Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 57
ÖFLUGUSTU TÖFRARNIR ERU Í BT
2.6
2.399
TVEIR
DISKAR
Hér er á ferðinni þriðja myndin um
ævintýri Harry Potter. Meðal leikara
eru m.a. Daniel Radcliffe, Rupert
Grint, , Emma Watson, Gary Oldman
og fleiri góðir.
Þessi þriðji kafli fjallar um dularful-
lan fanga sem sleppur frá Azkaban
en markmiðið hjá honum að koma
Harry Potter fyrir kattarnef.
Myndin
er með
íslensku og
ensku tali.
Ekki
klikka á
þessari!
ÉG hef stundum heyrt það frá tón-
listarmönnum að það skipti máli hvar
plötur eru teknar upp, bæði hvað
varðar stemmningu í stúdíói, hljóm-
burð og tæknimál, en ég held að
sjaldan hafi upptökustaðurinn skipt
eins miklu máli og á þeirri plötu sem
ómar í eyrunum á mér meðan ég
hamra inn þessi orð.
Langþráður draumur Rabba rætt-
ist þegar hann fékk tækifæri til að
taka upp meirihluta síðustu sólóplötu
sinnar í hinu sögulega Abbey Road
stúdíói, þar sem
Bítlarnir bók-
staflega bjuggu
um árabil. Það er
auðheyrt að andi
Bítlanna hefur
svifið yfir vötnum
og enginn af þeim
snillingum sem fylgu Rabba í hans
hinstu för hefur verið ósnortinn af
þeim minningum og stemmningum
sem svífa um Abbey Road. Spilagleði
og innblástur er augljós og greinilegt
að þarna hafa menn verið í senn sam-
taka og upprifnir yfir því að standa í
sporum Bítlanna, anda að sér loftinu
og leika á píanó, sítar og rafharm-
óníum, sem léku veigamikil hlutverk í
síðari verkum sveitarinnar.
En nóg um Bítlana! Ég er hæst-
ánægður með þessa plötu. Auðvitað
er erfitt að hlusta á hana án þess að
hugsa um Rabba, hans frábæra feril
og persónuleika, harmleik hans og
um leið það frábæra fordæmi sem
hann sýndi með æðruleysi sínu allt
sitt líf. En það kemur ekki að sök, því
þessi plata er alveg frábær vitn-
isburður um alla þessa hluti. Textarn-
ir og lögin eru í senn persónuleg, ein-
læg og mjög áheyrileg,
spilamennskan þétt og leikandi, eins
og áður hefur verið minnst á og
hljómurinn mjög hlýr og skemmti-
legur. Notkun liðsmannanna á hinum
sögufrægu hljóðfærum bítlanna er
líka afar smekkleg og hófstillt og
gæðir tónlistina lífi.
Það er líka gaman að heyra það
hvernig menn geta leikið sér með
hrynfall þrátt fyrir að lögin séu í ein-
földum töktum. Þannig leika önnur
hljóðfæri en trommurnar mikilvægt
hlutverk í að brjóta upp taktinn, en
trommurnar negla lögin niður. En
þar er ég kannski kominn að því sem
má teljast einn af fáum hnökrum
plötunnar. Ég kemst ekki hjá því að
hugsa að eins frábær og trommu-
leikur Egils Rafnssonar er, þá sé
hann dálítið aftarlega í hljóðblönd-
uninni á köflum. Kannski skrifast
þetta á hógværð, en í öllu falli er ekki
um alvarlega handvömm að ræða.
Ekki fer heldur milli mála hversu
miklir hæfileikar eru á ferðinni í son-
um Rafns, en þeir unnu lögin með
honum og flytja. Ragnar Zólberg hef-
ur tekið út gríðarlegan þroska sem
söngvari og tónlistarmaður og verður
spennandi að fylgjast með þroska
hans næstu árin, því hann er enn ós-
lípaður demantur, en þvílíkur karata-
fjöldi, maður lifandi!
Rabbi var, eins og segir í inngangs-
orðum bæklings plötunnar, tónlist-
armaður fram í fingurgóma. Hann
lifði fyrir tónlistina og hún var hans
förunautur þar til hjarta hans sló sinn
síðasta takt. Þessi plata er í senn
verðugur minnisvarði um líf hans og
feril, vini og fjölskyldu, fórnir og
verðlaun lífsins, sorgar- og gleði-
stundir og vitnisburður um æðruleysi
og kraft, kjark og dug, öðrum til
hvatningar og innblásturs. Sem plata
stendur hún líka prýðilega; bráðvel
gerð, hugmyndarík og skemmtileg.
Verðugur
minnisvarði
TÓNLIST
Íslenskar plötur
Síðasta plata Rafns Jónssonar (Rabba).
Ragnar Zolberg Rafnsson leikur á gítar
og syngur, Egill Rafnsson trommar, Har-
aldur Þorsteinsson leikur á bassa, Jón
Ólafsson leikur á píanó, Hammond orgel
og harmonium, Rúnar Þórisson leikur á
gítar og Andrea Gylfadóttir syngur raddir.
Þá leikur Magnús Kjartansson á píanó og
Hammond orgel.
Tekin upp í Abbey Road, Hljóðhamri,
Glaðheimum og Grænaherberginu. Um
upptökustjórn sá Rafn Jónsson. Útgef-
andi: R&R músík.
Rabbi – Fuglar geta ekki flogið á tunglinu
Svavar Knútur Kristinsson
BANDARÍSKA tímaritið People
hefur útnefnt breska kvikmynda-
leikarann Jude Law kynþokka-
fyllsta núlifandi karlmanninn. Segir
tímaritið að Law sé „yfirnátt-
úrulega myndarlegur“, hafi „gríð-
arlega hæfileika“ og það orð fari af
honum að hann sé „afar geðþekk-
ur“.
Leikkonur sem starfað hafa með
Law eru þessu sammála.
„Hann er fallegasti karlmaður
sem gengið hefur á jörðinni – hann
er eins og fullkomið olíumálverk,“
sagði ástralska leikkonan Naomi
Watts sem lék með Law í gam-
anmyndinni I Heart Huckabees.
Og Gwyneth Paltrow segir:
„Hann er sá mest töfrandi maður
sem nokkur getur vonast til að
hitta.“
Tímaritið hefur áður m.a. veitt
Mel Gibson, Sean Connery, Brad
Pitt, Johnny Depp, George Cloon-
ey. Pierce Brosnan, Ben Affleck,
Denzel Washington og John F.
Kennedy Jr. þennan eftirsótta titil.
Meðal þeirra sem komu til greina
nú voru Brad Pitt, Ben Affleck,
Matt Damon, Johnny Depp, Or-
lando Bloom, Usher, Colin Farrell,
Bruce Willis og Matt LeBlanc.
Reuters
Jude Law er nýskilinn þriggja
barna faðir og á í ástarsambandi
við leikkonuna Siennu Miller.
Yfirnáttúrulega
myndarlegur
Reuters
Forsíða nýjasta tölublaðs People.
Fegurð | Tímaritið People segir leikarann Jude Law allra manna þokkafyllstan