrum og handleggjum að halda áfram vinnu sinni. Ef stóru vöðvarnir eru hreyfðir reglulega eykst úthald þeirra sem léttir vinnu litlu spilavöðvanna í fingrum og framhandleggjum. Gott er að gera upphitunar- æfingar áður en æfing byrjar og léttar æfingar fyrir allan líkamann í hléum. Það er mikilvægt að hafa góða líkamsbeitingu í leik og starfi. Þar hefur Alexandertækni og Fel- denkrais-iðkun hjálpað mörgum hljóðfæraleikurum til að ná betri tækni við leik á hljóðfæri sitt og bætt líkamsvitund margra. Göngu- túr, hlaup og sund þarf ekki að kosta annað en tíma. Thai Chi og Qigong æfingar hafa góð áhrif á stöðugleika og mýkt liða ásamt ró- andi áhrifum á hugann. Æskilegt er að fagfólk sem hljóðfæraleikari leitar til vegna meiðsla eða ráð- gjafar hafi góðan skilning á starfi hans. Engin hreyfing er svo heilsusamleg eða hættulaus að hún geti ekki skaðað vefinn, ef of mikið er gert í einu! Hreyfa tónlistarmenn sig ekki nóg? Gunnhildur Ottósdóttir skrifar um sjúkraþjálfun ’Æskilegt er að fagfólksem hljóðfæraleikari leitar til vegna meiðsla eða ráðgjafar hafi góðan skilning á starfi hans.‘ Gunnhildur Ottósdóttir Höfundur er sjúkraþjálfari hjá MT-stofunni, sérfræðingur í Manual Therapy. ÁKVEÐIÐ hefur verið að stofna þjónustumiðstöðvar í Reykjavík og munu þær hefja starfsemi sína um mitt næsta ár. Helsta markmið þjónustumiðstöðvanna er að færa þjónustu borgarstofnana út í hverf- in og gera hana aðgengilega borg- arbúum. Miðstýring á að vera sem minnst og þeir sem taka ákvarðanir eiga að vera íbúum aðgengilegir. Ein mikilvæg breyting sem verð- ur með stofnun þjónustumiðstöðv- anna er sameining sér- fræðiþjónusta leikskóla, grunnskóla og félagsþjónustu. Hingað til hefur þjón- usta þessara aðila ver- ið aðgreind og hún verið miðuð við þarfir þeirra stofnana sem hún tilheyrði og þeim lögum sem stofn- anirnar unnu eftir. Sérfræðiþjónusta leik- skóla vinnur aðallega samkvæmt lögum um leikskóla, sérfræðingar Fræðslumiðstöðvar samkvæmt lög- um um grunnskóla og sérfræðingar Félagsþjónustunnar samkvæmt barnaverndarlögum og lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga. Þetta hefur haft ýmsa annmarka. Skort hefur á samstarf milli þessara aðila, upplýsingar hafa ekki borist á milli og foreldrar oft þurft að vera milli- göngumenn á milli stofnana. Alvar- legasta gagnrýnin hefur þó verið sú að þjónusta sérfræðinganna miðaði fyrst og fremst við þarfir og hag viðkomandi stofnana, kerfa og fag- stétta fremur en hag barna og for- eldra. Dæmi um það er að með grunnskólalögum 1995 var þjónustu skólasálfræðinga verulega breytt frá því sem áður var. Áður var hlut- verk þeirra með fyrirbyggjandi áherslu, skimun barna í áhættu, ráðgjöf til foreldra og kennara, greining og meðferð. Eftir breyt- inguna var hlutverk þeirra tak- markað mikið til við greiningar á börnum og tilvísanir til annarra að- ila utan skólakerfis þá aðallega til heilbrigðiskerfisins og til fé- lagsþjónustu. Margir höfðu efa- semdir um að þessi breyting yrði til góðs. Hvorki heilbrigðis- né fé- lagsþjónusta voru í stakk búnar til að mæta þessari breyt- ingu. Engin sál- fræðiþjónusta er á