Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 61

Morgunblaðið - 19.11.2004, Side 61
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 61 „ÉG ER mjög ánægður með þennan disk og það eru margir sem segja að þetta sé það allra besta sem ég hef gert á ferlinum,“ segir Ragnar Bjarnason söngvari, en nýja platanhans er nú kominn út og ber heitið Vertu ekki að horfa, sem er tilvísun í eitt vinsælasta lag íslenskrar dæg- urtónlistarsögu fyrr og síðar. Platan spannar hálfrar aldar söngferil Ragnars, gömul lög og ný í bland og ferskar og nýjar útsetningar á flestum laganna. Röddin á sínum stað „Er þetta ekki bara ágætlega sungið af karli sem orðinn er sjötugur?“ spyr Raggi glaðbeittur þegar hann hefur spilað plötuna fyrir blaða- mann, sem verður að játa að þetta er stórvel gert hjá karlinum. Röddin er á sínum stað, ekki síðri en áður og mýkri ef eitthvað er. „Röddin hefur auðvitað þroskast með árunum eins og maður sjálfur og það eru engin læti í þessu.“ Platan hefst á rytmískri salsasveiflu í anda Milljónamæringanna, enda eru þeir félagar mættir þarna ásamt Bjarna Ara og í kórnum eru gamlir félagar úr Sumargleðinni. Lagið heitir „Hvað ertu að pæla“ og það vekur strax athygli hversu góður hljómur er á þessari upptöku, sem reyndar er raunin með öll lögin á plötunni. “Ég vildi endilega hafa Millana með í þessu, enda er ég þeim mjög þakklátur fyrir að hafa haft mig með í því sem þeir eru að gera, á böllum og svo- leiðis,“ segir söngvarinn. Næst er gamalkunnugt lag í nýrri útsetningu, „Nótt í Moskvu“. „Helle konan mín stakk upp á því að hafa þetta lag með svona ekta rússneskum kósakkatakti, og mér finnst það koma mjög vel út,“ segir Ragnar og blaðamaður er honum alveg sammála, lagið er miklu flottara svona en í gömlu útsetningunni og félagar úr Karlakórnum Fóst- bræðrum, setja afar skemmtilegan svip á lagið. Nýtt lag „Svo er hérna nýtt lag eftir mig við ljóð eftir föðurbróður minn, Ágúst Böðvarsson, „Móð- urást“. Hann samdi það til móður sinnar, sem var amma mín, og mér fannst ljóðið svo frábært að ég ákvað að semja lítið lag við það.“ „Úti í Hamborg“ er lag sem Raggi söng á sín- um tíma með Jóni bassa Sigurðssyni. Hér er það Bogomil Font sem syngur með, enda útsetti hann lagið, einkar skemmtileg útsetning í suð- rænum rytma. Svo kemur „Heyr mína bæn“, sem Ragnar setti á plötuna til minningar um Ellý Vilhjálms. Guðrún Gunnarsdóttir syngur með honum og Borgardætur eru í bakgrunni. Alveg einstaklega fallegt og vel flutt í þessari útgáfu og vel við hæfi að minnast Ellýjar með þessum hætti. „Mér þyk- ir vænt um að geta minnst Ellýar með þessum hætti enda vorum við góðir vinir,“ segir Ragnar um þetta lag. Næst kemur gamall rokkari, „Rockin Robin“, við íslenskan texta Kristjáns Hreinssonar og ber heitið „Flottur jakki“, sem helgast af því að text- inn fjallar um tweed-jakka sem fellur skemmti- lega að upprunalega enska textanum. Jón bassi útsetti lagið í anda hinnar klassísku rokk- tónlistar. „Ég spurði Sigga Flosa hvort hann spilaði á piccolo-flautu og hann sagðist vera með eina úti í bíl. Svo kom hann með flautuna og spil- aði þessa frábæru sóló