Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 46
46 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Í dag hefði amma orðið sjötug. Nú þegar nokkur tími er liðinn frá því að hún kvaddi hafa minningarnar skipt um hlutverk. Nú veita þær hlýju og vellíðan í stað þess að nísta hjartað eins og þær gerðu fyrst á eftir. Nú eru allar minningarnar um sumarbústaða- ferðir, helgarfrí með ömmu og afa, löngu símtölin og allt þetta hvers- dagslega perlur, fastar í minninu, sem enginn getur tekið frá mér. Fyrir rúmum tíu mánuðum var ég GUÐBJÖRG VALDIMARSDÓTTIR ✝ Guðbjörg Valdi-marsdóttir fædd- ist á Guðnabakka í Stafholtstungum í Borgarfirði 19. nóv- ember 1934. Hún andaðist á Landspít- alanum við Hring- braut 1. janúar síð- astliðinn og var útför hennar gerð frá Digraneskirkju 9. janúar. reið og ósátt við að þurfa að kveðja ömmu svona snemma en nú er reiðin að fjara út og ég er þakklátari með hverj- um deginum fyrir að hafa fengið að hafa hana hjá mér í þó þennan tíma. Að eiga ömmu eins og þessa er alls ekki sjálfsagt heldur eru það for- réttindi, rétt eins og það eru forréttindi að eiga afa eins og afa Munda í Gullsmáran- um. Afi minn er hetja og eins og ein- hvers staðar stendur skrifað: ,,engill í dulargervi“. Ég veit að amma er ekki farin fyr- ir fullt og allt heldur fylgist með okkur öllum af betri stað. Það er vissulega notalegt að vita að það er engill þarna uppi sem fylgist með öllu og leiðir okkur í gegnum erf- iðleika sem kunna að vera á veg- inum. Einhver sem við getum treyst fyrir víst. Elsku amma, til hamingju með af- mælið. Þín Ella Björg. Fyrrverandi tengdamóðir mín og mín góða vinkona hefði orðið 70 ára í dag, hefði hún lifað. Mig langaði að minnast hennar á þessum tímamót- um. Við kynntumst árið 1975. Þá var ég aðeins 15 ára og hún rétt rúm- lega fertug. Öll mín unglingsár var ég í fjölskyldunni og við gerðum margt skemmtilegt saman. Fórum í ferðalög, á sveitaböll, í berjatínslu, gerðum laufabrauð saman o.s.frv. Nú hugsa ég hvað ég var heppin að fá að vera með þeim hjónum og börnum þeirra á þessum tíma. Eftir að leiðir okkar Rögnvaldar skildu, þá breyttist samt ekkert í þeirra fari, Munda og Dúddu, gagn- vart mér. Þau héldu áfram að vera mér sem tengdaforeldrar og seinna eftir að bættist við barnahópinn hjá mér, þá voru þau „amma Dúdda“ og „afi Mundi“ fyrir þau börn líka. Ég lærði mikið af góðum hlutum hjá Dúddu minni, enda sakna ég hennar mikið. Ég þakka fyrir alla góðvild í minn garð, elsku Mundi og fjölskylda. Guð og gæfan fylgi ykkur öllum. Elín Grímsdóttir. Anna Sigríður Johnsen, eða Sig- ríður Johnsen eins og hún var yf- irleitt nefnd, fæddist í Vestmanna- eyjum 5. maí 1913, dóttir Lárusar Johnsen og Jónu Ingibjargar Jóns- dóttur, síðar Möller. Jóna var vinnukona hjá föður Lárusar, Jó- hanni Jörgen Johnsen, sem mikill ættbogi er af. Leiðir mæðgnanna lágu saman langt fram eftir árum, og glöggt mátti finna á Sigríði hversu mjög hún virti og mat móð- ur sína. Jóna lézt 1966. Sigríður gekk í Kvennaskólann. Hún fluttist síðan til Danmerkur, og þar var hún ásamt móður sinni og eiginmanni hennar, Vilhelm ANNA SIGRÍÐUR JOHNSEN ✝ Anna SigríðurJohnsen fæddist í Vestmannaeyjum 5. maí 1913. Hún andaðist á Borgar- spítalanum 13. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Lárus Johnsen og Jóna Ingibjörg Jónsdóttir Möller. Sigríður giftist 1946 Poul Larsen Christoffersen lög- regluþjóni, síðar lögfræðingi, er lézt 1994. Þau skildu. Sonur þeirra er Ríkarður Örn Pálsson, f. 1946. Útför Sigríðar er gerð frá Foss- vogskapellu í dag og hefst athöfn- in klukkan 15. Möller, þegar sam- skipti við Ísland lögðust af vegna hernáms Þjóðverja. Stríðsárin voru Dönum erfið, þó að þeir hafi að vísu lið- ið minna en margar aðrar þjóðir. Sigríð- ur vann þá á sauma- stofu í Kaupmanna- höfn, eflaust fyrir lítil laun, og þar var mikið að gera. Rétt eins og aðrir urðu mæðgurnar að þola hvað eina, sem yfir danskan almenning gekk. Árið 1944 flæktust þær eitt sinn inn í skotbardaga á förnum vegi, en voru ekki meðal þeirra sem her- skeyti hæfðu. En lengi getur vont versnað, og grunnt var jafnvel á húmorinn þrátt fyrir allt. Sigríður söng með kór Íslendinga í Höfn og tók þátt í félagslífi þeirra. Þrátt fyrir erf- iðleika þessa tíma og skoðanir Sig- ríðar og annarra á framkomu Þriðja ríkisins féll hún aldrei í þá gryfju að samsama þýzku þjóðina þeim sem völd höfðu yfir henni. Minnist ég þess er hún sagði mér frá þýzkum herflugmanni, sem hún hitti eina kvöldstund. Þau héldust í hendur og ræddu stöðu sína í veröld, sem var af göflunum gengin – lítil eyja af heilbrigðum tilfinningum í órahafi haturs og vitleysu. Þau sáust aldrei aftur, og það örlaði á tárum er gamla konan lýsti þessari skammvinnu, mann- legu og kvenlegu reynslu. Sú regla mun hafa gilt, að rík- isfang eftir lýðveldisstofnun fór eftir dvalarlandi, nema fólk til- kynnti annan vilja. Sigríður gerði það ekki, og var því danskur rík- isborgari síðan. Hún fann alla tíð til mikillar samstöðu með því góða landi og íbúum þess. Hún giftist skömmu eftir stríðslok Paul Christoffersen lögfræðingi, sem síðar starfaði lengi hjá dönsku einkaleyfaskrifstofunni. Hann lézt 1994. Þau áttu einn son, Ríkarð Örn, sem tók sér að íslenzkum sið nafnið Pálsson er hann gerðist Ís- lendingur á sjöunda áratugnum. Hjónaband þeirra Páls varð ekki langætt, en gagnkvæm velvild var þó milli þeirra alla tíð. Sveinninn Richard Ørn naut uppeldis bæði föður og móður, þó að til skiptis væri, þar til Sigríður fluttist end- anlega til Íslands með honum 1960. Á Íslandi starfaði Sigríður að- allega við lampaskermagerð á eig- in vegum, þar til hún tók að eldast og sú starfsemi fór að reynast óarðbær. Hún var áhugasöm um margt, svo sem gamla muni og myndir, en þó sérstaklega um kvæði og kveðskap, sem hún naut mjög og kunni mikið af, bæði ís- lenzkum og dönskum. Hún var aldrei auðug að veraldlegum gæð- um, en kom þó syni sínum til manns og mennta af útsjónarsemi og myndarskap. Kunningjar hans og vinir nutu einnig vináttu henn- ar og gestrisni. Nú, þegar hún er fallin frá í hárri elli, er hennar minnzt með hlýhug og þökk. Lúðvík Emil Kaaber. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minningar/afmæli“ ásamt frekari upplýsingum). Skilafrestur Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er tak- markað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur,. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstandendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um foreldra hans, systkini, maka og börn og hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður. Undirskrift Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi, ÁSTVALDUR ANTON KRISTÓFERSSON, sem lést á Heilbrigðisstofnun Austurlands á Seyðisfirði föstudaginn 12. nóvember, verður jarðsunginn frá Seyðisfjarðarkirkju laugar- daginn 20. nóvember og hefst athöfnin kl. 14:00. Anna Kristín Jóhannsdóttir, Jóhanna Ingibjörg Ástvaldsdóttir, Sigmar Guðbjörnsson, Ingunn Björg Ástvaldsdóttir, Emelía Ástvaldsdóttir, David Hovelsrud, Kristófer Ástvaldsson, barnabörn og barnabarnabarn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓNS KRISTINS KRISTINSSONAR, Eystra-Íragerði, Stokkseyri. Ólafía Kristín Jónsdóttir, Sigurjón Jónsson, Hafsteinn Jónsson, Erla Karlsdóttir, Gylfi Jónsson, Dagbjört Gísladóttir, Ófeigur Jónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, JÓHÖNNU ANTONSDÓTTUR. Guð blessi ykkur öll. Anton Sigurbjörnsson, Pálína Frímannsdóttir, Bogi Sigurbjörnsson, Sigurhelga Stefánsdóttir, Guðrún Sigurbjörnsdóttir, Birgir Haraldsson, Kristrún Sigurbjörnsdóttir, Stefanía Sigurbjörnsdóttir, Jóhann Stefánsson, Jón Sigurbjörnsson, Björk Jónsdóttir, Ásgrímur Sigurbjörnsson, Guðrún Sighvatsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall konu minnar og móður okkar, KRISTÍNAR JÓNSDÓTTUR Suðurgötu 8 og heiðrað minningu hennar á margan hátt. Sérstakar þakkir fær starfsfólk í Sóltúni fyrir aðdáunarverða umhyggju og sambýlisfólk hennar þar fyrir alúðlegt viðmót. Einar Bragi Borghildur Einarsdóttir Rudolf Adolfsson Jón Arnarr Einarsson Elma Hrafnsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Mig langar til að skrifa fáein orð til að minnast fyrrverandi sambúðarmanns míns til sex ára, Péturs Þórssonar. Við Pétur kynnt- umst í Hafnarfirði og byrjuðum að búa saman á miðju ári 1994 og slit- um okkar samveru árið 2000. Við upplifðum ótrúlega margt PÉTUR ÞÓRSSON ✝ Pétur Þórssonfæddist á Húsa- vík 9. júní 1953. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi 1. nóvember síðastlið- inn og fór útför hans fram frá Kópavogs- kirkju 9. nóvember. saman á þessum ár- um. Börn hans, Þór, Guðrún og Rán, voru mikið hjá okkur og ferðuðumst við með þau margar ferðir um landið, t.d. vorum við nokkuð í Hrísey sem er yndislegur staður til þess að dvelja á. Einnig ferðuðumst við mikið saman tvö innanlands og utan. Við fórum í borg og bæ og upp á há- lendið og ef Pétur sá einhvers staðar troðning, þá fórum við hann. Mér eru mjög minnisstæðar utanlands- ferðir okkar, t.d. ferð okkar um Bretland og ævintýralegt ferðalag okkar á mótorhjóli til Seyðisfjarð- ar, með Norrænu til Danmerkur og þaðan til margra landa í 7 vik- ur. Pétur var uppátækjasamur og átti til með að koma mér ánægju- lega á óvart með margt eins og að einn daginn kom hann heim og bað mig um að koma með sér út og sagði „veldu stað“ og ég valdi bryggjuna okkar í Hafnarfirði. Við settumst þar á bryggjupolla, hann dró upp öskju og þar settum við upp okkar trúlofunarhringa. Hann hafði í huga að kaupa þennan bryggjupolla og hafa hann í garðinum hjá okkur en ekkert varð af því. Einnig skildi hann eft- ir bréf til mín á hinum ýmsu stöð- um þegar hann fór út á sjó, þannig að ég á gott safn bréfa og ljóða. Ég minnist þessa tíma með vin- semd. Ég votta börnum hans, móður og öðrum aðstandendum samúð mína. Brynja Árnadóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.