veg- um heilsugæslu og félagsþjónustan gat einungis bætt við sig litlu af þeirri þörf sem skapaðist. Foreldrar hafa því verið í miklum vanda og verið leitandi eftir þjónustu fyrir börn sín. Margir hafa leitað til sálfræðinga á einkastofum, sem er ekki niðurgreidd þjón- usta af hálfu Trygg- ingastofnunar. Aðrir hafa leitað til Barna- og unglingageðdeildar og þar hafa myndast langir biðlistar. Einnig hafa nokkrir barnalæknar sinnt þessum málum á einkastofum sínum. Svo virðist sem þessar breytingar hafi haft mjög neikvæð áhrif á íslensk börn. Frá 1995 hefur vandi barna aukist til mikilla muna. Samkvæmt tölum frá heilbrigðisyf- irvöldum hafa geðraskanir barna meira en sexfaldast á þessu tímabili og eru hvergi meiri í Evrópu. Börn sem nota geðlyf eru hvergi fleiri í Evrópu en á Íslandi; margfalt fleiri en annars staðar á Norðurlönd- unum. Þessi þróun verður að teljast mikið áhyggjuefni. Sameining sérfræðiþjónustunnar er að mínum dómi til mikilla bóta en um leið þarf gæta að því að end- urskipuleggja starf sérfræðinganna. Starfsemi þeirra má ekki miðast við þröngar skilgreiningar tengdar stofnunum heldur einungis við þarf- ir barna og foreldra þeirra. Þar er mikilvægast að samhæfa fyr- irbyggjandi starf gegn vanlíðan barna, hegðunarvanda þeirra og vímuefnanotkun og vera til aðstoðar foreldrum á meðan vandi barna þeirra er viðráðanlegur. Þjónustumiðstöðvar og sérfræðiþjónusta Helgi Viborg ræðir um þjónustumiðstöðvar ’Engin sálfræðiþjón-usta er á vegum heilsu- gæslu og Félagsþjón- ustan gat einungis bætt við sig litlu af þeirri þörf sem skapaðist. ‘ Helgi Viborg Höfundur er sálfræðingur hjá Félagsþjónustunni í Reykjavík. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÞEIR SEM urðu þeirrar gæfu aðnjót- andi að hafa góða kennara í æsku minnast þess ætíð með gleði og ánægju, enda ómetanlegt. Í Laug- arnesskólanum í Reykjavík voru til dæmis menn eins og Magnús Sigurðs- son, Guðmundur Magnússon, Skeggi Ásbjarnarson og Pálmi Pétursson, svo örfáir séu nefndir. Þessir menn voru raunverulega þyngdar sinnar virði í gulli. Svo virðist sem kennarastarfið hafi verið meira metið í þá daga en nú. En þetta voru hugsjónamenn öðrum þræði og fóru svo á síld á sumrin til að drýgja tekjurnar. Þetta var nokkuð gott kerfi sem tilheyrir liðnum tíma. Auðvitað má alltaf deila um laun, en í dag er erfiðara fyrir kennarana að drýgja laun sín með sumarvinnu þar sem alltaf er verið að lengja skólatím- ann. En það er alveg klárt að það eru enn til hugsjónamenn í kennarastétt- inni og þeir margir. Minna má á viðtal við Vilborgu Dagbjartsdóttur á Rás 2 í vikunni í því efni. Allt sem Vilborg sagði í því samtali var nákvæmlega rétt. Í dag er mikið lagt í allt ytra byrði skólastarfsins. Byggð glæsileg skóla- hús með öllum hugsanlegum búnaði, utan sem innan, einsetinn skóli og bara nefndu það. En skulu menn vera búnir að gleyma því að skóli er ekki bara hús? Slíkt hlýtur að teljast af- drifarík gleymska sem menn eru að súpa seyðið af þessa dagana. Það er eitthvað mikið að þegar kennararnir eru bullandi óánægðir og hafast ekki við í hinum glæsilegu skólahöllum af þeim