í einni töku,“ segir Raggi um stórskemmtilega flautusóló Sigurðar Flosa- sonar í þessu lagi. Í næsta lagi syngur Raggi dúett með Silju Ragnarsdóttur, eiginkonu Bjarna Ara, sem er hér að syngja inn á sína fyrstu plötu, en þetta er gamli dúettinn þeirra Bings Crosby og Grace Kelly í laginu „True love“, sem hér heitir „Treystu á mig“. Svo kemur gamli smellurinn hans Ragga, „Komdu í kvöld“, í svingaðri útsetningu tríós Bjössa Thor, en með honum er Jón Rafnsson á bassa og á trommunum er gamli félaginn úr KK- sextettinum, Guðmundur „papa jazz“ Stein- grímsson. Raggi syngur þetta lag einstaklega vel í þessari útsetningu og blaðamaður hefur orð á því. „Já, þetta er bara afslappað og hreint og beint, ekkert vesen í kringum sönginn eða út- setninguna,“ segir söngvarinn og við vindum okkur í næsta lag, „Capri Katarína“, sem Raggi segist hafa sett á plötuna í minningu Hauks Morthens. „Ég heyrði fyrst í Hauki þegar ég var níu ára, hann var þá nítján og söng með hljóm- sveitinni hans pabba á Borg í Grímsnesi. Upp frá því urðum við Haukur vinir og mig langaði til að heiðra minningu hans á þessari plötu.“ Næst er það „Lítið barn“, sem Ragnar samdi við ljóð Steins Steinarr. Hér er það í nýrri út- setningu Þóris Baldurssonar og félagar úr Karlakórnum Fóstbræðrum syngja með. „Ég er mjög ánægður með þessa útsetningu Þóris. Þetta er líklega besta útsetning sem gerð hefur verið af þessu lagi og þarna kemur inn í millispil, sem ég hafði samið en var búinn að stein- gleyma.“ Lag sem fylgdi pabba Gamli Dean Martin-slagarinn „Sway“ er hérna líka undir nafninu „Svífðu með“, þar sem Páll Óskar syngur með Ragnari. Virkilega fag- mannlega gert hjá þeim báðum og flott undirspil. Svo eru það þjóðþekkt lög úr smiðju Ragga sjálfs frá fyrri tíð, „Vor við flóann“, „Vorkvöld í Reykjavík“ og „Vertu ekki að horfa svona alltaf á mig“. Tvö síðastnefndu lögin eru í svipaðri út- setningu og fyrir 40 árum. „Ég fékk Adda Schev- ing til að skrifa þessi lög í svipuðum útsetningum og í „den“ enda held ég að þau virki ekki öðru- vísi,“ segir söngvarinn um þessa gömlu „smelli“ sína. Á þessari nýju plötu eru einnig tvær eldri upp- tökur, lag eftir Gunnar Þórðarson sem hljóðritað var árið 1981, „Ljúfa langa sumar“, og loks „Við bjóðum góða nótt“, lag Bjarna Böðvarssonar við texta Ágústs bróður hans. „Þetta lag fylgdi pabba alla tíð, hann endaði öll sín böll með þessu lagi og ég gerði það svo líka allan þann tíma sem ég var með eigin hljómsveit,“ segir Raggi og er greinilega sáttur við útkomuna í heild. „Það er mikil fjölbreytni á þessari plötu og þótt sum lag- anna hafi hljómað árum saman eru þau hér flest endursungin í nýjum og ferskum útsetningum. Þetta eru allt lög sem skipta mig miklu máli og ég hef sterkar taugar til, enda hafa þau fylgt mér í gegnum ferilinn.“ Tónlist | Ný plata Ragnars Bjarnasonar, Vertu ekki að horfa, er komin út Lög sem skipta mig miklu máli Morgunblaðið/Eggert Ragnar Bjarnason hélt nýverið upp á tvöfalt afmæli; sjötugsafmæli og hálfrar aldar söng- afmæli og fagnaði með vel heppnaðri söngskemmtun á Broadway. svg@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.