Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 54

Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 54
54 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞAÐ ER stór dagur í lífi hvers tón- elskandi manns að upplifa ólgandi tónaflóð og einnig þögnina sem rýfur holskefluna og gagntekur hann með „ofurmætti“ sín- um. Þessi sann- indi þekktu og þekkja meistarar sinfónískra tón- smíða, og sann- arlega þekktu þeir Schumann og Brahms þau. Það eitt að veita tón- listarunnendum kost á að upplifa æðaslátt þessara vina og mótunarmanna sinfóníut- ungutaksins er mikið tilhlökkunar- efni og það að Sinfóníuhljómsveit Norðurlands hefji vetrarstarf sitt með svo miklu tilhlökkunarefni er frábært. Auðvelt er að snúa út úr þessu, því á maður ekki alltaf að hlakka til tónleika? Sellókonsertinn er í 3 þáttum: 1) Nicht zu schnell, 2) Langsam, 3) Sehr lebhaft. Það er kaldhæðni örlaganna að 10 ár liðu frá því að Schumann lauk verkinu, þangað til að það var frumflutt og þá fjórum árum eftir andlát tónskáldsins. Sú töf, og reynd- ar miklu lengri á öðrum verka hans, stafaði að hluta af fordómum á geð- veikinni sem Schumann var haldinn og jafnvel eiginkona hans Clara og vinur hans Brahms töldu þessi verk ekki gefa rétta mynd af handbragði snillingsins. Í sellókonsertinum treð- ur Schumann nýjar slóðir, stefin stutt og vefurinn þéttur. Auk þess sem hann lætur þættina renna að nokkru saman, og sagt er að Schu- mann hafi gert það til að forðast klapp á milli þátta, sem þá tíðkaðist og fór mikið í taugarnar á honum. Verkið gerir óvægnar kröfur til ein- leikarans, jafnvel svo að á stundum var sagt að höfundur þessi hefði ekki verið nógu góður að semja fyrir selló. Verkið er knappt og oft snarstefjað, en vinnur á við hverja nýja hlustun þess. Það er táknrænt að Schumann lýkur verkinu á einkar „brahms- legan“ hátt í 6/8 takti og býður hinum unga vini sínum sviðið, vini sínum Brahms, sem hann áður kynnti svo eftirminnilega til leiks í blaði sínu „Nýja tímanum“. Nicole Vala er verðugur og glæsi- legur fulltrúi nýja tímans og hún snart bæði verkið og áheyrendur töfrasprota þar sem allt verður svo frískt, ljóðrænt og litríkt. Flutningur hennar var í senn gæddur næmi og öryggi. Túlkun hennar á „kadensu“ í lokaþættinum var í senn bæði frjáls og öguð, mjúk og kröftug. Hraðaval og styrkleikabreytingar hljómsveit- arinnar bar góðri stjórn Guðmundar Óla órækt vitni, sem átti svo eftir að sannast enn frekar í Fjórðu sinfóníu Brahms. Sú sinfónía varð síðasta sin- fónía meistarans og sannarlega eins og vel þroskað gullaldin á silfruðu hausti. Verkið er í fjórum þáttum með yf- irskrift ítölsku hraðaorðanna: Allegro non troppo; Andante mod- erato; Allegro giocoso og Allegro energico e. passionate. Sinfónían kallast á við það besta sem rómantíski tíminn miðlaði í sin- fónískum verkum og kallast einnig á við Gustav Mahler, sem á svo eft- irminnilegan hátt hlýddi kalli með sínum óviðjafnanlegu sinfóníum. Sin- fóníuhljómsveit Norðurlands með 52 hljóðfæraleikurum flutti verkið af miklum krafti og innlifun, svo mikilli innlifun, að á stundum nálgaðist hún ígildi mun fjölmennari hljómsveitar, þeim fjölda hljóðfæraleikara sem þessu verki er sniðinn. Brahms gæðir verk sitt öllu því töframáli sem allt tjáði á þeim tíma um galdur sinfón- íuhljómsveitarinnar og kom öllum þeim slungnu töfrum fyrir í einu