Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 45 MINNINGAR ✝ Ólöf Birna Ólafs-dóttir var fædd í Reykjavík hinn 9. október 1949. Hún lést á Landspítalan- um hinn 14. nóvem- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ólafur Jón Guð- björnsson, f. 27.3. 1921, d. 31.3. 1977, og Ragna Klara Björnsdóttir, f. 31.5. 1924. Hinn 4. nóvember 1967 giftist Birna Skúla Heiðari Ósk- arssyni bifreiðastjóra á Hreyfli/ Bæjarleiðum. Þau eiga fimm börn. Þau eru: 1) Sigrún Ragna Skúladóttir, f. 1965, gift Jónasi Þór Kristinssyni. Börn hennar eru Birna Dís, Kristinn Viktor og Heiðar Snær. 2) Ragnhildur Skúladóttir, f. 1967, gift Andrési Snorrasyni. Börn hennar eru Sandra Mjöll, Sigrún Halldóra og Snorri Heiðar. 3) Anna María Skúladóttir, f. 1973, gift Hálf- dani Þorsteinssyni. Börn hennar eru Þorsteinn og Hel- ena Ósk. 4) Tvíbur- arnir Óskar Dan Skúlason, f. 24.5. 1980, í sambúð með Dísu Friðleifsdótt- ur, og 5) Ólafur Guðbjörn Skúlason, f. 24.5. 1980, í sam- búð með Svanhvíti Friðriksdóttur og eiga þau einn óskírðan son. Birna starfaði fyrst hjá Mjólkur- samsölunni í Reykjavík. Þá vann hún í nokkur ár í versluninni Grundakjör og síðan í Hagkaup- um í Kringlunni þar sem hún starfaði síðastliðin 16 ár, fyrst sem svæðisstjóri og síðan sem deildarstjóri þar til hún lét af störfum í desember 2003 vegna veikinda. Útför Birnu verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavik í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku mamma, nú ertu horfin á braut eftir erfiða baráttu og okkur langar að minnast þín með nokkrum orðum. Þegar við hugsum til baka til æskuáranna minnumst við þín sem trausts vinar og góðrar fyrirmyndar. Það var sama hvað á bjátaði, ávallt varstu með ráð við öllu. Við ólumst upp hjá ykkur pabba við mikla ást og umhyggju og þið veittuð okkur allt sem góðir foreldrar geta veitt börn- um sínum. Það hefur ekki verið auð- velt að koma okkur öllum á legg og lærðum við af ykkur að aðalatriðið er að standa ávallt saman. Fyrir tæplega ári síðan greindist þú með krabbamein og þurftir að ganga í gegnum erfiðar meðferðir. Það sem hélt þér gangandi í gegnum þetta allt var m.a. að komast aftur í Hagkaup þar sem þú vannst síðast- liðin 16 ár og áttir þar marga góða vini. Meðferðirnar voru langar og strangar en aldrei heyrðum við þig kvarta. Þrátt fyrir mikil veikindi drifuð þið pabbi ykkur til Portúgal nú í október. Þar áttuð þið saman ynd- islega viku og erum við systkinin þakklát fyrir þá stund sem þið áttuð þar saman. Fljótlega eftir heimkom- una lagðist þú inn á sjúkrahús þar sem hlutirnir gerðust alltof hratt og ekki varð við neitt ráðið, en ávallt barðist þú hetjulega. Síðustu daga ævinnar varstu með húmorinn í lagi og viðhélst léttleikanum í kringum þig. Það sem þér fannst mikilvægast eins og alltaf var að fjölskyldan stæði saman. Elsku mamma, við erum þakklát fyrir allt sem þú hefur gefið okkur. Við hefðum viljað að tími okkar sam- an hefði verið lengri en við fáum víst engu um það ráðið. Þú munt ávallt eiga stað í hjarta okkar en erfitt er að hugsa sér lífið án þín. Við munum alltaf elska þig og hafa í huga þín síð- ustu orð þar sem þú lagðir m.a. áherslu á að lífið héldi áfram. Við kveðjum þig með söknuð í hjarta okkar en eftir standa margar og skemmtilegar minningar sem við munum varðveita alla okkar ævi. Elsku mamma, megir þú hvíla í friði, guð geymi þig, við elskum þig öll, þú ert hetjan okkar. Elsku pabbi og amma, guð veiti ykkur styrk á þessum erfiðu tímum. Þín börn, Sigrún Ragna, Ragnhildur, Anna María, Óskar Dan og Ólafur Guðbjörn. Elsku tengdamóðir mín, það er erfitt að kveðja þig með orðum sem virðast vera týnd í þeim hundruðum minninga um þig sem eru að brjótast í mér, við fengum að vera í þeim for- réttindahópi að njóta nærveru þinn- ar sem var full af skilningi og hjálp- semi sem er og mun alltaf vera okkur hvatning til að gera betur og standa saman sem fjölskylda. Þú náðir alltaf að gera gott úr hlutunum sama hvað var að. Þegar við hjónin þurftum hjálp við að gæta barna okkar, hvort sem var einn dag eða við hjónin fór- um utan í nokkra daga, var alltaf sama svarið „ekki málið“, og þú flutt- ir heim til okkar en þegar