Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 19.11.2004, Qupperneq 64
64 FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMBER 2004 MORGUNBLAÐIÐ M.M.J. Kvikmyndir.com  H.J. Mbl.  Shall we Dance? Richard Gere Jennifer Lopez Susan Sarandon Það er aldrei of seint að setja tónlist í lífið aftur Sýnd kl. 10.Sýnd kl. 5.45, 8 og 10.15. Sýnd kl. 8 og 10.15. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.20. ÁLFABAKKI Sýnd kl. 4 . Ísl tal. Frá leikstjóra RUSH HOUR og RED DRAGON PIERCE BROSNAN SALMA HAYEK WOODY HARRELSON DON CHEADLE KEFLAVÍK Sýnd kl. 8 og 10. KRINGLAN Sýnd kl. 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára. Stanglega bönnuð innan 16 ára Sama Bridget. Glæný dagbók. Frá spennumyndaleikstjóranum, Renny Harlin kemur þessi magnaði spennutryllir sem kemur stöðugt á óvart. Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki!Funheit og spennandi með John Travolta og Joaquin Phoenix í aðalhlutverki! Walt disney Sýnd kl. 6. Ísl. texti.Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík Heimsins tregafyllsta tónlist sýnd kl. 8. enskt tal Jargo sýnd kl. 10.15. Enskur texti Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20. JOSEF Fares sló í gegn með fyrstu mynd sinni Jalla Jalla, rómantískri gamanmynd sem gerist meðal inn- flytjenda í Svíþjóð. Þessi önnur mynd hans er líka gerð eftir banda- rísku formúlunni, um leið og hann hæðist að hinum dæmigerðu has- armyndum. Kopps gerist í litlu sænsku þorpi, Högbotrask. Þar lifa fjórar löggur bæjarins rólegu lífi, borða pylsur og vöfflur á milli þess sem þær sinna minniháttar verkefnum eins og að teyma beljur úr blómabeðum. Þegar yfirvaldið mikla ákveður að skera niður, lendir lögreglustöðin í Hög- botrask undir hnífnum. Löggurnar eru ósáttar við það og gera hvað sem er, m.a.s. fremja glæpi, til að koma í veg fyrir að stöðin verði lögð niður. Mér finnst þetta frábær hugmynd og sé þetta vel gerast í einhverju ís- lensku krummaskuði. Það hefði jafn- vel orðið enn fyndnara. Bæði er gagnrýnin á hasarmyndirnar góð, svo og hvernig gert er grín að lögg- unni Benny sem langar svo mikið að vera hin fullkomna lögga, en fær aldrei tækifæri til þess. Það verður að segjast að Torkel Petersen er al- veg frábær í því hlutverki. Hins veg- ar finnst mér grínið fara út í öfgar. Það versta við það er að maður hætt- ir að finna til með persónunum, svo heimskulega haga þær sér. Ef fram- vindan hefði verið þannig að eitt leiddi af öðru án þess að nokkur fengi neitt við því gert, hefði maður skilið persónurnar. En þegar þær taka sífellt upp á heimskulegri og vitlausari asnasköftum verður mað- ur bara fyrir vonbrigðum með þær. Sérstaklega hinn geðþekka Jakob sem er aðalpersónan, og hefði getað haft vit fyrir hinum. Örlítill rómans fléttast inn í sög- una, sem er ekki verra, og Josef Fares getur ekki annað en látið myndina fá hinn sanna Hollywood- endi, enda fellur það að formúlunni sem hann notar. Ég efast ekki um að fjölmargir eigi eftir að skemmta sér stórvel á þessari sænsku grínmynd, sem er bæði vel gerð og leikin – þótt hún fari aðeins yfir strikið. Algerir grallaraspóar KVIKMYNDIR Háskólabíó – Norrænir bíódagar Leikstjórn: Josef Fares. Aðalhlutverk: Fares Fares, Torkel Petersson, Göran Ragnerstam, Sissela Kyle og Eva Röse. 90 mín. Svíþjóð. 2003. Löggur (Kopps)  Hildur Loftsdóttir ÉG held svei mér þá að The Fall sé ein mesta „költ“-sveit sem starf- rækt er í dag. Þetta er það mikið neðanjarðarrokk að salurinn í Aust- urbæ var svona rétt rúmlega hálf- ur. Ég trúði því í alvörunni að fólk myndi stökkva til þegar fréttist að þessi stórmerka sveit væri á leið til landsins, miðarnir myndu seljast upp á nóinu líkt og virðist vera með flesta tónleika erlendra listamanna hérlendis. En nei. Aðdáendur sveit- arinnar eru greinilega fyrst og fremst gagnrýnendanördar, tónlistarnördar og fólk sem upplifði „gullaldarárin“ og fylgist því enn með sveitinni frá hliðarlínunni með öðru auganu. Einhvern veginn þannig var hinn tiltölulega fámenni áhorfendaskari samsettur í gær. Um leið og söngvarinn/leiðtoginn Mark E. Smith er ábyrgur fyrir mörgu af því allra áhugaverðasta sem gert hefur verið í tilrauna- kenndu rokki fyrr og síðar á hann ekki bót fyrir rassinn á sér. Laun