verki. Þegar verkið rís hæst í lokaþætt- inum er Bach sjálfur kallaður til með „passakalíu“stef sem tekur róm- antískum stakkaskiptum með öllum þeim litbrigðum sem sú stefna leyfði. Sérstakt lof ber blásurum fyrir fal- legan og öruggan leik í krefjandi verki. Bravó! Guðmundur Óli Gunnarsson er þó sá sem náði að magna upp sitt lið í hrífandi anda þeirra snjöllu vina, Brahms og Schumanns. Um leið og ég þakka glæsilega tón- leika fullyrði ég að Sinfóníuhljóm- sveit Norðurlands og tónlistarmenn okkar sem náð hafa svo langt í list- grein sinni sem Nicole Vala eiga ekk- ert minna skilið en nýtt menningar- hús á Akureyri og það fljótlega. Slungnir töfrar TÓNLIST Glerárkirkja Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og Nic- ole Vala Cariglia einleikari á selló. Kons- ertmeistari: Gréta Guðnadóttir. Stjórn- andi: Guðmundur Óli Gunnarsson. Sellókonsert í a-moll op. 129 eftir Robert Schumann (1810–1856) og Sinfónía nr. 4 í e-moll op. 98 eftir Johannes Brahms (1833–1897). Sunnudaginn 14. nóvember 2004 kl. 16.00. Sinfóníutónleikar Nicole Vala Cariglia Jón Hlöðver Áskelsson Félag íslenskra tónlistar-manna hefur um árabilveitt félagsmönnum sínum styrki til tónleikahalds á lands- byggðinni. Verkefninu er ætlað að styðja við tónleikahald á lands- byggðinni, að sögn Kristínar Mjall- ar Jakobsdóttur, umsjónarmanns þess. „Tónlistarfélög, menningar- málanefndir og sveitarfélög yf- irleitt eru ekki mjög fjársterk, og hafa ekki haft ráð á að borga tón- listarfólki í samræmi við taxta. Þess vegna var þessu verkefni hrundið af stað. FÍT sækir árlega um styrk til menntamálaráðuneytisins til að fjármagna verkefnið, og aug- lýsir svo meðal sinna félagsmanna eftir umsóknum. Félagið styrkir svo um tíu tónlistarmenn og hópa á ári til að halda þrenna tónleika á landsbyggðinni hverjir um sig.“ Kristín Mjöll segir að styrkirnir og samstarf FÍT við landsbyggðina séu forsenda þess að tónlistar- og menningarfélög á landsbyggðinni geti boðið upp á reglulegt tón- leikahald með fyrsta flokks tón- listarfólki sem fái greidd laun fyr- ir sína vinnu. Á hverju ári fá félögin lista frá FÍT yfir þá tónlist- armenn sem hafa hlotið styrki, og geta þá í kjölfarið leitað til FÍT um aðstoð, eða beint til styrkþeganna. Kristín Mjöll segir að áður fyrr hafi skipulag á þessu tónleikahaldi verið mjög erfitt. „Fyrir þremur árum var svo ákveðið að hafa fast- an tengilið í þessu starfi, og ég var ráðin til þess að sinna því. Áður voru tónlistarmennirnir sjálfir að garfa í hlutunum sín megin og tón- listarfélögin hinum megin. Allir voru að hringja í sama fólkið þvers og kruss um landið. Nú sé ég um að miðla upplýsingum á milli og er tengiliður við landsbyggð- arfélögin.“    Kristín Mjöll segir að mikilvægtsé að frumkvæði að tónleika- haldinu komi frá landsbyggð- arfólki og oftast er það raunin. Þá velja félögin sjálf tónlistarfólk til að bjóða til sín af listanum sem FÍT sendir út yfir styrkþega árs- ins. Þó er það ekki einhlítt að þessi háttur sé hafður á. „Sum félögin eru vel skipulögð og eiga auðvelt með þetta, en öðr- um finnst þó gott að fá ráðgjöf okkar. Þetta er upp og ofan. Sumir vilja að við stingum upp á fólki og við reynum þá að gera það. Annars sjá félögin alveg um alla fram- kvæmd tónleikanna.