Morgunblaðið - 19.11.2004, Síða 43

Morgunblaðið - 19.11.2004, Síða 43
Minningar mig margoft taka muna skal ég liðna tíð yfir mér skal alltaf vaka þitt indælt bros og augun blíð. Þorsteinn Birgisson og fjölskylda. Hún hafði ung fengið gælunafnið Bonga og það fylgdi henni ætíð innan fjölskyldunnar og meðal vina. Segja má að þetta einstaka nafn hafi skerpt vitund okkar um það hve einstök hún var. Hún sagði að Kristinn Stefáns- son, frændi hennar á Völlum í Svarf- aðardal, hefði gefið henni það. Nafnið gat þó valdið misskilningi hjá þeim sem ekki þekktu til, eins og þegar lít- ill sonur minn átti afmæli og spurði pabba sinn þeirrar spurningar sem ætíð fylgdi öllum hátíðum ársins inn- an fjölskyldunnar: Kemur Bonga ekki? Jú, svaraði faðir hans, ég er að fara að sækja hana. Svo leið og beið og þá hnippir loks ungur gestur óþol- inmóður og spenntur í afmælisbarnið og spyr: Hvenær kemur pabbi þinn eiginlega með þessa bombu? Bonga mætti öllum með einlægu brosi, ókunnugum jafnt sem ættingj- um og vinum og af henni geislaði ein- lægni og hlýju. Lund hennar var létt og stutt í hláturinn sem var innilegur og dillandi, gleði hennar sönn og ein- læg. Hún skildi að það er mikilvægt hverri ungri sál að á hana sé hlustað og henni mætt sem jafningja og skoð- anir hennar virtar. Vegna þessara góðu eiginleika sinna öðlaðist hún áreynslulaust og án fyrirvara ein- læga ást okkar frændsystkinanna og seinna barna okkar og barnabarna. Bonga var mjög umhyggjusöm um útlit sitt og gætti þess ávallt og allt fram til þess síðasta að vera vel til fara og snyrtilega klædd. Hún var lágvaxin og grönn vexti og minnti gjarnan á franska dömu af betra standi. Hún hélt sinni andlegu reisn, hugurinn var skýr og minnið óbilað allt til loka. Líkamshylkið var þó farið að gefa sig fyrir nokkrum árum og síðasta árið var henni nokkuð erfitt. Hún lifði löngu og góðu lífi og var þakklát fyrir það, en taldi líka að nú væri nóg lifað og var sátt við það. Við þökkum öll fyrir það hve lengi við fengum að hafa hana í okkar hópi. Sigríður Steingrímsdóttir. er gerðist lítil saga og lífið var svo auðvelt því þú varst þar. (Haukur Ingibergsson.) Í dag kveð ég þig. Við hófum okkar kynni sem vinnu- félagar og þróuðust þau tengsl út í góðan vinskap. Ég á með þér margar skemmtilegar minningar og oft gát- um við setið og spjallað saman um allt milli himins og jarðar. Á marga staði fórum við til að fá okkur gott að borða. Við gátum alltaf fundið nýjan og nýjan stað og var leitin mjög skemmtileg og alltaf eitt- hvað nýtt. Ég þakka þér fyrir allar gleðilegu samverustundirnar sem við áttum saman og hugsa til þín með söknuði. Þú hefur alltaf verið og verður alltaf einstök. Sárt er vinar að sakna. Sorgin er djúp og hljóð. Minningar mætar vakna. Margar úr gleymsku rakna. Svo var þín samfylgd góð. Daprast hugur og hjarta. Húmskuggi féll á brá. Lifir þó ljósið bjarta, lýsir upp myrkrið svarta. Vinur þó félli frá. Góða minning að geyma gefur syrgjendum fró. Til þín munu þakkir streyma. Þér munum við ei gleyma. Sofðu í sælli ró. (Höfundur ók.) Elsku Valgerður mín. Um leið og ég votta þér mína dýpstu samúð vil ég þakka þér fyrir allt það góða sem þú hefur sýnt mér. Megi Guð gefa þér góða líðan. Reyni, Víði, Hlyn og fjölskyldum þeirra votta ég mína dýpstu samúð. Ingibjörg Ingvadóttir. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 43 MINNINGAR ✝ Ólafur Gunnars-son fæddist 7. nóvember 1919 í Reykjavík. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 13. nóvem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Gíslína Ólöf Ólafs- dóttir, f. á Þórustöð- um í Óspakseyrar- hreppi 26. febrúar 1892 og síðar hús- freyja á Stóra Múla í Saurbæjarhreppi í Dölum, d. 21. apríl 1931 og Gunnar Jónsson skipasmíðameistari, f. í Höfðahverfi í Grýtubakkahreppi 1. apríl 1899, lengst til heimilis á Akureyri, d. 27. október 1960. Systkini Ólafs, sammæðra, voru Stefán Rafn Sveinsson fræðimað- ur, f. 18. nóvember 1917, d. 25. mars 1992, Kristján Benediktsson kennari og borgarfulltrúi í Reykjavík, f. 12. janúar 1923, Anna María Benediktsdóttir hús- móðir í Hafnarfirði, f. 12. ágúst 1925, Ellert Ingiberg Benedikts- son bóndi á Stóra Múla í Dala- sýslu, f. 16. október 1926 og Bene- dikt Benediktsson kennari í Reykjavík, f. 21. apríl 1928. Systk- maki Ólöf Högnadóttir fótaað- gerðafræðingur, þau eiga fjögur börn, Þau eru: Gunnlaugur Dan skólastjóri í Grindavík, f. 26. des- ember 1948, maki Stefanía Guð- jónsdóttir húsmóðir, þau eiga fjögur börn. Kjartan stuðnings- fulltrúi í Mosfellsbæ, f. 20. mars 1950, maki Susanne Marie Ólafs- son húsmóðir, þau eiga saman þrjú börn, en Kjartan á son frá fyrri sambúð. Sigrún, f. 7. janúar 1955, d. 15. október 1998, var gift Friðgeiri Sigtryggssyni og áttu þau einn son. Þau skildu. Sig- tryggur Árni bílstjóri í Hafnar- firði, f. 27. apríl 1963, sambýlis- kona Ingunn Helga Gunnarsdóttir. Fyrir átti Sig- tryggur tvö börn. Ólafur ólst upp í Hvammi við Dýrafjörð hjá afa sínum og ömmu, Jóni Þórarinssyni búfræðingi og Helgu Kristjánsdóttur. Hann stundaði nám við Héraðsskólann á Núpi og stuttu seinna hóf hann nám í málmsteypu í Smiðjunni á Dýrafirði. Sveinsprófi lauk hann frá Vélsmiðjunni Odda á Akureyri og meistarabréf fékk hann þrem- ur árum seinna. Hann var einn stofnenda og eigenda Málmsteyp- unnar Hellu hf. Síðar varð sjó- mennska starfsvettvangur hans, lengst af hjá útgerð Einars Guð- finnssonar í Bolungarvík og hjá Hafrannsóknastofnun. Útför Ólafs verður gerð frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. ini Ólafs samfeðra, börn Gunnars og fyrri konu hans Ingibjarg- ar Veróniku Ás- björnsdóttur, eru Tryggvi skipasmíða- meistari, f. 14. júlí 1921 og Bára húsmóð- ir, f. 14. október 1925, d. 3. nóvember 1992. Systkini Ólafs, einnig samfeðra, börn Gunn- ars og seinni konu hans Sólveigar Krist- jönu Þórðardóttur eru Anna Lísa banka- starfsmaður í Muns- ter í Suður-Afríku, f. 20. nóvem- ber 1934, Halldóra sálfræðingur í Gautaborg í Svíþjóð, f. 19. janúar 1936, Gunnar efnafræðingur á Akranesi, f. 17. júní 1940 og Helga tónmenntakennari á Seltjarnar- nesi, f. 27. febrúar 1945. Hinn 9. apríl 1955 kvæntist Ólafur Lilju Emilíu Gunnlaugs- dóttur, f. á Upsum í Svarfaðardal 9. október 1921. Foreldrar hennar voru Gunnlaugur Daníelsson og Steinunn Sigtryggsdóttir, bæði ættuð úr Svarfaðardal. Ólafur og Lilja skildu. Börn þeirra eru Jón Þór framkvæmdastjóri í Mos- fellsbæ, f. 26. desember 1947, Þegar óvænt frétt barst á afmæl- isdegi þínum um að þú lægir mikið veikur inni á spítala komu upp í hugann allar þær minningar sem við áttum saman, ekki síst þær nætur og þá daga sem ég var við sjúkrabeð þinn. Við áttum það sameiginlegt að hafa áhuga fyrir íþróttum. Mér fannst gaman þegar þú fékkst frænda þinn Þorstein Löve til þess að kenna mér dýf- ingar á stóra brettinu í Sundlaug Reykjavíkur og alltaf var ég mont- inn af þér, pabbi minn, að vera af- burða sundmaður. Eftirminnilegt er afrek þitt þegar þú syntir yfir Dýrafjörð aðeins 18 ára gamall. Svo voru það fimleikarnir líka, þeg- ar þú kenndir mér að fara flikk- flakk og heljarstökk. En í dans- skóna komst ég aldrei þar sem þú varst einfaldlega betri en ég í takti og tónum og aldrei leiddist mér að heyra þig