við hjónin komum heim var langur tími þar á eftir sem börn okkar vildu fá hitt og þetta eins og amma gerði það, orðið nei var ekki til hjá þér þó að þú værir í fullu starfi og álagið þar mikið sem þú stóðst með sóma. Maður fann það svo mikið þegar við heimsóttum þig í vinnuna, það var alltaf mjög létt í kringum þig og greinilegt að þú hafðir áunnið þér vináttu og virðingu samstarfsfólks þíns. Þegar fjölskyldan hittist til að gera sér glaðan dag var oft mjög gaman. Þá varst þú þar oft manna hressust. Jóladagur var sá dagur sem var fastur liður að fjölskyldan kæmi öll saman heima hjá þér og Skúla. Þetta voru stundir sem eru og verða alltaf ofarlega í hugum okkar allra um alla ævi. Það sem þú tókst að þér var alltaf vel gert og allir vita að þú lagðir mik- ið á þig til að svo yrði. Þið Skúli voruð með stórt heimili, fimm börn. Öll eru þau mjög sam- viskusamir, sjálfstæðir og duglegir einstaklingar sem þú mátt vera mjög stolt af. Fengu þau allan þann stuðn- ing og ást sem þau þurftu. Við getum ekki annað en litið upp til þín og það munum við alltaf gera. Sá eiginleiki þinn að gera gott úr nánast hverju sem er, hversu slæmt sem ástandið var, er guðs gjöf sem þú notaðir alveg fram á síðustu stund. Skúli minn, Ragna amma, Sigrún, Ragnhildur, Anna María, Ólafur og Óskar, ég vona að guð gefi ykkur styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Jónas Kristinsson. Elsku Birna mín. Hvað ég á eftir að sakna þín. Ég man þegar ég sá þig fyrst, þá tókstu mér svo vel, ég fann það strax að maður var velkominn í fjölskylduna þína. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Þegar maður þurfti einhver svör vissir þú svörin. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast þér. Í mínum aug- um ertu hetja, sem ég mun alltaf líta upp til. Ég á eftir að sakna þín. En eftir skilur þú góðar minningar. Munt þú alltaf lifa í hjarta mínu. Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allri svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af augu mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. (Kristján Jónsson.) Þín tengdadóttir Dísa. Elsku Birna, hverjum datt í hug að við sætum hérna í dag og skrif- uðum minningargrein um þig? Þegar þú færðir okkur þær fréttir fyrir rúmum tíu mánuðum að þú hefðir greinst með krabbamein var það hræðilegt áfall, en þú varst alltaf svo dugleg og sterk að okkur datt ekki í hug að þetta fengi svona snöggan endi. Það hvarflaði aldrei að okkur. Það koma margar minningar upp í huga manns á svona stundu og við gætum skrifað margar síður, en eins og þú varst þá vitum við að þú hefðir ekki viljað það. Efst í huga okkar er þegar við vorum öll stödd hjá þér og Skúla á afmælinu þínu 9. okt. og Óli þinn hringdi og sagði þér að hann hefði eignast son. Allir grétu af gleði, því stærri afmælisgjöf er ekki hægt að hugsa sér. Elsku Birna, þú munt alltaf eiga stóran hlut í hjarta okkar. Guð veri með þér, elskan. Elsku Skúli, börn, tengdabörn og barnabörn, guð styrki ykkur í þessari miklu sorg. Hinsta kveðja. Mamma, Sæunn, Kristján, Karl og Þorbjörg. Elsku besta amma mín. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar að þú ert farin frá okkur, þetta gerðist allt svo fljótt að ég áttaði mig ekki á því hvað var að gerast. Það fyrsta sem kemur mér upp í huga er að þú varst alltaf svo glöð og það var alltaf svo skemmtilegt hjá þér. Þú varst alltaf svo góð við alla og vildir alltaf hjálpa öllum. Þegar við vorum að vinna saman á jólunum þá man ég alltaf eftir þér hlaupandi um alla búð brosandi að hjálpa öllum. Þegar þú fórst frá okkur þá fannst mér lífið svo ósanngjarnt, því þú ert svo ung, en guð tekur fyrst þá sem hann elskar mest og við fáum engu um það ráðið. Ég mun aldrei gleyma fallega brosinu sem þú gafst mér þegar að þú varst á spítalanum. Ég reyni samt að trúa því að þér líði bet- ur hjá Guði og þetta sé betra því að þú varst orðin svo veik, en barðist svo hetjulega og aldrei heyrði maður þig kvarta um að eitthvað væri að. Elsku amma, ég mun alltaf sakna þín og ég mun hugsa til þín, oft á dag. Elsku afi, Guð styrki þig í sorg þinni og umvefji þig alla tíð. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín nafna Birna Dís. Elsku besta amma. Nú ert þú komin til himna og við vitum að Guð passar þig. Við söknum þín svo mikið og okkur langar svo að sjá þig aftur. Við minnumst góðra stunda okkar saman, t.d. þegar þú fórst með okkur í húsdýragarðinn. Þið afi tókuð alltaf vel á móti okkur þegar við komum til ykkar og við eigum eftir að sakna þín rosalega mikið. Elsku amma, við elskum þig af öllu hjarta og við munum aldrei gleyma þér. Þín barnabörn Þorsteinn og Helena Ósk. Elsku amma. Þú varst alltaf tilbú- in að taka á móti okkur þegar við vildum koma í heimsókn. Þú áttir alltaf eitthvað gott handa okkur. Við munum alltaf muna eftir þér í rauðu peysunni þinni og hlýju inniskónum sem okkur fannst svo gaman að fá að prófa. Þú varst alltaf svo góð og skemmtileg. Hjá þér var alltaf gam- an, enda varstu alltaf í svo góðu skapi. Við eigum eftir að sakna þín mjög mikið og munum varðveita minningu þína alla tíð. Elsku afi, guð geymi þig. Þínir dóttursynir Kristinn Viktor og Heiðar Snær. Elsku amma Birna. Mikið er sárt að þú sért farin frá okkur. Okkur langar ekki að trúa því, þú sem varst svo frábær, skilningsrík og ávallt í góðu skapi. Þú varst alltaf svo góð við alla og rosalega mikill dýravinur. Mikið á hundurinn þinn hún Týra eftir að sakna þín, en Sæja systir þín ætlar að hafa hana, því að hún er dýravinur eins og þú. Við vitum að það er heimilið sem þú vildir að hún væri á, því þar er vel hugsað um hana. Það er erfitt að hugsa um afmæli, jól og fleira án þín. Við vitum að þér líður vel hjá pabba þínum og Guði. Við vitum líka að þú verður alltaf hjá afa, langömmu og okkur öllum líka því þú sagðir á dánarbeði þínum að þú ætlaðir alltaf að vera hjá okkur. Einnig vitum við að þú elskaðir okk- ur afar heitt eins og við munum alltaf elska þig og ávallt muna eftir þér. Hvíl þú í friði, elsku amma. Kveðja frá hundunum Týru og Perlu. Þín barnabörn Sandra Mjöll, Sigrún Halldóra og Snorri Heiðar. Elsku Birna, þú fórst svo skyndi- lega frá okkur og við söknum þín ótrúlega mikið, en núna ertu komin á betri stað. Þú varst svo veik og áttir ekki skilið að þurfa að þjást eins og þú gerðir. Núna sjá englarnir um þig og við hugsum stöðugt til þín. Við munum bara eftir þér sem yndislegri og hlýrri manneskju, alltaf jákvæð og dugleg. Alltaf brosandi. Við hugs- um líka til allra sem stóðu þér nærri og sendum þeim stuðning og hlýju. Einhvern tímann sjáumst við aftur. Þínar frænkur Ragna og Kolbrún. Elsku Birna, ég þakka þér fyrir samfylgdina og yndislega viðkynn- ingu. Hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku Skúli og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Megi guð styrkja ykkur í sorginni. Ykkar Svanhvít. Okkur langar að skrifa kveðjuorð til kærrar vinkonu og samstarfs- manns sem lést langt fyrir aldur fram eftir stutta og harða baráttu við krabbamein. Elsku Birna, það er sárt að sjá á eftir þér og vita að þú kemur ekki aftur til okkar í Hagkaup í Kringl- unni. Þín verður sárt saknað og erfitt verður að fylla tómið. Við biðjum al- góðan Guð að blessa og varðveita sál þína og gefa þér skjól í sínu húsi. Við þökkum samfylgdina í gegnum árin, elsku Birna, og biðjum Guð að blessa og styrkja fjölskyldu þína. Vinir og samstarfsfólk í Hagkaupum, Kringlunni, Guðni Þórisson. ÓLÖF BIRNA ÓLAFSDÓTTIR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Ástkær eiginmaður minn, faðir, stjúpfaðir, tengdafaðir og afi, HJÖRLEIFUR GUNNARSSON, Þúfubarði 11, Hafnarfirði, lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði miðviku- daginn 17. nóvember. Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Björg Hjörleifsdóttir, Sumarliði Már Kjartansson, Sigurður Guðmundsson, Margrét Ósk Guðjónsdóttir, Guðmundur Rúnar Guðmundsson, Sigríður R. Sigurðardóttir og barnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, FRIÐÞJÓFUR G. KRISTJÁNSSON frá Ísafirði, Langholtsvegi 122, Reykjavík, lést á lungnadeild Landspítalans í Fossvogi miðvikudaginn 17. nóvember. Kristín Jósepsdóttir, Margrét V. Friðþjófsdóttir, Stefnir Þór Kristinsson, Sigríður María Friðþjófsdóttir, Tómas Valdimarsson, Ingibjörg Friðþjófsdóttir og barnabörn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.