Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 60
60 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ
SJÖ ár eru langur tími í tónlistar-
sögunni og á síðustu árum hafa
ótal stefnur brotist fram og horfið
jafnharðan, óteljandi byltingar
orðið í rokki og poppi, grúi tónlist-
armanna og hljómsveita stigið
fram, sigrað heiminn og hafnað
svo á ruslahaug
sögunnar. Á með-
an rokkelfan belj-
aði fram með
stöku þurrkum og
vorflóðum í sjö ár
sátu þeir Porno-
pop-bræður inni í
hljóðveri að taka upp, að snurfusa
og fínpússa, púsla saman hug-
myndum og hendingum – það eru
nefnilega sjö ár síðan þeir sendu
síðast frá sér plötu.
Fyrir sjö árum kom út platan
Blue með Pornopop, tvöföld plata
með annars vegar rafsoðinni ambi-
ent-tónlist og hins vegar drunga-
legu tilraunakenndu rafpoppi; frá-
bær plata sem fékk fína dóma.
Eftir það spurðist ekki mikið til
sveitarinnar þó hún hafi spilað
öðru hvoru, til að mynda á eft-
irminnilegum tónleikum á Gaukn-
um fyrir réttum sex árum. Þeir
Pornopop-bræður létu svo í sér
heyra á Airwaves um daginn og
sendu um líkt leyti frá sér þá
skífu sem hér er skrifað um.
Víst hefur ýmislegt gerst utan
hljóðvers þeirra Pornopop-bræðra,
en það hefur líka talsvert gerst
inni í því eins og heyra má á plöt-
unni nýju, því þó enn sé treginn í
aðalhlutverki er tónlistin gagn-
særri, hljómavefurinn ekki eins
þéttur. Fínlegar hugmyndir og
gagnsæjar laglínur einkenna mörg
lög plötunnar, hljóðfæraskipan
einfaldari en forðum og rafeinda-
hljóð notuð af smekkvísi til að
fylla upp í lögin.
Þessi plata Pornopop sýnir að
þeir bræður eru enn að leita og
hafa reyndar fundið býsna margt
frá því Blue kom út – hún er til-
raunakenndari og um leið for-
vitnilegri, sífellt fleira kemur í ljós
því oftar sem maður hlustar á
hana. Í þeim lögum sem ganga
ekki fyllilega upp, til að mynda
„Little Kafka“, eru samt snilldar
sprettir og reyndar má segja að
öll lögin á henni séu fyrirtak og
mörg hreinasta afbragð. Nefni
„Sleep“ sem byrjar meinleysislega
en á eftir að fara heilan hring áð-
ur en við erum komin aftur í
kyrrðina, margslungið lag. Þar
næst kemur svo besta lag plöt-
unnar að mínu mati, „It Doesn’t
Mean a Thing“ með klifunar-
kenndum texta sem segir svo
býsna margt í einfaldleika sínum.
Í því lagi og víðar nota þeir
áhrifahljóð einkar skemmtilega.
... And The Slow Songs About
The Dead Calm In Your Arms er
einkar skemmtileg plata sem sýnir
að þó Pornopop sé ekki beinlínis
starfandi hljómsveit þá hefur hún
síður en svo staðnað.
Sjö árum
síðar …
TÓNLIST
Íslensk plata
Pornopop - ... And The Slow Songs About
The Dead Calm In Your Arms
Plata með hljómsveitinni Pornopop sem
skipuð er þeim Pétri Jóhanni og Ágústi
Arnari Einarssonum. Þeir semja öll lög og
flytja. Arnar Helgi Aðalsteinsson stýrði
upptökum, hljóðblandaði og gerði frum-
eintak. Arnar Helgi lék einnig á ótilgreind
hljóðfæri á plötunni eða söng og það
gerðu einnig Hallgrímur Jón Hall-
grímsson, Vilhjálmur Pálsson, Þorkell
Heiðarsson, Anna Hugadóttir og Anna
Þorvaldsdóttir. Hljómsveitin gefur sjálf
út. 41:44 mín.
Árni Matthíasson
LISTAFÉLAG Nemendafélags Verslunarskóla Íslands sýnir um
þessar mundir franskan farsa eftir Marc Camoletti sem heitir
Douglas, Douglas. Fjallar verkið um arkitekt sem er trúlofaður
þremur flugfreyjum sem búa allar hjá honum. Þær vita samt
ekki hver af annarri því þær eru alltaf á sitthvorri vaktinni. Einn
daginn kemur mikið óveður og vaktaplanið hjá stúlkunum rask-
ast. Þar af leiðandi fer allt í bál og brand hjá arkitektinum. Hann
þarf því að bregðast skjótt við …
Leikarar í sýningunni eru Sindri Tryggvason, Fannar Sveins-
son, Ásdís Björk Guðmundsdóttir, Heiðrún Björk Gísladóttir,
Ingunn Sigurpálsdóttir og Þórdís Reynisdóttir. Leikstjóri er Ís-
gerður Elfa Gunnarsdóttir.
Leikhópurinn í Douglas Douglas í fullum skrúða.
Leiklist | Douglas Douglas í Versló
Douglas Douglas er sýnt í kvöld kl. 20. Miðaverð 1500 kr.
Trúlofaður þremur
flugfreyjum
Fréttir á SMS