“ Aðstæður eru mjög mismunandi eftir landshlutum að sögn Krist- ínar Mjallar, og sem dæmi nefnir hún, að á Norðvesturlandi er að- eins eitt félag virkt í samstarfinu við FÍT; það er á Hvammstanga. „Sveitarfélög eru gagnrýnd fyrir að styrkja menningarstarf sem kostar mikið, og svo koma kannski fáir að njóta þess, og auðvitað er erfiðara að standa í slíkum mótbyr þegar fjárhagurinn er erfiður. Það er líka lenska að fólk vilji fá eitt- hvað „létt“. Við höfum reynt að koma til móts við það án þess að þynna út okkar efnisskrár, og höf- um gert það með því að hafa tón- leika lifandi; komast í snertingu við fólk með spjalli og kynn- ingum.“    Suðvesturhorn landsins er í mik-illi uppsveiflu í tónleikahaldi að sögn Kristínar Mjallar. Reykja- nesbær kom til samstarfs við verk- efnið fyrir tveimur árum. „Sveitar- félagið Ölfus er líka komið með hörkuduglegan menningarfulltrúa og í Árborg er líka margt að ger- ast. Höfn í Hornafirði er líka til sérstakrar fyrirmyndar, Ísafjörð- ur líka. Á Þórshöfn á Langanesi sér sveitarstjórinn sjálfur um að skipuleggja tónleikahaldið, og hef- ur ekki látið neinn bilbug á sér finna. Þetta er dreift, en við eigum góða hauka í horni í öllum lands- hlutum. Það er oft að stærri stað- irnir gleypa þá minni. Við vorum í samstarfi við Bolungarvík, en þeir treystu sér ekki í samkeppni við Ísafjörð.“ Spurð um hvort munur sé á við- leitni sveitarfélaga eftir því hvort þau hafa menningarfulltrúa á sín- um snærum eða ekki, segir Kristín Mjöll svo vera og miklu skipta hver afstaða þeirra sem sjá um slík mál sé til klassískrar tónlistar. „Ég finn mikinn mun á því hvernig að tónleikahaldinu er staðið og mis- jafna þörf fyrir að halda uppi merkjum tónlistarinnar.“ Samstarfsaðilar verkefnisins eru nú yfir þrjátíu talsins um land allt. Oft er efnt til frekara sam- starfs við tónlistarmennina í kringum tónleikana, til dæmis við tónlistarskólana á staðnum, grunnskóla, kóra eða tónlist- armenn staðarins, með nám- skeiðum, skólatónleikum, og þátt- töku tónlistarnema í heimabyggð á tónleikunum. Um helgina verða tvennir tón- leikar í samstarfi við FÍT. Tónlist- arfélag Akureyrar er með tónleika í Deiglunni kl. 16 á morgun með Hallveigu Rúnarsdóttur sópran, og Árna Heimi Ingólfssyni píanó- leikara. Á sunnudag verða tón- leikar á vegum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum kl. 17 með Ármanni Helgasyni klarinettuleik- ara og Miklos Dalmay píanóleik- ara. Klassísk tónlist um allt land ’Á Þórshöfn á Langa-nesi sér sveitarstjórinn sjálfur um að skipu- leggja tónleikahaldið, og hefur ekki látið neinn bilbug á sér finna.‘ AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir begga@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Kristín Mjöll Jakobsdóttir í ljósri úlpu fyrir miðri mynd, og að baki henni sú vaska sveit tónlistarmanna sem leika um land allt í vetur. ENGIN sönn leið er til að lýsa veru- leika, honum er ekki hægt að miðla nema að litlum hluta, segir Patrick Huse í sýningarskrá sýningar sinnar Encounter, eða Kynni, á Listasafni Akureyrar. Sýningin er eins konar mann- fræðimyndlist. Huse birtir á sýning- unni niðurstöður og svipmyndir af rannsókn sinni á Devoneyju í Norðu-Kanada, einum eyðilegasta og afskekktasta stað á jörðinni, eins og hann lýsir honum sjálfur, auk þess sem náin kynni hans af inúítum í þorpinu Resolute Bay, þar skammt frá, verða honum tilefni til listtján- ingar. Sýningin skiptist í raun í verk þar sem Huse er að