heimsins eru að sönnu vanþakklæti. Talandi um Mark E. Smith, hann er snarruglaður. Þvílíkt og annað eins! Upplifun kvöldsins snerist mest um að fylgjast með þessum ótrúlega manni og vægast sagt undarlegum háttum hans uppi á sviði. Þegar hann kom inn á sviðið leit hann út fyrir að vera áttræður, ég er ekki að grínast (hann er 47 ára). Stífur staulaðist hann um sviðið og var í framan eins og sveskja. Það var kostulegt að fylgj- ast með því þegar hann hækkaði í gítarmögnurum, spilurum greini- lega til armæðu sem þeir þó þorðu ekki að sýna. Smith rekur bandið greinilega með harðneskju og með- limir litu stundum út eins og hræddir grunnskólanemar með strangan skólastjóra yfir sér. Smith fjarlægði t.d. hljóðnema úr bassatrommunni einhverra hluta vegna og var algerlega óútreikn- anlegur alla tónleikana. Maður var bísperrtur allan tímann með augun á Smith, hugsandi „hvað næst?“. Hljómsveitin sjálf á hrós skilið. Hún rokkaði feitt, var mjög þétt og keyrði efnisskrána áfram af öryggi. Stundum fannst manni eins og tveir listamenn væru uppi á svið- inu. Annars vegar hörku rokkband að trukka í gegnum ósungin lög og hins vegar renglulegt og ólund- arlegt ljóðskáld, kallandi samheng- islausar setningar fram í salinn við og við. Tónleikarnir voru dálítið lengi í gang, einhver stífni í gangi fyrstu fjögur lögin eða svo. En eftir því sem á leið náði Smith betri tökum á tónleikunum – og áhorfendum um leið. Flest lögin komu af nýju plöt- unni, The Real New Fall LP Form- erly ’Country On The Click’, og voru þau í mun rokkaðri útsetn- ingum en þar er að finna (og ég mæli hiklaust með þessari plötu). Stundum var eins og Smith væri að syngja þessi lög einhvern veginn, hljómaði nánast áhugalaus. Nýtt lag, „What About Us“, var þá flutt er langt var liðið á tónleikana. Frá- bært lag með minimalískri, nánast „möntrulegri“ keyrslu. Smith rak liðið svo út af sviðinu eins og hunda en sveitin sneri fljótt aftur. Tvö aukalög voru spiluð og þegar það síðara nálgaðist endalok- in tók Smith jakkann sinn og labb- aði út. Það var margt mjög undarlegt við þessa tónleika. Ég stóð upp frá þeim forviða maður en líka á ein- hvern hátt heillaður. Það er ein- hver undarlegur sjarmi í kringum Mark E. Smith og maður skilur vel þessa goðumlíku aðdáun sem hann nýtur. Það verður að segjast að The Fall virkaði ekki allt of vel í svona stórum sal þar sem áhorfendur sitja (fyrirkomulag sem virkaði hins vegar vel í tilfelli Blonde Red- head). The Fall er líklega betur geymd í sveittri búllu og þangað var hún reyndar færð í gær. „Spáðu í það að spila með þess- um manni,“ heyrði ég einhvern segja eftir tónleikana. Hér var ekki verið að vísa í tónlistarlega upphefð heldur æðruleysið og þolinmæðina og það að nenna að standa í þessu yfirhöfuð. Meðspilararnir voru enda búnir á því að tónleikum loknum. Þegar maður fer á Louvre-safnið í París er merkilegt að sjá Mónu Lísu. Gildir þá einu hvort manni finnst myndin falleg eða ekki. Mað- ur verður engu að síður uppnumin. Einhvern veginn þannig var að berja Mark E. Smith augum og ég efast um að margir hafi kristnast til Fall-fræða á þessum tónleikum. Hégómagirndin rak mig svo bak- sviðs eftir tónleikana að finna manninn. Ég taldi mér óhætt enda hafði ég rætt við Smith í síma í síð- ustu viku. Ég kynnti mig og fasið var allt annað en uppi á sviði. Hann var léttur á því, var á leiðinni á barinn og svei mér þá nokk við- kunnanlegur bara. Smith hefur nefnilega klárlega metnað fyrir hönd sveitar sinnar, hann hefur tal- að um hversu bandið sé gott nú um stundir og í viðtali sem birtist í þessu blaði á mánudaginn var fór hann lofsorðum um Ísland og tón- leikastaðinn. En uppi á sviði stend- ur annar maður að því er virðist. Allt saman mjög undarlegt. Eða hvað? Fall-egt TÓNLIST Austurbær Tónleikar bresku sveitarinnar The Fall í Austurbæ, miðvikudagskvöldið 17. nóv- ember 2004. Vonbrigði og Dr. Gunni hit- uðu upp. The Fall  Arnar Eggert Thoroddsen Morgunblaðið/Sverrir „Upplifun kvöldsins snerist mest um að fylgjast með þessum ótrúlega manni og vægast sagt undarlegum háttum hans uppi á sviði,“ segir m.a. um frammistöðu Mark E. Smith og sveitar hans The Fall í Austurbæ á miðvikudaginn.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.