sökum. Og nú heyrir maður að lagðar hafi verið fram tillögur hjá Ísfjarðarbæ um að reiða fram rúman milljarð í skólabyggingar á næsta áratug. Er eitthvað að þessu liði? HALLGRÍMUR SVEINSSON, Hrafnseyri. Skóli er ekki bara hús Frá Hallgrími Sveinssyni: HÁTTVIRTIR dómarar Íslands! Fyrsta nóvember 2004 birtist frétt í Vef-Morgunblaðinu þar sem haft er eftir lögreglu að svo „virðist“ sem karlmaður í Kópavogi hafi í lok helgarinnar þrengt „að öndunarvegi konunnar (eiginkonu sinnar – inn- skot mitt) og það leitt til köfnunar.“ Annar eiginmaður var nýlega vægt dæmdur fyrir að þjarma að konu sinn, er hann segist hafa grun- að um miður sæmandi hegðun. Erindi mitt við dómara er þetta: Eiginmaðurinn sem virðist hafa þrengt of fast að öndunarvegi nú um helgina getur hafa verið fullur grun- semda. Má búast við vægum dómi, ef hann trúir réttinum fyrir því? HLÉDÍS GUÐMUNDSDÓTTIR, Laugavegi 105, 105 Reykjavík. Fyrirspurn til dómara Frá Hlédísi Guðmundsdóttur lækni: ORKUFLOKKURINN vill beita sér fyrir endurnýtingu á allri orku sem til fellur og telur að það hafi ekki verið skoðað til fulls hvað sé hægt að gera við orku sem til fellur í sorpi t.d., menn eru að urða sorp og vinna úr því metangas. Menn hafa bent á að það sé hægt að vinna metangas úr svo til öllum úrgangi eins og fiski og dýraúrgangi ef rétt er meðhöndlað. Orkuflokk- urinn er alveg á sama máli hvað þetta varðar en hann telur að það sorp og úrgangur sem til fellur af hendi mannanna megi nota til að rækta upp örfoka jörð og koma lífi í fiskimiðin. Það má rækta upp fiskimiðin með sorpböggum sem yrði sökkt á land- grunnið þar sem botnvörpungarnir hafa skrapað botninn og skilið eftir sem örfoka botn, með lífrænni orku og sorpi má rækta upp miðin. Lífræn orka myndi ganga í efnasamband við hafsbotninn og hafið í kring og verða að hrygningarstöðvum sjávarlífsins, sjávargróður og skeldýr munu taka við sér með tímanum, þetta myndi gjörbylta sjávarlífinu við strendur landsins. Einnig vill Orkuflokkurinn benda á að hægt er að urða úrgang og sorp á örfoka landi þar sem orka úr þess- um tilfallandi úrgangi mun dreifast í gegnum jarðveginn og síast inn í þetta örfoka land og binda það sam- an með lífrænni orku sem mun svo verða fræjum og öðrum tilfallandi gróðri bindandi og lífrænt umhverfi. Allt er orka og því endurnýtanleg, ef menn legðu það á minnið myndi vera hugsað betur um náttúruna og meiri skilningur verða fenginn á eðli hringrásar lífríkisins. Því vill Orku- flokkurinn orkuráðuneyti svo menn leggi meiri rækt við að skilja alla þá orku sem er í öllu sem er. BJARNI ÞÓR ÞORVALDSSON, Hraunbæ 182, 110 Reykjavík. Endurnýting orku! Frá Bjarna Þór Þorvaldssyni, formanni Orkuflokksins: Skólavörðustíg 21, Reykjavík sími 551 4050 Glæsileg brúðarrúmföt í úrvali www.fjarfest.is Upplýsingar gefur Gunnar í síma 693 7310, eða í tölvupósti á gunnar@bygg.is Til leigu 853,6 fm á 2. hæð í þessu glæsilega nýja húsi. Húsnæðið verður innréttað eftir óskum væntanlegs leigjanda. Nú þegar er í húsinu KPMG – endurskoðun og Iclandic Group. Atvinnuhúsnæði - Borgartún

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.