taka lagið með þinni fal- legu söngrödd. Það var líka ánægjulegur tími þegar við vorum saman til sjós og fylltum bátinn af loðnu eða síld. Þú varst kokkurinn um borð. Þá var gott að vera sonur þinn. Minnisstætt er mér og fjölskyldu minni þegar þú 67 ára gamall lagð- ir á þig langt ferðalag og heimsótt- ir okkur til Nýja-Sjálands. Ég gleymi því ekki þegar þú á hverj- um morgni byrjaðir á því að líta til veðurs og segja „það er bara blíð- skaparveður dag eftir dag“. Ekki varst þú aðgerðarlaus þá, fórst oft á sjó, lagðir línu og settir öngul í sjó. Rerir á tímabili með útgerð- armanni sem dásamaði hæfni þína og sjómennsku. Hann kunni líka að meta sönginn þinn og stundum tók- uð þið gítar í hönd og jóðluðuð saman. Þú hafðir svo gaman af að skemmta þér og öðrum og að njóta augnabliksins. Nú ert þú, pabbi minn, kominn á þann stað þar sem raddirnar hljóma tært, þar mun þér líka líða vel. Þinn sonur, Kjartan. Það er komið að kveðjustund, elsku pabbi minn. Ég vil byrja á að þakka þér þær stundir er við áttum saman í leik eða í starfi. Vestur í Dýrafirði þar sem þú sleist barnsskónum mótaðist sterk persóna af umhverfi sínu sem ein- kennist af fjallasölum og sjávarilmi sem seint þér tókst að gleyma. Hjá afa og ömmu í Hvammi fékkstu alla þá ást og umönnun sem þú þurftir á að halda enda í miklu uppáhaldi. Hvernig þér tókst til að krækja þér í þann styrk og þá orku sem þú hafðir að bera er á huldu en hugsanlega var það gjöf frá haferninum. Íþróttir, söngur og dans voru í miklu uppáhaldi enda afreksmaður á þeim sviðum. Bernskuminningar eru margar og meðal þeirra allar sundferðirnar sem þú tókst mig með í. Afbragðs- sundmann, sem þú varst, munaði ekkert um að hafa fimm, sex, sjö, átta ára gutta á bakinu syndandi fram og aftur í Laugardalslauginni, ég hugsandi um það sem þú hafði brýnt fyrir mér, að halda sér fast svo að pabbi þyrfti ekki að leita að stráknum sínum. Óhætt er að segja að mér hafi fundist ég eiga allan heiminn eftir að við vorum búnir að synda nokkur hundruð metra sam- an. Sjómennskan átti hug þinn allan eftir að þú hættir í málmsteypunni enda bakið farið að segja til sín. Ófáar ferðir fórum við á Álftanes, til Gunna bróður þíns á Ægissíð- una og í verbúðirnar hjá Benna og Júlla frændum þínum, sem þú rerir svo oft með. Lyktin af signu grá- sleppunni sem þú verkaðir er mér í fersku minni, ekki síst vegna þess að þú gerðir mig að sölumanni þessarar fiskafurðar vestur á Ána- naustum og kostaði stykkið 25 krónur en það stærra 35 kónur. Á síðari hluta ævi þinnar, þegar við vorum búnir að væta kverk- arnar, þá oftar en ekki tókum við lagið og þú söngst eins og engill öll lögin okkar og glottir meðan ég var að reyna að elta þig en hafði ekkert í þig. Þú hringdir í mig hinn 29. okt. sl. og spurðir klukkan hvað ég og Inga ætluðum að leggja af stað norður í Bitrufjörð, þú ætlaðir að bíða á tröppunum á Hrafnistu eftir okkur, með vinnubuxurnar undir hendinni, tilbúinn að gera eitthvert gagn fyrir norðan. Þessi lýsing á vel við þig, elsku pabbi minn, því ávallt hafðirðu eitthvað fyrir stafni. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þinn sonur, Sigtryggur Árni. Elsku afi Óli, í dag kveð ég þig með söknuði í hjarta og minning- arnar koma upp í huga mér. Þegar þú og amma áttuð heima á Skóla- tröðinni þá var gaman að fá að koma um helgar og fá að vera hjá ykkur. Sérstaklega að fara með þér, afi minn, í sund því ekki gátu allir krakkar státað af því að eiga afa sem lék sé að því að stökkva af bretti, fara kollhnísa og ganga á höndum í sundlauginni. Þessi minning og margar aðrar mun ég geyma í hjarta mínu um ókomna tíð. Elsku afi, nú hefur þú lagt af stað í þína hinstu ferð, þar tekur Didda, dóttir þín, á móti þér opn- um örmum. Elsku pabbi, Jón, Kjartan, Sigtryggur og fjölskyldur, guð veri með ykkur og styrki í sorginni. Lilja Gunnlaugsdóttir. Kveðjuorð til Óla bróður frá okk- ur systkinunum frá seinna hjóna- bandi föður okkar. Þegar við vorum að komast á legg var Ólafur orðinn fullorðinn maður, um og yfir tvítugt. Hann var elstur í systkinahópnum (sjö samtals) og hefur alltaf fundist í okkar hugarheimi, stundum nálægt og stundum fjarri. Endurminningin merlar æ í mána silfri hvað, sem var, ... kvað skáldið Grímur Thomsen forðum daga. Þessi orð komu upp í hugann þegar fréttin af andláti Ólafs barst. Endurminningin um þegar hann bjó heima hjá okkur á Akureyri og hóf sitt nám. Ungur, elskulegur, stæltur íþróttamaður, sem laðaði að sér fólk, sérstaklega konur. Það var alltaf hlátur, söngur, glaumur og gleði í námunda við hann. Það er engin ástæða að tíunda allt sem skeði á þessum árum fyrir aðra en þá sem voru viðstaddir. Leiðir mætast og leiðir skiljast á lífsleiðinni. Ólafur hitti konu sína, Lilju, og þau eignuðust þrjá syni í hvelli, tvö börn komu síðar. Hvers- dagsstritið á Reykjavíkursvæðinu eftir stríðsárin er velþekkt, sér- staklega húsnæðisvandræðin. Ólaf- ur og Lilja fengu seint um síðir lóð í Kópavogi og byggðu þar sitt hús. Þar bjuggu þau lengi og vel, en leiðir skildi síðar í lífinu. Þar sem við tvær af systrunum erum búsettar erlendis hittum við Óla þegar við komum í heimsóknir og dvöldumst í faðmi fjölskyldunn- ar. Ólafur sendi okkur oftast jóla- kort með helstu fréttum af sér og sínum. Aðrar fréttir fengum við gegnum systkinin sem eru búsett heima. Ólafur hafði frábæra tenórsöng- rödd sem hann var heldur spar- samur að nota nema við sérstök tækifæri. Eftir að hann hætti starfi fór hann að taka söngtíma og syngja af alvöru. Einnig byrjaði hann að dansa samkvæmisdansa og varð oftar en einu sinni Íslands- meistari í dansi fyrir eldri borgara. Í síðasta skipti sem við öll hitt- umst var á ættarmóti á Grenivík, sem haldið var í tilefni þess að faðir okkar hefði orðið 100 ára. Ólafur bar aldur sinn mjög vel. Hann var þó aðeins daprari í bragði en venjulega, þar sem dóttir hans, Sigrún, hafði látist nokkrum mán- uðum áður, aðeins rúmlega fertug. Hvenær sem maður sá Óla á ætt- armótinu var hann alltaf með barn frá yngri kynslóðinni í kjöltunni. Það á vel við að ljúka þessari kveðju með framhaldi á ljóði skáldsins: yfir hið liðna bregður blæ blikandi fjarlægðar; gleðina jafnar, sefar sorg; ... Við sendum afkomendum Ólafs okkar innilegustu samúðarkveðjur. Anna Lísa, Halldóra, Gunnar, Helga. ÓLAFUR GUNNARSSON Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, MATTHÍAS BJARNASON, Ehnen, Lúxemborg, áður til heimilis í Búlandi 29, Reykjavík, lést á sjúkrahúsi í Lúxemborg miðvikudaginn 17. nóvember. Jarðarförin verður auglýst síðar. Marianne Wolf, Jenný Matthíasdóttir, Ásgeir Torfason, Bjarni Matthíasson, Erna Matthíasdóttir, Gunnar Ingi Gunnarsson, Jónas Matthíasson, Inge Elisabeth Nielsen Matthíasson, barnabörn og barnabarnabarn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VALGARÐ J. ÓLAFSSON, Hraunvangi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum í Fossvogi miðviku- daginn 17. nóvember. Útförin fer fram frá Kópavogskirkju föstu- daginn 26. nóvember kl. 15.00. Sif Þórz Þórðardóttir, Iðunn Anna Valgarðsdóttir, Jakob Már Gunnarsson, Eiður Valgarðsson, Kristín Gunnarsdóttir, Gunnhildur Sif Valgarðsdóttir, Sigrún Valgarðsdóttir, Þórólfur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.