Morgunblaðið - 23.12.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 350. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER 2004 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Á ferð
og flugi
Bjarni bassi er kominn
heim í jólafrí | Menning
Viðskipti | Líklegt að álverð lækki á næsta ári Dýrmæt viðurkenning Úr
verinu | Borgar sig ekki að draga úr mengun Spá hækkandi verði á fisk-
inum Íþróttir | Landsliðsmenn fá ekkert jólafrí Singh trónir enn á toppnum
Óskum landsmönnum gleðilegra jóla
og árs og friðar á komandi ári
Viðskipti, Úr Verinu og Íþróttir í dag
TONY Blair, forsætis-
ráðherra Bretlands,
sagði í gær að fyrirhug-
að væri að halda alþjóð-
lega ráðstefnu í London
á næsta ári um umbætur
á stjórnsýslu Palestínu-
manna og þróun til að
greiða fyrir því að þeir
geti stofnað eigið ríki.
Bandaríkjamenn tóku í
gær vel í tillögur Blairs en ekki kom fram
hvort þeir myndu senda fulltrúa á ráðstefn-
una. Ísraelar hafa þegar sagt að þeir muni
ekki taka þátt í fundinum enda eigi hann
eingöngu að fjalla um málefni Palestínu.
Blair, sem lauk í gær stuttri ferð sinni um
Mið-Austurlönd, ræddi við bæði ísraelska
og palestínska ráðamenn. Hann sagði að
umbætur á Palestínustjórn og áætlunin um
brotthvarf Ísraela af Gaza-svæðinu sköp-
uðu tækifæri til að koma alþjóðlegri frið-
aráætlun, Vegvísi til friðar, í framkvæmd.
Blair bætti þó við að friðarviðræður gætu
ekki hafist að nýju fyrr en palestínsk
stjórnvöld skæru upp herör gegn herskáum
palestínskum hreyfingum til að binda enda
á árásir þeirra á Ísraela.
Abbas fagnar frumkvæði Blairs
Mahmoud Abbas, bráðabirgðaleiðtogi
Palestínumanna, tók í gær vel í hugmynd
Blairs og fagnaði því að Bretar tækju nú
frumkvæði í að leysa deilurnar í Mið-Aust-
urlöndum. Sagði Abbas hugmyndina skref í
átt að endurnýjuðum friðarumleitunum við
Ísraela. Palestínumenn hefðu þó vonast til
að fleira yrði rætt í London, fyrst og fremst
helstu deiluefni þeirra við Ísraela. Blair
kom við hjá grafreit Yassers Arafats í Ram-
allah, hneigði sig lítillega en lagði ekki
blómsveig að legsteininum.
Á þriðjudag fór Blair í fyrstu heimsókn
sína til Bagdad, höfuðborgar Íraks, og
hvatti alla Íraka til að taka þátt í þingkosn-
ingunum sem ráðgerðar eru í lok janúar.
Boðar ráð-
stefnu um
Palestínu
Jerúsalem, Ramallah, Washington. AP, AFP.
Tony Blair
stofnarnir þar séu í útrýming-
arhættu. Hins vegar sé í lagi
að snæða þorsk úr Barents-
hafi eða af Íslandsmiðum.
WWF munu vera stærstu
alþjóðlegu náttúruvernd-
arsamtök í heimi. Þorskur er
algengur hátíðarmatur um jól
eða áramót í mörgum norð-
lægum Evrópulöndum.
SAMTÖKIN World Wildlife
Fund (WWF) hafa sent frá sér
lista yfir tíu hluti sem fólk
eigi að neita sér um á jólahá-
tíðinni til þess að samviskan
verði góð, að sögn blaðsins
Bergens Tidende. Efst á list-
anum eru tilmæli um að fólk
kaupi ekki þorsk úr Norður-
sjónum vegna þess að veiði-
Ekki Norðursjávar-
þorsk, takk fyrir!
VEÐURSTOFAN spáir vonskuveðri með
hvassri norðanátt næstu daga, sérstaklega
norðanlands. Mjög kalt verður um allt land.
Seinni part aðfangadags og á aðfangadags-
kvöld mun bæta í vindinn og gera má ráð fyrir
veðurspám og upplýsingum frá Vegagerðinni.