túlka og vinna með viðfangsefni frá þessum stöðum með listrænum hætti, eða verk sem eru einskonar heimildir, og án hins beina listræna þáttar. Sýninguna er hægt að horfa á sem heild, og það er líklegast það sem Huse ætlast til, þ.e. að eftir skoðun sýningarinnar gangi maður út með ein skýr skila- boð í höfðinu, eða að maður getur rýnt í einstök verk og notið þeirra hvers fyrir sig. Huse, sem upphaflega er málari, notar nú fjölda miðla til að tjá sig. Málverk eru þarna reyndar ennþá á sínum stað, sannarlega vel gerð og tæknilega áhugaverð þar sem Huse málar þykkt en vinnur svo ofaní þau með sandpappír og slípar til. Þá not- ar hann ljósmyndir og birtir seríur af þeim. Vídeóið notar hann líka, og sýnir myndbandsviðtal við tvo bræð- ur sem kunna þá list að lifa af úti í náttúrunni við ótrúlega erfiðar að- stæður. Þá eru textaverk, sem hafa kannski meira heimilda-, upplýs- inga- og skemmtigildi en myndlist- arlegt gildi. Textarnir eru þó mynd- rænir enda eru þar útskýrð skrýtin nöfn hinna ýmsu staða í landslaginu. Qurvignaarjuk, Litla sæta klósettið, Ivianginakuluk, Sú með stóru brjóstin, Qabluk, Augabrún. Þá býr hann til paramyndir, þ.e. stillir sam- an ljósmynd og málverki, eða sýnir þríleiki þar sem hann stillir saman ljósmyndum, málverki og texta. Allt lítur þetta út eins og góð og gild nú- tímalist, fátt í framsetningunni kem- ur á óvart, en allt fagmannlega framsett og unnið. Stór hluti sýningarinnar er mynd- arlegur bæklingur með miklu mynd- efni og oft áhugaverðum textum eft- ir Huse sjálfan og aðra. Meðal annars má lesa dagbókarfærslur Huse í Norður-Kanada og héðan frá Íslandi, sem er oft áhugaverð lesn- ing. Honum verður m.a. tíðrætt um það hvernig staðbundin menning sé í hættu vegna alþjóðavæðingar, eins og hann benti á í viðtali í Morgun- blaðinu: „Alþjóðavæðingin fletur allt út og eyðir staðbundinni þekkingu, smærri tungumálum og þeirri list og menningu sem er afrakstur árþús- undasögu mannkynsins.“ Hámyndlistarlega séð er sýningin ekki nema í meðallagi spennandi en sem innsýn í „nýjan“ heim er hún meira spennandi. Sem Grænlands- fari og áhugamaður um harðbýlar norðurslóðir, hvet ég alla til að skoða sýninguna, en undirstrika, rétt eins og Huse gerir sjálfur í upphafi þess- arar greinar, að það er ekkert sem toppar raunveruleikann. Morgunblaðið/Kristján Frá sýningu Patricks Huse í Listasafninu á Akureyri. MYNDLIST Listasafnið á Akureyri Opið frá kl. 12–17 alla daga nema mánu- daga. Til 12. desember. Patrick Huse. Blönduð tækni. Þóroddur Bjarnason ÓLAFUR Jóhann Ólafsson hefur verið tilefndur til IMPAC-verðlaunanna, fyrir bók sína Höll minning- anna. Auk Ólafs Jóhanns eru þetta árið tilnefndir höf- undar á borð við Margaret Atwood, Nóbels- verðlaunahafann JM Coetzee, Mark Haddon, Monica Ali og Booker-verðlaunahafana Peter Carey, Graham Swift og DBC Vernon, sem og höfundur Da Vinci-lykilsins víðfræga, Dan Brown. IMPAC-verðlaunin eru virt alþjóðleg bókmennta- verðlaun sem veitt eru ár hvert fyrir skáldverk á ensku, ýmist frumsamið eða þýðingu, en verðlaunin eru ekki hvað síst þekkt fyrir rausnarlegt verðlaunafé er nemur 100.000 evrum, eða um 8,7 milljónum íslenskra króna. Þetta er í annað skipti sem verk eftir Ólaf Jóhann er tilnefnt til verðlaunanna. Tilnefndur til IMPAC- verðlaunanna Ólafur Jóhann Ólafsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.