„Þetta getur greinilega orðið tvísýnt hvort
leiðir verða færar eða ekki.“ Sigurður Hreins-
son er hér á gönguskíðum á Húsavík, en víða á
Norðurlandi kyngdi niður snjó í gær.
stórhríð á Norðurlandi. Pálmi Þorsteinsson,
rekstrarstjóri hjá umdæmisskrifstofu Vega-
gerðarinnar á Akureyri, segir að reikna megi
með að það geti orðið þung- eða illfært á Norð-
urlandi. Menn ættu að fylgjast vel með bæði
Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson
Spáð köldum
jólum og stórhríð
norðanlands
TVEIR franskir fréttamenn, Christian
Chesnot og Georges Malbrunot, sem á
miðvikudag voru látnir lausir í Írak, komu
í gær heim til Frakklands. Segjast þeir
hafa orðið fyrir erfiðri lífsreynslu en þeir
hafi aldrei misst alla von. Þeir eru við
góða heilsu og segjast ekki hafa verið
barðir. Ekki hafi verið farið illa með þá en
maturinn hafi verið fábrotinn og stundum
af skornum skammti./18
Fréttamenn
heimtir úr helju
París. AFP, AP.
Reuters
Franski fréttamaðurinn Georges Mal-
brunot faðmar vinkonu sína, Sylvie, í gær.
UPPHAFSHÆKKUN nýs kjarasamnings Fé-
lags leikskólakennara og launanefndar sveitar-
félaga sem náðist í gærkvöldi er 5,5%. Samn-
ingurinn gildir til 30. september árið 2006 og er
launakostnaður sveitarfélaga talinn aukast um
rúm 13% á tímabilinu. Samningurinn nær til
um 1.500 leikskólakennara. Hann var undirrit-
aður og frágenginn hjá ríkissáttasemjara kl. 21
í gærkvöldi. Hann gildir frá 1. desember sl. en
fyrri samningur rann út 31. ágúst sl. Kveðið er
á um mestar launahækkanir hjá yngsta hópi
leikskólakennara og þeim sem sinna deildar-
stjórn en meðallaunahækkanir deildarstjóra
verða um 20% við lok samningstímans.
Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leik-
skólakennara, segist vera ánægð með samning-
inn, þarna sé stigið mikilvægt skref ef miðað sé
við lengd samningstímans. „Það eru þarna
áfangar sem við erum að ná, sem hefur verið
barist fyrir lengi, eins og t.d. að fá fastlauna-
samninga fyrir stjórnendur í leikskólum. Svo
eru kjarabætur í samningnum, meðal annars til
deildarstjóra en þeir voru sá hópur sem við
horfðum hvað mest til,“ segir Björg.
„Ég fagna því að þessi niðurstaða náðist í
dag, í góðri sátt og án átaka,“ segir Karl
Björnsson, formaður samninganefndar Launa-
nefndar sveitarfélaga.
Hann segir þennan samning að sumu leyti
ólíkan nýgerðum kjarasamningi grunnskóla-
kennara og sveitarfélaganna, ekki síst fyrir þá
sök að samningstíminn sé styttri.
Tekið verður upp allt að 2% mótframlag
vinnuveitanda vegna séreignarlífeyrissparnað-
ar starfsmanna. Á næsta ári munu samningsað-
ilar svo gera könnun á vinnuskipulagi leik-
skólakennara m.t.t. undirbúningstíma. Á árinu
2006 á svo að vinna úr þeim gögnum sem fyrir
liggja. Er það mat samningsaðila að nauðsyn-
legt sé að framkvæma þessa athugun áður en
til frekari umfjöllunar kemur um þessa þætti
og markast tímalengd kjarasamningsins af
þessari vinnu.
Alls er talið að launakostnaður sveitarfélaga
hækki um rétt rúman milljarð á samnings-
tímabilinu. Þar af falla um 465 milljónir til á
árinu 2005 og um 490 milljónir á árinu 2006.
Samningurinn verður nú sendur trúnaðar-
mönnum leikskólakennara til kynningar og því
næst borinn undir atkvæði.
Leikskólakennarar gera
samning til hausts 2006
Launakostnaður
hækkar um 13%
♦♦♦